Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 12
12 20. nóvember 2004 LAUGARDAGUR MÓTMÆLA ÁRÁSINNI Á FALLUJA Sókn Bandaríkjahers í Falluja var mótmælt í Nablus á Vesturbakkanum í gær. Grímu- klæddur vígamaður Hamassamtakanna kveikti í eftirlíkingu bandarísks hermanns. KÖNNUN Tveir af hverjum þremur Íslendingum telja að stjórnmála- leiðtogar láti undan þrýstingi þeirra sem hafa meiri völd en þeir sjálfir og góður meirihluti lands- manna telur að viðskiptaleiðtogar hafi of mikil völd og ábyrgð. Næstum þrír af hverjum tíu telja íslenska viðskiptaleiðtoga óheið- arlega og tveir af hverjum tíu seg- ir það sama um stjórnmálaleið- toga. Þetta er meðal niðurstaðna úr árlegri könnun Gallup á afstöðu til stjórnmála- og viðskiptaleið- toga. Einnig var spurt um fram- tíðarhorfur í efnahags- og örygg- ismálum. Hugur fólks í yfir 60 löndum var kannaður. Helmingur þjóðarinnar telur að heimurinn fari versnandi og að næsta kynslóð muni lifa í óörugg- ari heimi en nú er. Tveir af hverj- um tíu eru hins vegar þeirrar skoðunar að heimurinn verði ör- uggari og þrír af hverjum tíu telja að engin breyting verði á, heimur- inn verði hvorki betri né verri. Fjórtán prósent landsmanna telja að efnahagsleg velsæld komandi kynslóða verði minni en nú er en meirihlutinn giskar á að hún verði söm og nú eða betri. - bþs Skuldsetning heimila að hættumörkum Fólk virðist í vaxandi mæli skuldsetja sig meira en greiðslugetan leyfir, segir Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður vegna vaxandi fjölda árang- urslausra fjárnáma. Hún vill koma á greiðsluaðlögun fyrir þennan hóp. EFNAHAGSMÁL Skuldsetning margra heimila er komin að ákveðnum hættumörkum, segir Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður um fjölgun árangurslausra fjárnáma og auknar fjárhæðir sem um ræðir þar. Hún telur þetta benda til vaxandi fjárhags- erfiðleika hjá heimilunum í land- inu, einkum hjá þeim sem minna hafi handa á milli og séu á lágum eða meðallaunum. „Þarna virðist vera á ferðinni að einhverjum hluta neyslulán, sem fólk virðist lenda í erfiðleik- um með,“ sagði hún. „Skuldsetn- ing virðist vera mjög mikil og fólk virðist í vaxandi mæli skuldsetja sig meira en greiðslugetan leyf- ir.“ Í svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn hennar kom fram að fjöldi árang- urslausra fjárnáma hjá einstak- lingum á árunum 2001 til 15. októ- ber 2004 var 17.336. Heildarupp- hæð þessara fjárnáma hjá ein- staklingum á tæpum fjórum árum nam 42 milljörðum króna, en 19 milljörðum hjá fyrirtækjum. Samtals námu kröfurnar því 61 milljarði króna. Stærsti kröfuhaf- inn var ríkissjóður með kröfur upp á 22 milljarða. Næstir komu bankar og aðrar lánastofnanir með 11 milljarða. Loks komu kröfur einkaaðila og opinberra. Af þessum 42 milljarða kröfum sem féllu á einstaklinga áttu karl- ar 85 prósent, 35 milljarða, en konur rúma sex milljarða. „Það veldur áhyggjum að fólk yngra en 20 ára er í einhverjum mæli í þessum hópi,“ sagði Jó- hanna. „Þá finnst mér athyglis- vert hvernig skiptingin er á milli kynja hvað varðar árangurslaus fjárnám. Í einhverjum mæli eru karlmenn kannski fremur skrif- aðir fyrir skuldunum á heimilun- um en konur. En ég hygg að þetta lýsi einnig því að konur fari var- legar í fjármálin og séu ef til vill hagsýnni, skoði betur stöðuna og taki minni áhættu. Jóhanna sagði það sitt álit að ríkisvaldið ætti að leita skýringa á þeim vanda sem uppi væri varð- andi árangurslaus fjárnám, þar sem þau færu vaxandi, bæði að fjölda og fjárhæðum. „Þessi þróun hringir bjöllum um að ákveðin hætta sé á ferðum hjá heimilunum, auk þess sem hún gæti borið með sér ákveðna hættu á þenslu og verðbólgu. Þetta sýnir að við þurfum að grípa til úrræða varðandi þann fjölda sem er í þessari stöðu. Við þurf- um að koma á greiðsluaðlögun, þar sem samið er við lánardrottna og fólki gert að lifa eftir ákveðn- um áætlunum í tiltekinn tíma.“ jss@frettabladid.is VIÐ LANDAMÆRIN Ísraelar halda uppi eftirlitsferðum til að sporna gegn vopnasmygli til Gaza. Mistök Ísraelshers: Skutu þrjá Egypta ÍSRAEL, AP Ísraelskir hermenn skutu þrjá egypska hermenn til bana á landamærum Gaza og Eg- yptalands í gærmorgun. Ísrael- arnir urðu varir við mannaferðir nærri landamærunum og töldu að þar væru á ferð Palestínumenn að smygla vopnum. Þeir skutu því á þá úr skriðdreka. Ísraelsk stjórnvöld báðust strax afsökunar og fyrirskipuðu rannsókn á atvikinu, sem þau lof- uðu að lyki fljótt. Óvíst er hvaða áhrif atvikið hefur á samskipti ríkjanna. Egyptar segjast bíða meiri upplýsinga en líta á þetta sem mistök að svo stöddu. ■ DULARFULLAR DYR Leynigöngin og byrgin fundust þegar tveir hermenn fundust myrtir við innganginn. Neðanjarðarborg: Felustaður glæpamanna BELGRAD, AP Neðanjarðarbyrgi tengd saman með leynigöngum hafa fundist í Belgrad, höfuðborg Serbíu-Svartfjallalands. Talið er að eftirlýstir stríðsglæpamenn hafi falið sig í byrgjunum, sem fjölmiðlar í Serbíu-Svartfjalla- landi, hafa lýst sem „neðjanjarð- arborg“. Talið er að göngin og byrgin hafi verið byggð um árið 1960 þegar Josip Broz Tito var allsráð- andi í Júgóslavíu. Enginn vissi af göngunum nema háttsettir her- foringjar og stjórnmálamenn. Borgin svokallaða, sem er þrír ferkílómetrar í þvermál, fannst þegar lögreglan rannsakaði morð á tveimur hermönnum sem fund- ust skotnir í höfuðið við inngang leyniganganna. ■ ■ NORÐURLÖND Vörður á Akureyri: Kennarar biðjist afsök- unar SKÓLAMÁL Að mati Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akur- eyri, skulda kennarar við Brekku- skóla foreldrum og börnum í skól- anum, svo og öðrum bæjarbúum afsökunarbeiðni. Félagið fordæmir það hvernig kennarar hafa notað börn sem vopn í baráttu sinni að undan- förnu. Félagið fordæmir einnig yfirlýsingu kennara við Brekku- skóla á Akureyri, sem birtist í formi andlátsfregnar á skóla- stefnu hans „Ánægðir kennarar – góður skóli“. Vörður styður mót- mæli foreldra í garð kennara skól- ans. Að mati félagsins skulda kennarar við Brekkuskóla for- eldrum og ekki síst börnunum og öðrum bæjarbúum afsökunar- beiðni. ■ Stóriðja: Norðlend- ingar vinni saman ATVINNUMÁL Norðlendingar þurfa að vinna saman í stóriðjumálinu segir Vörður, félag ungra sjálf- stæðismanna á Akureyri. Félagið mótmælir orðum Örlygs Hnefils Jónssonar, varaþingmanns Sam- fylkingarinnar í Norðausturkjör- dæmi, um að stóriðja skuli rísa á Húsavík eingöngu á þeim for- sendum að orkan sé í Þingeyjars- ýslu. Vörður bendir á virkjunar- svæði Landsvirkjunar í Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, en orka er flutt þaðan í Hvalfjörð og til Straumsvíkur. Þingeyingar þurfa að átta sig á að það séu ekki þeir, né Eyfirðingar sem ákveði hvar næstu stórframkvæmdir fari fram, heldur sé það verkefni fjár- festanna. ■ Kiwanishreyfingin : Safnaði 14,6 milljónum SÖFNUN Alls söfnuðust um 14,6 milljónir króna til handa Geðhjálp og Barna- og unglingageðdeild- Landspítala - háskólasjúkrahúss í landssöfnun Kiwanis á K-degin- um. Fulltrúar Kiwanis afhentu Geðhjálp og BUGL söfnunarféð í gær. Markmiðið með söfnuninni í ár var annars vegar að rjúfa ein- angrun geðsjúkra á landsbyggð- inni og hins vegar að styðja við uppbyggingu göngudeildar BUGL. Kiwanis þakkar þann góða stuðning og hlýhug sem lands- menn sýndu átaki hreyfingarinn- ar. - jss Lítið traust á íslenskum leiðtogum: Viðskiptaleiðtogar hafa of mikil völd VIÐSKIPTALEIÐTOGI Bill Gates, stjórnarformaður og helsti eig- andi Microsoft, er á meðal þeirra manna í heiminum sem telst vera viðskiptaleiðtogi. ELDRI BORGARI BUGAÐI ÞJÓF Norskur smáþjófur mætti meiri mótstöðu en hann átti von á þeg- ar hann reyndi að ræna tösku af 88 ára konu. 78 ára vinur konunn- ar greip í töskuna, við það féll þjófurinn af hjóli sem hann var á og skarst á höfði. Hann hljóp á brott en lögregla náði honum skömmu síðar. HALDA Í SPRENGJUSKÝLI Norsk yfirvöld hafa ákveðið að halda í 20 þúsund sprengjuskýli sem byggð voru á tímum Kalda stríðs- ins. Skýlin geta hýst 2,5 milljónir einstaklinga, rúmlega helming Norðmanna, og telja yfirvöld að þau geti reynst vel ef kemur til árása hryðjuverkamanna. RÆDDU FRIÐARGÆSLU Gyude Bryant, forseti bráðabirgðastjórn- ar Líberíu, er í fjögurra daga op- inberri heimsókn til Svíþjóðar. Þar ræddi hann meðal annars við Laila Freivalds utanríkisráðherra um friðargæslu og hjálparstarf í stríðshrjáðri Líberíu. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Álítur að ríkisvaldið eigi að leita skýringa á þeim vanda sem uppi er varðandi árangurslaus fjárnám.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.