Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 30
Bloomberg um útrás Útrás Íslendinga vekur sífellt meiri athygli erlendis. Á fjármálavef Bloomberg er grein um útrásina. Þar eru Íslandsbanki og KB banki nefndir til sögunnar sem og flugfélögin. Þar eru þeir Hannes Smárason og Magnús Þorsteinsson sagðir fylgja í fótspor Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í alþjóðlegum fjár- festingum. Blaðamaður Bloom- berg segir íslensku flugfélögin ætla að nýta sér staðsetningu Ís- lands til flutninga milli Evrópu og Ameríku. Magasin hafnað Berlingske Tidende hefur eftir Jóni Ásgeiri að Baugur hafi skoð- að kaup á Magasin du Nord um það leyti sem Debenhamsversl- un var opnuð í Fields fyrir ári. Þá hafi áhuginn ekki verið fyrir hendi. Jón Ásgeir segir efnahagsástand hafa batnað síðan. Blaðið segir íslensku fjárfest- ana ekki hafa staðist verðið sem sett var á Magasin du Nord og stefna að því að snúa við rekstrinum. Skortur á golfvöllum Fjárfestingar eru áhættusamar og ekki á vísan að róa með ávinn- inginn. Íslenska útrásin mun skila talsverðum ávinningi fyrir þjóðarbúið ef hún heppnast vel. Fjölmargir hluthafar útrásarfyrir- tækjanna myndu njóta hagnaðar, auk þess sem hann myndi skila sér með óbeinni hætti inn í hag- kerfið. Þeir bjartsýnustu telja að höfuðvandamál skipulagsyfirvalda á næstu árum verði að finna pláss fyrir golfvelli fyrir alla þá sem geta lifað af eignum sínum og stundað íþróttina óáreittir. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.402* KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 132 Velta: 1.890 milljónir -0,27% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Stjórn Burðaráss ákvað í gær að hækka hlutafé félagsins um kr. 260 milljónir króna, en áður hafði hlutafé félagsins verið hækkað um 860 millj- ónir og er hlutafé félagsins því 5,5 milljarðar. Kauphöll Íslands hefur samþykkt afskráningu hlutabréfa Kaldbaks. Kald- bakur mun renna inn í Burðarás. Viðræður standa yfir um samruna HB Granda hf., Tanga hf. og Svans RE-45 ehf. og er gert ráð fyrir að leggja tillögu þar að lútandi fyrir stjórnarfundi í félögunum 23. nóvember. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Alan Greenspan, segir viðvarandi við- skiptahalla geta skaðað bandarískt við- skiptalíf. Dollarinn hefur veikst gagnvart helstu gjaldmiðlum vegna viðskipta- hallans. 30 20. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Sterkt gengi íslensku krón- unnar veldur óstöðugleika í rekstri íslenskra útflutnings- fyrirtækja. Forstjóri Marels bendir á að Marel, Actavis og Össur skili hvert um sig jafnmiklum virðisauka í hagkerfið eins og álver. Taka þurfi tillit til þessa í efnahagsstefnunni. Rekstrarskilyrði íslenskra þekk- ingarfyrirtækja í útflutningi eru um margt óheppileg um þessar mundir sökum sterkrar stöðu krónunnar. Gengisvísitala krón- unnar er nú með lægsta móti á síðustu árum og við þetta bætist að gengi Bandaríkjadals er veik- ara nú en um langt árabil og hef- ur reyndar ekki verið lægra síð- an um vorið 1995. Þetta þýðir að útflutningsfyrir- tæki fá færri krónur fyrir vörur sínar sem þau selja erlendis. Ekki er útlit fyrir að krónan veikist á næstunni meðal annars sökum mikilla stóriðjufram- kvæmda sem nú standa yfir. Að mati Harðar Arnarsonar, forstjóra Marels, verður efna- hagsstefna stjórnvalda einnig að taka tillit til íslensku útflutnings- fyrirtækjanna sem eru að skila miklum arði í þjóðarbúið. „Þessi þekkingarfyrirtæki eru til dæm- is Marel, Actavis og Össur. Hvert og eitt þessara fyrirtækja er að skila virðisauka sem jafn- gildir einu álveri,“ segir Hörður. „Fjárfestingin sem nú er að eiga sér stað í stóriðju heldur gengi krónunnar uppi,“ segir hann. Marel fær um 98 prósent tekna sinna frá útlöndum en nokkuð stór hluti útgjalda er í ís- lenskum krónum. Hörður segir að rekstrarskilyrði á Íslandi séu um margt góð, meðal annars sök- um skattaumhverfisins, en óvissa og óstöðugleiki í ytri að- stæðum vegna breytinga á gengi krónunnar vegi upp á móti þess- um kostum. Hörður segir að síaukinn hluti alþjóðlegra viðskipta eigi sér stað í evru og Bandaríkjadal. Hann telur að það kæmi sér vel fyrir íslenskt efnahagslíf ef hætt yrði að notast við íslensku krón- una. Hann segir að þar sé evran eini kosturinn sem komi til greina en í veginum séu pólitísk- ar hindranir. „Ég tek ekki póli- tíska afstöðu til þess hvort við eigum að ganga í Evrópusam- bandið en það er algjörlega aug- ljóst að við eigum samleið með Evrópu,“ segir Hörður. thkjart@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,30 +0,25% ... Bakkavör 23,40 -0,43% ... Burðarás 11,95 +0,42% ... Atorka 5,45 - ... HB Grandi 8,00 - ... Íslandsbanki 11,55 -0,86% ... KB banki 450,00 -0,22% ... Landsbankinn 11,60 -1,69% ... Marel 55,00 +1,48% ... Medcare 6,10 - ... Og fjarskipti 3,30 -1,49% ... Opin kerfi 27,50 -0,36% ... Samherji 12,60 - 1,56% ... Straumur 9,15 - ... Össur 83,50 - *TÖLUR FRÁ KL. 15.40 Í GÆR. NÝJUSTU UPPLÝSINGAR Á VISIR.IS Marel 1.48% Burðarás 0,42% Actavis 0.25% SÍF -1,80% Landsbankinn -1,69% Samherji -1,56% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Hagnaður Flugleiða á þriðja árs- fjóðrungi nam tæpum 2,7 millj- örðum króna. Hagnaðurinn fyrstu sex mánuði ársins var óverulegur og rekstarniðurstaða fyrstu níu mánuðina því um 2,7 milljarðar. Flugleiðir birtu bráðabirgðaniðurstöðu fyrir skemmstu vegna hlutafjárút- boðs og er niðurstaða endur- skoðaðs uppgjörs ívið betri en fram kom í því uppgjöri. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segist ánægður með niðurstöðuna. „Flugleiðir eru að ná góðum rekstrarárangri þriðja árið í röð á sama tíma og flug- félög í okkar heimshluta eiga flest mjög á brattann að sækja. Þetta hefur skapað félaginu grundvöll til að sækja fram og stefna á bæði innri og ytri vöxt.“ Fjárfesting í skyldum rekstri er á stefnuskrá félagsins og hefur félagið meðal annars keypt tíu prósenta hlut í lág- gjaldaflugfélaginu easyJet. Fjármálavefurinn Bloomberg hefur það eftir Hannesi Smára- syni, stjórnarformanni Flug- leiða, að ekki sé loku fyrir það skotið að sá hlutur verði aukinn. Farþegum í millilandaflugi fjölgaði um átján prósent frá fyrra ári. Að sögn forsvars- manna Flugleiða stefnir í að af- koman í ár verði sú næstbesta í sögu félagsins. -hh Þriðja hagnaðarárið Afkoma Flugleiða var heldur lakari en meðalspár greiningardeilda sögðu til um. Flugleiðir segja stefna í næstbesta ár í sögu félagsins. BETRI EN HINIR Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, er ánægður með uppgjör félagsins. Hann segir félagið ná góðum rekstrarárangri á sama tíma og önnur flug- félög í okkar heimshluta eigi á brattann að sækja. SPÁR UM HAGNAÐ FLUGLEIÐA Á ÞRIÐJA ÁRSFJÓRÐUNGI: Íslandsbanki 3.122 milljónir KB banki 2.626 milljónir Landsbankinn 3.177 milljónir Niðurstaða 2.670 milljónir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA HAGFRÆÐINGAR HEIÐRAÐIR Seðlabankinn heiðraði í gær fjóra virta íslenska hag- fræðinga á ráðstefnu sem haldin var í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því Fjármálatíð- indi Seðlabankans komu út. Í pontu er Jóns Sigurðsson bankastjóri Norræna fjárfestingar- bankans. Hann stýrði athöfn þar sem Jónas Haralz, Jóhannes Nordal, Bjarni Bragi Jónsson voru heiðraðir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Oftar til Færeyja Í framhaldi af opnun nýrrar skrif- stofu Samskipa í Þórshöfn í Fær- eyjum í lok september hefur nú verið ákveðið að fjölga ferðum félagsins þangað. Frá og með annarri viku í desember munu skip félagsins, Arnarfell og Helgafell, hafa viðkomu í Þórs- höfn á leið sinni frá Evrópu til Reykjavíkur. Þetta er gert til að bæta enn frekar þjónustu Samskipa við inn- flytjendur og aðra viðskiptavini í Færeyjum því félagið verður nú vikulega með beinar siglingar til Þórshafnar frá Evrópu og Norður- löndunum. -hh EIGUM SAMLEIÐ MEÐ EVRÓPU Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir að óstöðugleiki í gengi íslensku krónunnar komi sér illa fyrir íslensk þekkingarfyrirtæki í útflutningi. Krónan erfið fyrir iðnaðinn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.