Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 20. nóvember 2004 35 Fimmtudagur 25. nóvember 9.00 Skráning hefst 9.30 Þingsetning Óli H. Þórðarson, formaður Umferðarráðs. Umferðaröryggismál á krossgötum Stefnuræða Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra. ,,Umferðarljósið“, verðlaunagripur Umferðarráðs, veittur í sjötta sinn þeim aðila, einstaklingi, stofnun eða samtökum sem unnið hafa sérstaklega árangursríkt og/eða eftirtektarvert starf á sviði umferðaröryggismála. Tónlist Ragnheiður Gröndal, söngkona. 10.30 Hvar stöndum við – hvert stefnum við? Umferðaröryggisáætlun til 2016 Björn Ágúst Björnsson, formaður starfshóps um endurskoðaða áætlun. 10.40 Vegagerðin Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri. 10.50 Umferðarstofa Karl Ragnars, forstjóri. 11.00 Lögreglan Ólafur Hauksson, lögreglustjóri á Akranesi, formaður Sýslumannafélags Íslands. 11.10 Rannum – Rannsóknarráð umferðaröryggismála Hreinn Haraldsson formaður, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. 13.00 Árekstravarnir á vegriðsendum og á öðrum umferðarmannvirkjum auka umferðaröryggi Pål Bjur ráðgjafi, markaðsstjóri hjá Euroskilt AS í Noregi. 13.15 „EuroRAP“ (European Road Assessment Program) Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, og Ólafur Guðmundsson, stjórnarmaður í LÍA og FÍB fjalla um evrópskt gæðakerfi sem flokkar öryggi vega á sambærilegan hátt og bifreiðir eru stjörnumerktar eftir öryggi (EuroNCAP). 13.45 Áhrif umferðareftirlits lögreglu á umferðarhraða Eiríkur Hreinn Helgason, yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins. 14.00 Hefur áróður áhrif á umferðaröryggi? Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu. 14.15 Fækkun umferðarslysa á Norðurlandi Ástríður S. Grímsdóttir, sýslumaður í Ólafsfirði. 15.00 Aldur ökutækja og slys Kristján V. Rúriksson og Einar Einarsson, verkefnastjórar hjá Umferðarstofu. 15.15 Umferðarkannanir 1985–2002 Kjartan Þórðarson, sérfræðingur hjá Umferðarstofu, og Valdimar Briem, sálfræðingur, Háskólanum í Lundi. 15.30 Liggur þér lífið á? Jón Sigurðsson, svæfingalæknir, nú starfsmaður hjá Tryggingastofnun ríkisins. 15.45 Ungir ökumenn og mat þeirra á hættu í umferðinni Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur hjá Ríkislögreglustjóranum. Föstudagur 26. nóvember 9.00 Slasaðir í umferðarslysum sl. 30 ár Brynjólfur Mogensen, sviðsstjóri lækninga, Slysa- og bráðasviði Landspítala - háskólasjúkrahúss. 9.15 Áhrifaþættir meiðsla í umferðarslysum – munur á meiðslum ökumanna jeppa og fólksbifreiða Guðmundur Freyr Úlfarsson, aðstoðarprófessor í byggingarverkfræði við Washingtonháskóla í St. Louis. 9.30 Slysin og mannslíkaminn Kristín Sigurðardóttir, læknir á slysa- og bráðadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. 9.45 Af hverju ekur fólk ölvað? Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa. 10.00 Þróun alvarlegra umferðarslysa á Íslandi Einar Magnús Magnússon, fréttastjóri Umferðarstofu. 10.50 Framtíðarsýn í umferðarmálum (Mobility, Society and Traffic Safety) Max Mosley, forseti FIA (Federation Internationale De L´ Automobile). 11.15 Pallborðsumræður: Þátttakendur auk Max Mosley, Árni Sigfússon, formaður FÍB, Erna Gísladóttir, formaður Bílgreinasambandsins, Ómar Þ. Ragnarsson, fréttamaður, Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu og Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. Þátttakendur skiptast í umræðuhópa samkvæmt dagskrárliðum þingsins. Talsmenn umræðuhópa gera grein fyrir starfi þeirra – ályktanir þingsins. 15.40 Þingslit. Umferðarþing er öllum opið. Þátttökugjald með veitingum er 12.500 kr. Skráning er á heimasíðu Umferðarstofu, www.us.is, til 23. nóvember. Þar er að finna nánari upplýsingar um þingið. Einnig í síma 580 2000. UMFERÐARÞING 2004 Dagskrá Grand Hótel Reykjavík 25. og 26. nóvember Á leið í dádýraveiðar í Ameríku Ásgeir Heiðar veiðigúrú er 53 ára í dag. Ásgeir Heiðar er öllum kunnur í veiðigeiranum. Hann var leigutaki að Laxá í Kjós í mörg ár og fer enn að því er hann segir sjálfur með nokkur holl í ána. Hann lætur þó lítið yfir eigin laxveiði. „Nei, maður er að stússast í kringum þetta en veiðir lítið sjálf- ur. „ Hvað ertu að fást við þessa dag- ana? „Ég rek fyrirtæki sem er í veiðiþjónustu og ráðgjöf. Við brydduðum upp á nýbreytni í haust, buðum fólki að koma að Ár- mótum í Rangárþingi ytra á gæsa- veiðar. Fólk gat bara komið á blankskónum og fékk allar græjur á staðnum og leiðsögn. Þessu var mjög vel tekið. Ég er líka dálítið að rækta hunda, er með tvær tíkur af Pointer-kyni. Þú ert ekki alveg hættur að skipta þér af laxá í Kjós, eða hvað? „Það er nú lítið. Ég fer þarna með nokkur holl á hverju sumri. En mér er auðvitað ekki sama um hvernig staðið er að veiðunum. Ég setti fram spurningar um daginn vegna þess að SVFR hefur ákveðið að leyfa takmarkaða veiði í Höklunum, ósasvæðinu, á næsta ári. Þetta er reyndar mjög lítið eins og kom fram í svari Gylfa Gauts við spurningum mínum. En ég bannaði Höklaveiðarnar á sín- um tíma vegna þess að þær komu óorði á ána. Bæði var það nú mynd- band með Tóta tönn og svo fannst veiðimönnum sem voru að veiðum á frægum veiðistöðum rétt fyrir ofan blóðugt að menn væru að moka göngufiski upp í ósnum meðan þeir voru í tiðindaleysi. Hvað er svo fram undan hjá þér? „Ég er að fara í næstu viku á dá- dýraveiðar í Maryland í Bandarík- junum. Ég á vin þar sem á land og býður mér þetta. Þetta er geysi- skemmtilegt. Dádýrin eru varkár- ustu dýr sem til eru. Maður má varla anda þarna úti í skóginum.“ sgt@frettabladid.is Hálft tonn af klinki fyrir Rauða krossinn Hálft tonn af klinki fór í morgun með vél Iceland Express til London Stanstead. Um var að ræða mynt sem farþegar Iceland Express hafa að undanförnu gefið í söfnun Rauða krossins til hjálpar stríðshrjáðum börnum. Pening- arnir verða flokkaðir og taldir hjá bresku fyrirtæki og andvirði þeirra afhent Rauða krossinum. Iceland Express dreifði söfn- unaröskjum Rauða krossins um borð í vélum sínum í sumar. Flug- farþegar sitja oft uppi með alls konar klink að loknu ferðalagi og tóku þeir söfnuninni fyrir Rauða krossinn afar vel. Söfnunaröskj- urnar voru jafnt fylltar af klinki og seðlum. ■ Kona nýr forstjóri Tæknivals Sigrún Guðjónsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Tæknivals. Sigrún var áður framkvæmdastjóri Inn hf. Hún er 33 ára, arkitekt frá Technische Hochschule Karls- ruhe í Þýskalandi og upplýsinga- arkitekt frá ETH í Sviss. Sigrún stundar einnig meistaranám í tölvunarfræði við Háskóla Ís- lands. Sigrún tekur við starfinu af Almari Erni Hilmarssyni lög- fræðingi en hann tók nýverið við starfi framkvæmdastjóra flug- félagsins Iceland Express. Almar hefur þó ekki sagt skilið við Tæknival því hann hefur verið skipaður í stjórn félagsins. Tæknival starfar á sviði upp- lýsingatækni og sölu og veitir ráð- gjöf og þjónustu á tölvu- og skrif- stofubúnaði. ■ KRAKKARNIR KUNNA AÐ NOTA SÉR SNJÓINN, ÞÓTT HANN GERI ÖKU- MÖNNUM GRAMT Í GEÐI. ÁSGEIR HEIÐAR Í FULLUM SKRÚÐA VIÐ LAXÁ Í KJÓS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Starfsmenn IGS hlaða tunnum með klinki um borð í vél Iceland Express á leið til London Stan- sted. LJ Ó SM . H IL M AR B R AG I B ÁR Ð AR SO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.