Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 67
55LAUGARDAGUR 20. nóvember 2004 Var bannað að kaupa íbúð Fyrir 47 árum var Harry Belafonte neitað um að kaupa íbúð í stórri byggingu í New York. Þetta var á þeim tíma þegar blökkumenn börðust fyrir réttind- um sínum og kynþáttafordómar voru daglegt brauð. Belafonte segir að þetta hafi gerst eftir hann kom úr tónleikaferðalagi. Kyn- þáttaaðskilnaður hafi ekki verið löglegur í New York á þessum tíma líkt og í Suðurríkjunum en samt sem áður hafi honum verið neitað um íbúðina. Belafonte seg- ir að þetta hafi skiljanlega farið mjög fyrir brjóstið á honum. Hann segist hafa íhugað að leita réttar síns fyrir dómstólum. „Ég var hins vegar svo fúll og þetta ofbauð mér svo mikið að ég ákvað bara að kaupa alla bygging- una. Ég breytti byggingunni og seldi íbúðirnar til blökkumanna og fólks sem tilheyrði minnihluta- hópum,“ segir Belafonte og bros- ir. „Ég var ekki tilbúinn til að láta vaða yfir mig og réttindi mín.“ ■ Vín með jólamatnum 2004 Vínsýning á Nordica Hotel 20.-21. nóvember Vínsýning verður haldin á Nordica Hotel 20.-21. nóvember, kl. 14-18 báða dagana, á vegum Vínþjónasamtaka Íslands og Vínbúða. Aðgangseyrir er 1000 kr. og Spiegelau-glas fylgir með á meðan birgðir endast. Aldurstakmark er 20 ár. myndafræði repúblíkana. Forset- inn er repúblíkani, repúblíkanar hafa meirihluta á þingi og meiri- hluti hæstaréttardómaranna eru hægrisinnaðir. Það er varla hægt að tala um þrískiptingu valdsins lengur í Bandaríkjunum. Við erum nú komin á það stig að verið er ræða um að endurskilgreina og túlka stjórnarskrána í takt við hug- myndafræði hægrimanna. Ef það nær fram að ganga þá erum við í verulegum vanda. John Ashcroft dró þetta allt í efa þegar hann var dómsmálaráðherra og hann hefur nú sagt af sér.“ Rice er hættulegasti hugmynda- smiðurinn Belafonte segir að Bush sé að viða að sér harðlínumönnum í áhrifastöður. Alberto Gonzales, sem hefur fylgt Bush frá ríkis- stjóraárum hans í Texas, verður næsti dómsmálaráðherra. Hann lék lykilhlutverk í stefnumótun fyrir forsetann um hversu langt mætti ganga í baráttunni gegn hryðjuverkum. Hann skrifaði minnismiða sem réttlætti að fang- ar í stríðinu gegn hryðjuverkum yrðu ekki verndaðir af alþjóðasátt- málum og lögum sem banna pynt- ingar. Belafonte ber engan sérstakan hlýhug til eftirmanns Colins Powell utanríkisráðherra. „Þegar Bush ákvað eftirmann Powells hafði hann ákveðið tæki- færi til að finna hófsama mann- eskju með öðruvísi skoðanir. Hann gerði það ekki heldur sótti hann sinn hættulegasta hugmyndasmið, Condoleezza Rice. Hún er gríðar- lega hægrisinnuð og mun ekki á nokkurn hátt dempa utanríkis- stefnu Bandaríkjanna sem hefur verið svo mjög gagnrýnd, heldur þvert á móti. Hún mun leita allra leiða til að knésetja stjórnir Írans og Sýrlands og hún mun örugglega leita leiða til að fara inn í Norður- Kóreu. Hvort henni tekst þetta mun vissulega að hluta til velta á því hvernig alþjóðasamfélagið bregst við.“ Hitler notaði óttann Belafonte segir að baráttan gegn hryðjuverkum sé ekki að skila neinum árangri. „Það hefur sýnt sig að það er hægt að vinna bardaga með her- mönnum, skriðdrekum og flugher en það er ekki hægt að vinna stríð- ið gegn hryðjuverkum með slíkum her.“ Samkvæmt Belafonte er Bush ein helsta rót þess vanda sem Bandaríkin standa frammi fyrir í dag. Þegar Belafonte er spurður að því hvers vegna bandaríska þjóðin hafi kosið hann aftur segir hann: „Lýðræði er líklega viðkvæmasta stjórnskipanin sem fundin hefur verið upp. Lýðræði á endurspegla vilja þeirra sem ekki hafa bein áhrif. Kosningaseðillinn er eitt það mikilvægasta sem nokkur maður hefur. Í þeim löndum þar sem fólk hefur áttað sig á þessu hefur nán- ast án undantekninga ríkt friður og þessi lönd hafa verið mótfallin því að fara í stríð. Bandaríkin hafa ekki alveg komist á þetta stig. Landinu er stjórnað í þágu fárra. En eins og allir hlutir breytast þá mun þetta breytast. Við verðum að vera bjartsýn.“ Belafonte segir að í kosningabar- áttunni hafi Bush alið á ótta landa sinna. Óttanum við hryðjuverk. „Það var bara aðferðin sem hann beitti. Ef hann hefði talið að hann gæti haldið völdum með því að lofa öllum bolla af kamillutei þá hefði hann gert það. Óttinn hefur hins vegar verið það tæki sem stjórnendur hafa notað til að halda völdum. Hitler notaði óttann og Stalín notaði óttann. Það ríkir mik- ill ótti í Bandaríkjunum. Jafnvel ótti við náungann. ■ LEITAÐ AÐ HEIMSFORELDRUM Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi leitar nú að fólki sem er tilbúið að styrkja bágstödd börn. Hægt er að gera það með mánaðarlegum fjárframlögum að upphæð 1.000 krónur eða meira á mánuði. Með því gerist fólk heimsforeldri. Sem slíkt er fólk ekki ein- ungis að styðja eitt barn í einu tilteknu samfélagi heldur fjölmörg börn sem þurfa á hjálp að halda. Ef fólk vill gerast heims- foreldri er hægt að skrá sig í síma 552- 5600. HEFUR ELST VEL Harry Belafonte tók til sinna ráða þegar honum var meinað að kaupa íbúð í New York.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.