Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 56
Ódýrar jólagjafir! Barna myndbönd (Disney ofl.) Fótboltatreyjur barna. Verð 1.400,- Spiderman 2 bolir. Verð 1.000,- Flíspeysur (fullorðins). Verð 990,- Geisladiskar frá kr. 300,- DVD myndir, úrval af nýjum og gömlum myndum PC tölvuleikir frá kr. 400,- Bolir: 50 Cent og Metallica. Verð 1.000,- Fjarstýrðir Formula bílar. Verð 3.990,- Yu-Gi-Oh kort. Verð frá kr. 390,- Einnig, úrasett, laser (2 virkur), kerti á leiði, úlpur, Leigumyndbönd á 500 kr. og margt fleira. Jólamarkaðurinn í Glæsibæ. (Álfheimum 74) Opið 10 – 18 virka daga og 10-16 laugardaga . Uppl. í síma 659-9945. Sendum í póstkröfu. Heilsuhæli Manns lokað Töfrafjallið er frægasta verk þýska Nóbelsverðlaunahaf- ans, Thomasar Mann. Bókin gerist á heilsuhælinu Val- bella í Davos í Sviss. Mann heimsótti Davos árið 1912 og eiginkona hans Katja dvaldi þar í hálft ár í lækninga- skyni. Davos og Valbella komust á bókmenntakortið eftir útkomu Töfrafjallsins og aðdáendur skáldsins hafa gjarnan brugðið sér þangað í heimsókn. Nú stendur til að loka þessu fræga heilsuhæli vegna skorts á sjúkling- um. Bæjarstjórinn í Davos segist hafa lesið Töfrafjallið, en sagði að það væri „erfið bók“. 44 20. nóvember 2004 LAUGARDAGUR AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR KLEIFARVATN Arnaldur Indriðason DAUÐANS ÓVISSI TÍMI Þráinn Bertelsson ENGLAR OG DJÖFLAR Dan Brown ARABÍUKONUR Jóhanna Kristjónsdóttir SAKLEYSINGJARNIR Ólafur Jóhann Ólafsson ÍSLENSKI HESTURINN Gísli B. Björnss. og Hjalti Jón Sveins. BARN AÐ EILÍFU Sigmundur Ernir Rúnarsson ÚTKALL - TÝR ER AÐ SÖKKVA Óttar Sveinsson KARÍTAS ÁN TITILS Kristín Marja Baldursdóttir BARÓNINN Þórarinn Eldjárn SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR KLEIFARVATN Arnaldur Indriðaso DAUÐANS ÓVISSI TÍMI Þráinn Bertelsson ENGLAR OG DJÖFLAR Dan Brown SAKLEYSINGJARNIR Ólafur Jóhann Ólafsson KARÍTAS ÁN TITILS Kristín Marja Baldursdóttir BARÓNINN Þórarinn Eldjárn BÍTLAÁVARPIÐ Einar Már Guðmundsson BÁTUR MEÐ SEGLI OG ALLT Gerður Kristný LÖMUÐU KENNSLUKONURNAR Guðbergur Bergsson KLISJUKENNDIR Birna Anna Björnsdóttir Listinn er gerður út frá sölu dagana 10.11.- 16.11. 2004 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundssonar og Pennans. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Malarinn sem spangólaði Malarinn sem spangólaði eftir Arto Paasilinna. Paasilinna er höfundur hinnar gríðarlega skemmtilegu bók- ar Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð. Í þess- ari bók er sögð saga Gunnars Huttunen sem spangólar oft sér til hugarléttis en við litla hrifningu ná- granna sinna. Paasilinna hlýtur að vera einn alfrumlegasti rithöfundur- inn á Norðurlöndum og sömuleiðis einn sá skemmtilegasti. Einstaklega góð bók sem óhætt er að mæla með. EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] Lömuðu kennslukonurnar erfyrsta skáldsaga GuðbergsBergssonar í tíu ár. „Ég las einhvers staðar að tíu ár væru frá því síðasta skáldsaga mín kom út. Það hafði alveg farið framhjá mér,“ segir Guðbergur. „Það er ekki hægt að mæla tíma í sam- bandi við skáldsögur. Ekki nema maður skipuleggi allt fram í tím- ann og hafi metnað. Þá man mað- ur hvort maður fékk góða eða vonda ritdóma og hversu margar stjörnur voru gefnar. Ég man það ekki. Ég hef engan metnað. Þegar ég var að alast upp í Grindavík höfðu kellingarnar mikinn metn- að fyrir hönd sonarins. Þegar fólk talar um að listamenn hafi metnað hljómar það kellingalega í mín eyru. Listin er algjörlega eðlileg og byggist ekki á metnaði. En ef menn ætla að vera í verslunar- starfi þá verða þeir að hafa metn- að til að koma verkinu á markað og fá góð viðbrögð. Ég hugsa ekki um það. Mér leiddist svo mikið á sínum tíma að hlusta á kellingarn- ar í Grindavík tala um metnað.“ Líf í það lamaða Um efni nýju skáldsögunnar seg- ir Guðbergur: „Þetta er saga um mann sem fer út í heim vegna þess að faðir hans hefur vissa draumsýn sem byggist ekki á raunveruleika. Þegar hann kemur heim fær hann starf hjá lömuðum kennslukonum og segir þeim sög- ur. Hann skrifar sögu um það sem er á vissan hátt draumur skálda sem hafa metnað; að koma lífi í það sem lamað er. En þegar hann er búinn að koma lífi í það sem lamað er verður hann að bera ábyrgð á verkum sínum. Oft er fjallað um það hvort fólk beri ábyrgð á verkum sínum eða ekki. Margar kenningar eru til um það að snillingurinn beri ekki ábyrgð á verkum sínum, hann beri bara fram verk sín. Í þessari sögu ber maðurinn ábyrgð á verki sínu en þá er það verkið sem vill ekkert með hann hafa. Verkið verður semsagt sjálfstætt. Þessi maður fer út fyrir sitt eigið starf, sem er hin skipulagða hugsun. Hann verður fórnarlamb þess sem hann er í raun og veru andsnúinn. Hann reynir að bera fram hina sígildu sögu, Grimm- sævintýri og annað því um líkt, en lömuðu kennslukonurnar vilja það ekki. Þær vilja sögur sem er svo mikill kraftur í að þær fái líf í limina. Þær eru tvíburasystur en þegar önnur fær meiri mátt en hin eru þær ekki lengur systur því samkenndin hverfur.“ Forðast eftirlíkingar Bókin kemur út skömmu eftir harðvítugt kennaraverkfall. „Lömuðu kennslukonurnar hafa tekið völdin,“ segir Guðbergur. „Þegar þær hafa tekið völdin bera þær enga ábyrgð á verkum sín- um, þær hafa breytt sögunni. Þær geta brotið lög vegna þess að þær eru konur og voru eitt sinn lamað- ar en hafa fengið máttinn. Um leið verða þær ábyrgðarlausar. Ef karlmenn væru í meirihluta í kennarastétt væri skellt lögum á þá og síðan yrðu þeir sóttir til saka. Þeir karlmenn sem eru kennarar kvarta og kveina eins og konur: Æ, ég er alveg í rusli, þetta er agalegt. Það liggur við að kenn- arar þurfi áfallahjálp. Verkalýðs- hreyfingin hegðaði sér ekki þannig meðan hún var verkalýðs- hreyfing. Þá barðist fólk fyrir rétti sínum. Lömuðu kennslukonurnar er sérkennileg bók en Guðbergur segir hana vera mjög raunsæja. „Þegar maður skrifar svona bók verður maður að vara sig á því að láta hana ekki líkjast öðrum sög- um. Höfuðvandamál frumlegs rit- höfundar er að hann verður að vara sig á því sem áður hefur ver- ið gert, nema hann vilji vera eftir- bátur annarra og fá til dæmis þann stimpil að vera Marilyn Monroe Íslands, eða eitthvað í þeim dúr. Smáþjóðir gera ekki hærri kröfur til sín en að vera þokkaleg eftirlíking. Það er skelfilegt hlutskipti að vera eftir- líking og segja það sem aðrir hafa sagt. Þá er eins gott að þegja.“ kolla@frettabladid.is [ BÓK VIKUNNAR ] Á þessum degi árið 1875 var gefin út fyrsta skáldsaga rithöfundarins Henry James, Roderick Hudson. Fyrr á árinu hafði James sent frá sér bók með ferðasögum og smá- sagnasafn. James fæddist í New York árið 1843 og byrjaði að skrifa á unglingsárum. Hann skrifaði margar fínar skáldsögur en meistaraverk hans er The Portrait of a Lady. Líkt og mörg önnur verk hans fjallar bókin um unga og óreynda Ameríkumenn innan um veraldarvanari Evrópubúa. National Book verðlaunin afhent Skáldsagan The News from Paragvæ eftir Lily Tuck fékk bandarísku National Book verðlaunin. Þetta er mikil söguleg skáldsaga sem gerist á 19. öld í Suður- Ameríku og segir frá konu og sambandi hennar við einræðisherra. Í þakkarræðu sinni sagði Tuck að hún hefði aldrei komið til Paragvæ og hefði engar áætlan- ir um að fara þangað. Verðlaunabókin er fjórða skáld- saga hennar. Í flokknum bækur almenns eðlis fékk Kevin Boyle verðlaunin fyrir Arc of Just- ice en þar er sögð saga blökkumannsins Ossian Sweet sem keypti sér hús í Detroit í hverfi þar sem eingöngu bjuggu hvítir menn. Kaup hans á húsinu leiddu til uppþota og morðákæru. Sá sem elst upp iðjulaus, hann er næst því að deyja ærulaus. Jón Vidalín GUÐBERGUR BERGSSON „Það er skelfilegt hlutskipti vera eftirlíking og segja það sem aðrir hafa sagt. Þá er eins gott að þegja.“ LÖMUÐU KENNSLUKONURNAR: NÝ SKÁLDSAGA EFTIR GUÐBERG BERGSSON BÓKASKÁPURINN THOMAS MANN LILY TUCK Það er skelfilegt hlutskipti að vera eftirlíking og segja það sem aðrir hafa sagt. Þá er eins gott að þegja. ,, Ég hef engan metnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.