Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 64
52 20. nóvember 2004 LAUGARDAGUR „Ævintýrið um eldfærin er mitt uppáhald. Það kveikir mest í mér; myrkrið, dramatíkin og hundarn- ir, en ég elska hunda,“ segir myndlistamaðurinn Þórarinn Leifsson sem í sumar sat sam- fleytt í tvo mánuði við að mynd- skreyta fimm ævintýri H.C. And- ersens í Kaupmannahöfn. „Þetta var svolítið eins og fyllerí. Það eru mörg ár síðan ég hef sokkið svona í verkefni en það skrifast á ótrúlega skemmtilega texta. Mað- ur varð fanginn af höfundarverk- unum og leiksoppur textanna. Göslaðist um í umhverfi þar sem allt var að gerast í kringum mann. Þetta hefði ekki verið jafn gaman á Kjalarnesinu, en var auðvitað hálfgerð geðveiki og svo fær mað- ur vægt þunglyndi þegar verkið er búið því þetta er eins og eitur- lyfjaneysla getur verið.“ Þórarinn útskrifaðist úr mál- aradeild Myndlistar- og handíða- skóla Íslands 1989. Tæpum áratug seinna datt hann inn í tölvuheim- inn, fór að hanna vefsíður, vann í umbroti og sjálfmenntaðist í myndskreytingum á tölvuvísu. „Ég er að gera mér vonir um að geta notað þessar bækur til að fá verkefni í Skandinavíu. Ég lít á þetta sem Trójuhestinn minn; bara svona í rólegheitunum. Vinna hér ytra er meira spenn- andi því markaðurinn heima er svo lítill.“ Það er PP-forlag sem minnist 200 ára afmælis danska þjóð- skáldsins með því að láta íslenska listamenn kynna verk hans fyrir nýrri kynslóð. Alls gerði Þórarinn 80 myndskreytingar í bækurnar fimm sem koma út í fjórum lönd- um og á jafn mörgum tungumál- um. Böðvar Guðmundsson endur- segir ævintýrin fyrir börn, en myndir Þórarins gætu mörgum þótt helst til ógnvænlegar fyrir ungviðið þótt Þórarinn telji svo ekki vera. „Myndirnar eru ekkert ugg- vænlegar miðað við nútímann sem við lifum. Börn eru orðin svo vön að sjá allan fjárann. Áður en ég byrjaði að teikna fór ég á aðal- bókasafnið í Kaupmannahöfn og lá í öllu sem gert hafði verið við ævintýri H.C. Andersens. Mynd- skreytingarnar voru allar mjög blíðlegar en ég man sem strákur að mér leiddist að alltaf skyldi vera sleppt atriðum eins og af- hausuninni í Eldfærunum. Sú bók er reyndar umdeildasta bókin úr mínum höndum og sú eina sem hefur beinlínis hrætt fólk. Vissu- ÞÓRARINN LEIFSSON MYNDLISTARMAÐUR Eyddi tveimur mánuðum sumarsins í að myndskreyta ævintýri H.C. Andersen, sem koma nú út í fjórum Norðurlandanna. Þórarinn studdist við ævintýrin á gömlu dönskunni, með tveimur ö-um, og varð aftur sá ellefu ára strákur sem hlustaði á ævintýrin fyrsta skipti í Kaupmannahöfn æskunnar. Ekki lengur feitastur í sundlaugunum Ævintýri HC Andersen taka á sig nýja og ögn ógnvænlegri mynd í höndum listamannsins Þórarins Leifssonar sem myndskreytir afmælis- útgáfu danska þjóðskáldsins á íslensku. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir tékkaði á innræti Þórarins sem nú býr á söguslóðum H.C. Andersens í Danmörku. Þegar ég teikna hugsa ég ekki eins og markaðsfræðingur. Ég vinn á persónulegum for- sendum og þannig að ég vil sjá hvað ég kemst langt áður en einhver slær á putt- ana á mér. ,, lega er mikið um agalegar skepn- ur á síðum ævintýranna og ég fegra þær ekki, en þegar ég teikna hugsa ég ekki eins og markaðsfræðingur. Ég vinn á per- sónulegum forsendum og þannig að ég vil sjá hvað ég kemst langt áður en einhver slær á puttana á mér. Í þetta skiptið gerði það eng- inn. Ég hugsaði aldrei um hvort þetta höfðaði til barna eða hvort ég gengi of langt. Ég varð bara ellefu ára strákur í annað sinn að myndskreyta ævintýrin eins og ég sá þau fyrir mér þegar ég var að alast upp í Kaupmannahöfn.“ Þórarinn bjó einmitt á Austur- brú þar sem hann býr nú með konu sinni Auði Jónsdóttur rithöf- undi. Þau Auður fylltust ævin- týraþrá í fyrrahaust og höfðu íbúðaskipti við Dani sem fluttust tímabundið í íbúðina þeirra í Reykjavík. Þegar aftur kom að íbúðaskiptum langaði þau Auði alls ekki heim og fengu sér aðra íbúð á Austurbrú. „Ég hafði ekki lesið ævintýrin eða skoðað þau síðan ég eyddi hér barnæskunni frá fimm til ellefu ára aldurs. H.C. Andersen var auðvitað hluti af námsefninu og ég var með ævintýrin innprentuð í heilann en þetta var svolítið eins og flashback. Okkur Auði líkar afar vel að vera hér og vinnum við nákvæmlega það sem við unnum við heima og allt í gegnum netið. Kannski ætlum við að vera alltaf hér. Reykjavík og Kaupmanna- höfn eru í mínum huga jafn mikl- ar andstæður og Evrópa og Amer- íka. Það hentar mér persónulega betur að búa úti vegna lífsstílsins því ég get hjólað út um allt, þótt það hljómi ankanalega. Ég næ líka betri einbeitingu í því sem ég er að gera í þessu umhverfi. Þegar ég bjó í Reykjavík hafði ég til- hneigingu til að einangra mig; við áttum engan bíl og þar sem maður vann í gegnum netið hafði maður ekkert út að gera, en sat bara og át og svínfitnaði, samvaxinn tölv- unni. Ég hef grennst heilan hell- ing síðan og nú er orðið þægilegt að fara í sundlaugarnar í Reykja- vík vegna þess að maður er ekki lengur feitastur á svæðinu, en Ís- lendingar eru að fitna allsvaka- lega. Maður fattaði eftir á hvað lífið á Íslandi var tilbreytingar- laust, en hér er gaman, já kannski of gaman.“ Þórarinn segist bíða spenntur eftir röddum gagnrýnenda, en dómur götunnar hafi verið afar vel meinandi og jákvæður, og honum hafi þótt vænt um að heyra Megas, vin sinn, láta þau orð falla að hann væri snillingur eftir að hafa séð nýju útgáfu ævintýranna. „Megas er sjálfur óumdeildur snillingur og gaman að fá svo fal- leg orð frá manni sem lætur það koma óþvegið og segir hlutina frá hjartanu. Ég er sjálfur mjög ánægður með útkomuna og get sagt með sanni að þetta er mitt uppáhaldsverkefni. Það ber kannski eitthvert vitni um að ég sé illa innrættur eða í mér búi eitthvert myrkur, en ég get stað- fest að ég er voðalega góður mað- ur, þótt ég sé kannski fullur af demónum. Ég er góður, en dular- fullur.“ thordis@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.