Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 34
Á dögunum kom út bók Halldórs Guðmundssonar um Halldór Lax- ness. Verkið er afrakstur rann- sókna höfundarins sem staðið hafa í áratugi. Fjallað er um ævi- verk Halldórs og að baki búa at- huganir á öllum skáldsögum hans, bréfum, ritgerðum og við- tölum við hann. Þá ræðir Halldór Guðmundsson við samferðamenn Halldórs Laxness hérlendis og er- lendis. Óhætt er að fullyrða að þetta verk Halldórs Guðmunds- sonar um Halldór Laxness mark- ar tímamót í umfjöllun um mesta skáld Íslendinga. Hann gerir skil- merkilega grein fyrir ævi hans og viðhorfum og hvernig þau breytast og frásögnin mótast af skilningi á viðfangsefninu án þess að höfundurinn leiðist nokkurn tíma út í taumlausa að- dáun. Við hringdum í Halldór Guðmundsson og spurðum hvað tæki við. „Það er ekkert ákveðið. Ætli maður segi ekki bara eins og fall- inn stjórnmálamaður: „Það eru ótal nýir möguleikar í stöðunni.“ Annars er þetta svolítið eins og að koma upp úr kafi. Við blasir víð veröld full af fólki sem er að bauka eitthvað. Manni liður vita- skuld undarlega. Ég hef nánast ekki hugsað um neitt annað í eitt og hálft ár. Hugur minn hefur ekki yfirgefið þessa bók eitt and- artak þennan tíma. Í ævisögu af þessu tægi er fjallað um öll svið mannlegra samskipta. Að verki loknu er ég kannski bara ofsalega feginn. Það má segja að ég hafi nánast lifað lífi annars manns í eitt og hálft ár.“ Hvenær tókstu ákvörðun um að rita þessa bók? „Ég hef sinnt rannsóknum á Halldóri síðan 1987, lesið allt sem ég gat um hann og eftir hann en hellti mér út í þetta 2002 eftir að ég skrifaði litla bók um hann fyrir Þjóðverja.“ Þú gegndir annasömu starfi utgáfustjóra um árabil. Voru þetta ekki viðbrigði fyrir þig að sinna þessu verki? „Útgáfustjóri þarf að vita lítið um afskaplega margt en þetta var auðvitað af allt öðrum toga. Mér fannst í raun stórkostlegt að upp- götva Halldór aftur. Setja mig í hans spor en reyna líka að nálgast viðfangsefnið með blöndu af ástríðu og gagnrýni. Maður þarf að nálgast viðfangsefni eins og þetta með blöndu af fjarlægð og upplifun. Ég vona að ég hafi hitt á réttu blönduna. En lesendur verða að dæma um hvernig til hefur tekist.“ sgt@frettabladid.is 34 20. nóvember 2004 LAUGARDAGUR ROBERT KENNEDY fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og bróðir Johns F. Kennedy. Eins og að koma úr kafi HALLDÓR GUÐMUNDSSON: HEFUR RANNSAKAÐ NAFNA SINN LAXNESS Í MEIRA EN TUTTUGU ÁR „Sjálfsagt óskum við þess öll að við lifðum í friðsælli heimi. Og þó samtími okkar virðist oft illskiljanlegur og erfiður býður hann líka upp á fjölmörg tækifæri og áskoranir.“ Kannski sá Bobby fram í tímann. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Sr. Felix Ólafsson fyrrverandi sóknar- prestur í Grensássókn og kristniboði í Konsó er 75 ára í dag. Séra Felix er bú- settur í Danmörku. ANDLÁT Alfons Oddsson vörubílstjóri, Mávahlíð 8, Reykjavík, lést fimmtudaginn 18. nóv- ember. Grétar Eiríksson tæknifræðingur, Háa- leitisbraut 59, Reykjavík, lést mánudag- inn 8. nóvember. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Sigríður Bakke, Noregi, lést þriðjudag- inn 9. nóvember. Jarðarförin fór fram 17. nóvember. Magnús Skarphéðinsson, fyrrv. raf- virkjameistari, lést föstudaginn 5. nóv- ember. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Matthías Bjarnason, Ehnen, Lúxem- borg, áður til heimilis að Búlandi 29, Reykjavík, lést miðvikudaginn 17. nóv- ember. Valgarð J. Ólafsson, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 17. nóv- ember. Hjörleifur Gunnarsson, Þúfubarði 11, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 17. nóv- ember. Friðþjófur G. Kristjánsson frá Ísafirði, Langholtsvegi 122, Reykjavík, lést mið- vikudaginn 17. nóvember. JARÐARFARIR 14.00 Ástvaldur Anton Kristófersson, Seyðisfirði, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju. HALLDÓR GUÐMUNDSSON BÓKMENNTAFRÆÐINGUR Viðreisnarstjórnin tók við völdum fyrir réttum 45 árum undir forsæti Ólafs Thors. Stjórnin var mynd- uð af Alþýðuflokknum og Sjálfstæðisflokknum og setti sér það mark að umbylta efnhagslífinu í frjáls- ræðisátt. Létt var af innflutningshömlum, allir gátu keypt sér nýja bíla (ef þeir höfðu efni á því), búð- irnar fylltust af útlendu kremkexi og framandlegum ávöxtum og börnin kynntust frelsandi áhrifum basookatyggjósins. 1965 gerði ríkisstjórnin víðtækt samkomulag við verkalýðshreyfinguna, í tengslum við gerð kjarasamninga, sem m.a. fólu í sér bygg- ingu verkamannabústaða. Það var upphafið að Breiðholtshverfinu í Reykjavík. Viðreisnarstjórnin beitti sér fyrir inngöngu Íslands í fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA. Jafnframt var reynt að laða að er- lenda fjárfestingu og fyrsta erlenda stóriðjuverið, ál- ver Alusuisse, var byggt í Straumsvík. Til þess að tryggja álverinu orku var fyrsta stórvirkjunin á Þjórs- ársvæðinu, við Búrfell, reist. Efnahagserfiðleikar settu svip sinn á seinni Viðreisnarárin og stöfuðu bæði af hruni norsk-íslenska síldarstofnsins og verðfalli á þorskafurðum. Viðreisnin varð langlífasta ríkisstjórn tuttugustu aldar, sat í tólf ár eða til 1971. Ólafur var forsætisráðherra til 1963 en þá tók Bjarni Benediktsson við og Jóhann Hafstein eftir sviplegt lát hans. VIÐREISNARSTJÓRNIN Sat samfellt í 12 ár. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1889 Bandaríski stjörnufræð- ingurinn Edwin Hubble fæðist. 1945 Nürnberg-réttarhöldin hefjast. Þar var réttað yfir 24 nasistum og var helmingur þeirra dæmd- ur til dauða. 1947 Elísabet prinsessa af Wales og Filippus eru gefin saman. 1948 Kínverskir kommúnistar taka bandaríska ræðis- manninn í gíslingu. 1952 Frank Sinatra fer í prufu fyrir hlutverk sitt í mynd- inni From Here to Eterni- ty. Hann hlaut síðar Ósk- arsverðlaun fyrir hlutverk sitt. 1956 Bandaríska leikkonan Bo Derek fæðist. 1995 Lagið Free as a Bird með Bítlunum er gefið út. „Vikan hefur farið í spilamennsku og kynningar á nýju plötunni,“ segir Örn Elías Guðmundsson, einnig þekktur sem Mugison. Örn gaf út nýja plötu á dögunum og hélt sérlega vel heppnaða útgáfu- tónleika fyrir troðfullu húsi á NASA á fimmtudags- kvöld. „Ég var veðurtepptur á Ísafirði, en á mánudaginn komumst við í bæinn og rétt náðum vél til Egils- staða og héldum þar frábæra tónleika um kvöldið.“ Flakkið hélt áfram yfir á Seyðisfjörð þar sem Örn Elías og föruneyti spiluðu og dvöldu við gott yfir- læti á hótelinu Öldunni. Miðvikudagurinn fór í alls- herjar kynningarstarfsemi fyir plötuna og tónleik- ana á NASA. Deginum eftir varði Örn að mestu leyti í NASA, þar sem hann kom græjunum fyrir og tók hljóð- prufur, en skaust upp í RÚV og Mál og Menningu til að taka lagið. „Svo fórum við nokkur saman út að borða á Horninu og héldum svo þessa fínu tón- leika,“ segir Mugison, sem nú er kominn á Akureyri til að halda tónleika. „En á mánudaginn er ég far- inn í frí.“ VIKAN SEM VAR MUGISON FLAKKAÐI UM ALLT LAND Í VIKUNNI EN TEKUR FRÍ Á MÁNUDAGINN Tónleikar og kynningar um allt land Viðreisnin 45 ára sem lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi þann 12. nóvember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. nóvember kl. 13.00. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Pétur Pétursson fyrrverandi vagnstjóri hjá SVR, Hraunbæ 6, Sigríður Skarphéðinsdóttir Steingrímur Guðni Pétursson Sigríður Jónsdóttir Lepore Hulda Pétursdóttir Guðmundur Egilsson Skarphéðinn Pétursson Anna Baldvina Jóhannesdóttir Guðrún Pétursdóttir Bjarni Guðmundsson Pétur Hans Pétursson Laufey Jónsdóttir Kristín Pétursdóttir Þorsteinn Sveinsson Barnabörn og barnabarnabörn Tilkynningar um andlát og jarðarfarir eru velkomnar á síður Fréttablaðsins. Sími: 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.