Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 58
46 20. nóvember 2004 LAUGARDAGUR „Held ég með liði frá London? Já, auðvitað. Ég held með Manchester United.“ Þessi stórskemmtilegu ummæli hrukku af vörum fyrirsætunnar Caprice en þau má finna ásamt mörgum fleiri í hinni smellnu bók, Alltaf í boltanum, eftir Guðjón Inga Eiríksson. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 17 18 19 20 21 22 23 NÓVEMBER HANDBOLTI Ísland mætir nýkrýnd- um ólympíumeisturum Króata í dag á World Cup í Svíþjóð. Sigur- vegarinn úr þeim leik keppir um 5.-6. sætið á mótinu en tapliðið leikur um 7.-8. sætið. Króatar hafa ekki verið sjálfum sér líkir á þessu móti þrátt fyrir að vera með sitt besta lið. Þeir hafa tapað öll- um sínum leikjum og ekki litið vel út. Þrátt fyrir það á Viggó Sig- urðsson landsliðsþjálfari ekki von á léttum leik. „Þetta eru heims- og ólympíu- meistararnir og þeir hafa verið eitthvað slappir þrátt fyrir að vera með allan sinn mannskap. Við munum halda áfram að spila okkar leik. Ég kom hingað til þess að breyta um ákveðna hluti í leik okkar liðs og menn verða bara að sætta sig við að slíkri tilrauna- starfsemi fylgir ákveðin fórn. Það tekur tíma að breyta hlutunum og á meðan komum við til með að tapa einhverjum leikjum,“ sagði Viggó, sem er gríðarlega ánægður með að geta mætt þeim bestu strax svo hann geti séð hvar liðið stendur í dag. „Það er miklu betra en að fá lé- legar þjóðir sem við rúllum upp og í kjölfarið höldum við að allt sé í lagi. Það er betra að vita að við erum níu mörkum á eftir Frökk- um og þurfum að bæta okkur um tíu mörk til þess að vinna þá. Það sem ég vil sjá í Króataleiknum er í raun bara framhald af því sem við vorum að gera gegn Ungverj- um. Þarna er reyndar öflugri mót- herji en Ungverjar og við vitum hvað bíður okkar og það verður gaman að mæta Króötum. Þeir mæta örugglega dýrvitlausir enda vilja þeir vart leika um neðsta sætið á mótinu. Ég get bara lofað einu fyrir fram og það er að við munum leggja okkur alla fram,“ sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari í samtali við Fréttablaðið í gær. henry@frettabladid.is Munum spila okkar leik Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Króötum í Heimsbikarnum í handbolta í dag.■ ■ LEIKIR  12.00 ÍS og Haukar mætast í Laugardalshöllinni í undanúrslitum Hópbílabikars kvenna í körfubolta.  14.00 Keflavík og Grindavík mætast í Laugardalshöllinni í undanúrslitum Hópbílabikars kvenna í körfubolta.  16.00 Úrslitaleikur Hópabílabikars karla í körfubolta.  18.15 Björninn og Skautafélag Reykjavíkur mætast í Egilshöllinni í 1. deild kvenna í íshokkí. ■ ■ SJÓNVARP  12.10 Upphitun á Skjá einum. Hitað upp fyrir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  12.20 Skoski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Rangers og Celtic í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta.  12.40 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Manchester United og Charlton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  14.00 Hópbílabikarinn í körfubolta á RÚV. Bein útsending frá leik Keflavíkur og Grinda- víkur í undanúrslitum Hóp- bílabikars kvenna í körfubolta.  15.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Middlesbrough og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  15.50 Heimsbikarinn í handbolta á Sýn. Bein útsending frá leik Danmerkur og Frakklands í undanúrslitum Heimsbikarsins í handbolta.  17.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Portsmouth og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  17.50 Heimsbikarinn í handbolta á Sýn. Bein útsending frá leik Svíþjóðar og Þýskalands í undanúrslitum Heimsbikarsins í handbolta.  20.20 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Barcelona og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.  02.20 Hnefaleikar á Sýn. Bein út- sending frá bardaga Ronald Wright og Shane Mosley. Arsene Wenger og félagar hjáArsenal hafa fest kaup á Emm- anuel Eboue frá belgíska liðinu Antwerpen. Búist er við að Eboue muni ganga til liðs við Arsenal þegar opn- að verður fyrir leik- mannaskipti í janú- ar. Hann samdi við liðið til 2009 en kaupverðið hefur ekki fengist staðfest. Opnað hefur verið fyrir kosningu íStjörnuleik NBA-körfuboltans sem fram fer í Denver 20. febrúar næstkomandi. Hægt er að kjósa um leikmenn á nba.com en má búast við mikilli skemmtun um stjörnuhelgina þar sem boðið er upp á þriggja stiga- og troðslukeppni sem og stjörnuleik nýliðanna, sem hingað til hefur ekki gefið Stjörnuleiknum sjálfum neitt eftir. Andy Roddick bar sigurorð afMarat Safin í annarri umferð ATP Masters Cup tennismótsins í fyrra- kvöld. Roddick þóttist engu að síður geta gert betur og fullyrti að hann mætti bæta sig í að sækja að netinu og koma því andstæðingum sínum í opna skjöldu. „Ég á eftir að skoða þetta betur á leikskýrslunni,“ sagði Roddick. Sundkappinn Ian Thorpe íhugar aðsleppa næstu heimsmeistara- keppni til að halda einbeitingunni að Ólympíuleikunum í Peking 2008. Þetta fullyrðir Tracey Menzies, þjálfari Thorpes, en hann missir því af tæki- færi til að vinna fjórða heimsmeist- aratitil sinn í röð í frjálsu 400 metra sundi. Thorpe gæti engu að síður bætt við sig sínu sjötta Ólympíugulli. „Þetta er bara hugmynd sem við erum að vinna í en það er ekkert ákveðið að svo stöddu,“ sagði Menzies. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM BARNAPAKKI: 19.995 UNGLINGAPAKKI: 24.995 FULLOR‹INSPAKKI: 29.995 Einnig miki› úrval af vetrarfatna›i á frábæru ver›i SNJÓBRETTIN KOMIN! Tilboðsverð! Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • sími 534 2727 VIGNIR SVAVARSSON Í BARÁTTUNNI Varnarmaðurinn sterki Vignir Svavarsson sést hér reyna að stöðva Frakkann Daniel Narcisse í leik liðanna á miðvikudagskvöldið en íslenska liðið tapaði þeim leik með níu marka mun, 38–29. AP-mynd Einvígi eins og þau gerast best Vart verður þverfótað fyrir stjörnum þegar lið Barcelona tekur á móti Real Madrid á Nou Camp í kvöld. Barcelona getur með sigri tryggt stöðu sína í efsta sætinu en tapi liðið er allt galopið á ný. FÓTBOLTI „Öll pressan er á liði Barcelona fyrir þennan leik sér- staklega þar sem félagið hefur ekki unnið titil um árabil,“ lét framherji Real Madrid, Ronaldo, hafa eftir sér fyrir stórleik lið- anna í kvöld. Um er að ræða stærsta íþróttaviðburð í landinu og þúsundir aðdáenda víða um heim sitja sem fastast meðan leikurinn stendur yfir. Hann segir fjölmiðla fara of- fari í umfjöllun sinni og að innan raða Real séu allir þokkalega ró- legir þó að leiktíðin hafi byrjað dapurlega. „Við erum sallaróleg- ir og engu skiptir hvort við töp- um, gerum jafntefli eða vinnum þennan ákveðna leik. Úrslit hans munu ekki ráða því hvaða lið stendur uppi með titil að loknu mótinu í sumar. Aðspurður um erfiðustu mót- herjana í liði Barca sagði Ron- aldo að allir í liðinu væru topp- leikmenn. „Ég hef alltaf gaman af að eiga við Xavi enda fádæma erfiður við að eiga. Ronaldinho þarf heldur engin orð að hafa um. Hann er baneitraður hvenær sem hann kemur nálægt boltan- um.“ Þrátt fyrir ummæli Ronaldos er ljóst að leikurinn skiptir tals- verðu máli. Fyrir utan að vera hið klassíska einvígi þar sem milljónir aðdáenda um víðan völl fylgjast með mun Barcelona skapa sér öfundsverða stöðu sigri liðið Real. Þá hefur félagið sjö stiga forskot á fjendur sína og þrátt fyrir að sá munur sé ekki mikill þegar meginhluti mótsins er enn eftir er erfitt að sjá mörg önnur lið á landinu rífa mörg stig af þeim meðan þeir leika eins og þeir hafa gert frá upphafi móts- ins. Barcelona hefur hingað til skorað tvo til þrjú mörk að með- altali í leik og aðeins fengið á sig sjö mörk. Real Madrid, á hinn bóginn, er enn afar brothætt þrátt fyrir að hafa náð sér upp úr þeirri lægð sem einkenndi leik liðsins til að byrja með. Margir eru ekki sann- færðir um að liðið sé komið á beinu brautina þrátt fyrir stór- sigur á Albacete í síðustu umferð en sigur í kvöld mun að minnsta kosti tryggja hátt spennustig á toppi spænsku deildarinnar næstu vikurnar. albert@frettabladid.is SKÆÐASTA VOPN BARCELONA Þrjár af stærstu stjörnum Brasilíu, Ronaldo, Ronaldin- ho og Roberto Carlos, mætast í einvígi Barcelona og Real Madrid í kvöld. Snæfell og Grindavík mættust í Höllinni í gær: Snæfell kom- ið í úrslit KÖRFUBOLTI Grindavík og Snæfell mættust í undanúrslitum Hópbíla- bikarsins í körfuknattleik í Laugar- dalshöll í gær. Snæfell vann, 82-75, en Grindvíkingar gerðu harða at- lögu að Hólmurum í síðasta fjórð- ungi og mátti Snæfell teljast heppið að bera sigur úr býtum. Snæfell byrjaði betur og komst í 10-0 í fyrsta fjórðungi. Það tók Grindavíkurliðið 4 mínútur að kom- ast á blað en Snæfell spilaði góða vörn í byrjun. Grindavík reyndi svæðisvörn gegn Snæfelli sem dugði ekki til og Hólmarar stjórn- uðu leiknum eftir eigin höfði fram- an af. Þar að auki náðu lykilmenn sér ekki á strik hjá Grindvíkingum og lagði Snæfell grunninn að sigrin- um í öðrum fjórðungi þar sem liðið náði mest 17 stiga forystu. Í seinni hálfleik saxaði Grinda- vík á forskotið með Þorleif Ólafsson í broddi fylkingar sem átti stórleik. Aðeins eitt stig skildi liðin að þegar 40 sekúndur voru eftir. Leikmenn Grindavíkur voru mislagðar hendur undir lokin og Páll Axel Vilbergsson missti boltann klaufalega út af þeg- ar 13 sekúndur voru eftir og Grind- víkingar þremur stigum undir. Leikmenn Snæfells gulltryggðu sig- urinn á vítalínunni á lokasekúndun- um og mæta Keflavík eða Njarðvík sem mættust einnig í gær. Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæ- fells, var ánægður með sína menn. „Við vorum með leikinn í hendi okk- ar allan tímann en í lokaleikhlutan- um þéttu þeir vörnina og þá vantaði flæðið í sóknarleikinn. Við verðum tilbúnir í úrslitaleiknum á morgun,“ sagði Bárður að leik loknum. ■ Laugardagur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.