Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.11.2004, Blaðsíða 26
Fyrir skömmu rifjaði ég það upp í þessum pistlum að grunnurinn að utanríkisstefnu íslenska lýðveldis- ins var lagður á 5. áratugnum. Fyrst með því að Alþingi hafnaði því vorið 1945 að Ísland gengi að því skilyrði að lýsa stríði á hendur Þjóðverjum og Japönum til þess að geta gerst stofnaðili að SÞ. Árið eftir samþykkti Alþingi hins vegar með atkvæðagreiðslu að æskja inn- göngu, enda hafði þá fyrrnefnt skilyrði verið fellt brott. Þegar Ísland gekk í NATO í mars 1949 viðurkenndu Bandarík- jamenn fjóra fyrirvara sem Ísland setti. Einn af þeim var „að viður- kennt væri, að Ísland hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her“. Þessi atriði voru hornsteinn utan- ríkisstefnu Íslendinga í nærfellt hálfa öld. Framlag Íslendinga til varna þessa heimshluta á tímum kaldastríðsins var að leggja fram land og aðstöðu fyrir bandarískan liðsafla, sem hingað kom sam- kvæmt tvíhliða samningi við Bandaríkin í júlí 1951. Ísland setti þó, eins og önnur lönd, hagsmuni sína ofar „vináttu“ og tryggð við málstað forysturíkja bandalagsþjóðanna, enda hags- munirnir ærnir bæði við útfærslu fiskveiðilögsögunnar og viðhald víðtækra viðskipta við Austur- blokkina, meðan markaðir V-Evr- ópu voru okkur lokaðir. Guðni Th. Jóhannesson rakti nýlega nokkur dæmi þessa í fyrirlestri. Svo rammt kvað að þessari sjálfstæðu utanríkisstefnu Íslendinga, að þeir áunnu sér viðurnefnið „hinn tregi bandamaður“ í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. (Nú erum við sennilega kallaðir þar „hinir fúsu meðreiðarsveinar“.) Er þar með fallin sú röksemd leiðarahöfundar Morgunblaðsins, að Ísland hafi ávallt staðið þétt við hlið Bandarík- janna, og aldrei þéttar en þegar umheimurinn sneri við þeim baki. Þannig leið allt kalda stríðið á enda án þess að Íslendingar þyrftu að taka þátt í hernaðaraðgerðum. Í pistli Davíðs Loga Sigurðssonar í Morgunblaðinu sl. fimmtudag ber hann Val Ingimundarson fyrir því að árið 1993 hafi hafist „stigbundið ferli“ með því að senda nokkra Ís- lendinga til Bosníu. Þrýstingur hafi aukist 1997 um aukin framlög til NATO. „Stofnun íslensku friðar- gæslunnar svonefndu árið 2001 hafi verið næsta skrefið, en verk- efnavalið hafi verið hálftilviljunar- kennt og starfsemin frekar óskýr.“ Þetta er vægt orðalag á því, að sá eða þeir, sem þessa ákvörðun tóku vissu ekkert í sinn haus, höfðu ekki hugmynd um hvað þeir voru að ana út í, spurðu engan ráða, og var mest í mun að forðast opinber- ar umræður um þessa meiriháttar breytingu á utanríkisstefnunni. Næst er tekin ákvörðun á NATO- leiðtogafundinum í Prag 2002 um að Íslendingar mundu taka að sér flugvöllinn í Pristina í Kosovo og leggja til leiguflugvélar til her- flutninga. Þessi ákvörðun var tekin á staðnum án þess að bera undir utanríkismálanefnd Alþingis. En í utanríkisráðuneytinu eru menn ekki alveg lausir við hug- myndaflug. Því er gefinn laus taumurinn þegar þarf að dulbúa gerðir þess. Davíð Logi heldur áfram: „Eins og Íslendingum er lagið eru menn líka að reyna að slá margar flugur í einu höggi; menn stofna Íslensku friðargæsluna til að „dulbúa“ aukin framlög til NATO, komast hins vegar einnig upp með að telja framlög til friðar- gæslunnar til þróunaraðstoðar. (Þetta hafa menn fengið uppáskrif- að hjá OECD af því að um borgara- lega starfsmenn hefur verið að ræða“. Valur bendir hins vegar á í því sambandi að Norðmenn telja sína friðargæslu með til þróunar- aðstoðar; sem þó er 0,9% meðan okkar er aðeins 0,19% af þjóðar- framleiðslu nú í ár með friðargæsl- unni meðtalinni)“(!) Hér er semsé móðgun bætt við meingjörð með því að hafa bók- haldsleg endaskipti á hlutunum og færa hernaðarbrölt undir friðar- gæslu! Og hvað er svo unnið við þetta? Í augun á hverjum er verið að slá ryki? Að sjálfsögðu okkur Ís- lendingum. En aukin sýndarfram- lög til friðargæslunnar eru talin til þess fallin að mati manna, að styrkja stöðu Íslands varðandi framboð til sætis í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. „Þetta þrennt hangir allt saman,“ segir Valur Ingimundarson, „þó ég efist reynd- ar um að einhver þaulskipulögð og samhæfð áætlun liggi hér að baki“. Líklegast er full ástæða til að taka undir þessi orð Vals. Senni- lega er sami lopaheilinn á bak við allar þessar ráðagerðir. Það breytir ekki því að samkvæmt 24. grein núverandi þingskaparlaga skal „Utanríkismálanefnd vera ríkis- stjórninni til ráðuneytis um meiri- háttar utanríkismál, enda skal rík- isstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum“. Það hefur ekki verið gert við þessa kúvendingu á utan- ríkisstefnu þjóðarinnar. Er nú tími til kominn að Alþingi rísi upp og krefjist réttar síns úr höndum þeirra sem hafa sýnt því fullkomna fyrirlitningu. ■ N ýir kjarasamningar sveitarfélaga og kennara hafa mikiðverið í umræðunni frá því að samninganefndirnar skrif-uðu undir hjá ríkissáttasemjara á miðvikudag. Fyrst og fremst hafa kennarar og sveitarfélög rýnt í samninginn til að sjá hvað hann hefur í för með sér fyrir þá sem eiga að fara eftir hon- um. Það virðist nokkuð misjafnt hvað einstakir kennarar bera úr býtum samkvæmt þessum nýja samningi og fyrir sum sveitarfélög þýðir hann að skera verður niður í starfseminni og jafnvel segja upp starfsmönnum eins og bæjarstjórinn á Ólafsfirði sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær. Þá sagði bæjarstjórinn enn fremur að ekki væri gert ráð fyrir neinum framkvæmdum í bænum á næsta ári. Þetta er hinn kaldi raunveruleiki sem blasir við hjá mörgum sveit- arfélögum nú í kjölfar samninganna. Þetta virðist ekki aðeins eiga við hjá litlum sveitarféögum, heldur líka þeim stærri, og þá ekki síst hjá Reykjavíkurborg. Ein af röksemdunum fyrir þeirri ákvörð- un Reykjavíkurlistans að hækka útsvarið á Reykvíkingum var einmitt aukinn launakostnaður borgarinnar í kjölfar samninganna, auk margs annars. Að óreyndu hefðu menn haldið að fjárhagur borgarinnar væri þannig að ekki þyrfti að hækka útsvarið vegna nýrra kjarasamninga kennara, en svona er það nú samt. Útgjalda- aukning borgarinnar vegna þeirra er talin verða einn og hálfur milljarður króna á þessu og næsta ári. Hjá sumum litlum sveitar- félögum sem hafa verið í fjarhagsvanda koma hækkanir vegna kjarasamninganna til viðbótar þeim vanda sem þau hafa verið að glíma við. Þetta leiðir enn og aftur hugann að því að gera þarf gang- skör að stækkun þeirra, þannig að þau ráði við að veita þá þjónustu sem til er ætlast af þeim. Það þarf oft ekki mikið að koma til í litlu sveitarfélögi til þess að endar nái ekki saman, en með stærri og styrkari heild ættu þau betur að geta ráðið við hlutverk sitt. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að sum lítil sveitarfélög eru mjög vel stæð eins og vel sést þegar ferðast er um sveitir landsins. Þau hafa þá yfirleitt einhverja tekjustofna sem sveitarfélög al- mennt ekki hafa, og það er þá ástæða þess að íbúarnir vilja ekki fórna þessum sérréttindum og renna inn í stærri heild. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var samkvæmur sjálfum sér við umræður um nýju samningana á Al- þingi á fimmtudag. Hann sagði þá skelfilega og olli nokkru upp- námi í þingsölum með ummælum sínum. Þingmenn stjórnar- andstöðunnar brugðust hart við og andmæltu Einari Oddi. Stein- grímur J. Sigfússon sagði að sér blöskraði ummæli hans. Fulltrúar fjármálalífsins segja að teflt sé á tæpasta vað með þessum kjarasamningum, og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar segja að hann geti kallað á endurskoðun almennra kjarasamninga, jafnframt því sem þeir hafa fagnað því að samningar skuli hafa tekist. Það er greinilegt á ummælum manna í kjölfar samninganna að það fer mikið eftir því hvernig haldið verður á málum í fram- haldinu hverjar hinar raunverulegu afleiðingar verða fyrir efna- hagslífið. ■ 20. nóvember 2004 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Skiptar skoðanir eru um áhrif kennarasamninganna á efnahagslífið. Afleiðingar kennaradeilu ORÐRÉTT Ekki þó að græða meira? Háleit markmið eigenda Magasin. Fyrirsögn í Morgunblaðinu. Morgunblaðið 19. nóvember. Vöfflurnar dugðu ekki Þótt eftirvænting væri í loftinu í Karphúsinu og ilmurinn af ný- bökuðum vöfflum bærist að vit- um forsvarsmanna samningan- efndar kennara, gat ég ekki séð að ánægjan skini beinlínis úr augum þeirra við undirritunina. Elva Björk Sverrisdóttir blaðamaður um kennarasamningana. Morgunblaðið 19. nóvember. Örugglega ekki stjórnmálamaður Áreiðanlegur, skipulagður og laus við athyglissýki. Umsögn um Arnald Indriðason rit- höfund. Viðskiptablaðið 19. nóvember. Ekki beint Ríki Platóns! Condoleeza Rice er dæmi um, að Bandaríkin eru orðin að mestu ógn nútímans við mann- kynið og framtíð þess. Fólk, sem annars staðar væri á hæli, er við stjórnvöl Bandaríkjanna. Jónas Kristjánsson, fyrrverandi rit- stjóri, um nýjan utanríkisráðherra Bandaríkjanna. DV 19. nóv. Alltaf eitthvað nýtt Skylt að greiða víxla. Fyrirsögn í Morgunblaðinu. Morgunblaðið 19. nóvember. Íslandslýsing anno 2004 Kennarar grenja, millar græða, svaka stuð! Dr. Gunni í kjallaragrein. DV 19. nóvember. Eins gott að forða sér! Ég mun skjóta þá næst Leigusali í bréfi til DV. DV 19. nóvember. FRÁ DEGI TIL DAGS Verður sérstaðan virt? Einar K. Guðfinnsson alþingismaður ræðir um kennarasamningana á heimasíðu sinni á netinu, ekg.is. Hann hefur áhyggjur af því að ýmsir, þar á meðal stjórnarandstæðingar á Alþingi, sem hvöttu til þess að kennarar fengju meiri launahækkanir en aðrir vegna sérstöðu sinnar muni nú vilja að hækk- anirnar gangi yfir alla línuna. Einar skrifar: „Nú er komið að skuldadögum þeirra sem héldu á lofti því sjónarmiði að staða kennara væri sérstök. Þeir ættu einir að fá launahækkanir um- fram það sem launastefnan á almenna markaðnum kvað á um. Nú er komið að því að menn standi við þau stóru orð. Nú er komið að því að á það reyni hvort menn séu menn sinna eigin orða“. Greinilegt er að í hópi sam- flokksmanna Einars hafa menn ekki trú á því að staðið verði við stóru orðin um sérstöðu kennara. Einar Oddur Kristjánsson fullyrti á Alþingi á fimmtu- daginn að hver einasti starfshópur rík- isins mundi fylgja á eftir og gera kröfur um sambærilegar hækkanir og kennar- ar hafa fengið. Afleiðingin yrði óða- verðbólga og allsherjarhrun kaupmáttar launafólks. Sannarlega ekki uppörvandi framtíðarsýn. Ekki orð frá Powell Á Skoðunum á Vísi.is var í gær fjallað um fund Davíðs Oddssonar og Colins Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, á þriðjudaginn. Þar segir m.a.: „Athyglis- vert að Colin Powell vildi ekki segja orð við fjölmiðla eftir fundinn. Engar fregnir um viðræðurnar er að hafa í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Engin sameiginleg tilkynning var gefin út eins og gert var þegar Davíð, þá forsætisráðherra, hitti George Bush forseta í Hvíta húsinu 6. júlí í sumar.“ Sagt er að menn taki eftir varfærnislegu orðalagi Davíðs um fund- inn: „Mér finnst að málið sé núna kom- ið í öruggari farveg...“ Og: „[Davíð] sagðist vona og treysta því að menn mundu finna niðurstöðu sem væri ásættanleg“ Enn fremur: „Ég tel að núna horfi málið þannig við, að það sé orðið viðurkennt sjónarmið að það eigi að vera tilteknar var- anlegar loftvarnir á Íslandi...“ gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG LEIÐIN Í ÖRYGGISRÁÐIÐ? ÓLAFUR HANNIBALSSON Hér er semsé móðgun bætt við meingjörð með því að hafa bókhaldsleg endaskipti á hlutunum og færa hernað- arbrölt undir friðargæslu! ,, Friður er stríð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.