Fréttablaðið - 20.11.2004, Page 47

Fréttablaðið - 20.11.2004, Page 47
LAUGARDAGUR 20. nóvember 2004 35 Fimmtudagur 25. nóvember 9.00 Skráning hefst 9.30 Þingsetning Óli H. Þórðarson, formaður Umferðarráðs. Umferðaröryggismál á krossgötum Stefnuræða Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra. ,,Umferðarljósið“, verðlaunagripur Umferðarráðs, veittur í sjötta sinn þeim aðila, einstaklingi, stofnun eða samtökum sem unnið hafa sérstaklega árangursríkt og/eða eftirtektarvert starf á sviði umferðaröryggismála. Tónlist Ragnheiður Gröndal, söngkona. 10.30 Hvar stöndum við – hvert stefnum við? Umferðaröryggisáætlun til 2016 Björn Ágúst Björnsson, formaður starfshóps um endurskoðaða áætlun. 10.40 Vegagerðin Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri. 10.50 Umferðarstofa Karl Ragnars, forstjóri. 11.00 Lögreglan Ólafur Hauksson, lögreglustjóri á Akranesi, formaður Sýslumannafélags Íslands. 11.10 Rannum – Rannsóknarráð umferðaröryggismála Hreinn Haraldsson formaður, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. 13.00 Árekstravarnir á vegriðsendum og á öðrum umferðarmannvirkjum auka umferðaröryggi Pål Bjur ráðgjafi, markaðsstjóri hjá Euroskilt AS í Noregi. 13.15 „EuroRAP“ (European Road Assessment Program) Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, og Ólafur Guðmundsson, stjórnarmaður í LÍA og FÍB fjalla um evrópskt gæðakerfi sem flokkar öryggi vega á sambærilegan hátt og bifreiðir eru stjörnumerktar eftir öryggi (EuroNCAP). 13.45 Áhrif umferðareftirlits lögreglu á umferðarhraða Eiríkur Hreinn Helgason, yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins. 14.00 Hefur áróður áhrif á umferðaröryggi? Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu. 14.15 Fækkun umferðarslysa á Norðurlandi Ástríður S. Grímsdóttir, sýslumaður í Ólafsfirði. 15.00 Aldur ökutækja og slys Kristján V. Rúriksson og Einar Einarsson, verkefnastjórar hjá Umferðarstofu. 15.15 Umferðarkannanir 1985–2002 Kjartan Þórðarson, sérfræðingur hjá Umferðarstofu, og Valdimar Briem, sálfræðingur, Háskólanum í Lundi. 15.30 Liggur þér lífið á? Jón Sigurðsson, svæfingalæknir, nú starfsmaður hjá Tryggingastofnun ríkisins. 15.45 Ungir ökumenn og mat þeirra á hættu í umferðinni Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur hjá Ríkislögreglustjóranum. Föstudagur 26. nóvember 9.00 Slasaðir í umferðarslysum sl. 30 ár Brynjólfur Mogensen, sviðsstjóri lækninga, Slysa- og bráðasviði Landspítala - háskólasjúkrahúss. 9.15 Áhrifaþættir meiðsla í umferðarslysum – munur á meiðslum ökumanna jeppa og fólksbifreiða Guðmundur Freyr Úlfarsson, aðstoðarprófessor í byggingarverkfræði við Washingtonháskóla í St. Louis. 9.30 Slysin og mannslíkaminn Kristín Sigurðardóttir, læknir á slysa- og bráðadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. 9.45 Af hverju ekur fólk ölvað? Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa. 10.00 Þróun alvarlegra umferðarslysa á Íslandi Einar Magnús Magnússon, fréttastjóri Umferðarstofu. 10.50 Framtíðarsýn í umferðarmálum (Mobility, Society and Traffic Safety) Max Mosley, forseti FIA (Federation Internationale De L´ Automobile). 11.15 Pallborðsumræður: Þátttakendur auk Max Mosley, Árni Sigfússon, formaður FÍB, Erna Gísladóttir, formaður Bílgreinasambandsins, Ómar Þ. Ragnarsson, fréttamaður, Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu og Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. Þátttakendur skiptast í umræðuhópa samkvæmt dagskrárliðum þingsins. Talsmenn umræðuhópa gera grein fyrir starfi þeirra – ályktanir þingsins. 15.40 Þingslit. Umferðarþing er öllum opið. Þátttökugjald með veitingum er 12.500 kr. Skráning er á heimasíðu Umferðarstofu, www.us.is, til 23. nóvember. Þar er að finna nánari upplýsingar um þingið. Einnig í síma 580 2000. UMFERÐARÞING 2004 Dagskrá Grand Hótel Reykjavík 25. og 26. nóvember Á leið í dádýraveiðar í Ameríku Ásgeir Heiðar veiðigúrú er 53 ára í dag. Ásgeir Heiðar er öllum kunnur í veiðigeiranum. Hann var leigutaki að Laxá í Kjós í mörg ár og fer enn að því er hann segir sjálfur með nokkur holl í ána. Hann lætur þó lítið yfir eigin laxveiði. „Nei, maður er að stússast í kringum þetta en veiðir lítið sjálf- ur. „ Hvað ertu að fást við þessa dag- ana? „Ég rek fyrirtæki sem er í veiðiþjónustu og ráðgjöf. Við brydduðum upp á nýbreytni í haust, buðum fólki að koma að Ár- mótum í Rangárþingi ytra á gæsa- veiðar. Fólk gat bara komið á blankskónum og fékk allar græjur á staðnum og leiðsögn. Þessu var mjög vel tekið. Ég er líka dálítið að rækta hunda, er með tvær tíkur af Pointer-kyni. Þú ert ekki alveg hættur að skipta þér af laxá í Kjós, eða hvað? „Það er nú lítið. Ég fer þarna með nokkur holl á hverju sumri. En mér er auðvitað ekki sama um hvernig staðið er að veiðunum. Ég setti fram spurningar um daginn vegna þess að SVFR hefur ákveðið að leyfa takmarkaða veiði í Höklunum, ósasvæðinu, á næsta ári. Þetta er reyndar mjög lítið eins og kom fram í svari Gylfa Gauts við spurningum mínum. En ég bannaði Höklaveiðarnar á sín- um tíma vegna þess að þær komu óorði á ána. Bæði var það nú mynd- band með Tóta tönn og svo fannst veiðimönnum sem voru að veiðum á frægum veiðistöðum rétt fyrir ofan blóðugt að menn væru að moka göngufiski upp í ósnum meðan þeir voru í tiðindaleysi. Hvað er svo fram undan hjá þér? „Ég er að fara í næstu viku á dá- dýraveiðar í Maryland í Bandarík- junum. Ég á vin þar sem á land og býður mér þetta. Þetta er geysi- skemmtilegt. Dádýrin eru varkár- ustu dýr sem til eru. Maður má varla anda þarna úti í skóginum.“ sgt@frettabladid.is Hálft tonn af klinki fyrir Rauða krossinn Hálft tonn af klinki fór í morgun með vél Iceland Express til London Stanstead. Um var að ræða mynt sem farþegar Iceland Express hafa að undanförnu gefið í söfnun Rauða krossins til hjálpar stríðshrjáðum börnum. Pening- arnir verða flokkaðir og taldir hjá bresku fyrirtæki og andvirði þeirra afhent Rauða krossinum. Iceland Express dreifði söfn- unaröskjum Rauða krossins um borð í vélum sínum í sumar. Flug- farþegar sitja oft uppi með alls konar klink að loknu ferðalagi og tóku þeir söfnuninni fyrir Rauða krossinn afar vel. Söfnunaröskj- urnar voru jafnt fylltar af klinki og seðlum. ■ Kona nýr forstjóri Tæknivals Sigrún Guðjónsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Tæknivals. Sigrún var áður framkvæmdastjóri Inn hf. Hún er 33 ára, arkitekt frá Technische Hochschule Karls- ruhe í Þýskalandi og upplýsinga- arkitekt frá ETH í Sviss. Sigrún stundar einnig meistaranám í tölvunarfræði við Háskóla Ís- lands. Sigrún tekur við starfinu af Almari Erni Hilmarssyni lög- fræðingi en hann tók nýverið við starfi framkvæmdastjóra flug- félagsins Iceland Express. Almar hefur þó ekki sagt skilið við Tæknival því hann hefur verið skipaður í stjórn félagsins. Tæknival starfar á sviði upp- lýsingatækni og sölu og veitir ráð- gjöf og þjónustu á tölvu- og skrif- stofubúnaði. ■ KRAKKARNIR KUNNA AÐ NOTA SÉR SNJÓINN, ÞÓTT HANN GERI ÖKU- MÖNNUM GRAMT Í GEÐI. ÁSGEIR HEIÐAR Í FULLUM SKRÚÐA VIÐ LAXÁ Í KJÓS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Starfsmenn IGS hlaða tunnum með klinki um borð í vél Iceland Express á leið til London Stan- sted. LJ Ó SM . H IL M AR B R AG I B ÁR Ð AR SO N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.