Fréttablaðið - 20.11.2004, Page 30

Fréttablaðið - 20.11.2004, Page 30
Bloomberg um útrás Útrás Íslendinga vekur sífellt meiri athygli erlendis. Á fjármálavef Bloomberg er grein um útrásina. Þar eru Íslandsbanki og KB banki nefndir til sögunnar sem og flugfélögin. Þar eru þeir Hannes Smárason og Magnús Þorsteinsson sagðir fylgja í fótspor Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í alþjóðlegum fjár- festingum. Blaðamaður Bloom- berg segir íslensku flugfélögin ætla að nýta sér staðsetningu Ís- lands til flutninga milli Evrópu og Ameríku. Magasin hafnað Berlingske Tidende hefur eftir Jóni Ásgeiri að Baugur hafi skoð- að kaup á Magasin du Nord um það leyti sem Debenhamsversl- un var opnuð í Fields fyrir ári. Þá hafi áhuginn ekki verið fyrir hendi. Jón Ásgeir segir efnahagsástand hafa batnað síðan. Blaðið segir íslensku fjárfest- ana ekki hafa staðist verðið sem sett var á Magasin du Nord og stefna að því að snúa við rekstrinum. Skortur á golfvöllum Fjárfestingar eru áhættusamar og ekki á vísan að róa með ávinn- inginn. Íslenska útrásin mun skila talsverðum ávinningi fyrir þjóðarbúið ef hún heppnast vel. Fjölmargir hluthafar útrásarfyrir- tækjanna myndu njóta hagnaðar, auk þess sem hann myndi skila sér með óbeinni hætti inn í hag- kerfið. Þeir bjartsýnustu telja að höfuðvandamál skipulagsyfirvalda á næstu árum verði að finna pláss fyrir golfvelli fyrir alla þá sem geta lifað af eignum sínum og stundað íþróttina óáreittir. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.402* KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 132 Velta: 1.890 milljónir -0,27% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Stjórn Burðaráss ákvað í gær að hækka hlutafé félagsins um kr. 260 milljónir króna, en áður hafði hlutafé félagsins verið hækkað um 860 millj- ónir og er hlutafé félagsins því 5,5 milljarðar. Kauphöll Íslands hefur samþykkt afskráningu hlutabréfa Kaldbaks. Kald- bakur mun renna inn í Burðarás. Viðræður standa yfir um samruna HB Granda hf., Tanga hf. og Svans RE-45 ehf. og er gert ráð fyrir að leggja tillögu þar að lútandi fyrir stjórnarfundi í félögunum 23. nóvember. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Alan Greenspan, segir viðvarandi við- skiptahalla geta skaðað bandarískt við- skiptalíf. Dollarinn hefur veikst gagnvart helstu gjaldmiðlum vegna viðskipta- hallans. 30 20. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Sterkt gengi íslensku krón- unnar veldur óstöðugleika í rekstri íslenskra útflutnings- fyrirtækja. Forstjóri Marels bendir á að Marel, Actavis og Össur skili hvert um sig jafnmiklum virðisauka í hagkerfið eins og álver. Taka þurfi tillit til þessa í efnahagsstefnunni. Rekstrarskilyrði íslenskra þekk- ingarfyrirtækja í útflutningi eru um margt óheppileg um þessar mundir sökum sterkrar stöðu krónunnar. Gengisvísitala krón- unnar er nú með lægsta móti á síðustu árum og við þetta bætist að gengi Bandaríkjadals er veik- ara nú en um langt árabil og hef- ur reyndar ekki verið lægra síð- an um vorið 1995. Þetta þýðir að útflutningsfyrir- tæki fá færri krónur fyrir vörur sínar sem þau selja erlendis. Ekki er útlit fyrir að krónan veikist á næstunni meðal annars sökum mikilla stóriðjufram- kvæmda sem nú standa yfir. Að mati Harðar Arnarsonar, forstjóra Marels, verður efna- hagsstefna stjórnvalda einnig að taka tillit til íslensku útflutnings- fyrirtækjanna sem eru að skila miklum arði í þjóðarbúið. „Þessi þekkingarfyrirtæki eru til dæm- is Marel, Actavis og Össur. Hvert og eitt þessara fyrirtækja er að skila virðisauka sem jafn- gildir einu álveri,“ segir Hörður. „Fjárfestingin sem nú er að eiga sér stað í stóriðju heldur gengi krónunnar uppi,“ segir hann. Marel fær um 98 prósent tekna sinna frá útlöndum en nokkuð stór hluti útgjalda er í ís- lenskum krónum. Hörður segir að rekstrarskilyrði á Íslandi séu um margt góð, meðal annars sök- um skattaumhverfisins, en óvissa og óstöðugleiki í ytri að- stæðum vegna breytinga á gengi krónunnar vegi upp á móti þess- um kostum. Hörður segir að síaukinn hluti alþjóðlegra viðskipta eigi sér stað í evru og Bandaríkjadal. Hann telur að það kæmi sér vel fyrir íslenskt efnahagslíf ef hætt yrði að notast við íslensku krón- una. Hann segir að þar sé evran eini kosturinn sem komi til greina en í veginum séu pólitísk- ar hindranir. „Ég tek ekki póli- tíska afstöðu til þess hvort við eigum að ganga í Evrópusam- bandið en það er algjörlega aug- ljóst að við eigum samleið með Evrópu,“ segir Hörður. thkjart@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,30 +0,25% ... Bakkavör 23,40 -0,43% ... Burðarás 11,95 +0,42% ... Atorka 5,45 - ... HB Grandi 8,00 - ... Íslandsbanki 11,55 -0,86% ... KB banki 450,00 -0,22% ... Landsbankinn 11,60 -1,69% ... Marel 55,00 +1,48% ... Medcare 6,10 - ... Og fjarskipti 3,30 -1,49% ... Opin kerfi 27,50 -0,36% ... Samherji 12,60 - 1,56% ... Straumur 9,15 - ... Össur 83,50 - *TÖLUR FRÁ KL. 15.40 Í GÆR. NÝJUSTU UPPLÝSINGAR Á VISIR.IS Marel 1.48% Burðarás 0,42% Actavis 0.25% SÍF -1,80% Landsbankinn -1,69% Samherji -1,56% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Hagnaður Flugleiða á þriðja árs- fjóðrungi nam tæpum 2,7 millj- örðum króna. Hagnaðurinn fyrstu sex mánuði ársins var óverulegur og rekstarniðurstaða fyrstu níu mánuðina því um 2,7 milljarðar. Flugleiðir birtu bráðabirgðaniðurstöðu fyrir skemmstu vegna hlutafjárút- boðs og er niðurstaða endur- skoðaðs uppgjörs ívið betri en fram kom í því uppgjöri. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segist ánægður með niðurstöðuna. „Flugleiðir eru að ná góðum rekstrarárangri þriðja árið í röð á sama tíma og flug- félög í okkar heimshluta eiga flest mjög á brattann að sækja. Þetta hefur skapað félaginu grundvöll til að sækja fram og stefna á bæði innri og ytri vöxt.“ Fjárfesting í skyldum rekstri er á stefnuskrá félagsins og hefur félagið meðal annars keypt tíu prósenta hlut í lág- gjaldaflugfélaginu easyJet. Fjármálavefurinn Bloomberg hefur það eftir Hannesi Smára- syni, stjórnarformanni Flug- leiða, að ekki sé loku fyrir það skotið að sá hlutur verði aukinn. Farþegum í millilandaflugi fjölgaði um átján prósent frá fyrra ári. Að sögn forsvars- manna Flugleiða stefnir í að af- koman í ár verði sú næstbesta í sögu félagsins. -hh Þriðja hagnaðarárið Afkoma Flugleiða var heldur lakari en meðalspár greiningardeilda sögðu til um. Flugleiðir segja stefna í næstbesta ár í sögu félagsins. BETRI EN HINIR Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, er ánægður með uppgjör félagsins. Hann segir félagið ná góðum rekstrarárangri á sama tíma og önnur flug- félög í okkar heimshluta eigi á brattann að sækja. SPÁR UM HAGNAÐ FLUGLEIÐA Á ÞRIÐJA ÁRSFJÓRÐUNGI: Íslandsbanki 3.122 milljónir KB banki 2.626 milljónir Landsbankinn 3.177 milljónir Niðurstaða 2.670 milljónir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA HAGFRÆÐINGAR HEIÐRAÐIR Seðlabankinn heiðraði í gær fjóra virta íslenska hag- fræðinga á ráðstefnu sem haldin var í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því Fjármálatíð- indi Seðlabankans komu út. Í pontu er Jóns Sigurðsson bankastjóri Norræna fjárfestingar- bankans. Hann stýrði athöfn þar sem Jónas Haralz, Jóhannes Nordal, Bjarni Bragi Jónsson voru heiðraðir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Oftar til Færeyja Í framhaldi af opnun nýrrar skrif- stofu Samskipa í Þórshöfn í Fær- eyjum í lok september hefur nú verið ákveðið að fjölga ferðum félagsins þangað. Frá og með annarri viku í desember munu skip félagsins, Arnarfell og Helgafell, hafa viðkomu í Þórs- höfn á leið sinni frá Evrópu til Reykjavíkur. Þetta er gert til að bæta enn frekar þjónustu Samskipa við inn- flytjendur og aðra viðskiptavini í Færeyjum því félagið verður nú vikulega með beinar siglingar til Þórshafnar frá Evrópu og Norður- löndunum. -hh EIGUM SAMLEIÐ MEÐ EVRÓPU Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir að óstöðugleiki í gengi íslensku krónunnar komi sér illa fyrir íslensk þekkingarfyrirtæki í útflutningi. Krónan erfið fyrir iðnaðinn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.