Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2004, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 25.11.2004, Qupperneq 16
16 SLÖKKVITÆKI KOSTAR FRÁ RÚMUM FJÖGUR ÞÚSUND KRÓNUM Miðað er við sex lítra dufttæki. Seljendur bjóða upp á margvísleg tilboð. HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? Markaðsvog og næmnigreining „Ráðgjöf okkar til skemmri tíma er að fjárfestar markaðsvegi bréfin í vel dreifðum eignasöfnum sem taka mið af íslenska markaðinum. Athygli fjár- festa er vakin á næmnigreiningu á helstu forsendum verðmatsins.“ Þessi orð mátti lesa í Morgunkorni Íslands- banka í gær þar sem fjallað var um verðmæti Össurar hf. Ingólfur Bender er ábyrgðarmaður. „Menn þurfa náttúrlega að vera við- skipta- eða hagfræðimenntaðir til að skilja þetta. Þarna er annars vegar mælt með því að hlutabréfaeign fjár- festa í Össuri sé í réttum hlutföllum við stærð fyrirtækisins í Kauphöllinni og hins vegar að menn kynni sér sér- stakan kafla í greiningu okkar, svo- kallaðan næmnigreiningarkafla, þar sem forsendur eru ítarlega raktar.“ HVAÐ ÞÝÐIR ÞETTA? Fyrirtækið Hlað sf., sem samanstend- ur af skotfæragerð og tveimur skotfæra- verslunum, fór ekki á hausinn þrátt fyrir slæmar spár í kjölfar yfirstandandi rjúpnaveiðibanns. Því hafði sumsé verið spáð að skotfæraverslanir færu harka- lega út úr fyrirsjáanlegum samdrætti í viðskiptum fyrir rjúpnavertíðina. Það gekk ekki eftir, því veiðimenn hafa bara beint byssum sínum annað. „Það sem breytti forsendum hjá okkur eftir að rjúpnaveiðibannið kom til var talsverð fjölgun á hreindýraveiðileyf- um,“ sagði Kjartan Lorange, starfsmaður Hlaðs sf. „Sú fjölgun kom sér ágætlega. Svo gerðist það sem margir voru að spá en enginn þorði að vera viss um. Ásóknin í gæsaveiðar varð meiri, meðal annars hjá þeim sem eingöngu höfðu borðað rjúpu á jólunum. Aðrir fóru á hreindýraveiðar eða veiddu sér önd í jólamatinn.“ Kjartan sagði verslunina enn eiga hráefnið sem ætlað hefði ver- ið í nokkur hundruð þúsund haglaskot haustið sem rjúpnaveiðibannið var sett á. Hægt væri að geyma hráefnið, svo fremi sem það væri við rétt skilyrði. Hins vegar geymdust skot verr, þannig að það hefði verið lán í óláni að ekki hefði verið búið að framleiða rjúpna- skot fyrir vertíðina þá. „Við lifum bjartsýnir í voninni um það að núverandi umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, komi til með að leyfa mönnum að veiða rjúpur á næsta ári. Það er ýmislegt sem bendir til þess, þótt einhverjar breytingar kunni að vera á fyrirkomulaginu, svo sem stytting á veiðitíma eða kvóti á hvern veiðimann.“ Hlað sf. fór ekki á hausinn EFTIRMÁL: KJARTAN LORANGE STARFSMAÐUR 25. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR HRINGRÁSARBRUNINN Kolsvartan eitraðan reykinn sem stóð upp úr dekkja- og járnahaugnum á at- hafnasvæði Hringrásar lagði yfir höfuðstöðvar og vörugeymslur heildverslunarinnar Austur- bakka við Köllunarklettsveg. Húsið var óásjálegt að utan áður en þrif með stórvirkum vélum hófust og innan dyra var súr lykt í loftinu. „Við vorum heppin,“ segir Ágúst Þórðarson aðstoðar- forstjóri. „Allir gluggar í húsinu voru lokaðir þegar eldurinn kom upp, utan einn sem gerði það að verkum að brunavarnakerfið fór af stað og um leið slökknaði á loftræstikerfinu.“ Ágúst var í útlöndum ásamt Árna Þór Árnasyni forstjóra þegar eldurinn kom upp og segir hann tímann sem leið þar til þeir komu heim hafa verið erfiðan. Tjón Austurbakka hefur ekki verið metið en Ágúst segir greinilegt að fyrirtækið hafi sloppið betur en ætla mætti. „Við erum að vinna í málinu með tryggingafélaginu og fáum til dæmis hlutlausa aðila til að lykta af fötum sem hér voru á lager. Ég býst við að eitthvað hafi skemmst en veit ekki hve mikið.“ Hann segist lengi hafa haft horn í síðu dekkjahrúgunnar á lóð Hringrásar og horft á hana út um gluggann á skrifstofu sinni. Austurbakki selur ýmsar vör- ur til lækninga, hjúkrunar og rannsókna auk lyfja, vína og íþróttavara. - bþs Tjón Sundanestis nokkur hundruð þúsund: Mat og nammi fleygt HRINGRÁSARBRUNINN Fleygja þurfti matvælum og sælgæti í Sundanesti við Sundagarða vegna reyks og sóts sem barst inn í fyrirtækið. Magnús Guðmundsson, starfsmaður Sundanestis, sagði óvíst hve mikið tjónið væri en taldi það hlaupa á einhverjum hundraðþúsundköllum. „Við hentum öllu sem ekki var frosið og eins því sælgæti sem ekki var í umbúðum.“ Þrif hófust á þriðjudag en síur í loft- ræstikerfi vörnuðu mesta sótinu leið inn í fyrirtækið. „Við erum ennþá að þrífa að innan og svo verður skolað af húsinu að utan,“ sagði Magnús um miðjan dag í gær. - bþs HRINGRÁSARBRUNINN Starfsmenn höfuðstöðva Olís og annarra fyrir- tækja í Olíshúsinu sátu ekki auð- um höndum þrátt fyrir að húsið væri lokað í fyrradag vegna reyks og sóts. Tæknin var nýtt og símar framsendir annað svo hægt væri að sinna brýnustu erindum sem bárust. Þá var unnið á tölvum sem tengdust tölvukerfum í húsinu enda hægt um vik með nútíma- lausnum. „Það gekk mjög vel að ræsta húsið,“ sagði Einar Marinósson, framkvæmdastjóri hjá Olís. „Lyktin var svolítið sterk á göng- um en náði ekki inn á skrifstofur. Þetta fór allt saman miklu betur en á horfðist.“ - bþs MAGNÚS GUÐMUNDSSON VIÐ SUNDANESTI Unnið utan skrifstofunnar: Tæknin nýtt OLÍSHÚSIÐ ÞVEGIÐ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M GÆS Í STAÐ RJÚPU Veiðimenn hafa smellt sér á jólagæs í stað rjúpunnar, eða þá að þeir hafa skotið önd eða hreindýr. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M AUSTURBAKKI VIÐ KÖLLUNARKLETTSVEG Austurbakki, næsti nágranni Hringrásar, slapp vel: Hlutlausir lykta af fötum á lagernum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.