Fréttablaðið - 25.11.2004, Page 39

Fréttablaðið - 25.11.2004, Page 39
É g tók við forsætiráðuneytinu á mjög erfiðum tíma. Það var vissulega gaman, en á hinn bóginn mjög erfitt að vera forsætisráðherra. Sjálf- stæðisflokkurinn hafði tap- að mjög miklu fylgi í kosningum 1987 eftir að hafa klofnað og kom að því leyti til því mjög veikur að samningum um nýja ríkisstjórn,“ segir Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Kaupmannahöfn og fyrrverandi forsætisráðherra, er hann rifjar upp tímabil ríkisstjórnar sinnar sem hann myndaði með Fram- sóknarflokknum og Alþýðuflokknum í júlí 1987. Stjórnarslit í beinni útsendingu Ríkisstjórnin starfaði aðeins í rúmt ár áður en slitnaði upp úr samstarfinu á mjög dramatískan hátt um miðjan september 1988. Stjórnarslitin sjálf eru mjög frægur þáttur íslenskrar stjórn- málasögu enda sögð hafa átt sér stað í beinni útsendingu er formenn Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokksins, Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson, voru saman í viðtali í sjónvarpsþætti á Stöð 2 án Þor- steins. Þar sögðu þeir nánast berum orðum að ekki væri hægt að halda stjórnarsamstarfinu áfram. „Aðstæður voru þannig að ekki var hægt að mynda tveggja flokka ríkis- stjórn og engin þriggja flokka ríkis- stjórn hefur setið heilt kjörtímabil,“ segir Þorsteinn þegar hann lýsir að- stæðum á þessum tíma. „Það voru miklar deilur strax frá upphafi milli stjórnarflokkanna um aðgerðir í efna- hagsmálum og settu þær sitt mark á stjórnarsamstarfið. Á endanum var ágreiningurinn of mikill,“ segir Þorst- einn. „Krafan um að setja upp sjóða- og styrkjakerfi fyrir atvinnufyrirtækin í staðinn fyrir almennar efnahagsaðgerð- ir var stíf, bæði frá Framsóknarflokkn- um og Alþýðuflokknum, en ég treysti mér ekki til þess að ganga nægjanlega langt til móts við þá í þeim efnum til þess að halda stjórninni saman,“ segir hann. „Að vísu er það svo að oft kaupa menn sér frið með því að sveigja af leið, það þurfa menn auðvitað alltaf að gera í samstarfi milli flokka í einhverjum mæli. Það er ekki hægt að vera það mikill eintrjáningur að horfa aðeins á eigin stefnu, með því móti verður aldrei til virkt og traust samstarf milli flokka. Á endanum verða menn þó auðvitað að meta hversu langt þeir geta sveigt sig. Ég mat það svo að það væri ekki meiri sveigja í efnahagsmálunum en orðin var, þannig að leiðir flokkanna hlutu að skilja,“ segir Þorsteinn. Hugsjónir ofar völdum Spurður hvort hann hafi upplifað stjórnarslitin sem ósigur svarar Þor- steinn að bragði: „Já.“ Eftir smá um- hugsunarfrest heldur hann áfram: „Á vissan hátt er auðvitað einhver slík til- finning í manni. Enginn leikur sér að því að tefla málum í þann farveg, mað- ur vill gjarnan ná sínum málum fram.“ Þorsteinn bendir á að auk grund- vallarágreinings um efnahagsmál hafi einnig verið um að ræða uppsafnaða kergju milli stjórnarflokkanna. „Ég var auðvitað ungur og hugsjónirnar voru kannski ofar í huga mínum en völdin, eins og gjarnan er nú á þeim árum, en hugsjónirnar þurfa líka að vera til stað- ar. Mér fannst ég ekki á þeim tíma get- að varið það að ganga mörg ár til baka í efnahagsþróun með því að standa að stofnun svona umfangsmikilla sjóða og styrktaraðgerða,“ segir hann. Þorsteinn hafði ekki náð fertugu er hann varð for- sætisráðherra og hafði þá einungis setið fjögur ár á þingi og verið formaður Sjálfstæðisflokksins í jafn mörg ár. Þorsteinn segist sannfærður um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi styrkst á því að fylgja stefnu sinni í efnahagsmálum þó svo að það hafi kostað ríkisstjórnar- slit. „Flokkurinn hefði veikst af því að taka þátt í því að snúa hjóli tímans við. Ég er sannfærður um að það hafi verið rétt ákvörðun að hvika ekki frá stefnu okkar og tel að það hafi hjálpað til við að gera flokkinn sterkari í framhaldinu, og reyndar verið forsendan fyrir því,“ segir hann. Flokkurinn í erfiðri stöðu Þegar Þorsteinn er spurður hvort hann hafi látið hugsjónirnar ráða of miklu varðandi stjórnarslitin segist hann ekki naga sig í handarbökin yfir því. „Þvert á móti finnst mér að það hafi skipt mig meira máli að láta skoðanir gilda en að geta setið á ráðherrastóli í eitt eða tvö ár lengur en ella hefði orðið. Eftir á að hyggja finnst mér að það hafi verið rétt ákvörðun. Um það geta þó verið skipt- ar skoðanir og ég þarf ekki að hafa rétt fyrir mér í því efni,“ segir hann. Spurður hvernig stuðningurinn við hann innan flokksins hafi verið á þess- um tíma segir Þorsteinn að hann hafi verið til staðar varðandi þau skref sem stigin voru. „Hitt er auðvitað ljóst að flokkurinn var í ákveðnum erfiðleikum og hafði klofnað og öll slík mál brjóta á formanni flokksins og geta ekki brotn- að neins staðar annars staðar,“ segir hann. Aðspurður segist hann hafa reynt að láta stjórnarslitin ekki hafa of mikil áhrif á sig persónulega, heldur reynt að glíma við þau sem verkefni sem hann varð að takast á við, sem einn af þeim atburðum sem eiga sér stað í pólitík. Framboð Davíðs kom Þorsteini að óvörum Þorsteinn leiddi Sjálfstæðisflokkinn áfram í rúm tvö ár eftir stjórnarslitin en tapaði þá naumlega miklum for- mannsslag gegn Davíð Oddssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1991. Var þetta í fyrsta sinn í sögu Sjálfstæð- isflokksins sem farið var fram gegn sitj- andi formanni. Þorsteinn segir að mót- framboð Davíðs hafi komið sér algjör- lega í opna skjöldu og hann hafi ekki fengið neitt veður af því fyrr en Davíð tilkynnti að hann gæfi kost á sér til for- manns. Niðurstöðurnar eru sagðar hafa ver- ið gríðarlegt áfall fyrir Þorstein, sem trúði því að hann hefði meira fylgi inn- an flokksins en raun bar vitni. Hann var talinn bera ábyrgð á því að flokkurinn klofnaði fyrir kosningarnar 1987, þegar Albert Guðmundsson stofnaði Borg- araflokkinn. Í kjölfarið beið Sjálf- stæðisflokkurinn afhroð í kosningunum og fylgi hans náði sögulegu lágmarki. Þá þótti Þorsteinn ekki hafa sýnt nægilega festu og öryggi í ríkisstjórnar- viðræðunum um efnahagsmálin og honum var kennt um að Sjálfstæðis- flokknum hefði beinlínis verið sparkað út úr Stjórnarráðinu. Aðspurður segir Þorsteinn engan vafa leika á því að ríkisstjórnarslitin hafi haft áhrif á niðurstöðurnar í formanns- kosningunum. „Flokkurinn náði hins vegar fullum styrk á nýjan leik á þessum rúmu tveimur árum sem liðu frá stjórnarslitunum fram að næstu kosn- ingum. Ég er sannfærður um að ef við hefðum farið í málamiðlanir hefði það ekki gerst. Því tel ég að mat mitt hafi verið rétt. Það var hins vegar ekki mál allra og þannig er lýðræðið,“ segir hann. Brennandi í trúnni Þorsteinn viðurkennir að kosningarnar hafi reynt mikið á. „Já, það voru átök, en í sjálfu sér eru kosningar á lands- fundi kosningar og lýðræðisleg ákvörð- un og svo er það búið og við taka ný verkefni,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi íhugað í kjölfar ósigursins að draga sig út úr framlínu flokksins segir hann að það hafi ekki komið til greina. „Nei, alls ekki, nema síður sé. Ætli ég geti ekki sagt að ég hafi verið nógu brennandi í trúnni og til að hafa áhuga á því að takast á við ný verkefni við breyttar aðstæður þannig að þær breyttu engu að því leyti,“ segir Þor- steinn. Það þótti þó til marks um von- brigði Þorsteins að þegar úrslit kosn- ingnanna voru ljós tæmdi hann skrif- stofu sína í Valhöll samdægurs. Sagan segir að Davíð hafi verið vandræðalegur við Þorstein þegar hann myndaði fyrstu ríkisstjórn sína 1991 og að Davíð hafi því boðið Þorsteini að velja sér hvaða ráðuneyti sem er. Þor- steinn er sagður hafa lýst yfir áhuga sín- um á sjávarútvegsráðuneytinu en hann hafi komið Davíð á óvart með því að segjast einnig vilja stýra dómsmála- ráðuneytinu. Davíð átti að hafa lofað öðrum dómsmálaráðuneytinu og því F2 10 25. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráð- herra, hafði ekki hug- mynd um að Davíð Oddsson hygði á fram- boð gegn sér sem formaður Sjálfstæðis- flokksins 1991. Hann segir jafnframt að hugsjónir hafi verið ofar í huga sínum en völdin þegar slitnaði upp úr ríkisstjórnarsam- starfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks nánast í beinni útsendingu. Sigríður D. Auðuns- dóttir sótti Þorstein heim í sendiráðið í Kaupmannahöfn. Ekki aftur í pólitík

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.