Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2004, Qupperneq 67

Fréttablaðið - 25.11.2004, Qupperneq 67
26 25. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR „Hér heima gat maður nánast verið fullur daginn fyrir leik.“ Knattspyrnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson um lífið í Landsbankadeildinni. „Leikmenn okkar eru á launum hjá Snæfelli sem þjálfarar og fyrir það erum við að fá sekt. Samt stendur þarna að launakostnaður yngri þjálfara falli ekki undir launaþakið. Hvað þýðir þessi grein? Hvað eiga menn við? “ Gissur Tryggvason, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, skilur ekkert í reglum KKÍ.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 22 23 24 25 26 27 28 Fimmtudagur NÓVEMBER KÖRFUBOLTI Eftirlitsnefnd Inter- sportdeildarinnar í körfuknattleik hefur úrskurðað að Snæfell hafi gerst brotlegt varðandi reglur um launaþak í deildinni. Hefur stjórn Snæfells borist tilkynning um málið og henni gert að gera við- eigandi ráðstafanir innan 10 daga. Að sögn Sigþórs Kristinssonar, formanns eftirlitsnefndarinnar, mega lið ekki lækka laun leik- manna þegar tímabilið er hafið og því þarf Snæfell væntanlega að láta einn leikmann fara. Gissur Tryggvason, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, var ekki sáttur við framkomu KKÍ. „Í reglunum segir að launa- kostnaður þjálfara yngri flokka falli ekki undir launaþakið. Leik- menn okkar eru á launum hjá Snæfelli sem þjálfarar og fyrir það erum við að fá sekt. En samt stendur þarna að launakostnaður yngri þjálfara falli ekki undir launaþakið. Hvað þýðir þessi grein? Hvað eiga menn við?“ sagði Gissur í samtali við Frétta- blaðið í gær. Gissur sagði að skilaboðin væru skýr sem KKÍ væri að senda í þessu máli. „Ef við megum ekki breyta því eru þeir einfaldlega að segja: „Þið eruð bara fyrir og verðið að hætta“. Við erum að mér skilst 40 þúsund yfir launaþakinu. Ég er ekki sáttur við þetta. Launakostn- aður þjálfara yngri flokka fellur ekki undir launaþakið en fyrir það er verið að sekta okkur. Þetta er gjörsamlega út í hött.“ KKÍ brýtur eigin lög Þetta er annað árið í röð sem KKÍ þreytir reglugerð varðandi launa- þak liða en á síðasta ári urðu með- al annars Tindastólsmenn uppvís- ir að því að vera yfir launaþakinu. Það eru greinilega fleiri atriði í reglugerðum KKÍ sem fara fyrir brjóstið á formanni Snæfells, sem segir: „Það er annað sem ég vil benda á. Í lögum KKÍ segir m.a.: „Körfuknattleikssamband Ís- lands er samband körfuknatt- leiksráða, héraðssambanda og íþróttabandalaga og eiga öll þau félög innan ÍSÍ er iðka og keppa í körfuknattleik rétt á aðild að KKÍ. Síðan segir í 3. grein B: „Starf KKÍ er í meginatriðum að vinna að eflingu körfuknattleiks- ins á Íslandi, vera aðili að alþjóða- körfuknatt le ikssambandinu FIBA.“ Þessi framkoma er greinilega brot á lögum Körfuknattleiks- sambands Íslands. Þarna er ekki verið að vinna að eflingu körfu- knattleiksins. Það er mjög skýrt,“ sagði Gissur. smari@frettabladid.is Þið eruð bara fyrir og verðið að hætta Gissur Tryggvason, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, er ósáttur við vinnubrögð KKÍ, sem telur Snæfell hafa brotið reglur. ■ ■ LEIKIR  18.00 Haukar og Keflavík mætast á Ásvöllum í 1. deild kvenna í körfubolta.  19.15 Skallagrímur og Tindastóll mætast í Borgarnesi í Inter- sportdeild karla í körfubolta.  19.15 Hamar/Selfoss og Keflavík mætast í Iðu á Selfossi í Inter- sportdeild karla í körfubolta.  19.15 KR og KFÍ mætast í DHL- höllinni í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 Njarðvík og Fjölnir mætast í Njarðvík í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 Snæfell og ÍR mætast í Stykkishólmi í Intersportdeild karla í körfubolta.  20.00 Haukar og ÍR mætast á Ásvöllum í SS-bikar karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  19.40 Einvígi á Spáni á Sýn. Sýnt frá golfeinvígi kylfinganna Greg Norman og Sergio Garcia sem fram fór á Spáni.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Þrír menn voru handteknir í fyrra-dag eftir að hafa reynt að kúga fé út úr Carmelo Anthony, framherja Denver Nuggets í NBA-körfuboltan- um. Þremenningarnir sögðust hafa í fórum sínum mynda- bandsupptöku af Anthony í slags- málum á næturklúbbi í New York í september síðastliðnum. Þeir fóru fram á að Anthony pungaði út þremur milljónum dollara fyrir myndbandið. Lögreglu var gert viðvart og sendi hún manneskju í dulargervi á staðinn og voru mennirnir þrír handteknir eftir að hafa afhent myndbandið og tekið við ávísun. „Ég frétti af þessu fyrr í dag og er ánægður með störf lögreglunnar,“ sagði Anthony. Lið Indiana Pacers lét leikbönnlykilmanna ekkert á sig fá og vann öruggan sigur gegn Boston Celtics, 106- 96. Menn á borð við Jamaal Tinsley nutu góðs af fjar- veru þremenning- anna sem dæmdir voru í keppnisbann fyrir slagsmál við áhorfendur um síð- ustu helgi. Tinsley skoraði 29 stig og James Jones hefur aldrei skorað meira í leik á ferlinum, gerði 22 stig og tók 10 fráköst. „Það vantar stóran hluta í litla hjartað okkar meðan þeir eru fjarri góðu gamni,“ sagði Jones. „Áhorfendur fylltu upp í það skarð í kvöld.“ Rafael Benitez, knattspyrnustjóriLiverpool, kenndi danska dómar- anum Claus Bo Larsen um tapið gegn Mónakó í Meistaradeild Evr- ópu í knattspyrnu. Benitez vill meina að Javier Saviola hafi handleikið knöttinn áður en hann skoraði sigur- markið fyrir Mónakó. „Þetta sást langar leiðir. Allur heimurinn sá þetta,“ sagði Benitez. Með sigrinum komst Mónakó upp fyrir Liverpool í A-riðli. Fyrrum landsliðsmarkvörðurKólumbíu, Rene Higuita, varð í tvígang uppvís að kókaínneyslu og í kjölfarið rekinn frá félagi sínu, Aucus í Ekvador. Higuita, eða El Loco eins og hann var jafnan kallaður, þótti oft á tíðum tilþrifamikill á vellinum og fræg er orðin markvarsla hans með hælunum í leik gegn Englandi 1995. Higuita átti einnig til að vaða upp völlinn og leika á mann og annan með mjög vafasömum árangri. Hann hefur verið umvafinn ógæfu síðast- liðin ár og sat meðal annars í fang- elsi fyrir gíslatöku. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM FISKBÚÐIN HAFBERG Gnoðarvogi 44, sími 588 8686 Glæný línuýsuflök aðeins 690 kr. kg Tilboðið gildir aðeins í dag g ný ýsuflö aðeins 590 kr/kg stærsta og glæsilegasta fiskbúð landsins KR - KFÍ DHL – Höllin 25. nóvember kl. 19:15 Sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir varð fyrir miklu áfalli í gær: Féll illa og þríbrotnaði á ökkla SUND Besta sundkona landsins, Ragnheiður Ragnarsdóttir, syndir ekki á Evrópumeistaramótinu í sundi í Vín eftir tvær vikur. Hún féll illa í hálkunni á bílastæðinu fyrir utan Fjölbrautaskólann í Garðabæ í gærmorgun og lenti illa með þeim afleiðingum að vinstri ökklinn þríbrotnaði. Hún fór beina leið upp á spítala þar sem hún gekkst undir langa að- gerð í gær. „Vinstri löppin lenti skringi- lega undir henni og hún heyrði bara hvelli er hún lenti,“ sagði Ragnar Marteinsson, faðir Ragn- heiðar, í gær. „Læknirinn sagði að ökklinn væri það illa farinn að að- gerðin yrði frekar flókin þar sem það þarf að opna, skrúfa, negla og annað. Þetta er frekar slæmt brot og hún verður í gifsi í sex vikur hið minnsta.“ Ragnheiður varð að gista á spítalanum í gær en Ragnar von- ast til þess að fá hana heim í dag. Þessi meiðsli eru mikið áfall fyrir Ragnheiði, sem hefur æft geysi- lega vel upp á síðkastið og ætlaði sér stóra hluti á EM. Hún verður einnig að fresta för til Kaliforníu sem stóð til að fara eftir EM en þar ætlaði hún að skoða háskóla sem hafa boðið henni að koma til að synda og læra. - hbg RAGNHEIÐUR RAGNARSDÓTTIR Sést hér svekkt í sundlauginni í Aþenu. Hún er vænt- anlega enn svekktari í dag enda þríbrotin á ökkla og missir þar af leiðandi af EM. Fréttablaðið/Teitur TITLI FAGNAÐ Á LAUGARDAGINN Snæfellsmenn fagna hér sigri í Hópbílabikarnum á laugardaginn en þá lagði liðið Njarðvík að velli í úrslitaleik. Nú er viðbúið að eitthvað kvarnist úr hópnum því eftir að eftirlitsnefnd KKÍ úrskurðaði að Snæfell hefði farið yfir launaþak sem KKÍ setti er ljóst að félagið verður að losa sig við einn leikmann í það minnsta. Fréttablaðið/Stefán
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.