Fréttablaðið - 25.11.2004, Síða 73

Fréttablaðið - 25.11.2004, Síða 73
32 25. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Tónleikar í tilefni af fyrstu íslensku djassbiblíunni verða haldnir á Hótel Borg í kvöld og hefjast þeir klukkan 21.00. Djass- biblían er ný nótnabók með áttatíu djasslögum Tómasar R. Einars- sonar og ellefu lögum hans í píanóútsetningu Gunnars Gunn- arssonar. Langflest lögin í bókinni hafa komið út á þeim tólf diskum sem Tómas R. hefur gefið út á síð- ustu nítján árum og því ætti eng- inn að verða svikinn af tónleikun- um í kvöld. En hvað í veröldinni er djassbiblía? „Djassbiblía er heildarheiti yfir nótnabækur sem hafa að geyma djasslög á nótum,“ segir Tómas. „Það sem menn hafa verið að spila hér síðustu áratugina eru bandarískar biblíur - og það hefur aldrei komið út íslensk biblía með íslenskum djasslögum fyrr en í dag.“ Í biblíunni er úrval af því sem Tómas hefur samið, „lítið úrval getum við kallað þetta,“ segir hann, „og ellefu lög í píanóútsetn- ingum sem eru alveg skrifuð út fyrir píanó. Flest lögin í bókinni eru laglína og hljómar og það er yfirleitt látið nægja. En í ýmsum lögum, sérstaklega þessum latín- lögum mínum, eru blásara-riff látin fylgja nótunum.“ Þegar Tómas er spurður hvers vegna hann sé að gefa út djass- biblíu segir hann: „Í fyrsta lagi vegna þess að þegar ég var að grafa upp mín eigin lög til þess spila sjálfur voru mín gömlu handrit í misgóðu ástandi. Ég þurfti að skrifa þetta allt upp og þá sá ég fyrir mér þessa hugsýn; að eiga þetta í bók sem ég gæti flett og þar væru lögin rétt og skýrt skrifuð. En auðvitað er tilgangurinn margþættur. Tómas viðurkennir að verið sé að spila lög hans úti um allar koppagrundir og að djassbiblían svari aukinni eftir- spurn, með henni séu til „auto- riseraðar“ útgáfur af þeim. Tómas segist sáttur með stöðu djassins á Íslandi í dag. „Hann er að minnsta kosti miklu meiri en þegar ég byrjaði að spila þessa tónlist fyrir aldarfjórðungi. Ég hef meira að gera en ég vildi – og það var ekki algengt fyrir tuttugu árum. Þetta er allt önnur heyrn sem blasir við núna hjá þjóðinni.“ Og hann lofar góðum tónleikum á Borginni í kvöld. „Þetta verður swing og latínsveifla,“ segir hann. Á tónleikunum spila Tómas og félagar upp úr bókinni og sam- anstendur efnisskráin aðallega af latínlögum hans frá síðustu árum, en einnig verður talið í eldri lög af öðrum toga. Með Tómasi spila Óskar Guð- jónsson, saxófónn, Samúel J. Sam- úelsson básúna, Matthías M.D. Hemstock trommur og slagverk – og von er á að minnsta kosti ein- um leynigesti. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Djassklúbbs- ins Múlans. sussa@frettabladid.is Djasssveifla á Borginni ■ TÓNLEIKAR Fös. 26.11 20.00 Nokkur sæti Lau. 27.11 20.00 Nokkur sæti Lau. 4.12 20.00 Laus sæti Lau. 11.12 20.00 Laus sæti Fim. 30.12 20.00 Laus sæti ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasalan er opin frá 14-18, lokað á sunnudögum fös. 26. nóv. kl. 20. nokkur sæti laus. lau. 27. nóv. kl. 20. nokkur sæti laus. aðeins 2 sýningar eftir Laugardagur 27. nóv. kl. 20.00 Sunnudagur 28. nóv. kl. 20.00 Föstudagur 3. des. kl. 20.00 Miðvikudagur 8. des. kl. 20.00 Síðustu sýningar fyrir jól Föstudagur 26. nóv. kl. 20.00 laus sæti Laugardagur 4. des. kl. 20.00 laus sæti Síðustu sýningar fyrir jól “Geðveik sýning, sú besta sem ég hef séð.” Auðunn Lúthersson, 11 ára. Sun 28. nóv. kl. 16 Aukasýning Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Litla stúlkan með eldspýturnar lau. 27. nóv. kl. 14 – sun. 28. nóv. kl. 14 - sun. 5 des. kl. 14. - sun. 12. des kl. 14 Hvar ertu Rómeó? -aríur og söngvar eftir Gounod, Bellini, Bernstein og Sondheim Hádegistónleikar í samvinnu við Tónlistarfélag Reykjanesbæjar Fimmtudaginn 25. nóv. kl. 12:15 í DUUS húsum, Keflavík Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Kurt Kopecky píanó Gestir: Maríus Sverrisson og Hallgrímur Helgason rithöfundur. Miðasala við innganginn Aldan stigin – ljóð úr heimi ræðara, far – og fiskimanna - ljóð við lög eftir Schubert Hádeigistónleikar þriðjudaginn 30. nóv. kl. 12:15 Ágúst Ólafsson baritón og Izumi Kawakatsu píanóleikari Gjafakort í Óperuna - upplögð gjöf fyrir músikalska starfsmenn og viðskiptavini Miðaverð við allra hæfi: Frá kr. 1.000 hádeigistónleikar upp í 6.500 – og allt þar á milli Gjafakort seld í miðasölu Miðasala á Netinu: www.opera.is FIMMTUDAGUR 25/11 HUGSTOLINN KAMMERÓPERA - kl 20 - Síðasta sýning FÖSTUDAGUR 26/11 HÉRI HÉRASON Coline Serreau- kl 20 GEITIN EÐA HVER ER SYLVÍA? eftir Edward Albee - kl 20 Síðasta sýning SVIK eftir Harold Pinter - kl 20 LAUGARDAGUR 27/11 FORSALA MIÐA Á HÍBÝLI VINDANNA kl. 13-15. Opið hús í forsal, tónlist, spjallað um leikgerð, veitingar. Kl. 12-20 forsöluverð á 2. - 5. sýningu. MÁLÞING - LEIKHÚSMÁL Nýtt leikhús? Eða sama gamla? Kristín Eysteinsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Jón Atli Jónasson, María Ellingsen. kl 16 - Aðgangur ókeypis CHICAGO eftir Kender, Ebb og Fosse - kl 20 Allra síðasta sýning SUNNUDAGUR 28/11 LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren kl 14 - 75. sýning BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson kl 20 - Uppselt SCREENSAVER Rami Be’er kl 20 - Aukasýning Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is Miðasala, sími 568 8000 LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingar að eigin vali Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins - Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA - TÓMAS R. EINARSSON Djassbiblía er heildarheiti yfir nótnabækur sem hafa að geyma djasslög á nótum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.