Fréttablaðið - 14.10.2004, Side 10

Fréttablaðið - 14.10.2004, Side 10
10 14. október 2004 FIMMTUDAGUR ÓDÝRUSTU TEGUNDIR RAUÐVÍNS Í ÁTVR 750 ml flöskur Brusa Lambrusco Dolce 7,5% 680 kr. Ítalía René Barbier Cabernet Sauvignon 2001 790 kr. Spánn Casa Milani Rosso Puglia 2002 790 kr. Ítalía Riunite Lambrusco 8% 790 kr. Ítalía Brusa Lambrusco Secco 10,5% 790 kr. Ítalía Áhrif bensínverðhækkana: Tekjur ríkisins aukast RÍKISSJÓÐUR Tekjur ríkissjóðs hafa hækkað í réttu samhengi við tíð- ar bensínverðshækkanir á árinu. Greiddur er virðisaukaskattur af bensíni og dísilolíu og nemur hann 24,5 prósentum. Verð á bensínlítra hefur hækkað um 13 krónur frá áramótum og á dísilolíu um 11 krónur. Væri meðalársverð á eldsneyti það sama og það er í dag væri tekju- aukning ríkissjóðs 750 milljónir króna miðað við verðið sem gilti um áramót. Um tvö hundruð milljónir lítra af bensíni seljast ár hver og um eitt hundrað milljónir lítra af dísilolíu. Sé verð á bensínlítran- um eitt hundrað krónur og á dísillítranum 50 krónur nemur samanlögð árssala um 25 millj- örðum króna. Af þeirri fjárhæð fær ríkissjóður fimm milljarða í virðisaukaskatt. Ríkið innheimtir einnig sér- stakt gjald af bensíni, svokallað bensíngjald, en það er föst krónutala og aukast tekjur ríkis- sjóðs því ekki samhliða verð- hækkunum. Alls renna um 60% af bensínverði í ríkissjóð. -bþs Dælum sjálf en drögum ekki úr akstri Bensínverð hækkar og hækkar. Viðbrögð ökumanna eru að dæla sjálfir. Munurinn á sjálfsafgreiðslu og þjónustu nemur tæpum tuttugu þúsund krónum á ári. Fólk spyr um eyðslu þegar nýr bíll er keyptur. BENSÍNVERÐ Verð á bensíni hefur náð áður óþekktum hæðum og þurfa bíleigendur að greiða frá rúmum 103 krónum og upp í rúm- ar 113 fyrir lítrann eftir því hvar dropinn er keyptur og hvort sjálfsafgreiðsla er valin eða þjón- usta. Ástæður hækkananna að undanförnu eru þær sömu og fyrr, ástandinu á heimsmarkaði er um að kenna en ekki óbilgirni ís- lenskra bensínsala. Olíumarkað- urinn í heiminum er órjúfanleg keðja, litlar bensínbirgðir í Bandaríkjunum, stríð í Írak, verk- föll í Nígeríu og Noregi og óveður í Mexíkó hækka verðið í Reykja- vík og á Reyðarfirði. Ökum jafn mikið Íslenskir ökuþórar láta ekki hátt bensínverð aftra sér við akstur- inn. Fá merki eru um að umferð minnki þó að lítrinn hækki, áfram heldur fólk sinn veg. Umferðar- mælingar og lauslegar athuganir á akstri benda til að áhrifin séu engin. Háværar umræður á vinnustöðum um okurverð á bens- íni ná ekki út fyrir kaffistofurnar, þaðan ekur fólk til síns heima sem fyrr, helst eitt í hverjum bíl. Könnun á vef FÍB sýnir þó að tæp- ur þriðjungur dragi úr notkun einkabílsins en öngþveitið á göt- unum bendir til hins gagnstæða. Fólk virðist engu að síður með- vitað um þetta háa verð og birtist það einna helst í viðleitni þess til að leita uppi lægsta verðið. Sú leit er næsta auðveld, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, því sjálfsaf- greiðslustöðvar eru nú orðnar nokkuð á þriðja tuginn í Reykja- vík og nágrenni. Finnast þær ein- nig á nokkrum stöðum lands- byggðarinnar. Ætla má að öku- menn dæli sjálfir sjö af hverjum tíu bensínlítrum á bíla sína, þ.e. 70 prósent dæla sjálfir. Hverju eyðir'ann? Sjálfsafgreiðslustöðvar litu fyrst dagsins ljós fyrir tæpum áratug og hefur fjölgað mikið síðan. Munur- inn á verði í sjálfsafgreiðslu og á þjónustustöðvum hefur aukist, í fyrstu var hann tvær krónur en er nú um tíkall. Olíufélögin hafa ým- ist sett á fót nýjar sjálfsafgreiðslu- stöðvar á síðustu misserum og árum eða breytt gamalgrónum hefðbundnum bensínstöðvum í sjálfsafgreiðslu. Meðvitund borgaranna um hátt bensínverð birtist líka í vanga- veltum um eyðslu bíla. Bílasölum sem rætt var við ber saman um að þegar verðið er hátt og umræðan hávær hugi fólk að bensínnotkun farkostanna. Hverju eyðir hann á hundraðið? er algeng spuring þeg- ar þannig árar. Að sama skapi hefur almennur áhugi á kostum og göllum dísilbif- reiða vaknað, ekki síst þar sem þungaskatturinn verður felldur niður á nýju ári og álagning hins opinbera færð inn í olíuverðið. Fólk veltir fyrir sér hvort ódýrara verði að aka dísilknúnum bílum en sérfræðingar telja svo ekki verða, í það minnsta ekki ef miðað er við hefðbundinn innabæj- arakstur. Fyrir reglulegan langakstur geti dísilolían hins vegar talist hagkvæmari. Munar farseðli Miklar breytingar hafa orðið á bensínmarkaði að undanförnu. Sú tíð að verðið sé það sama upp á eyri hjá öllum olíufélögunum er liðin. Einnig sú tíð að lækkanir og hækkanir beri upp á sömu sek- úndunni. Þó að félögin virðist oft ganga í takt fer því fjarri að sama verðskrá gildi alls staðar. Og oft sitja einhverjir eftir þó að aðrir hækki. Aukin samkeppni og krafa neytenda hefur ráðið þar mestu um. Þjónustustig stöðvanna er mishátt og hin nýja Atlantsolía hefur haft sitt að segja. Athugun í gær sýndi tíu mismunandi verð á bensínlítranum og munaði tíkalli á því hæsta og lægsta. Bilið kann að virðast mjótt en er engu að síð- ur til staðar, ólíkt því sem eitt sinn var. Bíleigandi sem á hefðbundinn bíl og ekur hefðbundinn kíló- metrafjölda þarf að greiða 192.950 krónur fyrir bensínið á ári, sé miðað við verðið eins og það er á þjónustustöðvum í dag. Dæli hinn sami sjálfur kostar eldsneytið 175.780 krónur. Munur- inn er 17.170 krónur á ári. Fyrir þann pening fást þrjár áfyllingar á þessu sama verði á sjálfdælu- stöð, farmiði til útlanda eða 21 bíómiði. Það munar um minna. bjorn@frettabladid.is Viðburðir í París: Ómetanleg landkynning LANDKYNNING Kynning á landi og þjóð á borð við þá sem nýverið fór fram í Frakklandi þar sem ísjaki úr Jökulsárlóni var fluttur til Par- ísar styrkir ímynd landsins og er ómetanleg fyrir markaðssetningu ferðaþjónustunnar, segir í ályktun Samtaka ferðaþjónustunnar. Sam- tökin lýsa ánægju með átakið, sem staðið hefur ytra undanfar- inn hálfan mánuð og verið kynnt með áberandi hætti. „Mikið hefur verið fjallað um Ísland og ein- staka listviðburði í blöðum, sjón- varpi og útvarpi í Frakklandi,“ segja samtökin. -óká KONUR Í DARFUR Konur flytja vörur á baki asna nærri kofa sem brann í árás í Norður-Darfur. Hjálparstarf í Darfur: Geta ekki dreift mat SÚDAN, AP Aukin hætta á árásum í Darfur hafa leitt til þess að Mat- vælahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur neyðst til þess að fella niður matvæladreifingu í nokkrum hlutum Darfur-héraðs í Súdan. Hjálparstarfi í norðurhluta Darfur var hætt eftir að tveir starfsmenn bresku hjálparsam- takanna Save the Children létust í sprengingu á sunnudag. Að auki hafa borist fréttir af árásum vopnaðra glæpamanna á bílalestir sem flytja hjálpargögn um hérað- ið. Vonir standa til að Matvæla- hjálp SÞ geti séð tveimur milljón- um manna fyrir mat í mánuði hverjum frá og með áramótum. ■ – hefur þú séð DV í dag? Hálft ár síðan Rússarnir sögðu kjarnorkuskipið úti fyrir Þistilfirði geta sprungið í loft upp FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I DÆLAN GENGUR Tíu króna munur er á hæsta og lægsta bensínverði. Kjósi fólk að dæla sjálft sparar það tæpar tuttugu þúsund krónur á ári. GLÆSTAR STÖÐVAR Margar bensínstöðvarnar hafa breyst úr skúrum með smurolíu og rúðuvökva á boðstólum í alhliða þjónustumiðstöðvar fyrir fólk og farartæki. FRÁ SKELJUNGSSTÖÐ Ríkið fær um 60% af bensínverði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T HAITI, AP Fyrrverandi hermaður uppreisnarmanna á Haítí skýrði frá því að félagar hans væru vel á veg komnir um að binda endi á of- beldisverk í höfuðborginni sem kostað hefðu að minnsta kosti 46 mannslíf. Hann hótaði því að til átaka gæti komið milli uppreisnar- manna og vopnaðra stuðnings- manna hins brottræka forseta Jean-Bertrand Aristide og friðar- gæsluliða frá Sameinuðu þjóðun- um. Höfuðborgin Port-au-Prince hefur logað í illdeilum, með afhöfð- unum og skotbardögum, frá því 30. september, er haldið var upp á það að 13 ár höfðu liðið frá því að Aristide var fyrst steypt af stóli. ■ 13 ár frá því að forseta Haítí, Aristide, var fyrst steypt af stóli: Hátíðarhöld með morðum FRÁ HÖFUÐBORG HAÍTÍ 46 hafa látið lífið í kjölfar uppreisnar sem gerð var 13 árum eftir að forseta landsins var fyrst steypt af stóli. 10-11 13.10.2004 21:43 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.