Fréttablaðið - 14.10.2004, Side 15

Fréttablaðið - 14.10.2004, Side 15
15FIMMTUDAGUR 14. október 2004 ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Mótmælir því að kjarasamningar sjómanna séu að sliga landvinnslu: Vandi landvinnslunnar liggur annars staðar FISKVINNSLA Aðalsteinn Baldurs- son, talsmaður fiskvinnslufólks hjá Starfsgreinasambandinu, ger- ir alvarlegar athugasemdir við þann málflutning Sigurgeirs B. Kristgeirssonar, framkvæmda- stjóra Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum, að kjarasamningar við sjómenn skýri að verulegu leyti bága stöðu fiskvinnslu í landi. „Ég mótmæli því harðlega að menn skuli stilla sjómönnum upp gegn landverkafólkinu með þess- um hætti. Það er einfaldlega ekki rétt að kjarasamningar sjómanna haldi niðri launum landverka- fólks,“ segir Aðalsteinn. „Vandi landvinnslunnar liggur annars staðar,“ bætir hann við. Hann segist hins vegar fagna því að kominn sé fram aðili hjá Samtökum fiskvinnslustöðva sem telji að hækka beri laun fisk- verkafólks. „Ég held að menn ættu að slaka á þessum arð- greiðslum út úr fyrirtækjunum og hugsa meira um starfsfólkið,“ segir Aðalsteinn. Sigurgeir flutti erindi á árs- fundi Samtaka fiskvinnslustöðva um síðustu helgi þar sem hann spáði endalokum landvinnslu ef samtök sjómanna léðu ekki máls á breytingum á sínum kjarasamn- ingum. - bþe Efling um Brim: Fordæmir vinnubrögð KJARADEILUR „Reynt er að brjóta samstöðu sjómanna á bak aftur með stuðningi yfirvalda og lög- reglunni sigað á verkfallsmenn, sem lýsir best útgerðarauðvaldi sem svífst einskis í samskiptum við launafólk,“ segir í yfirlýsingu Eflingar-stéttarfélags um vinnu- brögð Útgerðarfélagsins Brims hf. í samskiptum við sjómenn. Fjöldi stéttarfélaga hefur ályktað um málið undanfarna daga og líkt og Efling skorað á félagsfólk að sinna ekki löndun eða aðri þjón- ustu við Sólbak EA-7 meðan á deilu Sjómannasambandsins og útgerðarinnar stendur. - ókáFR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI AÐALSTEINN BALDURSSON Mótmælir því að sjómönnum skuli stillt upp gegn landverkafólki. SATAÐINN AÐ VERKI Maður um tvítugt var staðinn að verki og handtekinn við innbrot í verslun- armiðstöð í Breiðholti í fyrrinótt. Innbrotsþjófurinn hafði ekki náð neinu þýfi þegar lögreglan náði honum. Hann gisti fangageymsl- ur lögreglunnar og var yfirheyrð- ur í gær. FÉLL FRAM AF SVÖLUM Maður á fertugsaldri var fluttur á slysa- deild eftir að hafa fallið þrjá metra fram af svölum í nýbygg- ingu á Engjavöllum í Hafnarfirði. Maðurinn var ekki talinn alvar- lega slasaður. EIRÍKUR JÓNSSON Næsti samningafundur ekki boðaður fyrr en eftir helgi. Sáttasemjari: Samninga- fundur á mánudag KENNARAVERKFALL Samninganefnd- ir sveitarfélaganna og kennara hafa verið boðaðar til fundar hjá Ríkissáttasemjara á mánudag. Þetta var ákveðið eftir óformlega fundi í gær. Eftir viðræður við samninganefndirnar, sitt í hvoru lagi, þótti sáttasemjara ekki ástæða til að boða fund fyrr. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í gær að sér þætti ljóst að sveitar- stjórnarmönnum stæði á sama um verkfallið því þeir kæmu ekkert til móts við kröfur þeirra. ■ Kínverji í spilavíti: Gekk ber- serksgang eftir tap KÍNA AP Karlmaður gekk berserks- gang eftir að hafa tapað hundruð milljónum í spilavíti í Kína, stakk eiginkonu sína til bana og kveikti í íbúð sinni. Eldurinn breiddist út til nærliggjandi íbúða en slökkvi- liðsmönnum tókst að bjarga þremur sem festust í brennandi húsinu. Tveimur í viðbót tókst að bjarga sér sjálfum út úr brenn- andi íbúðum sínum. Skýrt er frá því að tapið hafi numið allt af hálfum milljarði ís- lenskra króna og spilafíkillinn hafi myrt konu sína í kjölfar rifrildis þeirra hjóna um tapið mikla. ■ 14-15 13.10.2004 19:26 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.