Fréttablaðið - 14.10.2004, Side 16

Fréttablaðið - 14.10.2004, Side 16
16 14. október 2004 FIMMTUDAGUR Fara úr þriðjungi í fjórðung: Konum fækkar í blaðamannastétt FJÖLMIÐLAR Konum fækkaði mikið í blaðamannastétt milli áranna 2002 og 2003 ef marka má tölur um aðild að Blaðamannafélagi Ís- lands og Félagi fréttamanna. Fækkunin nam tæpum 28 prósent- um, meðan körlum fjölgaði um tæp 11 prósent, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Hagstof- unnar, Konur og karlar 2004. Árið 2003 voru 128 konur í félögunum tveimur á móti 406 körl- um. Í fyrra voru konur því tæpur fjórðungur fé- lagsmanna, en voru um þriðjungur fyrir. Róbert Marshall, for- maður Blaðamannafé- lags Íslands, segir þróun- ina koma á óvart. „Það er full ástæða til að vera vakandi fyrir þessu og sjá hvort eitthvað í um- hverfinu valdi því að þessi viðsnúningur hafi átt sér stað. Auðvitað viljum við að þeir sem vinna á fjölmiðlum endurspegli samfélag- ið sem þeir lýsa. Á fjölmiðlum á að starfa fólk af báðum kynjum, á ólíkum aldri og með ó- líkan bakgrunn. Það er hið æskilega ástand.“ Róbert telur varla að launamunur kynjanna skýri fækkun kvenna því að jafnaði muni bara um 20 þúsund krónum á mánaðartekjum karla og kvenna. „Þó þetta sé ekkert til að hrópa húrra fyrir er víða meiri mun- ur á milli launa kynj- anna,“ segir hann. - óká Rótleysið eykst með degi hverjum Lítil hætta er talin á að kennaraverkfallið leiði til brottfalls á meðal grunnskólanema. Sérfræðingar ótt- ast þó að ákveðinn hluti nemenda muni eiga í vaxandi erfiðleikum eftir því sem líða tekur á verkfallið. KENNARAVERKFALL Erfitt er að segja nákvæmlega til um áhrif kennara- verkfallsins á grunnskólanemend- ur. Ekki er talið að til brottfalls muni koma á meðal þeirra en hins vegar óttast sérfræðingar að eftir því sem lengra líður á verkfallið muni rótleysi barnanna aukast. Nokkur dæmi voru um að ung- lingar skiluðu sér ekki í skólann þegar verkfalli grunn- og fram- haldsskólakennara lauk vorið 1995. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að segja hvaða þættir höfðu þar mest áhrif því gera má ráð fyrir að einhverjir nemendur hefðu hætt námi þótt ekki hefði komið til verk- falls. Hættan á að unglingar flosni upp úr grunnskólanámi sé hins vegar lítil þar sem skólaskyldan veiti þeim ákveðið aðhald. Hákon Sigursteinsson, deildar- stjóri sálfræðideildar Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur, tekur í svip- aðan streng og bendir á að fyrst verkfallið er að hausti til sé hættan á brottfalli minni þar sem meiri tími sé til að vinna upp námsefni vetrarins, t.d. fyrir samræmd próf. Þeir Jón Torfi og Hákon eru hins vegar sammála um að því lengra sem verkfallið dragist, því meira rót komist á líf barnanna. Hákon leggur því áherslu á að foreldrar skipuleggi tímann fyrir börnin á meðan á því stendur þannig að þau búi við einhverja reglu. „Þetta verð- ur hins vegar erfiðara eftir því sem börnin verða eldri því stundum vilja þau ekki lifa eftir rútínu,“ bætir hann við. Jón Torfi segir að búast megi við að rótleysið geti varað tals- vert umfram þann tíma sem verk- fallið stendur vegna þess tíma sem það tekur að koma reglu á daglegt líf á ný. „Fyrir sum börn skiptir þetta engu máli en fyrir þau sem á mestum aga þurfa að halda getur verið hætta á ferðum.“ Einhver dæmi eru um unglinga sem lifa í óreglu í verkfallinu og munu til dæmis einhverjir þeirra hafast við í húsakynnum gömlu Hraðfrystistöðvarinnar við Mýr- argötu í Reykjavík. Þeir Jón Torfi og Hákon segja báðir að ákveðinn hópur unglinga sé í meiri hættu en aðrir og með honum verði að fylgjast. Of snemmt sé hins vegar að segja til um áhrif verkfallsins á þann hóp. sveinng@frettabladid.is SPRENGJULEIT Starfsmenn bandaríska sjóhersins tóku þátt í sprengjuleitinni með mönnum Land- helgisgæslunnar. Reykjanes: Gæslan í sprengjuleit LANDHELGISGÆSLAN Mikið fannst af sprengifimum hlutum, sprengju- brotum, skotfærum og púðri í leit sem Landhelgisgæslan stóð fyrir á svæðinu norðvestur af Stapa- felli á Reykjanesi í síðustu viku. Svæðið er merkt með skiltum en ekki afgirt. Landhelgisgæslan segir að 25 starfsmenn vopnadeildar varnar- liðsins hafi tekið þátt í leitinni. Í tilkynningu Landhelgisgæslunar segir að slíkar leitir séu gerðar reglulega á æfingasvæðum og sprengjueyðingarsvæðum varnarliðsins á Reykjanesi. „Á þessu ári hefur Landhelgisgæslan staðið fyrir leit á svæðinu í kringum Kleifarvatn, Vogaheiði og Stapafell með góðum árangri. Fundist hafa yfir 100 hlutir sem hefur verið eytt.“ - óká ÖLLU SKIPTIR AÐ HAFA NÓG FYRIR STAFNI Þessir ungu Siglfirðingar sitja ekki með hendur í skauti í verkfallinu en þó má búast við að þeir hlakki til að byrja aftur í skólanum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FÉLAGSMENN Í BLAÐAMANNA- FÉLAGI ÍSLANDS OG FÉLAGI FRÉTTAMANNA 2000 TIL 2003* Fjöldi Hlutfall Ár Konur Karlar Konur Karlar 2000 176 348 34% 66% 2001 172 341 34% 66% 2002 177 367 33% 67% 2003 128 406 24% 76% Heimild: Hagstofa Íslands, Konur og karlar 2004. RÓBERT MARSHALL Formaður Blaðamanna- félags Íslands telur ólík- legt að kynbundinn launamunur skýri fækk- un kvenna í stétt blaða- og fréttamanna. Finnar lokuðu vefsvæði: Fengu hrós frá Rússum MOSKVA, AP Finnsk stjórnvöld lok- uðu í gær vefsvæði sem helgað var málstað tsjetsjenskra skæruliða, og uppskáru í kjölfarið hrós frá stjórn- völdum í Moskvu. Vefurinn hafði áður verið vistaður í Litháen en stjórnvöld þar lokuðu honum eftir þrýsting frá Rússum. „Við metum það mikils hversu skjótt finnsk stjórnvöld brugðust við,“ sagði í yfirlýsingu frá rúss- neska utanríkisráðuneytinu í gær. Þar kom jafnframt fram að rúss- nesk stjórnvöld myndu áfram reyna að koma í veg fyrir að hryðjuverk- menn notuðu slík vefsvæði til að koma áróðri sínum á framfæri. ■ M YN D /L AN D H EL G IS G Æ SL AN /A D R IA N K IN G M YN D /A P SÉRSVEITIN ÆFIR Suður-kóreskir sérsveitarmenn æfðu við- brögð við hryðjuverkaárás í miðborg Seúl í gær. Mikill viðbúnaður hefur verið í Suður- Kóreu eftir að hryðjuverkamenn sögðu að landið væri skotmark vegna stuðnings við Íraksstríðið. GERARD G. ROGAN Verður að öllum líkindum framseldur til Bretlands þar sem hann mun svara fyrir sprengjutilræðið fyrir átta árum. Spánn: IRA-maður handtekinn MADRÍD, AP Lögreglan á Spáni til- kynnti í gær að hún hefði hand- tekið meðlim Írska lýðveldis- hersins (IRA) sem eftirlýstur var fyrir sprengjutilræði sem varð breskum herforingja að bana. Norður-Írinn Gerard G. Rogan var handtekinn í fyrrakvöld á ferðamannastaðnum Tenerife á Kanaríeyjum. Hann er grunaður um að hafa staðið að sprengjutil- ræði skammt frá Belfast árið 1996. Ári eftir tilræðið lýsti IRA yfir vopnhléi. Rogan verður leiddur fyrir dómara í Madríd og líklegt er að hann verði framseldur til Bret- lands. ■ STOKKHÓLMUR, AP Krufning hefur leitt í ljós að Christer Pettersson, meintur morðingi Olofs Palme, lést af völdum höfuðáverka sem hann hlaut er hann fékk flog að lokinni mikilli áfengisdrykkju og datt á höfuðið. Pettersson lést á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi 29. september en þá voru tvær vikur liðnar frá því að hann var fluttur þangað með alvarlega höfuðá- verka. Niðurstöður krufningar þykja útiloka að honum hafi verið ráðinn bani en Petterssen hafði lengi átt við flogaveiki að stríða. Endanleg niðurstaða krufningar mun liggja fyrir innan fárra vikna. Pettersson var sakfelldur fyrir morðið á Olof Palme, þáverandi forsætisráðherra, í undirrétti en hann var síðar sýknaður vegna skorts á sönnunargögnum. Palme var skotinn til bana í miðbæ Stokkhólms 28. febrúar 1986. Ekkja Palme, Lisbet, bar kennsl á Pettersson sem skotmanninn fyrir dómi. Morðvopnið hefur hins vegar aldrei fundist og málið telst enn óupplýst. ■ Finninn fljúgandi í vondum málum: Kærður fyrir hnífsstungu HELSINKI, AP Finninn Matti Nykänen, sigursælasti skíðastökkvari sög- unnar, hefur verið ákærður fyrir til- raun til manndráps í sumarbústað norður af Helsinki. Skíðastökkvar- inn á yfir höfði sér allt að níu ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Er Nykänen, sem gekk undir nafninu Finninn fljúgandi, grunað- ur um að hafa lagt til 57 ára kunningja síns með hnífi. Kunningi Nykänens hlaut ekki alvarleg sár af stungunni. Nykänen var í mars dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í mars fyrir að misþyrma og ógna konu sinni með hnífi. ■ Krufning á meintum morðinga Olofs Palme: Ekkert saknæmt við dauða Petterssons M YN D /A P CHRISTER PETTERSSON Sakfelldur en síðar sýknaður af Palme-morðinu. 16-17 13.10.2004 18:52 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.