Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2004, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 14.10.2004, Qupperneq 22
Arabísk sjónvarpsstöð skýrði frá því fyrir skömmu, að al Kaida mundi refsa þeim ríkjum, sem hefðu stutt innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Mundi verða gerð vopnuð árás á þessi ríki. Noregur var nefndur í þessu sambandi. Norðmenn hafa þegar ákveðið að taka þessar hótanir al- varlega og undirbúa nú ýmsar ráðstafanir gegn hryðjuverkum. Ljóst er, að Ísland er einnig skotmark al Kaida, þar eð Ísland studdi árásina á Írak. Stjórnar- herrarnir,forsætisráðherra og utanríkisráðherra, tóku ákvörðun um þennan stuðning einir án þess að leggja málið fyrir alþingi eða ríkisstjórn. Ákvörðunin um stuðning við stríðið var því ólög- leg. Hún var ekki lögð fyrir utan- ríkismálanefnd alþingis enda þótt skylt sé að leggja öll meiri háttar utanríkismálefni fyrir þá nefnd. Samfylkingin, með stuðningi annarra flokka stjórnarandstöð- unnar, hefur nú flutt tillögu um að skipuð verði rannsóknarnefnd á alþingi til þess að rannsaka hvernig ákvörðun var tekin um stuðning Íslands við innrásina í Írak. Það er er ekki seinna vænna að slík tillaga komi fram. Ég hefi margoft á undanfarandi rúmu ári ritað um það í Morgunblaðið og á heimasíðu mína ( www.gud- mundsson.net) að nauðsynlegt væri að skipa slíka rannsóknar- nefnd. Fyrst hreyfði ég þessari hugmynd í grein í Mbl.fyrir rúmu ári. Ég er því mjög ánægður með það, að Samfylkingin skuli hafa tekið þessa hugmynd upp. Það er nauðsynlegt að rannsakað verði hvaða upplýsingar lágu til grund- vallar, þegar þeir fóstbræður Davíð og Halldór ákáðu að láta Ísland lýsa yfir stuðningi við innrás í Írak. Núverandi forsæt- isráðherra kvaðst í viðtali nýlega harma það, ef borist hefðu rangar upplýsingar um gereyðingarvopn í Írak áður en ákveðið var að gera innrás í landið.Ekki baðst ráð- herrann þó afsökunar eða til- kynnti, að Ísland yrði strikað út af lista hinna staðföstu ríkja, sem studdu innrásina. Þeir tveir ráðherrar sem tóku ákvörðun um að láta Ísland lýsa yfir stuðningi við árás á annað ríki, þ.e. Írak, bera fulla ábyrgð á því. Þeir geta ekki skotið sér á bak við ráðamenn erlendra ríkja eða borið því við, að þeir hafi fengið rangar upplýsingar. Árás á annað ríki er alvarlegt mál. Það er ekki unnt að taka ákvörðun um stuðning við árás án þess að hafa þaulathugað það mál og borið undir alla rétta aðila, alþingi, utanríkismálanefnd, ríkisstjórn o.fl. Ísland er vopnlaus þjóð og hefur lengst af verið friðelskandi þjóð, sem ekki hefur viljað ófrið við neinar aðrar þjóðir. Svo virð- ist, sem þessi stefna Íslands hafi verið rofin vegna þjónkunar stjórnarherra Íslands við Bush Bandaríkjaforseta. Það er komið í ljós í mörgum rannsóknum, að Írak átti engin gereyðingarvopn og þar var engin miðstöð al Kaida. Árásin var því gerð á fölskum forsendum og hún var ólögleg að alþjóðalögum sam- kvæmt því sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sþ. sagði fyrir skömmu. Stjórnarherrar Íslands brutu því ekki aðeins íslensk lög heldur lögðu blessun sína yfir brot á alþjóðalögum, þegar þeir studdu árás á Írak. Þeirra ábyrgð er mikil ■ Í byrjun vikunnar var skrifað undir tímamótasamkomulag á milli Lánasjóðs íslenskra námsmanna og Landsbankans. Samkomulagið fjall- ar um námslánaábyrgðir og geta nú námsmenn samið um bankaábyrgð- ir á námslán sín hjá Landsbankan- um í stað þess að leita eftir ábyrgða- mönnum. Þetta er mikill áfangi fyrir stúdenta enda hefur hingað til ekki verið til úrræði fyrir þá sem ekki hafa getað útvegað sér ábyrgðamenn. Einnig er ánægju- legt að stúdentar geti nú haft val um að hafa annað hvort áfram sjálf- skuldaábyrgðir sínar eða keypt bankaábyrgð, valfrelsið eykst. Samkomulagið felur í sér mikla réttarbót fyrir þá sem hafa átt erfitt með að útvega ábyrgðamenn. Ég upplifði það í starfi mínu sem fram- kvæmdastjóri Stúdentaráðs að þurfa að horfa upp á fólk, sem ekki átti ættingja eða aðra að til að ábyrgjast nám, þurfa að hætta við að fara í nám sökum þess. Með þessu er LÍN svo sannarlega að styrkja það markmið stjórnvalda að tryggja öllum sem eiga rétt á lánum hjá LÍN tækifæri til náms án tillits til efnahags. Þetta mál hefur verið baráttumál stúdenta og ungs fólks í langan tíma. Framsóknarflokkurinn hafði þetta á kosningastefnuskrá sinni fyrir síðustu alþingiskosningar og lagði undirrituð ásamt fleirum fram þingsályktunartillögu um þetta efni á síðasta þingi. Ástæða er til að óska LÍN, Landsbankanum og stúdentum öllum til hamingju með þetta fram- faraskref. LÍN er svo sannarlega að sinna félagslegu hlutverki sínu og Landsbankinn setur traust sitt á stúdenta. Nú er loks til staðar raun- verulegur valkostur fyrir þá stúdenta sem hafa verið í erfiðleik- um með að útvega ábyrgðamenn. Höfundur er varaformaður menntamálanefndar Alþingis. 14. október 2004 FIMMTUDAGUR22 Það á ekki að vera feimnismál þegar samgönguráðherra og Reykjavíkurlistinn eru sam- herjar í forgangsröðun sam- gönguframkvæmda. DAGUR B. EGGERTSSON BORGARFULLTRÚI UMRÆÐAN RÍKIÐ OG REYKJAVÍK ,, Það er með ólíkindum hvað það virðist mikið feimnismál þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar taka skynsamlegar ákvarðanir sem koma sér vel fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. Gott dæmi um þetta birtist í vikunni. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gaf frá sér þá ánægjulegu yfirlýs- ingu að úrbóta væri að vænta á gatnamótum Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar strax næsta vor. Í miðopnugrein í Morg- unblaðinu tók ráðherrann undir þá niðurstöðu Reykjavíkurlistans að útvíkkun þessara fjölförnu gatnamóta væri fljótlegasta og besta lausnin til að greiða fyrir umferð og tryggja umferðarör- yggi fremur en að bíða mislægra gatnamóta sem fyrst geta orðið að veruleika eftir fimm ár. Og ráð- herra gekk lengra. Samhliða verður unnið markvisst að lagn- ingu Sundabrautar, mikilvægustu samgönguframkvæmd landsins. Ég hefði ekki getað samið skyn- samlegri yfirlýsingu sjálfur. Ég held það segi meira um ís- lenska pólitík en samgönguráð- herra að hann sá sig því miður knúinn til að fylgja þessum góðu ákvörðunum úr hlaði með fúk- yrðaflaumi í garð Reykjavíkur- listans. Er það virkilega ennþá dauðasynd að vera sammála yfir flokkslínur? Er það svo viðkvæmt að taka ákvarðanir sem koma í- búum höfuðborgarsvæðisins vel að það sé pólitísk nauðsyn að gera það undir formerkjum stríðs fremur en friðar? Þarf virkilega að nálgast framfaramál á höfuð- borgarsvæðinu eins og holdsveiki á miðöldum? Ég vona að ég sé ekki að gera samgönguráðherra mikinn óleik með því að upplýsa að samstarf Reykjavíkurborgar við hann og ráðuneyti hans á þessu kjörtíma- bili hefur verið aldeilis prýðilegt. Hvort sem litið er til undirbún- ings að byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss, skilningi á hlut- verki Reykjavíkur við að efla ferðaþjónustu um land allt yfir vetrarmánuðina eða bandalags um lagningu Sundabrautar hefur ekki gengið hnífurinn á milli. Mér finnst vissulega ennþá að eitt mik- ilvægasta hagsmunamál framtíð- arinnar sé að flugvöllurinn í Vatnsmýri víki fyrir íbúabyggð og mér finnst óréttlátt að höfuðborg- arsvæðið leggi til 75% bensín- gjalda en aðeins 25% af Vegaáætl- un renni til úrbóta þar. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt að stjórnmálamenn starfi að sam- eiginlegum stefnumálum yfir flokkslínur og láti pólitíska and- stæðinga njóta sannmælis þegar við á. Sturla Böðvarsson getur verið stoltur af loforði um úrbætur á Miklubraut-Kringlumýrarbraut og ég legg glaður með honum í brimskaflinn við að tryggja Sunda- braut framgang. Samstaða sam- gönguráðherra og Reykjavíkur- listans við forgangsröðun fram- kvæmda er ekki feimnismál heldur fagnaðarefni. ■ Baráttumál í höfn Það þarf mannauð til að skapa auð- magn. Það þarf auðmagn til að skapa mannauð. Svo einfalt er það. Þeir sem setja auðmagnið ofar öllu öðru hafa þó augljóslega ekki séð það. Mannauður felst í viðhaldi og viðgangi hvers samfélags ásamt þeim siðferðilegu verðmætum sem felast í því að tryggja börnum öryggi, ábyrgð og vernd hinna fullorðnu. Þau eru forsenda fyrir ástundun, virðingu og heilbrigðum áhuga á viðfangsefnunum og bjartri framtíðarsýn. Mannauður verður ekki til úr kænsku einni eins og auðmagn sem getur orðið til úr samþjöppun, duldu tekjuráni og talnaleikjum. Þeir auðstofnar sem skapa verðmætin að baki mannauðnum er fjórþættur stofn foreldra, uppeldisstétta og stjórn- valda hvers velferðarsamfélags. Þessir aðilar eru stofnar foreldra- ábyrgðarinnar, hver með sitt hlut- verk. Það er skylda stjórnvalda að skapa foreldrum, sem mynda verðmætasprotann, og uppeldis- stéttum sem þróa hann áfram, viðunandi aðstæður til að ávaxta þau verðmæti sem þeir fara með – fyrir einstakling og heild. Í samfélagi eins og hinu ís- lenska þar sem vinnuástundun karla og kvenna ásamt ásókn í menntun og altæk lífsgæði er með því allra hæsta í hinum vestræna heimi, eru hinir fullorðnu önnum kafnir, oftar og lengur en víðast hvar. Metnaður almennings kemur einnig fram í því að vilja eiga mörg börn og vilja velferð þeirra og hag sem mestan. Stjórnvöld fagna þessu í ræðu og riti, ekki síst á erlendum vettvangi. Á milli þess er óað og æjað yfir fíkniefna- neyslu og stjórnleysi barna og unglinga og fagfólk í félags- og heilbrigðisþjónustu rífur ráðþrota hár sitt yfir vaxandi fjölda barna með sífjölbreytilegri hegðunar- vandkvæði og sjúkdómsgreining- ar. Þróttmeiri hluti skólabarnanna fær sífellt minna af athygli þeirra og tíma. Það virðist gleymast að ekki er nóg að fæða börn. Það þarf líka að hlúa að þeim, leiðbeina og móta til þess að sjálfsmynd þeirra verði heilbrigð og traust þegar þau fullorðnast. Í öllum önnunum við að spenna boga og ná langt skapast hættuástand fyrir hið viðkvæma fjöregg þjóðarinnar: börnin sem veifa fánum á 17. júní, börnin sem syngja í kórum við opnun erlendra ráðstefna, börnin sem allar gjaf- irnar eru keyptar fyrir, börnin sem eru „framtíð Íslands“. En börnin mótast ekki aðeins af því að þeim sé hampað á tyllidögum, af efnislegum aðbúnaði, af tölvum og tækifærum markaðarins. Þau mót- ast mest af fyrirmyndum í hegðun hinna fullorðnu „foreldrastofna“. Af áðurnefndum fjórum stofnum foreldraábyrgðarinnar hvílir mest ábyrgð á stjórnvalds“foreldrinu“, að tryggja öðrum foreldrastofnum afkomu, lífs- og starfsskilyrði, m.a. með markvissri fjölskyldu- og menntastefnu sem kemur í veg fyrir óþarfa glundroða og áföll í lífi barna. Sjö ára drengur sagði á dögun- um áhyggjufullur við nýfráskilda móður sína sem glímdi við að finna honum verkefni og samastað í kennaraverkfallinu dögum saman: „En, mamma get ég ekki bara vera einn heima, horft á sjónvarpið og leikið í tölvunni þangað til þetta áfall er búið?“ Áhrifin af skilnað- aráfallinu í fjölskyldunni voru honum ofarlega í huga. Hvort tveggja, skilnaðaráfall foreldr- anna og verkfall kennara gegn stjórnvaldi hafði splundrað tilveru hans, búsetu, daglegu starfi og við- fangsefnum. Hann er þriðji aðili sem afleiðingarnar bitna á. Í hvor- ugu tilviki var hann upplýstur með skiljanlegu móti, hvað þá spurður álits eða tryggð vernd. Þetta sjö ára barn greindi ekki á milli áfalla eins og skilnaðar og verkfalls. Hvort tveggja er fyrir honum dæmi um að fullorðna fólk- ið á í óskiljanlegum átökum. Full- orðna fólkið axlar ekki ábyrgð. Fullorðna fólkið hefur ekki tök á tilveru sinni. Fullorðnum er ekki að treysta. Hvort tveggja dynur yfir og sviptir barnið öryggis- kennd. Fótunum er kippt undan áreiðanleika í lífinu. Um leið fær barnið boð um að það sé leyfilegt að fara sínu fram og svíkjast und- an skuldbindingum. Foreldravald sem afneitar ábyrgð sinni líkt og íslensk stjórnvöld gera nú er ekki aðeins slæm fyrirmynd. Það spillir verðmætum góðs uppeldis og rýrir traust og virðingu barns- ins fyrir hinum fullorðnu – nær og fjær. Í löndum eins og Írak, Afganist- an, Ísrael og Palestínu er heldur ekki spurt um þær ógnarafleið- ingar sem ábyrgðarleysi, valda- þorsti og misreiknuð hagsmuna- átök hinna fullorðu hafa fyrir upp- vaxandi kynslóð – þ.e.a.s. þann hluta hennar sem yfirleitt vex upp. Á Íslandi eru börnin ekki (andlega, líkamlega og tilfinningalega) svelt eða særð til dauða eins og í stríðs- þjáðum löndum en hunsun stjórn- valda á öryggi þeirra og ábyrgðar- leysi um framtíðavelferð þeirra er sameiginleg. Tony Blair, forsætis- ráðherra Breta sem eiga aðild að helför okkar tíma, fær að minnsta kosti hjartsláttartruflanir, og Bush á það til að missa minnið, en vald- hafar á Íslandi blikka ekki auga og segja harða deilu stjórnvalda og mikilvægustu uppeldisstéttar- innar ekki koma sér við. Viðbragð- ið líkist frumstæðu varnarvið- bragði, „það er hinum að kenna“, rétt eins og í sandkassanum. Það átakanlega og mótsagna- kennda við þessa deilu er að hér er ekki tekist á um valdaleysi og skort. Hér er tekist á um hver hafi mest völd til að (mis)beita og hvernig megi halda fastast um sameiginlega pyngju sem nóg er til í. Fjármálaráðherra lýsir yfir (áætluðum) afgangi svo milljörð- um nemur í fjárlagagerð ríkisins. Samtímis er fagstéttum uppeldis- greina og menntastofnunum ekki séð fyrir lágmarksfjármagni til að geta rækt sín störf til að skapa þann mannauð sem mestu skilar, en verstu veldur ef ekki tekst. Höfundur er prófessor við Há- skóla Íslands, hefur rannsakað og ritað um fjölskyldumál og velferð barna.. DAGNÝ JÓNSDÓTTIR ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN ÁBYRGÐIR NÁMSLÁNA BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN ÁBYRGÐIR NÁMSLÁNA Höfuðborgarholdsveikin Eina ráðið til að leysa varanlega núverandi kennaraverkfall með sóma og sæmd er að veita sveitar- félögunum nýja heimild með lög- um til að leggja á nýtt og sérstakt viðbótarútsvar þ.e. skólaútsvar sem færi eingöngu til að bæta skólana og eytt í ekkert annað. Ríkið setur því fastar hömlur hvað innheimta má í útsvar og þá til skólamála líka. Ríkið stoppar allar nauðsynlegar framfarir í skólamálum bæjanna með fjár- skorti og fasta útsvarinu. Lausn á þessu er sú að hvert einstaka bæj- arfélag ráði því alveg sjálft hvað það vill bæta kennslu og menntun unglinganna hjá sér. Það kostar meiri peninga. Leggja verður út- svar til skólamála. Þessara pen- inga yrði aflað með sérstöku hærra menningar- og fræðsluút- svari sem væri nýtt viðbótarút- svar bara til endurbóta á kennslu og menningarfræðslu barnanna okkar. Væri menningarútsvar. Viðbót við venjulegt útsvar í dag. Höfundur er hæstaréttarlög- maður Þeir tveir ráðherrar sem tóku ákvörðun um að láta Ísland lýsa yfir stuðningi við árás á annað ríki, þ.e. Írak, bera fulla ábyrgð á því. Þeir geta ekki skotið sér á bak við ráða- menn erlendra ríkja eða borið því við, að þeir hafi fengið rangar upplýsingar. SIGRÚN JÚLÍUSDÓTTIR FÉLAGSRÁÐGJAFI UMRÆÐAN KENNARA- VERKFALLIÐ ,, Auðmagn og mannauður Viðbótar-skólaútsvar LÚÐVÍK GIZURARSON SKRIFAR UM SKÓLAÚTSVAR Íraksstríðið: Ábyrgð ráðamanna Íslands 22-23 Umræðan 13.10.2004 18:49 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.