Fréttablaðið - 14.10.2004, Qupperneq 23
23FIMMTUDAGUR 14. október 2004
Barnafólk velur Kópavog
Í fjölmiðlum hefur að undanförnu
verið mikið fjallað um að stór
munur sé á þróun barnafjölda í
byggðarlögunum á höfuðborgar-
svæðinu sé horft aftur til ársins
1994. Athygli vekur að börnum
upp að fimm ára aldri hefur verið
að fækka í Reykjavík, en aftur á
móti verið að fjölga í ýmsum
öðrum sveitarfélögum. Mest
hefur fjölgunin verið í Kópavogi,
528 börn, en Mosfellsbær kemur
næstur með 146 barna fjölgun.
Þeir sem fylgst hafa með
störfum bæjarstjórnar Kópavogs
vita að ekki er um tilviljun að
ræða. Ný hverfi hafa tekið mið af
hæfilegri blöndun fjölbýlis og
sérbýlis og mikil áhersla verið
lögð á þjónustu fyrir ólíka aldurs-
hópa. Bæjarstjórn Kópavogs
hefur lagt ríka áherslu á að bygg-
ja upp öflugt skólastarf, bæði á
grunn- og leikskólastigi, jafn-
framt því að haga skipulagsmál-
um þannig að ný hverfi séu aðlað-
andi fyrir barnafjölskyldur. Þetta
starf hefur verið unnið án stórra
yfirlýsinga en verkin látin tala.
Það er því ánægjulegt þegar upp-
skeran verður með þeim hætti að
athygli vekur hjá stærstu fjöl-
miðlum landsins.
Nú stendur yfir uppbygging
nýrra hverfa í Vatnsenda sem
kennd eru við kóra og hvörf.
Verið er að ljúka hönnun leikskóla
í Hvörfunum sem tekur til starfa
að ári. Einnig er verið að ljúka
hönnun nýs tveggja hliðstæðu
grunnskóla sem áætlað er að taki
til starfa næsta haust með inntöku
6-9 ára barna. Skólanefnd Kópa-
vogs hefur ásamt bæjarstjórn
markað þá stefnu að við hönnun
grunnskólans í Hvörfunum sé
horft til þess að nýta þá miklu
náttúru sem skólann umlykur.
Sérstök áhersla verður því lögð á
náttúruvísindi og raungreinar í
starfi skólans í framtíðinni. Hlið-
stæðar þjónustueiningar munu
taka til starfa í Kórunum ári síðar.
Einnig eru fyrirhuguð íþrótta-
mannvirki á svæðinu til afnota
fyrir íþróttafélög, skóla og al-
menning. Það er bæjarstjórn
Kópavogs kappsmál að standa við
sett markmið í uppbyggingu
nýrra hverfa og þjónustu bæjar-
ins í heild, enda er það einlægur
vilji bæjarstjórnar Kópavogs að
það sé „gott að búa í Kópavogi“.
Höfundur er bæjarfulltrúi í
Kópavogi og formaður skólanefnd-
ar.
AF NETINU
Kjaftstopp
Sá fáheyrði atburður gerðist á Alþingi í
gær að stjórnarandstaðan varð kjaft-
stopp! Hún náði þó um síðir áttum og
kraftaverkið átti sér stað: Stjórnarand-
staða hrósaði ríkisstjórn. Hvort tveggja er
svo sjaldgæft að vert er að geta þess sér-
staklega. Og er hér ekkert frekar átt við
núverandi stjórnarandstöðu heldur en
stjórnarandstöðu allra tíma.
Hjálmar Árnason á althingi.is/hjalmara
Blaðamennska DV
Lágt sjálfsmat, þunglyndi, kvíði og æru-
missir eða ótti við flekkað mannorð hafa
orsakað mörg dauðsföll. Á Íslandi falla
fleiri fyrir eigin hendi en í bílslysum. Ég
held að opinber dreifing á rógi og kjafta-
sögum og einbeittar og ítrekaðar til-
raunir til mannorðsmorða, á borð við
það sem sést í DV geti ekki orðið til þess
að breyta þessu mynstri.
Brynjólfur Ægir Sævarsson á deigl-
an.com
Samhengi?
Getur hugsast að þær hafi haft áhrif á
ákvörðun Björns Bjarnasonar, dóms-
málaráðherra, [um fjárveitingar til Mann-
réttindaskrifstofu Íslands] til dæmis ítar-
legar og gagnrýnar umsagnir á sl. ári um
fullnustufrumvarpið, útlendingafrum-
varpið, og ýmis frumvörp um meðferð
opinberra mála sem voru til umræðu á
síðasta þingi? Í alvöru spurt: Er sam-
hengi á milli gagnrýni Mannréttindaskrif-
stofu á frumvörp dómsmálaráðuneytis-
ins annars vegar og niðurskurðar á fram-
lagi til skrifstofunnar hins vegar?
Ögmundur Jónasson á ogmundur.is
Framboð kostar peninga
Að bjóða sig fram kostar mikla peninga.
Stjórnmálaflokkar og fulltrúar þeirra
þurfa á fjárhagslegum stuðningi að halda
til að vinna kosningar. Slíkt er eðlilegt í
samfélagi þar sem barist er um athygli al-
mennings með öflugu en kostnaðar-
sömu upplýsingaflæði. Þessi þörf fyrir
fjármagn og kostnaðaraðila vekur hins
vegar upp spurningar um trúverðugleika
stjórnmálamanna. Það er í hæsta máta
óeðlilegt að kjósendur skuli ekki hafa
hugmynd um hvaða fjármagnsöfl standi
að baki stjórnmálaflokkunum. Traust
kjósanda á fulltrúum sínum á þingi er
forsenda þess að lýðræði ríki. Ef ekki
ríkir traust kjósanda á kjörnum fulltrúum
ríkir stjórnleysi en ekki lýðræði.
Einar Þorsteinsson á frelsi.is
Vændið ekki horfið
Vændi hefur ekki horfið af götum Sví-
þjóðar eftir að breytingar á lögum á
vændi voru samþykktar. Lögin gera ráð
fyrir því að vændiskonan sé í raun sak-
laus og kaupandi vændisins sé sá sem er
sekur. Rökin fyrir þessum lögum eru að-
allega þau að vændiskonur séu þvingað-
ar til þess að stunda vændi með einum
eða öðrum hætti og það verði að koma
í veg fyrir. Sænsk stjórnvöld eru handviss
um að með því að banna kaup á vændi
sé verið að uppræta vandamálið og í
kjölfarið skapist betra og jafnara samfé-
lag. Hins vegar á ég erfitt með að skilja
hvort að markmið laganna sé að minnka
ástundun vændis í samfélaginu eða að
veita vændiskonum betri „vinnuað-
stöðu“ og meira öryggi? Hvorugt virðist
vera að virka almennilega í Svíþjóð.
Margrét Rós Ingólfsdóttir á tikin.is
Óvinsælar ákvarðanir
Það er sennilega auðveldara um að tala
en í að komast, Össur, auðveldara að
hafa uppi brigsl að hætti lýðskrumara en
að taka erfiðar, óvinsælar ákvarðanir, sjá
skóginn fyrir trjánum og treysta á for-
sendur sem gefist hafa vel um áratuga-
skeið. Auðveldara að blakta eins og strá
í vindi pólitísks dægurþras og vinsælda-
mælinga en að standa föstum fótum á
sannfæringu sinni. Sumir standast prófið
en aðrir ekki og þess vegna njóta sumir
stjórnmálamenn trausts til þess að hafa
forystu fyrir ríkisstjórn í lýðræðisríki en
aðrir ekki.
Pétur Gunnarsson á timinn.is
ÁRMANN KR. ÓLAFSSON
BÆJARFULLTRÚI
UMRÆÐAN
VINSÆLDIR
KÓPAVOGS
■ LEIÐRÉTTING
Ranghermt var í blaðinu þriðjudag-
inn 12. október að Umferðarstofa
hefði gert rannsókn á breyttum bíl-
um. Vísað var til skýrslunnar „Slysa-
tíðni breyttra jeppa“ sem kom út í
vor, en höfundar hennar eru Árni
Jónsson M.Sc. og Skúli Þórðarson
Dr.ing. fyrir ORION Ráðgjöf ehf.
Verkefnið var styrkt af Rannsóknar-
ráði umferðaröryggismála.
22-23 Umræðan 13.10.2004 18:49 Page 3