Fréttablaðið - 14.10.2004, Page 25

Fréttablaðið - 14.10.2004, Page 25
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 88 stk. Keypt & selt 32 stk. Þjónusta 35 stk. Heilsa 10 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 16 stk. Tómstundir & ferðir 8 stk. Húsnæði 16 stk. Atvinna 31 stk. Tilkynningar 3 stk. Lífrænar vörur BLS. 3 Góðan dag! Í dag er fimmtudagur 14. október, 288. dagur ársins 2004. Reykjavík 8.16 13.14 18.10 Akureyri 8.05 12.58 17.50 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Guðnýju Aradóttir, einkaþjálfari í World Class er sannur skófíkill, hún á um eða yfir tvö hundruð pör. „Ég er ofsalega veik fyrir skóm og það er það fyrsta sem ég tek eftir alls staðar. Þegar ég hitti fólk þá eru skórnir það fyrsta sem ég horfi á. Ég dæmi fólk þó ekki fyrir skóna en mér finnst ekki skemmtilegt að sjá illa hirta skó. Þegar ég kem inn í skó- búð skanna ég hana mjög snöggt og get séð strax hvort þar sé að finna eitthvað smekk- legt, flott og fyrir mig eða ekki. Ég finn alltaf eitthvað sem mér líkar og eyði ekki tíma í að fara á milli búða í leit að skóm. Skórnir tala yfirleitt til mín.“ Guðný hefur alltaf verið veik fyrir skóm og kemur það henni aðeins úr jafnvægi þegar hún fær ekki þá skó sem hún vill. „Mín mestu vonbrigði eru þegar ég finn flotta skó en þeir eru ekki til eða ókomnir eða ekki í minni stærð. Þá bara dreymir mig þá,“ segir Guðný, sem hefur alltaf verið veik fyrir skóm. „Ég hef ekki látið frá mér skó síðan um 1980. Þá fór ég með ansi mörg pör í skósöfnun og ég sé ennþá eftir sumum skónum sem ég losaði mig við. Ég hendi aldrei skóm enda er rétt hægt að ímynda sér að skórnir mínir eyðast ekki það mikið því ég á svo mörg pör. Ég hef samt gengið í öllum mínum skó en ég hef það sem reglu að ganga aldrei í þeim nema í mesta lagi þrjá daga í einu. Ég bursta og hirði skóna mína vel og þá á ég þá líka í minnst tíu ár.“ Nú þykir sumum plássfrekt að eiga tólf pör, hvað þá tvö hundruð. Guðný leysir plássvandann vel og hefur skipulag á öllum sínum skóm. „Ég tek mynd af hverju skó- pari fyrir sig, lími myndina á skókassa og geymi alla skóna í kössum. Ég bý í risíbúð þannig að ég get staflað kössunum undir súð. Auðvitað er þetta samt plássfrekt og það fer saman að hafa gaman af skóm og fötum. Ég þarf ekki endilega að vera í skóm sem eru í stíl við fötin mín heldur geta þeir alveg verið á skjön við þau,“ segir Guðný. Svo er það stóra spurningin – ætli Guð- ný geti nokkuð nefnt einhverja uppáhalds- skó? „Það er fullt af skóm í uppáhaldi hjá mér en núna eru það helst þessir nýju sem ég eignaðist í síðasta mánuði. Það eru bleik stígvél sem ég keypti í nýju skóbúð- inni í Kringlunni. Síðan á ég rosalega fal- lega rósótta skó sem ég keypti í Banda- ríkjunum í fyrra. Þeir eru rósóttir og með mjög litlum hæl. Þeir fengust bara í þrem borgum í Bandaríkjunum og eru ofboðs- lega fallegir. Þegar ég fer á þeim á manna- mót vek ég verðskuldaða athygli,“ segir Guðný, sem heldur ótrauð áfram að stæk- ka safnið dag frá degi. lilja@frettabladid.is Fyrsta flokks skófíkill: Á yfir 200 skópör ferðir@frettabladid.is Fosshótel-keðjan hefur tekið við leigu hússins sem Hótel Reykholt hefur verið rekið í. Hyggst keðjan opna fullbúið þemahótel næsta vor. Í hótelinu verður lögð áhersla á norræna goðafræði, klassíska tónlist og íslenskar bókmenntir. Til dæmis verða níu heimar goða- fræðinnar í hótelinu ásamt Aski Yggdrasils og barinn mun heita Mímisbrunnur. Ferðaskrifstofan ÍT-ferðir býður upp á fótboltaferð til Manchester þann 19. til 21. nóvember næst- komandi. Farið verður á leik Manchester United og Charlton í úrvalsdeildinni ásamt því sem hægt er að versla og skemmta sér. Farið er frá Keflavík á föstudaginn klukkan 21 og komið heim klukkan 18 á sunnudeg- inum. Hér gefst Íslendingum tæki- færi á að sjá Hermann Hreiðarsson tækla nýst- irnið Wayne Rooney ásamt því að berja van Nistelrooy augum. Nán- ari upplýsingar eru á itferdir.is. Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp fimmtán prósent í september miðað við sama tíma í fyrra. Fór fjöldinn úr tæplega 122 þúsund farþegum árið 2003 í tæpa 140 þúsund farþega nú. Farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar um tæp sextán prósent. Alls hefur far- þegum um flugstöðina fjölgað um tæp 21 prósent það sem af er ár- inu miðað við sama tíma í fyrra, eða úr rúmum 1.084 þúsund far- þegum í rúmlega 1.307 þúsund farþega. Icelandair mun bjóða upp á áætl- unarflug til San Francisco í maí á næsta ári. San Francisco er af- skaplega litrík borg og er mann- lífið ansi fjölbreytt. Eitt helsta kennileiti borgarinnar er sjálf Golden Gate-brúin sem flestir ættu að þekkja úr fjöldanum öllum af kvikmyndum sem myndaðar hafa verið á stræt- um San Francisco. Fyrsta ferðin er 18. maí og standa þessar ferðir til boða allt til 15. október á næsta ári. Nánari upplýsingar er að finna á icelandair.is. Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn býð- ur nú upp á nýjan og spennandi áfangastað en það er Palermo á Sikiley. Uppselt er í fyrstu ferðina en laust í aukaferð 4. nóvember. Palermo hefur verið bitbein milli þjóða um aldir alda og verið her- tekin ótal sinnum af erlendum innrásarliðum. Það sem hægt er að skoða í Palermo er konungs- höllin, kirkjurnar með márísku yfir- bragði, borgarmúrarnir og bygg- ingarlistin. Matarmenningin á Sikiley er bræðingur frá mörgum heimsálfum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Nánari upp- lýsingar er að finna á vefsíðunni urvalutsyn.is. Guðný Aradóttir ásamt nokkrum af uppáhaldsskópörum sínum. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í FERÐUM FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Brauðgrind? Ég hefði getað svarið að þetta væri til að geyma hjól! Vandaðir herraskór í stærðum 47-50 Ásta skósali, Súðarvogi 7. Opið þriðjud. miðvikud. Fimmtud. 13-18 S. 553 6060 Parkettgólf pússað upp: Verður fallegra en nýtt „Parkett verður ljótt og sjabbí á svona 15 til 20 árum, al- veg sama þó aðeins hafi verið gengið á sokkaleistunum á því,“ segir Erlendur Þ. Ólafsson hjá Gólfþjónustu Ís- lands, sem sérhæfir sig meðal annars í að pússa upp parkettgólf. Hann segir það yfirleitt ekki taka meira en einn dag að pússa gólfið og lakka það, en það þarf að vera búið að bera út öll húsgögn áður en verkið hefst. Venjulegt parkett er yfirleitt hægt að pússa upp svona þrisvar sinnum ef það er unnið af fagmönnum því mikilvægt er að taka sem þynnst lag af í einu, en heil- viðarparkett er hægt að pússa mun oftar. „Hægt er að lakka gólfið eða olíubera jafnvel í öðrum lit en upphaf- lega var á gólfinu og oft verður það fallegra en nýtt,“ segir Erlendur. ■ Ódýrara er að pússa upp parkett en að skipta því út. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M 25 (01) Allt forsíða 13.10.2004 15:48 Page 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.