Fréttablaðið - 14.10.2004, Qupperneq 30
Hver segir að maður þurfi að vera
ungur háskólastúdent til að fara í
Interrail til Evrópu? Það segir það
svo sem enginn en algengast er að
fólk leggi upp í þannig ferðir
meðan það er enn ungt og ævin-
týragjarnt.
Anna Sigurðardóttir sálfræð-
ingur hefði vel getað hugsað sér
að fara í Interrail á sínum tíma, en
bæði var hún rög við að ferðast
ein og svo var hún ung farin að
eignast börn og þar með var
draumnum skotið á frest. Í maí
2003 lét Anna hins vegar draum-
inn rætast, fór ein í Interrail til
Austur-Evrópu og hélt upp á 51
árs afmælið sitt í ferðinni.
Aðdragandinn að ferðalaginu
var ráðstefna sem Anna sótti í
Bled í Slóveníu og áhugi á evr-
ópskri sögu. „Ég var orðin rúm-
lega þrítug þegar ég fór í fram-
haldsnám til Þýskalands og var
þar árin 1983-1990. Þegar múrinn
féll árið 1989 hafði ég farið marg-
ar ferðir yfir til Austur-Berlínar,
sem mér fannst alltaf jafn áhrifa-
ríkt. Nú þegar Austur-Evrópu-
löndin hafa meira og minna sótt
um inngöngu í Evrópusambandið
liggur það í hlutarins eðli að þau
verða von bráðar vestrænni
þannig að mig langaði að skoða
gamla austrið áður en það yrði of
seint. Þegar félag meðferðar-
fræðinga ákvað svo að halda ráð-
stefnu í Bled í Slóveníu fannst
mér tilvalið að nota tækifærið og
gera meira úr ferðinni.“
Anna fann út að það borgaði sig
fyrir hana að kaupa sér Interrail-
miða sem gilti fyrir alla Evrópu
og ákvað að skipuleggja sem
minnst. „Það eina sem ég gerði
fyrir fram var að panta hótelher-
bergi fyrstu nóttina í Prag og það
var það eina sem klikkaði í allri
ferðinni,“ segir Anna og hlær.
Stórkostleg Austur-Evrópa
Anna heimsótti átta lönd og á
engin orð til að lýsa ferðinni, sem
hún segir hafa verið stórkostlega
upplifun. Hún fór meðal annars til
Bratislava, Ljúbljana, Búdapest,
Zagreb og Krakár að ógleymdri
Prag. „Það væri efni í heila bók að
segja frá öllu því stórkostlega
sem ég upplifði,“ segir Anna og
blaðamaður situr bergnumin og
hlýðir á frásagnir úr ferðinni.
„En til að virkilega njóta svona
ferðar þarf að hafa ýmislegt í
huga,“ segir Anna. „Ég setti mér til
dæmis það markmið að ofgera mér
ekki og taka bara einn dag í einu.
Ég ákvað líka að eyða ekki miklu í
gistingu og valdi því þægileg gisti-
heimili. Hilton er eins alls staðar í
heiminum og ekkert spennandi við
það. Mér fannst ég samt vera orðin
of gömul og löt til að vera á far-
fuglaheimilum með mörgum í her-
bergi,“ segir hún og hlær.
Anna byrjaði hvern dag á að
kaupa brauð og álegg og setjast
svo niður í rólegheitum og skoða
það sem hún vildi gera þann dag-
inn. „Ég notaði alltaf almennings-
samgöngur, keypti mér miða sem
giltu í öll samgöngutæki og voru
jafnframt aðgöngumiðar að
söfnum. Þá fór ég í mikið af skipu-
lögðum ferðum, sem er mikill
tímasparnaður og um að gera að
nýta sér það vegna þess hvað það
er skemmtilegt og á sanngjörnu
verði. Það er líka heilmikil
áreynsla að búa í bakpoka og um
að gera að nýta sér það sem er
þægilegt. Ég fór alltaf út að borða
á kvöldin og valdi þá þjóðlega
staði og fór einstaka sinnum á tón-
leika, en það er mikilvægt að vera
komin snemma í háttinn og
snemma upp á morgnana. „
Anna segist ekkert hafa fundið
fyrir því að hún var ein á ferð og
var aldrei hrædd eða óörugg. „Ef
fólk er að leita sér að ferðafélög-
um finnur það þá gjarnan á far-
fuglaheimilum eða jafnvel í lest-
inni. Það hentaði mér hins vegar
að vera ein í þessari ferð og hafa
mína eigin hentisemi,“ segir hún
og ráðleggur fólki sem enn
geymir gamlan draum um
Interrail-ævintýrið í hjartanu að
láta hann rætast.
edda@frettabladid.is
ævintýraheimur
Verð 262.000 kr. á mann í tvíbýli...allt innifalið!
Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.baendaferdir.is
K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A
24. mars - 7. apríl ‘05
5. - 19. maí ‘05
9. - 23. september ‘05
K
Ö
-H
Ö
N
N
U
N
/P
M
C
s: 570 2790www.baendaferdir.is
Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is
Au pair býr hjá gistifjölskyldu, aðstoðar við barnagæslu og
heimilisstörf og tekur þátt í daglegu lífi gistifjölskyldunnar.
Að launum fær au pair vasapening, frítt fæði og húsnæði.
Færð þú MasterCard
Ferðaávísun?
Á bakpokaferðalagi
Interrail-miðinn: Anna keypti hann hjá Ferðaskrifstofu stúdenta og hann kostaði
55 þúsund krónur og gilti um alla Evrópu. Allir geta keypt Interrail-miða, hann er
bara ódýrari fyrir stúdentana.
Farangur: Eins lítið og kemst í einn
bakpoka. Anna tók með sér eina Eco-
bandaskó sem hún gekk í allan tímann.
Hún tók þrenn pör af sokkum og nær-
fötum, einar stuttbuxur, einar kvart-
buxur og einar síðar, einn stuttermabol,
eina stutterma blússu og eina síðerma.
Hún valdi föt sem þoldu svolítið hnjask
en var þó alltaf snyrtileg til fara.
Þvottaefni og þvíumlíkt: Það tók Anna
með sér í litlum filmuhylkjum.
Snúra: Eitthvert band sem hægt er að strengja upp í herbergjunum og þurrka af
sér fötin.
Mikilvægt: Að kaupa ekkert. Anna stóðst ekki mátið að kaupa sér harðangurs- og
knipplingadúka en hún sendi þá á undan sér heim. Anna hefur það fyrir reglu að
kaupa alltaf einn minjagrip frá hverjum stað handa barnabörnunum sínum. Í
þessari ferð valdi hún lyklakippur sem lítið fór fyrir.
Lítill bakpoki: Nauðsynlegur til að nota í dagsferðum. Hann þarf að komast oní
stóra bakpokann á lestarferðunum.
Í lestinni: Anna hafði ofan af fyrir sér á löngum lestarferðum með því að sauma
merki borga og bæja í litla bakpokann. Það vakti oft áhuga samferðamanna og
varð kveikjan að skemmtilegum samræðum.
Minningar: Dóttir Önnu gaf henni ferðadagbók sem hún hafði útbúið sérstaklega
fyrir þessa ferð. Á kvöldin skrifaði Anna upplifanir sínar í bókina og límdi inn
miða, kort og myndir frá viðkomandi stöðum. Þetta gerði hún gjarnan á veitinga-
stöðum á kvöldin og vakti það athygli þjónanna, sem sýndu þessu áhuga og
fannst bara skemmtilegt að hafa viðskiptavin sem dundaði sér með limstifti og
skæri við borðið sitt.
Anna átti dásamlegan mánuð í Austur-Evrópu og mun búa að minningunum alla tíð.
Draumurinn rætist:
Fimmtug og aldrei
hressari í Interrail
Ferðaskrifstofan Terra Nova býður upp á jólaferðir til
Kýpur. Fyrsta ferð er farin 17. desember og er hún
sautján dagar. Seinni ferðin er farin 22. desember og er
hún tólf dagar. Nánari upplýsingar veitir ferðaskrifstofan.
Á FÖSTUDÖGUM
Uppskrift að góðri matarhelgi
Auglýsingasíminn er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is
- mest lesna blað landsins
[ RÁÐLEGGINGAR ÖNNU ]
30/35 (06-07) Allt ferðir 13.10.2004 15:46 Page 2