Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2004, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 14.10.2004, Qupperneq 42
26 14. október 2004 FIMMTUDAGUR EKKI MISSA AF… Fyrirlestri dr. Ólafs Kvaran list- fræðings og for- stöðumanns Lista- safns Íslands um Einar Jónsson myndhöggvara í Listasafni Íslands kl.16.30 til 18.00 í dag... Sellótónleikum sr. Gunnars Björnssonar í Salnum annað kvöld, föstudaginn 15. október... Sýningu Nemendaleikhússins á Draumi á Jónsmessunótt. Sýning- ar eru í kvöld, annað kvöld og laugardagskvöld... Með næstum allt á hreinu, söngleik á Broadway sem byggð- ur er á kvikmyndinni „Með allt á hreinu,“ og tónlist Stuðmanna. Alþjóðahúsið og rússneska sendiráðið efna til rússneskra daga á Café Kulture í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, dagana 14.-16. október. Þessa daga verða fjöl- margir rússneskir réttir í boði fyrir gesti Café Kulture, svo sem kryddleginn fiskur, rússnesk súpa, pírog og stroganov, en það er mat- reiðslumeistari rússneska sendiráðsins, Vadim Skvortsov, sem hefur veg og vanda af mat- reiðslunni. Meðan á rússneskum dögum stendur verður einnig boðið upp á rússneska tónlist í flutn- ingi þeirra Konstantín Shcherbak sem leikur rússneska þjóðlagatónlist á ýmis rússnesk hljóðfæri og Vadim Fedrov sem leikur á harm- onikku. Rússneskum dögum lýkur svo laugar- dagskvöldið 16. október með rússnesku diskóteki á Café Kulture, þar sem Sergey Gushchin leikur rússneskt popp og rokk eins og það gerist best. Enn fremur verður opnuð málverkasýning Olgu Lúsíu Pálsdóttur, Gullið haust, sem mun standa til sunnudagsins 24. október. Þar mun Olga Lúsía sýna grafísk verk, sem öll eru unn- in á þessu ári. Olga Lúsía fæddist í Norður-Rússlandi. Hún hefur búið á Íslandi undanfarin 16 ár. Hún stundaði nám við Listaháskóla Íslands og út- skrifaðist þaðan með BA-gráðu í myndlist árið 2001. Kl. 19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands – Gul tónleika- röð. Á efnisskránni eru Keisarakonsert- inn, Píanókonsert nr.5 í Es-dúr, op. 73 eft- ir Ludwig van Beethoven og Ein Helden- leben, op. 40 eftir Richard Strauss. Hljómsveitarstjóri er Rumon Gamba og einleikari Freddy Kempf. menning@frettabladid.is Rússneskir dagar „Það er langt síðan við höfum getað boðið erlendum tónskáld- um hingað til þess að vinna með þeim,“ segir Kolbeinn Bjarna- son, forsvarsmaður Caput, þegar hann er inntur eftir vetrarstarfi hópsins. Í vetur munu þó tvö af stóru nöfnunum í tónsmíðum í dag koma til landsins og vinna með Caput. Það eru þeir Hans Abrahamsen frá Danmörku og Toshio Hosokawa frá Japan og segir Kolbeinn það mikinn feng fyrir Caput að fá þá til þess að koma hingað til lands. Vetrarstarfið hjá Caput verð- ur nokkuð frábrugðið því sem verið hefur seinustu árin, því brugðið verður út af þeirri venju að vera með „íslenskt tónskálda- portrett“ þótt nú, sem endranær, verði flutt mikið af íslenskum verkum. Á vorum dögum Fyrstu Caput-tónleikar hausts- ins voru 12. september á hol- lenskum dögum. Þá héldu Caput- meðlimir fyrstu fjölskyldutón- leika sína, sem tókust svo vel að ákveðið hefur verið að halda slíka á hverju ári. Næstu tónleik- ar Caput verða svo 1. nóvember næstkomandi. Daginn eftir mun Haukur Tómasson taka á móti tónskáldaverðlaunum Norður- landaráðs fyrir „Fjórða söng Guðrúnar“. Af því tilefni mun Caput flytja svítu úr Fjórða söngnum ásamt Ingibjörgu Guð- jónsdóttur í hlutverki Guðrúnar á tónleikum í Listasafni Íslands. Á þeim tónleikum verða einnig flutt þrjú verk eftir Hans Abra- hamsen: Märchenbilder, Winternacht og Píanókonsert. Tónleikarnir verða jafnfram fyrstu tónleikarnir í tónlistarhá- tíðinni „Nýrri endurreisn“ sem Caput stendur að ásamt Vox Academica og Hákoni Leifssyni. Aðrir tónleikar hátíðarinnar verða einnig 2. nóvember - í Nes- kirkju. Þar verður flutt verkið „Virðulegu forsetar“ eftir Jó- hann Jóhannsson. 6. nóvember verða síðan tónleikar í Borgar- leikhúsinu, þar sem Rómeó og Júlíu-kórinn frá Dramaten í Stokkhólmi flytur endurreisnar- madrígala. Viku seinna, eða 13. nóvem- ber, verður síðan haldið málþing í Borgarleikhúsinu sem ber heit- ið „Staða tónlistarinnar á jörð- inni á vorum dögum“. Hátíðinni lýkur síðan 20. nóvember í Nes- kirkju með tónleikum Vox Academica og Caput undir stjórn Hákonar Leifssonar. Þar verða flutt verk eftir þrjú íslensk tón- skáld: Lincoln-messa eftir Úlfar Inga Haraldsson, nýtt verk fyrir kór, selló og slagverk eftir Hilm- ar Örn Hilmarsson og nýtt verk fyrir sinfoníettu eftir Báru Grímsdóttur. En þar með er starfsári Caput ekki lokið, því eftir eru Myrkir músíkdagar í Listasafni Íslands í febrúar, þar sem frumfluttur verður harmónikukonsert eftir Þuríði Jónsdóttur og fleiri; tvennir japanskir tónleikar í Listasafni Íslands í mars þar sem Toshio Hosokawa stjórnar fyrri tónleikunum með eigin verkum og velur í samráði við Caput japönsk verk á síðari tónleikana. Ný endurreisn Þessa dagana er Caput að ljúka við upptökur á tónlist Snorra S. Birgissonar fyrir geisladisk sem kemur út hjá Smekkleysu og í febrúar hefjast síðan upptökur á verkum Áskels Mássonar. Yfirskrift málþingsins og há- tíðarinnar sem haldið verður í nóvember, Ný endurreisn, vekur óneitanlega upp ýmsar spurning- ar. Kolbeinn segir þema hátíðar- innar byggja á því að yfirleitt séu tónskáldin í dag að líta um öxl. „Ekkert endilega í reiði,“ segir hann, „heldur eru þetta tón- skáld sem notfæra sér meira úr fortíðinni en hingað til hefur ver- ið. Þegar Caput byrjaði 1987 var módernisminn alveg á fullu. Stíl- lega séð var meirihluti tónskálda á svipuðu róli en núna veit mað- ur aldrei að hverju maður geng- ur þegar maður fær nýtt verk. Það getur verið hvað sem er. Það getur verið miðaldatónlist, nokk- uð hrein, eða t.d. áströlsk. Tón- listin er orðin rosalega fjölmenn- ingarleg. Þetta er komið út í það að hver einasti maður sem er að fást við tónlist, hefur aðgang að allri tónlist heimsins í tíma og rúmi og sækir sér innblástur úr hverju sem er. Þess vegna gæti ástralskt tónskáld samið verk sem er byggt á íslenskum rím- um. Það er af og frá að í dag séu menn að vinna verk sem byggja á þjóðlegum nótum. Undantekn- ing þar á er Japan, þar sem mik- ill vöxtur hefur verið í japanska skólanum. Múrar á milli listgreina hafa verið að hrynja - og kannski voru þeir aldrei raunverulega til. Ef þeir hafa hrunið á milli djass-, popp- og klassískrar tónlistar, þá verður kannski til eitthvert sam- eiginlegt tungumál einhvern tím- ann. Menn eins og Jóhann Jó- hannsson og Hilmar Örn Hilm- arsson eru kannski góðir fulltrú- ar fyrir hrunda múra. Þeir koma úr öðrum geira en eru að semja tónlist sem klassískir tónlistar- menn flytja. Staða mála er gríðarlega flók- in í tónlistinni og þess vegna ætl- um við að halda þetta málþing og þessa hátíð.“ sussa@frettabladid.is Múrar á milli list- greina eru að hrynja ! BORÐ FYRIR TVO KRINGLAN S. 568 2221 20% afsláttur af öllum matar - og kaffistellum á Kringlukasti Dæmi : Love kertakassi Áður kr 1490 Nú kr 894 40% afsláttur af öllum kertapakkningum á Kringlukasti Feng shui kertakassi Nú kr 1614 Áður kr 2690 KOLBEINN BJARNASON Hver einasti maður sem er að fást við tónlist hefur að- gang að allri tónlist heimsins í tíma og rúmi og sækir sér innblástur úr hverju sem er. CAPUT Bregðum út af þeim vana að vera með íslenskt tónskáldaportrett í vetur. 42-43 (26-27) Menning 13.10.2004 19:28 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.