Fréttablaðið - 14.10.2004, Side 45

Fréttablaðið - 14.10.2004, Side 45
FIMMTUDAGUR 14. október 2004 Tímaritið Birta - frítt fyrir þig • Orkan heima hjá Sólveigu • Tískan • Magabelti og samfellur • Bíómyndir vikunnar • Sjónvarpsdagskráin • Persónuleikapróf • Stjörnuspá og margt fleira ÚTBREIDDASTA TÍMARIT LANDSINS TÍKIN KOTRA Vann hafnfirsku geisladiskana Hafnarfjörður í tónum og Þú fagra vor í Rat- leik Hafnarfjarðar sem hefur verið leikinn árlega í Hafnarfirði um árabil. Leikurinn skiptist í léttan síðsumarsleik og erfiðari garpagöngu. Í síðsumarsleiknum vann Theodór Sigurðsson fjölskyldukort í 6 mánuði í Suðurbæjarlaug en Gísli Baldursson, eigandi Kotru, fékk vöru- úttekt hjá Músík og sport að upphæð 5.000 krónur. Bæjarstjórinn fær stjóra Seltirningurinn Erlendur Sveins- son tók sig til á dögunum og færði bæjarstjóranum á Seltjarn- arnesi gamlan stjóra að gjöf. Stjórar sem þessi voru áður fyrr notaðir til sjós og voru lífsnauð- synlegir sjómönnum. Hlutverk stjóra var að halda bátum kyrr- um þegar hvessti svo þá ræki ekki af leið eða þeir hrektust um í illviðrum. Þegar Erlendur afhenti Jón- mundi Guðmarssyni stjórann sagði hann að sér fyndist mjög vel við hæfi að bæjarstjórinn hans ætti einn slíkan þar sem það hvessti oft í kringum bæjarstjóra. „Þá er jafnan mikilvægt að þeir láti ekki gjörningaveður hafa áhrif á sig heldur haldi stefnunni og missi ekki sjónar af landi,“ sagði Erlendur, sem vonast til þess að „stjórinn minni þannig bæjarstjórann okkar á að standa keikur í stafni og standa af sér stórviðri þó oft geti verið freist- andi að láta reka“. ■ ERLENDUR, JÓNMUNDUR OG STJÓR- INN Erlendur Sveinsson færði Jónmundi Guðmarssyni, bæjarstjóra Seltjarnarness, þennan gamla stjóra á dögunum. Stjórinn á að minna Jónmund á að halda stefnu sinni þótt það blási í kringum hann. 44-45 (28-29) Tímamót 13.10.2004 21:02 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.