Fréttablaðið - 14.10.2004, Side 53

Fréttablaðið - 14.10.2004, Side 53
RELAX! Frankie Goes To Hollywood eru að hugsa um að spila saman á einum lokatónleikum. FIMMTUDAGUR 14. október 2004 37 The Stills? Þessi kanadíska sveit kemur á Airwaveshátíðina og þykir þrælefnileg. Tónlist hennar hefur verið líkt við The Cure, Joy Division og elsta efni U2. Þeir gáfu út breiðskífuna Logic Will Break Your Heart í Bandaríkjunum í lok síð- asta árs og fengu mikið lof fyrir. Þeir eiga enn eftir að ryðja sér til rúms í Evrópu, en hitinn í kringum þá í Bretlandi er töluverður. | HVERJIR ERU... | Yourcodenameis: Milo? Breskir rokkáhugamenn eru sér- staklega að fylgjast með þessari sveit þessa dagana. Kannski vegna þess að meistari Steve Al- bini sá um upptökustjórn á fyrstu smáskífu hennar? Kannski vegna þess að meistari Flood stjórnar upptökum á fyrstu breiðskífu hennar? Kannski vegna þess að hún hirti nýliðaverðlaunin af Mínus á Kerrang! verðlaunahá- tíðinni? Hver veit, þið getið kom- ist að því á Airwaves-hátíðinni. R.E.M.: Around the Sun „R.E.M snýr aftur með plötu sem á að vera sú pólitískasta í langan tíma. Það breytir ekki þeirri staðreynd að á hana vantar sárlega slagara.“ BÖS Dirty Mood Booster: Narcolepticdream „Lagasmiður Dirty Mood Booster er fær í sínu fagi og kemur manni iðulega á óvart með góðum út- setningum. Narcolepticdream er fín byrjun og Karl Davíð Lúðvíksson lofar góðu sem lagasmiður.“ SJ Brian Wilson: SMiLE „Brian Wilson klárar meistaraverk sitt SMiLE 37 árum of seint. Hittir engu að síður naglann á höf- uðið og skilar af sér einni af bestu plötu ársins.“ BÖS Interpol: Antics „Eftir að hafa verið óviss í fyrstu um hvað mér fyndist um Antics, er ég kominn á þá skoðun að hér sé á ferð töluvert betri plata en frumraunin, Turn on the Bright Lights. Stöngin, inn.“ BÖS Wilco: A Ghost is Born „Vel heppnuð fimmta breiðskífa hjá sveit sem er orðin það viðurkennd í banda- rísku rokki að hún hlýtur að fara að gefa af sér eftirhermur.“ BÖS Ceres 4: C4 „Þótt Ceres virki grimmur er það dálítið blekkjandi því flest lögin eru poppuð. Engu að síður ágætis plata.“ FB Radio 4: The Stealing of a Nation „Nýjasta dans-rokk-undur New York veldur von- brigðum. Platan rennur öll í eina önglalausa súpu. Vissulega athyglisvert, en ekki nægilega mikið til þess að verða eftirminnilegt.“ BÖS Pretty Girls Make Graves: The New Romance „Önnur fáránlega góð sveit með tilgerðarlegt nafn. Plata sem endist og endist í spilaranum og ætti ekki að valda neinum tónlistargrúskara vonbrigð- um. Aðrir ættu þó kannski að hafa varann á.“ BÖS Soulwax: Any Minute Now „Bræðradúett frá Belgíu skilar óvænt af sér einni bestu plötu ársins. Fjórða breiðskífa Soulwax hefur allsérstæðan hljóðheim, sem ætti þó að höfða til aðdáenda Depeche Mode.“ BÖS Ed Harcourt - Strangers „Ed Harcourt er ágæt- ur tónlistarmaður en það er lítið sem ekkert sem kemur fólki á óvart á Strangers. Þessi plata er því eingöngu fyrir grimma aðdáendur Harcourt. Þið hin skuluð forðast þetta eins og heitan eld- inn. Pant ekki heyra meira frá þessum.“ SJ Sparta: Porcelain „Önnur misheppnuð breiðskífa frá hinum gæjunum úr At the Drive-in. Slöpp lög, óspennandi útsetningar og það sem verra er... frekar slípuð og kraftlaus.“ BÖS Birgir Örn Steinarsson Freyr Bjarnason Smári Jósepsson Breska hljómsveitin Radiohead ætlar að gefa út DVD-disk með 24 stuttmyndum sem sýndar voru á heima- síðu sveitarinnar við útkomu síðustu plötu hennar, Hail to the Thief. Á disknum, sem heitir The Most Gig- antic Lying Mouth of All Time, verður einnig að finna óút- gefin lög sem komust ekki á þá plötu. Disk- urinn mun aðeins fást á heima- síðu Radiohead, radiohead.com. Hljómsveitin er um þessar mundir í fríi frá tónleikaferða- lögum og hljóðvers- vinnu. Ekki er vitað hvenær hún fer á stjá á ný. ■ [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Við náum í vörusendingar fyrir hádegi og ökum þeim út til fyrirtækja eftir hádegi sama dag og til einstaklinga um kvöldið. Ekki bíða að óþörfu. Fáðu sendinguna samdægurs með Póstinum. Það er ekkert svo léttvægt að það geti beðið til m orguns ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS P 23 96 1 1 0/ 20 04 www.postur.is PLATA VIKUNNAR Bubbi: Tvíburinn „Fín plata frá Bubba. Gaman væri að heyra hann færa sig enn þá meira út í kántríið því þar er hann greinilega á réttri hillu.“ FB RADIOHEAD Lög sem ekki hafa verið gefin út með Radiohead verður að finna á nýja DVD-disknum DVD-diskur og óútgefin lög Skoska sveitin Franz Ferdinand hefur verið beðin um að semja tón- list við næstu Harry Potter-mynd. Svo gæti jafnvel farið að sveitin komi fyrir í myndinni sjálfri. „Við höfum verið beðnir um að semja tónlist fyrir myndina. Í henni er sena þar sem sveit „ljótra systra“ spilar...og svo gæti farið að einhverjir úr sveitinni leiki ljótu systurnar,“ sagði Alex Kapranos, söngvari Franz Ferdin- and. Breski söngvarinn Ian Brown kom fyrir í síðustu mynd, Harry Potter og fanginn frá Azkaban. Fyrr í sumar bárust fregnir þess efnis að sveitin væri á leið- inni til landsins í desember, en það var dregið til baka og enn er beðið eftir fréttum um hvenær hún sjái sér fært að koma. ■ FRANZ FERDINAND Semja tónlistina fyrir næstu Harry Potter-mynd. Franz Ferdinand semur bíótónlist Eitís-bandið Frankie Goes To Hollywood ætlar að koma aftur saman og spila á einum lokatón- leikum. Óvíst er þó hvort Holly Johnson, aðalsöngvari hljóm- sveitarinnar, muni koma fram en hann hefur hafnað boði þess efn- is. Trevor Horn, fyrrum upptöku- stjóri sveitarinnar, stendur fyrir tónleikunum. Horn þessi er jafn- framt aðalástæða þess að John- son vill ekki sameinast gömlu félögunum sínum en þeim lenti saman þegar sveitin var upp á sitt besta. Holly reyndi fyrir sér með sólóferli eftir að Frankie Goes to Hollywood lagði upp laupana og reyndi meðal annars fyrir sér á Bandaríkjamarkaði. Sólóferill hans fór hins vegar ekki á flug. Frankie Goes to Hollywood sló í gegn með laginu Relax árið 1984. Lagið var afar umdeilt á sínum tíma og var meðal annars bannað í breska ríkisútvarpinu. Mynd- bandið með laginu var ekki síður umdeilt og olli mikilli hneyksl- an. ■ Aftur slappað af 52-53 (36-37) Tónlist 13.10.2004 19:31 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.