Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2004, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 14.10.2004, Qupperneq 55
FIMMTUDAGUR 14. október 2004 Vertu í góðu sambandi við þitt fólk í útlöndum Nú er ódýrara að hringja til útlanda söngkabarett ÁRA SÖN GAF MÆ LI50 RAGGI BJARNA Ekki missa af þessu einstaka tækifæri! Vegna fjölda áskoranna verður aukasýning 15. október Glæsilegur þriggja rétta matseðill. Aðgangseyrir á söngskemmtun 2.500 en kr. 5.900 með mat. Miðasalan opin alla virka daga til kl. 18:oo Nánari upplýsingar í síma 533-1100 og á www.broadway.is St af ræ na h ug m yn da sm ið ja n Fimm stelpur Uppistand á Broadway AÐEINS EIN SÝNING EFTIR! Síðasta sýning á fimmtudaginn kemur 21.október Frábærsýning Sýningin Diskóæðið hefur slegið í gegn á Höfn. Austur-Skaftfellingar ekki missa af þessu einstaka kvöldi. Hlómsveitin KASK leikur fyrir dansi. Átthagakvöld Hornfirðinga föstudaginn 22. október Matseðill: Forréttur: sjávarréttasúpa sælkerans með risarækjuspjóti. Aðalréttur: Hunangsgljáð kjúklingabringa „sveet chili“ með sveppapolentu á grænu salati. Eftirréttur: Súkkulaðiturn með suðrænum ávöxtum. „Fólk hefur verið að koma til mín eftir tónleikana og þakka mér fyrir, og segist þá hafa tekið eftir ein- hverju í tónlistinni sem annars hefði farið framhjá því,“ segir Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræð- ingur, sem hefur séð um tónleika- kynningar á vegum Vinafélags Sin- fóníuhljómsveitar Íslands. Kynningarnar eru haldnar í Súlnasal Hótels Sögu um það bil einu sinni í mánuði, og hefjast jafn- an klukkan 18, eða hálfum öðrum tíma fyrir tónleika kvöldsins. „Megintilgangurinn er að hjálpa fólki að njóta tónlistarinnar betur. Ég held að fólk hafi gaman af að geta fengið smá innsýn í tónlistina,“ segir Árni, sem fræðir fólk um tón- skáldin sjálf, sögu þeirra og sögu- legt samhengi tónlistarinnar. Einnig gefur hann tóndæmi. „Maður reynir að taka verkið svolítið í sundur, skoða stefin og hvernig þau eru sett saman.“ Árni notar geisladiska til að gefa fólki kost á að heyra tóndæmi, „og svo ef ég er í stuði reyni ég að spila eitthvað á píanó líka.“ Þeir sem vilja geta fengið sér léttan kvöldverð áður en Árni Heimir tekur til máls, en þurfa þá að greiða þúsund krónur. Þeir sem ekki finna til svengdar geta látið sér nægja að mæta klukkan hálfsjö til þess að hlusta á kynninguna án kvöldverðs, og þurfa þá ekki að greiða krónu. Á tónleikum Sinfóníunnar í kvöld verða flutt tvö verk. Fyrir hlé mætir píanósnillingurinn Freddy Kempf og flytur píanókonsert nr. 5 eftir Ludwig van Beethoven. Eftir hlé verður hljómsveitin ein á ferð og flytur þá hið stórbrotna verk Ein Heldenleben eftir Richard Strauss. „Píanókonsert Beethovens er alltaf kallaður Keisarakonsertinn, og ber það nafn með rentu. Hann er tignarlegur og mikilfenglegur og frábært tækifæri að fá að heyra Freddy Kempf spila, því hann er hreint ótrúlegur píanóleikari. Svo er ekki síður gaman að heyra hljómsveitina spila Heldenleben, sem er frábærlega skrifað fyrir stóra hljómsveit. Þegar hundrað manns spila saman þá verður hljómurinn svo flottur og mikið um að vera.“ ■ Miðborgarstarf kirkjunnar og Æskulýðssamband kirknanna í Reykjavík (ÆSKR) og nágrenni hafa tekið höndum saman og þró- að tilraunaverkefnið KMS, Krist- ur - menning - sköpun. Þar er boð- ið upp á kristilegt starf fyrir ungt fólk á aldrinum 14 til 20 ára og unnið er með listir og kristna trú. Jóna Hrönn Bolladóttir mið- borgarprestur segir að starf KMS hafi byrjað nú í september og þeg- ar sé komið samstarf við KFUM og K, Fella- og Hólakirkju, Ás- kirkju og Laugarneskirkju. „Við vinnum út frá menningu unglinga og hvetjum ungt fólk til að gefa eitthvað af sjálfu sér,“ segir Jóna Hrönn og segir einnig að það að vinna með listum séu öflugustu starfstækin í starfi með ungu fólki. „Við höfum Gospelkór sem Þóra Gísladóttir tónlistarkennari stjórnar, Björn Sigurðsson bassa- leikari heldur utan um hljómsveit- ina og er að kenna þeim nýja tón- list og svo höfum við leiklistarhóp undir stjórn Laufeyjar Brár Jóns- dóttur leikara.“ Þegar eru 35 ung- lingar virkir í KMS, en Jóna segir alveg endalaust hægt að taka við nýju fólki. „Það eru allir unglingar á þessum aldri velkomnir á fimmtudögum, frá 17.30 til 19.30 í Áskirkju. Þegar hóparnir hafa verið í hvor í sínu lagi borðum við saman kvöldmat og eigum saman helgistund og það þarf ekki að borga þátttökugjöld.“ ■ ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.10 Kyrrlátur hugur er markmiðið með leiddri hugleiðslu hjá Karuna, Búddamiðstöð að Ljós- vallagötu 10.  12.15 Guðmundur K. Magnússon prófessor flytur stutt erindi um Trú og trúverðugleika í nýju safnaðar- heimili Neskirkju. Að því loknu verða umræður á kirkjutorginu yfir hádegisverði.  16.30 Guðmundur Heiðar Frí- mannsson ræðir um stöðu Immanúels Kant í heimspeki nú- tímans á Heimspekitorgi Háskól- ans á Akureyri, sem verður haldið í Þingvallastræti 23, stofu 14. ■ ■ NÁMSKEIÐ  20.00 Margrét Bóasdóttir hefur umsjón með söngnámskeiði Leik- mannaskóla þjóðkirkjunnar í Grensáskirkju, sem haldið er í tengslum við þriggja daga ráð- stefnu um sálma og sálmasöng. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Tekur tónlistina í sundur ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON Leiðir tónleikagesti inn í töfraheim sinfóníunnar á tón- leikakynningum Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands. ■ TÓNLEIKAR ■ KIRKJUSTARF UNGT FÓLK Í ÁSKIRKJU 35 ungmenni taka þátt í nýju tilraunastarfi fyrir ungt fólk í kirkjunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Unnið með ungmenningu 54-55 (38-39) Slanga 13.10.2004 20:42 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.