Fréttablaðið - 06.11.2004, Page 26

Fréttablaðið - 06.11.2004, Page 26
Dóttirin vék ekki Mikla athygli vakti að Jóhanna Vilhjálmsdóttir skyldi ekki láta Þórhalli Gunnarssyni einum eftir stjórn Íslands í dag á fimmtudag í einu tveggja viðtala þar sem borgarstjórinn, Þórólfur Árna- son, lagði pólitíska framtíð sína að veði. Þórólf- ur gat ekki stillt sig um að vekja athygli á því að Jóhanna væri dóttir Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita minnihlutans í borginni, með því að spyrja hana: „Hver segir það, er það pabbi þinn?“ Jóhanna snöggreiddist og bað Þórólf að „halda honum utan við þetta“. Falli meirihluti R-listans, væri Vilhjálmur að öllu jöfnu borgarstjóraefni sjálfstæðismanna. Allt innan orkuveitunnar eða MR-Versló? Vilhjálmi og Alfreð Þorsteinssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, er sem kunnugt er mjög vel til vina og hafa starfað saman í stjórn Orku- veitunnar. Ein fléttan í borgarstjórn gæti orðið sú að Alfreð gengi til samstarfs við Vilhjálm vin sinn. Hins vegar kom mjög á óvart þegar Alfreð stakk upp á Degi B. Eggertssyni. Einn borg- arfulltrúi fullyrti í bakherberginu að Al- freð hefði hreinan ímugust á Degi. Ef Dagur yrði ofan á væri síðan líklegt að dagar Vilhjálms væru taldir því sjálf- stæðismenn myndu sennilega yngja líka upp hjá sér í næstu kosningum. Og hver væri þá sennilegri en Gísli Marteinn Baldursson? Þeir hafa ást við allt frá því að þeir leiddu annars vegar lið MR og hins vegar Versló í mælskukeppninni Morfís, rifust síðan fyrir Röskvu og Vöku í há- skólanum og nú í ráðhúsinu. „Do you speak english?“ Sú saga er sögð af Árna Magnússyni félags- málaráðherra að hann hafi eitt sinn í tíð sinni sem aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, þá- verandi utanríkisráðherra, stýrt norrænum fundi á Grænlandi. Þóttist Árni komast klakklaust frá fundinum sem hann stýrði af röggsemi á skandinavísku. Í veislu í lok fundarins bar svo við að í ljós kom að einn dönsku þátttak- endanna hóf upp raust sína á ensku. Gall þá í einum Finnanna: „Frábært, loksins eitt- hvað sem ég skil. Ég hef ekki skilið orð í all- an dag.“ Fræg er raunar skilgreining Harri Holkeri, fyrrverandi forsætisráðherra Finna og til skamms tíma landstjóra SÞ í Kosovo: „Norrænt samstarf eru fundir þar sem Íslendingar, Norðmenn, Svíar og Finnar þykjast skilja Dani …“ 26 6. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Rannveig Guðmundsdóttir kosin forseti Norðurlanda- ráðs á þingi sem bauð upp á fá pólitísk tíðindi en því fleiri fögur orð um einlæga vináttu frændþjóðanna. STJÓRNMÁL Norden var í orden á Norðurlandaráðsþinginu sem lauk í Stokkhólmi í vikunni. Að minnsta kosti vitnuðu svo margir ræðumenn í þessi fleygu orð Einars Más Guðmundssonar frá því að hann fékk bókmenntaverð- laun ársins að þau teljast komin í hóp með algengustu norrænu klisjum á borð við kære nordiske venner. Þau orð eiga væntanlega eftir að heyrast oft úr munni Rannveigar Guðmundsdóttur næsta árið því hún var á fimmtu- dag kosinn forseti Norðurlanda- ráðs 2005 og þar með gestgjafi þingsins í Reykjavík að ári. Engum leynist að Rannveig Guðmundsdóttir er í essinu sínu í norrænu samstarfi sem hún hefur tekið þátt í bæði sem þingmaður og ráðherra nær óslitið síðan 1991. „Ég met það persónulega mjög mikils að hafa verið valin í þetta embætti,“ segir Rannveig. Umræður á Norðurlandaráðs- þingi voru að þessu sinni óvenju- lega málefnalegar og einkenndust fyrst og fremst af mikilli kurteisi þótt ýmsir hafi sopið hveljur í byrjun þess þegar Steingrímur J. Sigfússon þótti sýna Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, dónaskap með því að tala um Íraksstríðið. Rannveig Guðmundsdóttir lýs- ir mikilli ánægju með fund for- sætisnefndar ráðsins með forsæt- isráðherrum Norðurlanda: „Þar kom mjög skýrt fram að þeir eru allir sammála um mikilvægi nor- ræns samstarfs og þess að varð- veita kjarna þess, samheldnina og þekkinguna til að byggja á í sam- vinnu í stærra samhengi á al- þjóðavettvangi, til dæmis í Evr- ópu.“ Rannveig nefnir umræðu um jafnrétti, menningu og mennta- mál sem styrkleika Norðurlanda- ráðs og velferðarmálin sem eru eins og rauður þráður í öllu starfi. Hún nefnir líka átak í að ryðja landamærahindrunum úr vegi. Það verk hefur Poul Schlüter, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, tekið að sér. Að vísu gat Schlüter ekki annað en brosað sínu breiða brosi þegar hann var spurður á blaðamannafundi hvort þessi landamæri ættu ekki að vera löngu horfin í krafti norræns og evrópsks samstarfs en það er önnur saga. Valgerður Sverrisdóttir, ný- skipaður samstarfsráðherra Norð- urlanda, nefnir landamærahindr- anir, vestnorræna starfið og lýð- ræðisþróun sem sín mál á þinginu. „Við Íslendingar höfum í formann- stíð okkar lagt áherslu á þessi at- riði og gert þau sýnilegri en áður.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vvinstri grænna, hefur lengi tekið þátt í norrænu sam- starfi og er ákafur „nordisti“ eins og hann orðar það. Steingrímur nefnir setningarræðu Görans Persson, forsætisráðherra Sví- þjóðar, við setningu Norðurlanda- ráðsþings og lýsir ánægju með að hann sé bæði að færast til vinstri og verða meiri „nordisti“. „Það munar um minna. Það er verið að takast á við þýðingarmikil prakt- ísk mál eins og að ryðja hindrun- um úr vegi fyrir búferlaflutning- um og atvinnu yfir landamæri.“ Steingrímur nefnir líka umræðu um áfengismál og vísar því á bug að hún sé hræsnisfull og lítið samband sé á milli orða og at- hafna. Því er Sigurður Kári Kristjáns- son, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, algjörlega ósammála. Hann segir að útaf fyrir sig séu markmið heilbrigðisráðherra Norðurlanda um að minnka áfengisneyslu, sérstaklega ungs fólks, göfug. Hns vegar sé neyslu- stýring með ofursköttum gamal- dags og úrelt aðferð: „Ég skildi ekki ummæli Jóns í pallborðsum- ræðum á þinginu. Ég efast um að sjónarmið hans um að herða áfengislög á Íslandi njóti stuðn- ings meirihluta Alþingis. Ég hefði haldið að meirihlutinn vildi fremur minnka neyslustýringuna og auka frjálsa verslun.“ a.snaevarr@frettabladid.is stjornmal@frettabladid.is Úr bakherberginu... Þar sem Norden er sannarlega í orden nánar á visir.is Fyrir einum tíu árum eða svo leið ekki sú vika í pólitíkinni hjá mér að ég skrifaði ekki um norræn málefni. Engin furða því ég var um þriggja ára skeið fréttamaður RÚV í Kaupmanna- höfn. Svo fór að Norðurlandaráðs- þing voru farin að leggjast á sálina á mér. Undir lokin leið mér eins og Gregor Samsa, söguhetju Franz Kafka úr Hamskiptunum, þó með þeirri undantekningu að mér leið ekki eins og ég væri að breytast í risastórt skor- dýr, heldur í risastórt nordiskt samar- betsorgan! Síðan hafa leiðir mínar og Norður- landa ekki farið mikið saman fyrr en í vikunni að mér bauðst að sitja þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Og viti menn, ég skemmti mér konunglega! Öll þessi vinalegu orð: „Havpattedyr“, „utskott“, „avtal“ og „forskare“ hljómuðu eins og fegursta tónlist í mínum eyrum. Minnisstæð augnablik: Göran Pers- son, forsætisráðherra Svía, nánast með tárin í augunum að lýsa því hve heitt hann elskaði sína kæru nor- rænu vini í ræðu rétt áður en hann bauð til veislu þar sem helsta mark- mið gestgjafanna virtist vera að svelta gesti sína til bana. Raunar hefði ég getað skilið ef vínið hefði verið naumt skammtað því Norðurlandaráðsliðar ( eða þeir sem héldust við í þingsalnum ) komu í Nóbelsverðlaunahöllina, Statshuset, móðir og másandi beinustu leið úr umræðum um „alkoholpolitik i Nor- den“. Þar mælti Jón Kristjánsson fyrir áliti norrænna heilbrigðisráðherra um áfengisbölið en þeir lýstu allir yfir sameiginlega á dögunum að hækka ætti skatta á áfengi. Raunar lýstu þeir svo allir yfir því jafnharðan hver í sínu lagi að þeir ætluðu ekki að gera neitt í málinu. Frode Sörensen, danskur þing- maður frá Suður-Jótlandi, stóð í þeim misskilningi að skiptast ætti á skoð- unum um málið. Hann spurði hvort einhverjar sannanir væru fyrir því að Suður-Jótar, sem hefðu haft bestan aðgang að ódýru brennivíni allra Norðurlandaþjóðanna í gegnum tíð- ina, væru við verri heilsu en norrænir frændur sem verstan aðgang hefðu haft að brennivín. Hann uppskar eng- in svör heldur stingandi augnaráð. Dýrðardagarnir í Stokkhólmi liðu alltof hratt. Það er nefnilega að sönnu ekkert mál að láta sig hafa langdregnar umræður um „al- koholproblemet“ i Norden ef maður veit að Chateau Tour Pibran (´99) er rétt handan við hornið. Raunar trúði háttsettur íslenskur embættismaður, hertur í eldi nor- rænnar samvinnu, mér fyrir því að þetta útheimti bæði mikla æfingu, góða líkamsburði og úthald. Og máli sínu til sönnunar söng hann „Angie“ fyrir mig eins og engill. Og það á sjötta glasi. Ég er strax farinn að hlakka til sama tíma að ári og það breytir engu þótt þingið verði haldið í Reykjavík en ekki í Stokkhólmi eins og nú. Það verður samt haldið í Norden og það er alveg í orden - mín vegna. VIKA Í PÓLITÍK UMMÆLI VIKUNNAR Rægjum brennvínið og dettum svo í það ÁFENGISPÓLITÍKIN Fremur hefði átt að skammta vínið naumt en matinn á Norðurlandaráðsþinginu. „Ég veit ekkert um þetta meinta samráð olíufélag- anna,“ Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra og eiginkona Kristins Björnssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, 1. nóvember 2004. „Ég hefði búist við að slíkt gerðist í Nígeríu, ekki á Íslandi.“ Arthur Irving, Irving Oil um samráð olíufélaganna, 4. nóvember 2004. Árni Snævarr skrifar RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR Hennar býður ærinn starfi við að stýra Norðurlandaráði en þing þess verður haldið á Íslandi á næsta ári. Myndin er tekin þegar hún var kjörin forseti Norðurlandaráðs í Riksdagen, sænska þinginu fyrr í vikunni. M YN D N O R D EN M YN D N O R D EN 26-39 (26-27) Stjórnmál 5.11.2004 15:46 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.