Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2004, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 06.11.2004, Qupperneq 26
Dóttirin vék ekki Mikla athygli vakti að Jóhanna Vilhjálmsdóttir skyldi ekki láta Þórhalli Gunnarssyni einum eftir stjórn Íslands í dag á fimmtudag í einu tveggja viðtala þar sem borgarstjórinn, Þórólfur Árna- son, lagði pólitíska framtíð sína að veði. Þórólf- ur gat ekki stillt sig um að vekja athygli á því að Jóhanna væri dóttir Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita minnihlutans í borginni, með því að spyrja hana: „Hver segir það, er það pabbi þinn?“ Jóhanna snöggreiddist og bað Þórólf að „halda honum utan við þetta“. Falli meirihluti R-listans, væri Vilhjálmur að öllu jöfnu borgarstjóraefni sjálfstæðismanna. Allt innan orkuveitunnar eða MR-Versló? Vilhjálmi og Alfreð Þorsteinssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, er sem kunnugt er mjög vel til vina og hafa starfað saman í stjórn Orku- veitunnar. Ein fléttan í borgarstjórn gæti orðið sú að Alfreð gengi til samstarfs við Vilhjálm vin sinn. Hins vegar kom mjög á óvart þegar Alfreð stakk upp á Degi B. Eggertssyni. Einn borg- arfulltrúi fullyrti í bakherberginu að Al- freð hefði hreinan ímugust á Degi. Ef Dagur yrði ofan á væri síðan líklegt að dagar Vilhjálms væru taldir því sjálf- stæðismenn myndu sennilega yngja líka upp hjá sér í næstu kosningum. Og hver væri þá sennilegri en Gísli Marteinn Baldursson? Þeir hafa ást við allt frá því að þeir leiddu annars vegar lið MR og hins vegar Versló í mælskukeppninni Morfís, rifust síðan fyrir Röskvu og Vöku í há- skólanum og nú í ráðhúsinu. „Do you speak english?“ Sú saga er sögð af Árna Magnússyni félags- málaráðherra að hann hafi eitt sinn í tíð sinni sem aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, þá- verandi utanríkisráðherra, stýrt norrænum fundi á Grænlandi. Þóttist Árni komast klakklaust frá fundinum sem hann stýrði af röggsemi á skandinavísku. Í veislu í lok fundarins bar svo við að í ljós kom að einn dönsku þátttak- endanna hóf upp raust sína á ensku. Gall þá í einum Finnanna: „Frábært, loksins eitt- hvað sem ég skil. Ég hef ekki skilið orð í all- an dag.“ Fræg er raunar skilgreining Harri Holkeri, fyrrverandi forsætisráðherra Finna og til skamms tíma landstjóra SÞ í Kosovo: „Norrænt samstarf eru fundir þar sem Íslendingar, Norðmenn, Svíar og Finnar þykjast skilja Dani …“ 26 6. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Rannveig Guðmundsdóttir kosin forseti Norðurlanda- ráðs á þingi sem bauð upp á fá pólitísk tíðindi en því fleiri fögur orð um einlæga vináttu frændþjóðanna. STJÓRNMÁL Norden var í orden á Norðurlandaráðsþinginu sem lauk í Stokkhólmi í vikunni. Að minnsta kosti vitnuðu svo margir ræðumenn í þessi fleygu orð Einars Más Guðmundssonar frá því að hann fékk bókmenntaverð- laun ársins að þau teljast komin í hóp með algengustu norrænu klisjum á borð við kære nordiske venner. Þau orð eiga væntanlega eftir að heyrast oft úr munni Rannveigar Guðmundsdóttur næsta árið því hún var á fimmtu- dag kosinn forseti Norðurlanda- ráðs 2005 og þar með gestgjafi þingsins í Reykjavík að ári. Engum leynist að Rannveig Guðmundsdóttir er í essinu sínu í norrænu samstarfi sem hún hefur tekið þátt í bæði sem þingmaður og ráðherra nær óslitið síðan 1991. „Ég met það persónulega mjög mikils að hafa verið valin í þetta embætti,“ segir Rannveig. Umræður á Norðurlandaráðs- þingi voru að þessu sinni óvenju- lega málefnalegar og einkenndust fyrst og fremst af mikilli kurteisi þótt ýmsir hafi sopið hveljur í byrjun þess þegar Steingrímur J. Sigfússon þótti sýna Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, dónaskap með því að tala um Íraksstríðið. Rannveig Guðmundsdóttir lýs- ir mikilli ánægju með fund for- sætisnefndar ráðsins með forsæt- isráðherrum Norðurlanda: „Þar kom mjög skýrt fram að þeir eru allir sammála um mikilvægi nor- ræns samstarfs og þess að varð- veita kjarna þess, samheldnina og þekkinguna til að byggja á í sam- vinnu í stærra samhengi á al- þjóðavettvangi, til dæmis í Evr- ópu.“ Rannveig nefnir umræðu um jafnrétti, menningu og mennta- mál sem styrkleika Norðurlanda- ráðs og velferðarmálin sem eru eins og rauður þráður í öllu starfi. Hún nefnir líka átak í að ryðja landamærahindrunum úr vegi. Það verk hefur Poul Schlüter, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, tekið að sér. Að vísu gat Schlüter ekki annað en brosað sínu breiða brosi þegar hann var spurður á blaðamannafundi hvort þessi landamæri ættu ekki að vera löngu horfin í krafti norræns og evrópsks samstarfs en það er önnur saga. Valgerður Sverrisdóttir, ný- skipaður samstarfsráðherra Norð- urlanda, nefnir landamærahindr- anir, vestnorræna starfið og lýð- ræðisþróun sem sín mál á þinginu. „Við Íslendingar höfum í formann- stíð okkar lagt áherslu á þessi at- riði og gert þau sýnilegri en áður.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vvinstri grænna, hefur lengi tekið þátt í norrænu sam- starfi og er ákafur „nordisti“ eins og hann orðar það. Steingrímur nefnir setningarræðu Görans Persson, forsætisráðherra Sví- þjóðar, við setningu Norðurlanda- ráðsþings og lýsir ánægju með að hann sé bæði að færast til vinstri og verða meiri „nordisti“. „Það munar um minna. Það er verið að takast á við þýðingarmikil prakt- ísk mál eins og að ryðja hindrun- um úr vegi fyrir búferlaflutning- um og atvinnu yfir landamæri.“ Steingrímur nefnir líka umræðu um áfengismál og vísar því á bug að hún sé hræsnisfull og lítið samband sé á milli orða og at- hafna. Því er Sigurður Kári Kristjáns- son, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, algjörlega ósammála. Hann segir að útaf fyrir sig séu markmið heilbrigðisráðherra Norðurlanda um að minnka áfengisneyslu, sérstaklega ungs fólks, göfug. Hns vegar sé neyslu- stýring með ofursköttum gamal- dags og úrelt aðferð: „Ég skildi ekki ummæli Jóns í pallborðsum- ræðum á þinginu. Ég efast um að sjónarmið hans um að herða áfengislög á Íslandi njóti stuðn- ings meirihluta Alþingis. Ég hefði haldið að meirihlutinn vildi fremur minnka neyslustýringuna og auka frjálsa verslun.“ a.snaevarr@frettabladid.is stjornmal@frettabladid.is Úr bakherberginu... Þar sem Norden er sannarlega í orden nánar á visir.is Fyrir einum tíu árum eða svo leið ekki sú vika í pólitíkinni hjá mér að ég skrifaði ekki um norræn málefni. Engin furða því ég var um þriggja ára skeið fréttamaður RÚV í Kaupmanna- höfn. Svo fór að Norðurlandaráðs- þing voru farin að leggjast á sálina á mér. Undir lokin leið mér eins og Gregor Samsa, söguhetju Franz Kafka úr Hamskiptunum, þó með þeirri undantekningu að mér leið ekki eins og ég væri að breytast í risastórt skor- dýr, heldur í risastórt nordiskt samar- betsorgan! Síðan hafa leiðir mínar og Norður- landa ekki farið mikið saman fyrr en í vikunni að mér bauðst að sitja þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Og viti menn, ég skemmti mér konunglega! Öll þessi vinalegu orð: „Havpattedyr“, „utskott“, „avtal“ og „forskare“ hljómuðu eins og fegursta tónlist í mínum eyrum. Minnisstæð augnablik: Göran Pers- son, forsætisráðherra Svía, nánast með tárin í augunum að lýsa því hve heitt hann elskaði sína kæru nor- rænu vini í ræðu rétt áður en hann bauð til veislu þar sem helsta mark- mið gestgjafanna virtist vera að svelta gesti sína til bana. Raunar hefði ég getað skilið ef vínið hefði verið naumt skammtað því Norðurlandaráðsliðar ( eða þeir sem héldust við í þingsalnum ) komu í Nóbelsverðlaunahöllina, Statshuset, móðir og másandi beinustu leið úr umræðum um „alkoholpolitik i Nor- den“. Þar mælti Jón Kristjánsson fyrir áliti norrænna heilbrigðisráðherra um áfengisbölið en þeir lýstu allir yfir sameiginlega á dögunum að hækka ætti skatta á áfengi. Raunar lýstu þeir svo allir yfir því jafnharðan hver í sínu lagi að þeir ætluðu ekki að gera neitt í málinu. Frode Sörensen, danskur þing- maður frá Suður-Jótlandi, stóð í þeim misskilningi að skiptast ætti á skoð- unum um málið. Hann spurði hvort einhverjar sannanir væru fyrir því að Suður-Jótar, sem hefðu haft bestan aðgang að ódýru brennivíni allra Norðurlandaþjóðanna í gegnum tíð- ina, væru við verri heilsu en norrænir frændur sem verstan aðgang hefðu haft að brennivín. Hann uppskar eng- in svör heldur stingandi augnaráð. Dýrðardagarnir í Stokkhólmi liðu alltof hratt. Það er nefnilega að sönnu ekkert mál að láta sig hafa langdregnar umræður um „al- koholproblemet“ i Norden ef maður veit að Chateau Tour Pibran (´99) er rétt handan við hornið. Raunar trúði háttsettur íslenskur embættismaður, hertur í eldi nor- rænnar samvinnu, mér fyrir því að þetta útheimti bæði mikla æfingu, góða líkamsburði og úthald. Og máli sínu til sönnunar söng hann „Angie“ fyrir mig eins og engill. Og það á sjötta glasi. Ég er strax farinn að hlakka til sama tíma að ári og það breytir engu þótt þingið verði haldið í Reykjavík en ekki í Stokkhólmi eins og nú. Það verður samt haldið í Norden og það er alveg í orden - mín vegna. VIKA Í PÓLITÍK UMMÆLI VIKUNNAR Rægjum brennvínið og dettum svo í það ÁFENGISPÓLITÍKIN Fremur hefði átt að skammta vínið naumt en matinn á Norðurlandaráðsþinginu. „Ég veit ekkert um þetta meinta samráð olíufélag- anna,“ Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra og eiginkona Kristins Björnssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, 1. nóvember 2004. „Ég hefði búist við að slíkt gerðist í Nígeríu, ekki á Íslandi.“ Arthur Irving, Irving Oil um samráð olíufélaganna, 4. nóvember 2004. Árni Snævarr skrifar RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR Hennar býður ærinn starfi við að stýra Norðurlandaráði en þing þess verður haldið á Íslandi á næsta ári. Myndin er tekin þegar hún var kjörin forseti Norðurlandaráðs í Riksdagen, sænska þinginu fyrr í vikunni. M YN D N O R D EN M YN D N O R D EN 26-39 (26-27) Stjórnmál 5.11.2004 15:46 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.