Tíminn - 25.11.1973, Blaðsíða 18
18
TÍMINN
Sunnudagur 25. nóvember 1973
H lenn og mal ' c lefni Fundur Hedtofts og Emils Jónssonor
— t morgunljómann er lagt af stað... Þeir komast nú að vfsu ekki langt
á hlaupum sfnum þessir hestar, þar sem þeir eru geröir úr dauöu og
kötdu efni. En þó er líf I þeim, og maður hlustar ósjálfrátt eftir
hófadyn. (Timamynd Gunnar).
Hver verður
næstur?
I endurminningabók Emils
Jónssonar, fyrrv. utanrikisráð-
herra, sem hann nefnir: Á milli
Washington og Moskvu, rifjar
hann m.a. upp sérstæðan fund
þeirra Hedtofts, þáv. forsætis-
ráðherra og leiðtoga danskra
jafnaðarmanna, i Kaupmanna-
höfn veturinn 1948. Frásögn
Emils er á þessa leið:
„Arið 1948 var ég staddur i
Kaupmannahöfn, eina dagstund i
febrúarmánuði... Til Kaup-
mannahafnar hafði ég ekki
komið 110 ár, en var þar áður vel
kunnugur, frá minum námsárum.
Þetta var sem sagt min fyrsta
koma þangað eftir að heims-
styrjöldinni lauk, þeirri siðari, og
fýsti mig að sjá, hverjar breyt-
ingarhefðu þar á orðið. Eg
ákvað þvi að ganga um borgina
og litast um. Það var laugar-
dagur og kalsaveður og fátt fólk á
ferð útivið.
Ég heimsótti fyrst minn gamla
skóla, verkfræðiháskólann við
Silfurtorg og gekk sfðan út að
„Vötnunum”, sem svo eru kölluð.
Þar var reyndar heldur engan
mann að sjá, sennilega veðursins
vegna, en ég rölti þarna góða
stund. Sá ég þá allt i einu mann
koma á móti mér. Sá gekk álútur
og þungbúinn, og leit hvorki til
hægri né vinstri. Þegar maðurinn
kom nær, þóttist ég bera kennsl á
hann, og þótti mér hann þó ólikur
sjálfum sér, eða þvi sem hann
var, þegar ég sá hann siðast, fyrir
mörgum árum. Þetta reyndist
rétt tilgetið hjá mér. Maðurinn
var Hans Hedtoft forsætisráð-
herra. Varð þarna fagnaðar-
fundur. Ég hafði þekkt Hans
Hedtoft frá þvi fyrir 1930, er hann
var framámaður i unghreyfingu
danska Sosialdemokrataflokksins
og hafði okkur jafnan verið vel til
vina. Eftir að við höfðum heilsazt
og skipzt á almennum kveöju-
oröum spurði ég hann beint, hvað
væri að, hvað væri um að vera,
hvernig stæði á þvi að hann,
sjálfur forsætisráðherrann, væri
hér einn úti að labba, i þessu lika
veðri, og hvers vegna hann væri
svo óvenjulega þungbúinn á
svipinn, eins og allar syndir
veraldarinnar hvildu á herðum
hans, hann sem væri venjulega
svo léttur og kátur.
„Það skal ég segja þér”,
sagði hann „ég hélzt bókstaflega
ekki við inni, ég varð að fara út
og kæla mig, og ég er _ feginn
að veðrið er eins kaldranalegt og
það er. Ég er að koma frá
Amaliuborg, frá Friðriki kóngi.
Það er embættisskylda min að
tilkynna honum þegar einhver
stórtiðindi eru að gerast, og nú
eru vissulega stórtiðindi að
gerast. Rikisstjórnin fékk i
morgun simskeyti frá trúnaðar-
mönnum sínum i Tékkóslóvakiu
um að innan fárra daga myndu
kommúnistar i Tékkóslóvakiu
taka öll völd i landinu i sinar
heldur, og landið þá hverfa
austur fyrir járntjaldið”, og siðan
bætti hann við og lagði þunga
áherzlu á orðin: „og hver verður
næstur?”
Ótti Hedtofts
Emil Jónsson heldur áfram frá-
sögn sinni:
„Eftir að við höfðum talað
þarna saman i nokkrar minútur
stakk Hedtoft upp á þvi að við
löbbuðum út á skrifstofu flokks-
ins.sem er þarna ekki langt frá,
við Rosenörnsallé — Þar sem nú
væri laugardagseftirmiðdagur
myndi allt starfsfólkið farið,
hann hefði sinn lykil að skrif-
stofunni, og við gætum setið þar i
ró og ræði og rabbað saman.
Ég hafði ekkert sérstakt við að
vera, og vildi gjarnan ræða ofur-
litið frekar um viðburðina, sem i
vændum væru i Tékkóslóvakiu
og varnarmál V-Evrópu yfir-
leitt, svo að við fórum saman út á
flokksskrifstof una.
Það kom fljótt i ljós, að
áhyggjusvipurinn á Hedtoft var
ekki að ástæðulausu. Hann var
skelfdur. Hann rifjaði upp fyrir
sér — og mér — þróun mála frá
siðasta hluta styrjaldarinnar og
árunum eftir striðið, hvernig
hvert landið eftir annað hefði
komizt undir kommúnistiska
stjórn, þrátt fyrir aö enginn
meirihluti væri þar fyrir þessu
stjórnarfari. Frá hausti 1944 til
vors 1948, Ungverjaland Pólland,
Rúmenía, Búlgaria og nú siðast
hefðu þetta orðið örlög Tékkó-
slóvakiu.
Varnir Vestur-Evrópurikjanna
margra væru I molum, svo að
maður tali nú ekki um skandi-
navisku löndin. Menn heföu verið
bjartsýnir eftir sigurinn og
margir hefðu takmarkað vopna-
búnað sinn, og væru þvi alls óvið-
búnir að mæta nýtti hættu.
Tilraunin til myndunar varnar-
bandalags Norðurlanda virtist i
algerri óvissu og hvað væri þá
næst eða eins og hann hafði áður
sagt, hver yrði næstur, og loks, er
unnt að koma i veg fyrir, að
nokkur verði næstur. Hann lauk
þessu tali sinu meö þvi, að hann
sæi aðeins eina leið, einn mögu-
leika og hann væri sá, að Vestur--
Evrópuþjóðirnar mynduðu
varnarbandalag ef Norðurlöndui-
um tækist ekki að ná samkomu-
lagi. Sameinaðar væru þær
sterkar, en sundraðar, ein og ein,
mundu þær ekkert viðnám geta
veitt”.
Ógleymanlegur
dagur
Emil Jónsson segir ennfremur:
„Mér var ekki kunnugt, um,
hvort nokkur viðtöl hefðu átt sér
stað, á þessu stigi, um möguleika
á nokkru bandalagi i þessa átt ,
og eg efast um, að Hedtoft hafi
haft hugmynd um það heldur.
Hitt tel ég miklu liklegra að þetta
hafi aðeins verið hans hugsun þá.
Hannhafði séö þennan möguleika
af sinu hyggjuviti, sem þó var
orðinn að veruleika einu ári
seinna.Þaðmá telja mjög liklegt,
að atburðir i Tékkóslóvakiu um
þetta leyti hafi orðið til þess að
vekja fleiri til umhugsunar, og að
þeir hafi beiniinis orðið til að ýta
undir stofnun Atlantzhafsbanda-
lagsins. Að minnsta kosti get ég
■sagt það fyrir mitt leyti, að mér
var ekki kunnugt um að neitt
heföi verið rætt um þetta við
isl. rikisstjórnina, enda hafa
sjálfsagt fáir vitað hvað i
vændum var I Tékkóslóvakiu
þegar þetta viðtal okkar Hetofts
átti sér staö 21. febrúar 1948.
Nú, atburðarásin i Tékkó-
slóvakiu varð svo eins og Hedtoft
hafði verið gerð grein fyrir, og
nokkru siðar fór svo að berast
orðrómur um það til tslands að
ýms riki i Vestur-Evrópu hefðu
áhyggur þungar af ástandinu, og
þaö með, að viðræður hefðu átt
sér stað milli þessara rikja um,
hvernig við skyldi bregðast.Ekki
munu þessar viðræður þó hafa
byrjað að taka á sig fast form fyrr
en seinni hluta ársins og um ára-
mótin, nema hvað Brusselsamn-
ingurinn milli Englands, Frakk-
lands, og Beneluxlandanna var
gerður vorið 1948, og varnar-
bandalag Norðurlanda var ekki
til fulls úr sögunni fyrr en i janúar
1949.
Við Hedtoft sátum þarna og
röbbuðum saman i 2-3 klst. og
bar raunar ýmislegt fleira
á góma. En þó að annað væri
drepiðá, kom þetta ævinlega upp
aftur og aftur: hvað er hægt að
gera til að forðást þessa stórkost
legu hættu, sem virðist alveg yfir-
vofandi.
Það var einkennileg tilviljun að
ég skyldi hitta Hedtoft þarna á
götu, og enn einkennilegri til-
viljun, að það skyldi verða á þess-
um örlagarika degi, þegar hinu
kommúnistiska samfélagi var að
bætast nýtt EvrópurikiT hópinn.
Þessum degi hefi ég aldrei
gleymt”.
Breytt ástand
í Evrópu
Þessi sögulega endurminning
Emils Jónssonar er ekki sizt at-
hyglisverð sökum þess, að hún
dregur upp glögga mynd af þvi
ástandi, sem rikti i Evrópu á
árunum 1947-49. Hún skýrir betur
en langt mál þær ástæður, sem
leiddu til stofnunar Atlantshafs-
bandalagsins. En jafnframt
sýnir hún þá stórfelldu breytingu,
er hefur orðið siðan. Striðsóttinn,
sem grúfði yfir Evrópu veturinn
1948, er horfinn. Sambúð þjóða
þar er orðin allt önnur en hún var
á þessum tima. Sambúð risa-
veldanna tveggja, Bandarikjanna
og Sovétrikjanna, hefur breytzt
enn meira. Þó standa vonir til, að
batinn eigi eftir að verða enn
meiri, þvi að menn vænta góðs
árangurs af öryggismálaráð-
stefnu Evrópu og af afvopnunar-
viðræðunum i Vinarborg.
Um það má deila endalaust
hver sé orsök hins breytta
ástands i Evrópu.Areiðanlega er
þáttur Atlantshafsbandalagsins
stór i þeim efnum. Um það
verður að visu aldrei ótvirætt
fullyrt.hvortRússarhefðu haldið
vestur yfir „Járntjaldið”, ef ekki
hafði verið þar sameiginlegum
vörnum að mæta. En hvað, sem
þvi liður, telja margir hlut
Atlantshafsbandalagsins svo
stóran I hinu nýja friðsamlega
ástandi og andrúmslofti i Evrópu,
að þeir telja nauðsynlegt að halda
þvi áfram, unz annað full-
komnara öryggiskerfi er fyrir
hendi. Að þvi er stefnt með
öryggismálaráðstefnunni og við-
ræðunum i Vin.
Hedtoft og
erlend herseta
Það kemur glöggt fram i frá-
sögn Emils Jónssonar, að Hans
Hedtoft, var mikill hvatamaður
að stofnun varnarsamtaka vest-
rænna þjóða.Fyrst beitti hann sér
fyrir varnarbandalagi Norður-
landa, eftir að það mistókst var
hann eindreginn stuðningsmaður
Atlantshafsbandalagins. En hann
átti jafnframt þátt i þvi að móta
sérstakt viðhorf smáþjóðanna til
bandalagsins. Eftir stofnun
Atlantshafsbandalagsins, bentu
margir ráðamenn þess á, að
.danski herinn væri svo ófull-
Vominn að'Danmörk væri sama og
ovarin, ef ekki kæmi erlendur her
til viðbótar. Það myndi einnig
styrkja hinar sameiginlegu
varnir, ef erlendur her væri stað-
settur i Danmörku. Hedtoft hafn-
ai hins vegar þessum kröfum.
Hann markaði i staðinn þá stefnu,
að ekki skyldi staðsettur er-
lendur her i Danmörku á friðar-
rimum. Danir myndu þvi aðeins
kveðja til erlendan
her, að ráðizt hefði verið á landið
eða árás á það talin yfirvofandi
aö mati Dana sjálfra. Undir
öðrum kringumstæðum kæmi er-
lend herseta i Danmörku ekki til
greina.
Hedtoft taldi svo mikilvæga þá
yfirlýsingu Atlantshafsbanda-
lagsins, að árás á eitt aðildar-
rikið væri árás á þau öll, að hún
myndi nægja til að bægja hugsan-
legum árásaraðila frá Dan-
mörku. Reynslan hefur staðfest
það mat hans.
Óneitanlega hefur þessi afstaða
Hedtofts reynzt Dönum hagstæð.
Danir hafa alveg losnað við þær
deilur, sem jafnan hafa fylgt er-
lendum herstöðvum. Þótt nú riki
glundroði I dönskum stjórn-
málum, er hann þó vafalaust litill
I samanburði við það, sem hefði
orðið, ef einnig hefði verið deilt
um erlendar herstöðvar, sem
hefðu verið staðsettar i Dan-
mörku.
Aðvörun
Norður-Noregs
A þeim tima, sem Noregur
gekk I Atlantshafsbandalagið fór
Verkamannaflokkurinn þar með
völd. Forystumenn hans mörkuðu
sömu afstöðu til erlendrar her-
setu og Hedtoft hafði gert i Dan-
mörku. Þeir hafa fylgt henni
jafnan siðan. Þó hefur það
stöðugt kveðið við af hálfu sér-
fræðinga Atlantshafsbandalags-
ins.og fleiri, að varnir Norður-
Noregs séu hinar veikustu. 1 þvi
sambandi er oft bent á, að hefðu
Rússar áhuga á nokkru landi af
hernaðarlegum ástæðum, væri
það Norður-Noregur. Raunar
þarf ekki annað en að lita á landa
kortið til að sannfærast um það.
Areiðanlega myndi það styrkja
mjög varnir N-Noregs, ef þar
væri staðsettur verulegur er-
lendur herafli til viðbótar hinum
veikbyggða norska her,er þar er
nú. Sá herafli Norðmanna er svo
vanmegna, að Rússar gætu leikið
sér að þvi að hertaka Norður-
Noreg á fáum klukkustundum, ef
þeirkærðusig um það. Norðmenn
hafa þó jafnan neitað þvi að leyfa
erlenda hersetu i Norður-Noregi.
Þeir hafa treyst á, að það myndi
nægja til að halda hugsanlegum
árásaraðilum frá Norður-Noregi,
að slik árás yrði talin árás á öll
riki Atlantshafsbandalagsins og
yrði henni mætt samkvæmt þvi.
Það er þessi yfirlýsing Atlants-
hafsbandalagsins, sem hefur ver-
ið aðalvörn Norður-Noregs
siðustu 20 árin. Hún hefur reynzt
fullnægjandi.
Söguleg för
til Washington
Það voru fleiri stjórnmála-
menn en danskir og norskir, sem
fylgdu þeirri stefnu á áður-
nefndum árum, að ekki ætti að
leyfa erlenda hersetu, þrátt fyrir
hið uggvænlega útlit I alþjóða-
málum, sem þá var rikjandi og
glögglega er lýst i áðurgreindri
frásögn Emils Jónssonar. Það er
einmitt rakið i umræddri bók
Emils Jónssonar, að islenzkir
stjórnmálamenn voru þá sama
sinnis. Emil Jónsson segir i bók
sinni frá för hans, Eysteins Jóns-
sonar og Bjarna Benediktssonar
til Washington til þess að fá það
staðfest, að aðild að Atlantshafs-
bandalaginu fylgdi ekki herseta á
friðartimum. Þeirfengu þar skýr
svör frá Dean Acheson, þáv.
utanrikisráðherra Bandarikj-
anna. Svörin voru þau, að ekki
kæmi til mála að þátttöku i At-
lantshafsbandalaginu fylgdi það
skilyrði, að erlendur her eða her-
stöðvar yrðu á Islandi á friðar-
timum.. Það var fyrst eftir að
þetta hafði verið staðfest i
Washington, að islenzkir stjórn-
málamenn ákváðu að beita sér
fyriraðild Islands að Atlantshafs-
bandalaginu.
Það gerðist svo tveimur árum
siðar, að islenzkir stjórnmála-
menn mátu striðshættuna meiri
sökum Kóreustyrjaldarinnar en
starfsbræður þeirra i Noregi og
Danmörku. Þess vegna var
kvaddur hingað erlendur her. En
þannig var frá þvi gengið, að
hægt væri að láta hann fara með 1
1/2 árs fyrirvara. Astæðan var sú,
að honum var ekki ætluð lengri
dvöl en meðan striðshættan var
mest. Sú stefna átti þá enn sterk
itök í öllum flokkum, að hér ætti
ekki að vera her á friðartimum.
Stefnan frá 1949
Viðræður þeirra Emils Jóns-
sonar og Hedtofts, sem hinn fyrr-
nefndi segir frá i bók sinni, varpa
næsta skýru ljósi á það, hve
miklu friðvænlegra ástandið er i
heiminum nú en það var á árun
um I kringum 1950. Sem betur
fer, er þar um tvennt ósambæri-
legt að ræða. Samt voru Islend-
ingar ákveðnir i þvi á árunum
1948-49 að hafna erlendri hersetu
og Danir og Norðmenn hafa
aldrei vikið frá þeirri stefnu.
Stefnubreytingin er þvi ekki
meira en litil hjá þeim, sem voru
andvígir hersetu 1948-49, en vilja
hafa hana nú, þegar friðarhorfur
eru allt aðrar og miklu betri.
Meiri stefnubreytingu er næsta
erfitt að hugsa sér.
Sannleikurinn er lika sá, að
Island er ekki varnarlaust þótt
herinn fari meðan það er aðiii að
Atlantshafsbandalaginu. Landið
nýtur þá enn þeirrar verndar,
sem Danir og Norðmenn telja sér
mikilvægasta, þ.e. þeirrar yfir-
lýsingar Atlantshafsbandalags-
ins, að árás á eitt aðildarrikið sé
árás á þau öll. Sú yfirlýsing héfur
nægt til að tryggja þátttöku-
rikjum þess frið og öryggi á
þriðja áratug.
Það er þvi kominn timi til, að
farið sé að fylgja stefnunni, sem
var svo réttilega mörkuð við
inngönguna i Atlantshafsbanda-
lagið, að hér se' ekki her á friðar-
timum. En að sjálfsögðu ber að
gera það á þann hátt, að við
rækjum áfram þær skyldur, sem
þátttakan I Atlantshafsbanda-
laginu leggur okkur á herðar.
Það voru sönn orð, sem Emil
Jónsson sagi á Alþingi 1970:
„Þótt við höfum góða reynslu af
samskiptum við varnarliðið og
þau hafi farið batnandi, þá er
okkur hollast að hafa ekki erlent
herlið hér á landi til langdvalar”.
Þ.Þ.