Tíminn - 25.11.1973, Síða 30

Tíminn - 25.11.1973, Síða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 25. nóvember 1973 Sýning á björgunartækjum. | Tíminn er j • peningar f f AuglýsidT | | íTÍmanum f MMMMWMtMtMMMMt—♦••• Ráðstefna R.K.I. um sjúkraflutning UM SÍÐUSTU helgi efndi Rauði kross íslands til ráðstefnu um sjúkraflutning, undirbúningur ráðstefnunnar var i samráði við heilbrigðismálaráðuneytið. Ráð- stefnuna sóttu 131 manns úr öllum landshlutum, fulltrúar þeirra aö- ila, sem yfir sjúkraflutningatækj- um ráða, fulltrúar samtaka, stofnana og fyrirtækja, læknar, hjúkrunarkonur og leikmenn. Ráðstefnan hófst meö þvi, að varaformaður R.K.l. Kjartan L. Jóhannsson héraðslæknir, setti ráðstefnuna. Síðan flutti heilbrigðismálaráðherra, Magnús Kjartansson, ávarp, þar sem hann lagði áherzlu á þann mikilvæga hlekk i heilbrigðis- málum þjóðarinnar, sem sjúkra- flutningar væru, ræddi um sam- starf heilbrigðisyfirvalda og al- mennings, þátt almennra sam- taka og þakkaði R.K.Í. fyrir frumkvæðið i málinu. A ráðstefnunni voru flutt ýmis erindi. Age Rörmark frá Dan- mörku, varaforseti alþjóðasam- takanna Interrescue, hélt erindi um leið sjúklingsins frá slysstað til sjúkrahúss og mikilvægi þess að allir hlekkir þeirrar keðju væru jafnsterkir. Benti hann á ýmsa þætti sem mikilvægt væri að gera umbætur á. Tore Larsen frá Scanrescue i Noregi flutti erindi um skipulag sjúkraflutninga og reglur um þá i Noregi, sérstaklega um þær kröf- ur, sem gerðar væru til bifreiða til að tryggja öryggi sjúklinga. Tom Hansen frá Rauðakrossin- um i Horten i Noregi, flutti erindi um þær kröfur, sem gera þyrfti til sjúkraflutningamanna, til að þeir væru hæfir til að gegna sinu hlut- verki, en það mál hefur mjög ver- ið á dagskrá i Noregi. Þá flutti Tryggvi Helgason er- indi um sjúkraflug. Lagði hann mikla áherzlu á bætta flugvelli, að mögulegt gæti verið að hafa lækni með i sjúkraflug og að veitt verði aðstoð til kaupa á sjúkra- flugvélum með jafnþrýstibúnaði, sem væri höfuðnauðsyn, ef fyllsta öryggis sé gætt. Sigurjón Jóhannesson, skóla- stjóri á Húsavfk, skýrði frá skipu- lagi Rauðakross deildar Húsavik- ur á sjúkraflutningi i Þingeyjar- sýslum, og sérstaklega þátt sjálf- boðins liðs i sambandi við flutn- ingana. Lagði hann áherzlu á, að sjálfboðin lið úti um landið verði aðstoðuð i starfi, m.a. með styrk til sjúkrabilakaupa. Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjóri sagði i erindi sinu að þróun sjúkraflugninga hefði verið tilviljanakennd, og gera þyrfti umbætur vegna þeirra, sem þjónustunnar ættu að njóta. Hann lagði mjög áherzlu á mikilvægan þátt sveitarfélaga i þessu sam- bandi, nema hvað snerti sjúkra- flug, þar sem skipuleggja þyrfti máliðumland allt. Einnig þyrfti, að bæta samband þeirra, sem sjúkraflutninga önnuðust, og sjúkrastofnana, i þvi skyni að gera þá siðarnefndu virkari. Valdimar Hansen læknir skýrði frá reynslunni við námskeið fyrir sjúkraflutningamenn i Reykja- vik, en allviðtæk námskeið fóru þar fram fyrr á þessu ári. 1 sambandi við ráðstefnuna var sýning á sjúkrabilum, björgunar- og sjúkratækjum. Þátttakendur skiptust i um- ræðuhópa, þar sem tekin voru fyrir til umræðu hin ýmsu vanda- mál, i sambandi við sjúkraflutn- ing i dreifbýli og þéttbýli, i lofti, á láöi og legi. Rætt var um, hvaða leiðir mætti fara til sameiginlegr- ar úrlausnar mála, t.d. i sam- bandi við innkaup, stöðlun, lækk- un tolla á tækjum, neyðarnúmer i slmakerfi landsins o.fl. Þá var rætt um möguleika á sjúkraflutninganefnd fyrir allt landið og hugsanlega ráðningu manns, sém unnið gæti ráðu- Sambyggði kæli- og frysti- skápurinn TR 70/55 hentar i öll eld- hús þar sem gólf- rými er takmarkað. Gólfrýmið, sem hann þarf, aðeins 60x60 cm, er ekki meira en venjulegur kæliskápur. Engu að siður rúmar hann 380 lítra. Skipting i 210 lítra kælirúm og 170 litra frystirúm er þraut- hugsuð með þarfir fjölskyld- unnar i huga. SA STÆRSTI Electrolux Kælirinn er fyrir daglega þörf fjölskyld- unnar sjálfvirk- afþýðing, þrjár færanlegar hillur. Grænmetis- skúffa. Osta- og smjörhólf. Tvær hillur i' hurö, önnur með flösku- haldara. Frystir- inn geymir grænmeti og kjöt til lengri tíma. Þrjár körfur, sem draga má út. Hraðfrysti- hólf. Hillur úr sléttu áli. Tvær hillur i hurð. AUGLV5INGADEILD TIMANS LITIR: Hvítf, Ijósgrænt og koparbrúnt (lakkbrennt) ATHUGIÐ: Tvö óháð frystikerfi Vörumarkaðurinnhf. | ArmOLA 1A - RKVKJAVlK • SlMI U112 Sjómanna- bókinlSGB bóra Blú Bára blá er að lang mestu leyti skrifuð af sjómönnum og er hún úrval af greinum og sögum úr Sjómannablaðinu Vikingi á ár- unum 1939—1944. Fæst hjá bóksölum um allt land og hjá for- laginu. Sendum gegn póstkröfu. Sjómannablaðið Víkingur Bárugötu 11 — Simi 1-56-53 — Reykjavík

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.