Tíminn - 24.02.1974, Síða 13

Tíminn - 24.02.1974, Síða 13
Sunnudagur 24. febrúar 1974. TÍMINN 13 VANDVIRKNI OG SMEKKVÍSI Þorleifur Einarsson: GOSIÐ t HEIMAEY 88 bls. Heimskringla 1974. Þegar rétt ár var liðið frá Heimaeyjargosinu, 23. janúar siðast liðinn, kom út falleg bók i Reykjavik. Hún heitir Gosið á Heimaey og er eftir dr. Þorleif Einarsson jarðfræðing. Lesmálssiður bökarinnar eru 56, en ná þó i rauninni ekki þeirri tölu þvi efnisyfirlit fremst og skrá um ljósmyndir og kort aftast, eru hér taldar með, en auk þess eru nokkur kort innan um lesmálið. Þegar þessu sleppir taka við 32 myndasiður, eru þar bæði litmyndir og svart-hvitar myndir. Liklega er ekki ofmælt að segja, að myndirnar séu bæði list og fræðsla, svo ágætar sem þær eru. Sannast þar enn, að mynd segir meira en orð — oft- ast nær. Þetta ber þó ekki svo að skilja, að hið skrifaða orð þess- arar bókar þurfi neinnar sér- stakrar hjálpar við. Hann er sjálfbjarga, og vel það. Hér er mjög mikill fróðleikur saman dreginn i stutt mál, og nægir að benda á nokkrar kaflafyrir- sagnir þvi til sönnunar: Elds- umbrot á íslandi. Myndunar- saga Vestmannaeyja. Um sögu Vestmannaeyja. Fyrsta gos- nóttin. Aðdragandi gossins. Þessi upptalning gefur ofur- litla hugmynd um fjölbreytni bókarinnar, og eru hér þó aðeins taldir fimm kaflar af tuttugu og þrem, auk eftirmála. Eins og gefur að skilja, getur naumast orðið um neinn „dóm” að ræða i þessu greinarkorni. Til þess þyrfti undirritaður að bera meira skynbragð á jarðfræði og aðstæður i Vestmannaeyjum, en raun er á. Hitt er óhætt að segja, að bókin er skrifuð á einkar ljósan og tilgerðarlausan hátt og ger- samlega laus við alla tyrfni og „sérfræðingastil.” Hún ætti þvi að geta orðið hin aðgengilegasta lesning fyrir hvern þann mann, leikan eða lærðan, sem hug hefur á að kynna sér þá hluti, sem þar er fjallað um. Þessu til sönnunar get ég ekki stillt mig um að birta nokkrar linur úr bókinni, og grip niður á bls. 29. „Flest hraunhlaupin i innsigl- inguna byrjuðu 1-2 klukkustund- um eftir stórstraumsfjöru en munur á fjöru og flóði i stór- streymi er um 3 m við Heimaey. Skýringin á þessu er tviþætt. í fyrsta lagi er augljóst, að 3 m hærri sjávarstaða á flóði hamlar á móti hraunrennsli. svo að hraunið storknar fljótt og myndar „vegg.” Við þetta hleðst hraunkvikan upp á bak við þennan „vegg” og safnast fyrir. A fjörunni kólnar hraunjaðarinn minna og jafn- framt vantar aðhald 3 m hás sjávarveggjar. Þessi háa hraunbrún brestur þvi á fjöru, þegar aðhalds sjávarins nýtur ekki, svo aökvikan, sem safnast fyrir á flóöinu, hleypur fram. Þetta gildir sennilega eingöngu um hraunrennsli á grunnu, en ekki á móti opnu hafi, þar sem aldan brýtur storknandi skorp- una jafnharðan og hleypir hraunkvikunni sifellt fram, enda var þvi oftveitt athygli við rennsli i jaðri hraunsins austan Klettsnefs, að hrauntangar beygðu út með ströndinni. Þetta varð vegna þess, að aldan braut storkna skorpu af rennandi hrauni út á móti hafinu, svo að I þá átt var minnst mótstaða gegn rennsli. Fyrir opnu hafi sækir hraun þvi ávallt á móti öldunni.” Þannig er bók dr. Þorleifs Einarssonar. Þótt hún sé skrifuð af visindamanni, sem vafalaust slakar hvergi á fræðimannlegri nákvæmni, þá gætir höfundur þess jafnan að láta það ekki verða á kostnað framsetningarinnar. Það er kannski hótfyndni, en ég fyrir mitt leyti hef aldrei getað vanizt þvi að tala um búslóðir, þótt ég að visu viti, að við höfum lengi talað um búslóð (i kvenkyni), þegar um hús- muni er að ræða. Það verður að visu að viðurkennast, að hér er úr talsvert vöndu að ráða, þvi ekki er auðhlaupið að einu oröi eða stuttu og handhætu orða- sambandi, sem kemur nákvæmlega i staðinn fyrir hina leiðinlegu fleirtölumynd, búslóðir. (Húsmunir er ekki alveg nógu gott, þvi að búslóð getur verið fleira en það, sem venjulega er átt við, þegar rætt er um húsmuni). — A þetta er minnzt vegna þess, að i bók dr. Þorleifs Einarssonar kemur orðið „búslóðir'’ oft fyrir, og er það satt að segja hið eina, sem mér finnst óprýða ágætan texta hennar. Hér hefur ekki verið reynt að gera einstökum köflum þessar- ar bókar skil, hverjum fyrir sig. Slikt hefði orðið alltof langt mál, enda kannski hæpinn greiöi við þá, sem vilja kynna sér efni hennar án milligöngu annarra. Þess má að lokum geta, að frágangur bókarinnar er sér- lega fallegur. Ég held, að það sé hvorki skrum né skjall þótt sagt sé, að þessi saga gossins á Heimaey i máli og myndum, sé bæði höfundi sinum og útgef- anda til,sóma. — VS. Dr. Þorleifur Einarsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.