Tíminn - 24.02.1974, Side 24

Tíminn - 24.02.1974, Side 24
24 TlMlNtf Sunnu'dagúr '24. febriiar 1974. '*K' deðarunga. Andlit hennar var unaðsfagurt, brúnleitt af sól og stormi, svipurinn ákveðinn og þó viðkvæmur. En það, sem hlaut að sigra sérhvern, voru varir hennar. Þær voru ósveigður bogi Amors, stórar og þrýstnar, sem mótaðar af guði innblásnum myndhöggvara, og fyllilega megnugar þess að gera drauma dýrlings órólega og trylla hann i þeirri þrá að mega kyssa þær. Dökkt hár hennar mátti greina undir stráhattinum, og vöxtur hennar, sem leyndi sér ekki undir kiæðskera- saumaðri, gráleitri dragtinni, gaf til kynna fegurð og þrótt. Hún var ekki með hanzka, og hendur hennar voru freknóttar, en þær voru vel snyrtar og sterklegar. En það, sem olli kjarkleysi Jónasar, var gjörvöll framkoma hennar. Hún var í einu og öllu hefðarmær, og sem slík hafði hún fullkomið vald yfir höndum sínum, fasi og andliti, og klæðnaðurinn og allt annað full- komnaði þessar niðurrífandi af leiðingar. Hún var af allt öðrum heimi en hann sjálfur. — Það er gaman að hitta þig aftur, sagði Stefán. Ég hef frétt, að þú hafir staðið þig vel. Hérna sérðu, að Svala er líka komin til þessaðtaka á móti þér. Hann steig til hliðar, og brosandi rétti Svala honum höndina. — Vertu velkominn heim til Skarðsstöðvar, sagði hún. Þú kemur með bros veðurblíðunnar með þér. Manstu ekki eftir því, þegar við fórum að veiða saman, og það var alltaf blíða, dagana sem þú stakkst upp á að fara? Feimni Jónasar yfirgaf hann um leið og hann þrýsti hönd hennar, en hann hafði en n ekkj tekið gleði sína. — Jú, það voru yndislegir d,agar, sagði hann. Og ég vona sannarlega, að það veiðist eins vel ennþá. Annars kom ég hingað með vin minn, Eirík Eiríksson, Helgasonar f rá Reykjavík. Eiríkur heilsaði Stefáni og dóttur hans. Á íslandi tala menn saman úr órafjarlægð. Standi maður fyrir utan símstöðina í Reykjavík og horf i upp i loftið, gæti maður bezt trúað, að þetta væri í Chicago, eftir öllum simavírunum að dæma, því að þarna er höfuðstaðurinn í sambandi við sveitabæi, pláss og bæi víðs vegar um landið. Stefán Gunnarsson vissi mætavel um komu Jónasar og vinar hans, því að lögfræðingurinn hafði daginn áður talað við hann í meira en tíu mínútur, og enda þótt Stef án væri ekki einn þeirra, sem báru lotningu fyrir ríkidæmi, varð kveðja hans ekki síður innileg af því, að Eiríkur skyldi vera vel stæður maður. Hvað Svölu viðvék, var hún fyrst og fremst hrifin af myndrænni fegurð þessa manns, en síðan greip hana til- f inning, sem hún hafði aldrei f undið til gagnvart neinum karlmanni — óræð tilf inning á þá leið, að þarna stæði hún andspænis andstæðingU Blá augun, sem hún stóð andspænis, sögðu henni ekkert. Það var enginn minnsti vottur af vinsemd í þeim. Hefði hún hitt fossbúann, sem sagður er búa í ánni, hefði hún að líkindum f undið fyrir sömu áhrif um. Því að hann er sagður vera sálaraus. Þegar þau klifruðu niður í bátinn, veitti Jónas þvi eftirtekt, að Svala hafði enn sömu léttu hreyfingarna r og áður, og hann hafði alltaf daðst að. Hún var létt í spori eins og fugl. Hún var skírð Guðrún. Svala var aðeins gælunafn, en þau vilja svo oft verða raunveruleg nöfn fólksins, nöfn, sem hafa sál og eru byggð á Ijúfri minningu eða hugdettu. Móðir hennar, sem var f ín dama frá Kaupmannahöfn, hafði gefið henni þetta nafn, og af öllum blóma- og f uglaheitum, sem til eru, hefði hún ekki getað fundið meira viðeigandi heiti. Frá lendingunni var stutt upp á götuna í plássinu. Gatan var aðeins ein, og sums staðar voru húsin þétt, annars staðar nokkuð á milli þeirra. Næst ströndinni bjuggu fiskimennirnir, og stakkstæðin lágu alveg niður undir sjó. Til hægri var verzlun Björns Símonarsonar, þar sem menn gátu keypt allt mögulegt, frá tóbaki að olíufatnaði, frá kaffibaunum að steikarpönnum. Björn, sem var lítill og grannvaxinn, af því að stjórn- málin höfðu reynt svo mjög á hann, en hann var kjaftaskur og Danahatari fram í fingurgóma, kom æðandi út til þess að heilsa upp á Jónas. Því næst féllust Jónasog Jón bakari Jónsson i faðma. Rétt hjá bakaríinu var Gistiheimilið, og þar námu þeir vinirnir tveir staðar. — Hér verðum við víst að kveðjast, sagði Stefán Gunnarsson, úr því að þið eruð svona ákveðnir í að verða hér eftir, enda þótt ég hefði með ánægju viljað mega hýsa þig og vin þinn. En þið verðið þó alltaf að koma í kvöldverð. Klukkan sjö. Síðan hélt hann áf ram leiðar sinnar ásamt dóttur sinni upp eftir þessari litlu leikfangalandsgötu með báru- járnsskúrunum. Að baki húsanna mátti sjá smaragðs- grænar f lesjur dalsins og gráar klettamyndanirnar þar á bak við. Lengst í fjarska lá eldfjallið, dökkgrátt og purpuralittog krýnt geysimiklum íshatti, sem glampaði í sólskininu. Gistiheimilið var eldhús, dagstofa, þar sem borðað var, og sex-sjö gistiherbergi, hvert búið tveim skips- kojum, annarri ofan við hina. Þar var líka galvaníserað þvottasett og handklæði. Önnur húsgögn voru þar ekki, að undanskildum borðum og stólum í borðstofunni. En herbergin skinu af hreinleik, og maturinn var góður. Um hádegið fengu þeir lax úr ánni, pönnukökur — sem maður fær alltaf — og kaffi. / Gleymdu þvi / Fúgjörbreyttir lifi ' mlnu. Hvernig get ég þakkað þér?--------—' I Jack. Ég gerði) aðeinsþað, sem / 'þú varst vanur aðgera fyrírmig iHIm iiin 1 1 Sunnudagur 24. febrúar 8.00 Morgunandakt Herra Sigurbjörn Einarsson biskup fiytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög Hljóm- sveit Hans Carstes leikur. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar: Krá út- varpinu i Vestur-Berlin (10.10. Veðurfregnir) Flytj- endur: Kammerkór út- varpsins undir stjórn Uwes Gronostays, Konrad Ragos- sing gitarleikari, Rolf Schmete fiðluleikari og David Levine pianóleikari. a. Fimm mótettur eftir Melchior Franck við texta úr Ljóðaljóðum. b. „Benedita Sabedoria” eftir Heitor Villa-Lobos. c. Tvö verk fyrir lútu eftir John Dowland. d. Þrir þættir úr Svitu nr. 3 i g-moll eftir Bach. e. Andaluza eftir Enrico Grandados. f. Fandanguillo og Rafaga eftir Joaquin Turina. g. Brasiliskur dans fyrir gitar eftir Villa-Lobos. h. Sónata i G-dúr op. 78 fyrir fiðiu og pianó eftir Brahms. 11.00 Messa i Hallgrims- kirkju. Prestur: Séra Gisli Brynjólfsson. Órganleikari: Páll Halldórsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar 13.15 Aldarafmæli stjórnar- skrárinnar Gunnar Karls- son cand.mag. flytur hádegiserindi. 14.00 Gestkoma úr strjál- býlinu. Jónas Jónasson fagnar gestum frá Patreks- firði. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátiðinni i Prag i fyrrai Tékkneska fil- harmóniusveitin leikur „Föðurland mitt”, sex sinfónisk ljóð eftir Bedrich Smetana: Vaclav Smetacek stjórnar. 16.15 Kristallar — popp frá ýmsum hliðum Umsjónar- menn: Sigurjón Sighvatsson og Magnús Þ. Þórðarson. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Jói i ævintýraleit” eftir Kristján Jónsson Höfundur les (5). 17.30 Stundarkorn með pólsku söngkonunni Bognu Sokorska 17.50 Úr segulbandasafninu Páll Bergþórsson veður- fræðingur talar við Stein Dofra ættfræðing i ársbyrjun 1958. 1 þættinum fer Jón Helgason prófessor með kvæði sitt „Til höfundar Hungurvöku”. 18.20 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Barið að dyrum Þórunn Sigurðardóttir heimsækir Sverri Kristjánsson og Guðmundu Eliasdóttur að Grjótagötu 5. 19.55 tslenzk tónlist Guðmundur Guðjönsson söngvari og Sinfóniu- hljómsveit íslands flytja. Stjórnendur: Proinnsias O’Duinn og Páll P. Pálsson. a. Fimm sönglög eftir Pál Isólfsson. b. Fjórir rimna- dansar eftir Jón Leifs. 20.15 „Nú er góa gengin inn" GIsli Helgason sér um þátt- inn. Auk hans koma fram: Kristján Steinsson, Dagur Brynjúifsson, Guðmundur Danielsson og Hjörtur Pálsson. 21.15 Tónlistarsaga Atli Ileimir Sveinsson skýrir hana með tóndæmum (16). 21.45 Uin átrúnaö: Út fyrir- birgðafræði trúarbragða. Jóhann Ilannesson flytur fjórða erindi sitt. 22.00 Fréttir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.