Tíminn - 24.02.1974, Page 30

Tíminn - 24.02.1974, Page 30
Þvl miður cr endanlega búið að koma i veg fyrir að sjónvarpsmyndin „Magical Mystery Tour” komi á skjáinn hér heima.. Úr pop pressunni 28. marz n.k. verður sýnd i brezka sjónvárpinu heimildarkvikmynd um hljómsveitina Sweet og nefn- ist hún „All that Glitters”. t þessum sama mánuði mun koma á markaðinn með Sweet ný LP- plata, sem ber titilinn „We’re Revolting” eða Sweet F.A.” t marzbyrjun mun hljómsveitin halda hljómieika i Glasgow, Manchester, Bristol og London. t undirbúningi er ný hljómplata með Paul Simon. Hér er um að ræða samansaí'n af lögum, sem voru hljóðrituð á hljómleikum i Bandarikjunum 1973. Paul MacCartney hefur verið i Manchester nú að undanförnu, þar sem hann hefur stjórnað upp- töku á nýrri plötu með bróður sin- um, Mike McGear. Mike mun syngja lög eftir bróður sinn og sjálfan sig. Úr þvi að við erum farin að tala um MacCartney, sak- ar ekki að geta þess, að hann hef- ur látið hafa það eftir sér, að það sé ekki útilokaö að Bitlarnir komi saman að nýju. Elton John hefur i huga að fara I hljómleikaferð um Bretland i vor. Bill Haley og hljómsveitin hans, sem nefnir sig Comets, munu einnig fara i hljómleika- ferðalag um Bretland, en það verður i lok þessa mánaðar. Þessi góði og gamli rokkari verður sennilega ekki i neinum vandræðum með að flytja gömlu slagarana sina, þótt hann sé orð- inn 49 ára. Bretar spyrja þessa dagana: Kemur Presley til Bretlands,áður en hann verður fimmtugur? Hann er fæddur 1936. Og fyrst við erum að tala um gamla rokkara, þá er ekki úr vegi að skjóta þvi hér inn i, að ný tveggja laga plata er komin á markaðinn með Neil Sedaka og titillagið nefnist „A Little Loving”.. Skýrt var frá þvi i siðasta þætti af.Með á nótunumt að i þessum þætti yrði viðtal við Hljóma, en þvi miður birtist það ekki fyrr en i næsta þætti. — B.V. Bill Haley er svo sannarlega ckki dauöur úr öllum æöum ennþá, en Bretar spyrja. „Hvenær fáum viö Presley” AFMÆLIS-POP FESTIVAL í TÓNABÆ — Þóttur Jónasar R. verður helgaður óratugnum 1960—'70 Nk. laugardag heldur Jónas R. Jónsson áfram við að rekja feril dægurtónlistarinnar i sjónvarps- þætti sinum „Ugla sat á kvisti”. Viðfangsefnið i þessum þætti er áratugurinn 1960—’70, og dregnar verða fram i dagsljósið filmur með þeim hljómsveitum, islenzk- um og erlendum, sem áttu hvað mestum vinsældum að fagna á áðurnefndu timabili, en mest mun verða byggt upp á isl. hljóm- sveitum. „Mér fannst réttara að sýna þessar hljómsveitir, eins og þær litu út á þessu timabili, úr þvi að efni var fyrir hendi,” sagði Jónas, „heldur en að fá strákana til að koma saman að nýju i sjónvarps- upptöku, auk þess sem við fáum betri viðmiðum, hvernig islenzka popið var á þessum árum með þvi að fara þannig að málunum.” Jónas kvaðst ekki hafa verið i neinum vandræðum með að fá nægilegt efni, eins og sjá má á þvi, að þegar var búið að gróf- vinna þáttinn, reyndist hann spanna yfir helmingi lengri tima •heldur en honum er ætlaður i dagskránni, en þátturinn mun verða I eina klukkustund. Að sjálfsögðu munu hinir einu og sönnu Bitlar koma þarna fram og flytja nokkur lög, en þau eru úr kvikmyndunum „A Hard Days Night” og „Help”. „Áætlað var að sýna nokkur atriði úr sjón varpsmyndinni þeirra „Magical Mystery Tour”, sagði Jónas, „ég hringdi þeirra erinda til Lundúna og talaði við fram- kvæmdastjóra Apple, en hann sagði, að þessi umrædda mynd yrði ekki sýnd framar, og væri það samkvæmt ósk Bitlanna sjálfra”. Ævintýrivar meöal þeirra hljómsveita, sem „gengu aftur” I Tónabæ sl. sunnudag. Tfmamynd: Róbert Um þessar mundir á Tónabær fimm ára afmæli. í tilefni af því var sett á svið afmælis festival, þar sem fjórar hljómsveitir komu fram, en þar af voru tvær, sem ekki eru lengur viö lýði, og er þar átt viöNátt- uru og Ævintýri. Auk þeirra létu Hljómar og Pelican til sin heyra. Hljómsveitirnar fengu ágætis móttökur, en á milli atriða voru kynntlög i diskótekinu frá þessu fimm ára tlmabili, sem Tónabær hefur starfaö. Einhvers staðar las ég það, að Shady Owens myndi syngja með Hljómum. Þvi miður varð ekkert af þvi, en Erlingur Björnsson lét sig ekki vanta. Einhver halli mun vera á rekstri Tónabæjar, en það er vonandi, að það aftri þvi ekki,aö þessu sam- komustaður æskufólksins verði rekinn áfram. Þessi sjónvarpsmynd var mjög umdeild, er hún var sýnd á sinum tima, en sá,er þetta skrifar, man eftir þvi, að Paul MacCartney sagði i útvarpsviðtali, að þessi ofangreinda sjónvarpsmynd myndi þykja kærkominn gestur á sjónvarpsskermi eftir svona 10 ár. Þótt „Magical Mystery Tour” hafi fengið misjafna dóma, þá eru flestir sammála um, að lögin i myndinni séu með þvi bezta, sem Bitlarnir hafa látið frá sér fara, og nægir þar að nefna lög eins og: „The fool on the hill” og „I am the Valrus” að ógleymdu titillaginu. Vikjum þá aftur að sjónvarps- þætti Jónasar, en auk Bitlanna verð sýndar kvikmyndir með Rolling Stones og Beach Boys. Stones-myndin er tekin, er þeir voru að byrja sinn ferii. Aðalefni þáttarins verður þó myndir með islenzkum hljómsveitum, og þar koma fram: Hljómar, Flowers, Ævintýri, Náttúra, Óðmenn, Dumbó og Logar. Flowers eru meðal þeirra hljómsveita, sem við fáum að sjá f næsta þætti Jónasar R. Jónssonar. AAagical Mystery Tour: EKKI LEYFT AÐ SÝNA ÚR SJÓNVARPSMYND BÍTLANA í ÍSL. SJÓNVARPINU......

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.