Tíminn - 24.02.1974, Blaðsíða 32
32
TÍMINN
Sunnudagur 24. febrúar 1974.
Hajeh Fatmeh
hin vitra
Einu sinni fyrir
mörgum árum var uppi
rikur og trúrækinn
maður, Ahmed að
nafni. Eitthvert sinn
langaði hann til að
bregða sér i pilagrims-
ferð til hins heilaga
bæjar, Mekka. En þar
eð hann átti ekki neinn
að, sem hann gæti
trúað fyrir eignum
sinum, á meðan hann
væri i burtu, seldi hann
allt, sem hann átti, og
kom öllum peningun-
um fyrir i sterkri körfu.
Tók hann nú að litast
um eftir einhverjum
manni, sem væri svo
hátt upp hafinn yfir
aðra menn þjóðfélags-
ins, að vel mætti trúa
honum fyrir fjár-
sjóðnum. Ahmed hug-
kvæmdist enginn annar
betri en Kadiinn
sjálfur, dómarinn, sem
var æðsti maður i borg-
inni. „Hver skyldi svo
sem vera hæfari en
hann til að gæta eigna
minna”, hugsaði hann
með sér. Gekk hann þvi
næst til Kadians og fól
honum aleigu sina og
lagði siðan af stað til
hins heilaga bæjar.
Að nokkrum tima
liðnum kom Ahmed
aftur heim og sneri nú
skjótt á fund hins mikla
manns. Gekk hann hæ-
versklega fyrir dóm-
arann og baðst þess að
fá peninga sina aftur.
„Peningana þina”,
hrópaði Kadiinn. „Ég
veit ekki til,að þú eigir
nokkurn fjársjóð hjá
mér. Dyravörður, þú
hefur hleypt vitlausum
manni hingað inn, láttu
hann strax fara út”. Og
hinn frómi Ahmed var
rekinn út úr höll
Kadians með harðri
hendi.
Ahmed fór nú i
raunum sinum á fund
Hajeh Fatmeh. Það
var kona, sem var svo
vitur og slæg, að hún
bar af öllum konum
öðrum, að þvi er
kænsku anerti. Hlýddi
hún á raunasögu hans
og leit hughreystandi
til hans.
„Vertu óhræddur”,
sagði hún. „Komdu til
Kadians á mor'gun
eftir hádegisbænina og
þá skal ég vera þar
fyrir. Gakk þú
óhræddur fram og
krefstu þess að fá aftur
körfu þina, og ég skal
heita þér þvi, að þú
skalt fá hana”.
Daginn eftir klæddist
Hajeh Fatmeh sig
dýrindis fötum, en
mátti þó sjá af þeim, að
hún bar sorg i brjósti,
og á meðan presturinn
kallaði alla til bænar,
gekk hún á fund
Kadians.
„Hans hátign er
genginn til bæna”,
sagði dyravörðurinn.
„Timinn er einskis
virði fyrir hinn sorg-
mædda”, mælti Hajeh
Fatmeh og laut höfði,
„ég ætla þá að biða
hérna á meðan”.
Hinn mikli maður lá i
þetta sinn lengur á bæn
en hann var vanur, og
smátt og smátt safn-
aðist fjöldi fólks saman
i hallargarðinum til
þess að biða eftir
honum, en þegar hann
loksins kom, ljómandi
af sjálfsánægju, varð
Hajeh Fatmeh fyrst til
þess að kasta sér fyrir
Dyravörður, rektu þennan mann út!
DAN
BARRV