Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 24
„Frumkvæðið kom frá okkur um að þetta væri nauðsynlegt, eftir að við fengum mjög dökka skýrslu um ástand fiskstofnanna í árslok 1983,“ segir Kristján Ragnarsson, sem var formaður og framkvæmdastjóri Landssambands útvegsmanna um árabil. „Svo lengi sem ég var formaður LÍÚ talaði ég fyrir því að við ættum að fara að ráð- leggingum fiskifræðinga. Þær væru vissulega umdeildar en við hefðum ekkert betra að styðja okkur við.“ Kristján viðurkenn- ir að í fyrstu hafi hann ekki séð fram á að kvótakerfið yrði við lýði til lang- frama. „Ég skal játa það fyrstur manna að þegar ég fór um landið og talaði fyrir þessu kerfi og reyndi að sannfæra menn þá talaði ég um þetta sem tímabundna ráðstöfun. Á þeim tíma sá ég ekki fyrir að þetta yrði langvarandi. En þegar fram liðu stundir sá ég að frjáls veiði væri eitt- hvað sem aldrei kæmi aftur. Hins vegar get ég ekki tekið undir að þetta hafi verið stærsta löglega eignatilfærsla landsins eins og stundum er sagt. Þá hefði ég ekki tekið þátt í henni sjálfur.“ Kristján gaf lítið fyrir hugmyndir manna um að óveiddum kvóta yrði skilað. „Það hefði bara leitt til enn meiri sóknar. Það merkilegasta við kvótakerfið er að það voru útgerð- armenn sem keyptu þær aflaheim- ildir sem voru til sölu. Þannig stóð sjávarútvegurinn fyrir allri hagræð- ingu á eigin kostnað, ólíkt því sem gerðist í nágrannalöndum okkar þar sem hagræðingin var að mestu leyti kostuð af ríkinu.“ Og Kristján efast ekki um gagnsemi kvótakerfisins. „Það hefur skilað gríðar- legum árangri. Ég get ekki einu sinni hugsað til þess hvernig efnahags- ástandið á Íslandi væri í dag ef við hefðum ekki kvótakerfið. Tækifærið sem gafst var nýtt og hefur gefið þjóð- inni mestan mögulegan arð af þessari auðlind sem hafið er og er undirstað- an í íslensku samfélagi.“ Kvóti í 20ár Við höfðum bent á þetta ínokkur ár en því var aldreiansað, þó við rifum kjaft eins og við gátum,“ segir Jakob Jakobsson, fiskifræðingur og fyrrverandi forstjóri Hafrann- sóknarstofnunarinnar, þegar hann rifjar upp árin og misserin áður en kvótakerfið var tekið upp. „Ástandið var orðið það alvarlegt að það rann upp fyrir mönnum að það var ekki hægt að standa hjá aðgerðalaus. Það breytti líka miklu að Halldór Ásgrímsson tók við sem sjávarútvegsráðherra og tók málið föstum tökum.“ Þó að deilur hafi einkennt alla umræðu um kvótakerfið undan- farin ár og þjóðin skipst í fylking- ar eftir afstöðu til þess var and- rúmsloftið í samfélaginu annað á árunum kringum 1980. Orð á borð við kvótakóngar og sægreifar voru ekki til í orðabókinni, þá voru menn bara útgerðarmenn og rekstur útgerðanna snérist um að veiða og vinna fisk. Og það var einmitt fiskurinn sem kallaði á kerfið. Þorskstofninum hafði hrakað mjög og fiskifræðingar lengi bent á að röggsamra að- gerða væri þörf. Haustið 1975 kom út skýrsla Hafrannsóknar- stofnunarinnar um ástand fiski- stofnanna þar sem þungum áhyggjum af þorskinum var lýst og bent á nauðsyn þess að draga úr sókninni. Var skýrslan jafnan kölluð Svarta skýrslan. Stjórnmálamenn áttu ekki aðra kosti en að grípa til einhverra að- gerða en gerðu vart meira en að setja plástur á sárið. Skrapdaga- kerfinu var komið á fót 1977 en í því fólst að þorskveiðar voru bannaðar í tiltekinn dagafjölda ár hvert og voru þeir dagar nýttir til að skrapa upp aðrar og verðminni tegundir. Þannig kom nafngiftin. Skrapdögunum fjölgaði ár frá ári og voru að lokum orðnir 150 en allt kom fyrir ekki, kerfið reyndist engin vörn fyrir þorskinn. Kolsvarta skýrslan Nokkrir höfðu hreyft hugmynd- um um að stýra þorskveiðum með kvóta um og fyrir 1980. Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, og Jónas Blöndal, skrifstofustjóri Fiskifélagsins höfðu allir lagt slíkt til, í ræðu eða riti. En það var Halldór Ás- grímsson, sem varð sjávarút- vegsráðherra í maí 1983, sem lét kné fylgja kviði og lýsti því yfir í ræðu á aðalfundi LÍÚ það ár að kvótakerfi skyldi tekið upp til bráðabyrgða. Það sem ýtti endanlega við mönnum um nauðsyn þess að grípa til haldbetri ráðstafana en áður hafði gert var ný skýrsla frá Hafrannsóknarstofnuninni . Formlega hét hún; Ástand nytja- stofna á Íslandsmiðum og afla- horfur 1983, en var í daglegu tali kölluð Kolsvarta skýrslan. Í henni sagði meðal annars: „Nið- urstaðan er í stuttu máli sú að þorskstofninn muni fara minnk- andi á næstu árum, þar sem allir árgangar frá 1977 virðast undir meðallagi og stóri árgangurinn frá 1973 fer að hverfa úr veið- inni.“ Kristján Ragnarsson, þá for- maður Landssambands íslenskra útvegsmanna, studdi mjög hug- myndir um kvótakerfi en hann hafði kynnt sér slíkt veiðistjórn- unarfyrirkomulag í Kanada. Kristján kennir stjórnmálamönn- um um þá stöðu sem upp var komin í lífríkinu. „Það var búið að marg halda framhjá ráðlegg- ingum fiskifræðinga og bæta við sóknina af misvitrum stjórn- málamönnum sem þá fóru með sjávarútvegsmál. Þeir virtust bera takmarkað skynbragð á vandamálið. Það skipti miklu máli að Halldór Ásgríms- son varð sjávarútvegsráðherra. Þetta mál hefði aldrei náð fram að ganga nema fyrir pólitíska forystu hans.“ Sátt um úthlutun Það varð að ráði að stjórna veið- um á helstu botnfisktegundum með aflamarkskerfi sem síðar nefndist í daglegu tali kvótakerfi. Þorskur, ýsa, ufsi, karfi, grálúða, steinbítur og skarkoli voru bund- in í kvóta og honum úthlutað eftir veiðireynslu skipa og manna síð- ustu þriggja ára á undan. Ljóst var þó að flestir mátu kerfið illskásta kostinn í stöð- unni. „Þess ber þó að geta að flestir [viðmælendur nefndarinn- ar] töldu kvótakerfið gallað og erfitt í framkvæmd, en þó óhjá- kvæmilegt að gera tilraun með það í eitt ár eins og frumvarpið sjálft gerir ráð fyrir,“ sagði í nefndaráliti Alþingis 1983. Almennt er talið að vel hafi tekist til við úthlutun kvótans og rifjar Kristján Ragnarsson upp að alvarlegur ágreiningur hefur ekki risið um skiptinguna. „Ég minnist þess að ekki eitt einasta ágreiningsmál hefur komið upp sem farið hefur fyrir dómstóla.“ Um úthlutunina segir Halldór Ásgrímsson: „Fyrst það átti á annað borð að úthluta þessum heimildum á einstök skip hefði aldrei náðst önnur sátt um hvernig að því yrði staðið en að taka tillit til reynslu skipanna. Hefðum við farið aðra leið hefðum við lent í enda- lausum deilum.“ Það er svo annað mál að mikill ágreiningur hefur verið uppi um kosti og galla kerfisins, útfærslu þess og ýmsa anga og á köflum hefur samfélagið bókstaflega nötrað. Frjálst framsal á kvóta sem lögleitt var 1990 hefur kallað fram mikla heift en áður þurfti vilyrði sveitastjórna og sjó- mannafélaga í hverju byggðalagi til að selja og leigja kvóta auk samþykkis ráðherra. Nánar verð- ur vikið að deilumálunum síðar. ■ 24 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR Frumkvæðið var okkar Kristján Ragnarsson Lög um stjórn fiskveiða Sameign þjóðarinnar Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýt- ingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiði- heimildum. Kvótakerfið í sjávarútvegi er eitt umdeildasta mál samfélagsins hin síðari ár. Um leið og margir hafa hagnast óheyrilega á kerfinu hefur því verið kennt um erfiðleika í byggðalögum hringinn í kringum landið. Tilurð kvótakerfis- ins, saga þess og áhrif verða rakin í Fréttablað- inu næstu daga. Í fyrstu greininni er horft rúm tuttugu ár aftur í tímann þegar stjórnmála- menn gáfu loks áhyggjum fiskifræðinga af bágri stöðu þorskstofnsins gaum. TILLÖGUR HAFRÓ, AFLAMARK, HEILDARAFLI OG AFLAREGLA Ár: Stofn Tillaga Aflamark Afli 1982 979 - - 388 1983 795 - - 300 1984 900 200 242 283 1985 920 200 263 326 1986 953 300 300 369 1987 1034 300 330 392 1988 1054 300 350 378 1989 1021 300 325 356 1990 834 250 300 335 1991 701 240 245 244 1992 546 250 265 274 1993 580 190 205 241 1994 578 150 165 197 1995 556 130 155 165 1996 680 155 155 170 1997 794 186 186 202 1998 721 218 218 227 1999 717 250 250 254 2000 546 250 250 257 2001 640 220 220 223 2002 679 190 190 218 2003 660 179 179 198 2004 854 209 209 - BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON OG BERGSTEINN SIGURÐSSON BLAÐAMENN FYRSTI HLUTI Neyðaróp fiskifræðinga 1. grein laganna um stjórn fiskveiða frá 1990. Lögin og bráðabirgða- ákvæði þeirra fylla 17 blaðsíður. Lögunum hefur verið breytt 33 sinnum frá því þau voru sett. STOFNSTÆRÐ ÞORSKS SÍÐAN 1982 Árið 1995 var aflareglu komið á og kveður á um að nýta megi 25 prósent þorskstofnsins. Heimild: Hafrannsóknastofnun Íslands, tölur miðast við óslægðan fisk úr sjó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.