Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 83
FIMMTUDAGUR 9. desember 2004 Guðfeður síðrokksstefnunnar, gít- arsveitin Slint, hefur ákveðið að taka upp þráðinn að nýju eftir meira en tíu ára dvala. Breiðskíf- ur sveitarinnar, Tweez (1989) og Spiderland (1991), höfðu mikil áhrif á lopahúfugítareigendur hér á landi sem og annars staðar. Sveitin leikur ósungið gítarný- bylgjurokk þar sem flóknar gítar- línur og frumlegar taktpælingar ráða ríkjum. Óhætt er að fullyrða að sveitin hafi haft mikil áhrif á íslenskar sveitir á borð við Botn- leðju og Kimono. Sveitin leikur á tónleikahátíð- inni All Tomorrows Party í Bret- landi í febrúar og leggur svo af stað í tónleikaferðalag um Evrópu áður en hún snýr aftur heim til Bandaríkjanna. Liðsmenn sveitar- innar hafa aldrei verið mikið fyrir glys og glamúr og bókuðu nokkra tónleika á litlum stöðum um Bretland án þess að auglýsa þá neitt sérstaklega. Áhuginn er slíkur að það seldist upp á alla þeirra á mettíma. Einn liðsmannana ákvað að vera ekki með. Í þessari endur- reistu Slint eru því gítarleikarinn David Pajo (úr Papa M og Zwan), Brian McMahan og Britt Walford. Það er Íslandsvinurinn Will Oldham, betur þekktur sem Bonnie Prince Billy, sem heldur utan um All Tomorrows Party að þessu sinni. Það má því ætla að íslenskir tónlistarmenn séu æstir í miða. ■ Umsjón: BIRGIR ÖRN STEINARSSON. biggi@frettabladid.is SLINT Sveitin er að vakna úr tíu ára dvala og hyggst fara í tónleikaferðalag. Destiny's Child: Destiny Full- filled „Fjórða eiginlega plata Destinyís Child er allt og ekkert. Mettir aðdáendur, en bætir líklegast ekki nýjum í hópinn. Tími fyrir Beyoncé að einbeita sér alfarið að sólóferlinum?“ BÖS Manhattan - Manhattan „Þessi þröngskífa er eingöngu smá blóðbragð af steikinni sem verður í boði þegar Manhattan stígur næsta skref og býr til sína fyrstu breiðskífu.“ SJ Fræbbblarnir - Dót „Þrælskemmtilegur pakki. Fræbbblarnir hafa engu gleymt og halda sig við grípandi pönk“ MT U2: How to Dismantle an At- omic Bomb „Besta plata U2 í háa herrans tíð. Mörg prýðileg lög þar sem The Edge fer á kostum. „ FB Bizzart - Ear Drung „Á Ear Drung heyrist glögglega að það er hægt að gera fullt af spennandi hlutum í hiphop-tónlistinni þó svo að yfirborðið sé jafn ónýtt og raun ber vitni. Bizzart er kjörinn listamaður fyrir unnendur hiphops sem vilja heyra eitthvað öðruvísi.“ SJ Johnny Hiland - Johnny Hiland „Gítarleikur kappans er ansi smekklegur á köflum og er hratt plokk (“chicken-picking“) hans aðal. En Steve Vai hefði mátt sleppa því að vera með og skilja líka hinn drepleiðinlega frænda sinn Billy Sheehan eftir heima. Þökk sé þeim er þessi plata nánast ónýt.“ SJ Kalli Bjarni: Kalli Bjarni „Var að vonast eftir betri plötu frá Kalla Bjarna. Góð lög inn á milli en oftast virkar hann á villigötum. „ FB The Stills: Logic Will Break Your Heart „Frumraun Íslandsvinanna í The Stills er svo sem ágæt, en lítið meira en það. Letilegt indírokk fyrir þá sem hafa gaman að Coldplay og þannig sveit- um.“ BÖS The Blood Brothers: Crimes Seattlerokksveitin Blood Brothers er beittari í rokk- inu en hnífsoddur brúðarinnar í Kill Bill. Frábær rokkplata sem grúskarar verða að tékka á. BÖS The Zutons: Who Killed The Zutons? „Sigursveit Mercury-verðlaunanna í ár kemur frá Liverpool. Stuðboltar sem leika sjóræningjarokk að hætti The Coral.“ BÖS Mugison: Mugimama, is this monkey music? „Frábær plata, vafalítið ein sú allrabesta á árinu. Innlifun Mugison heillar mann upp úr skónum.“ FB Eminem: Encore „Miðið hjá Eminem er orðið aðeins skakkt. Encore er fín, en ekkert meira en það. Lögin eru enn gríp- andi, og flæðið óaðfinnanlegt en spaugið heldur þunnt. Best tekst honum upp á alvarlegri nótun- um. Meistari Eminem á að geta gert betur en þetta!“ BÖS Swan Lee: Swan Lee „Danski poppdúettinn Swan Lee á líklegast eftir að missa af lestinni, þrátt fyrir að hafa gefið út alveg ágætis frumraun. Of mikið popp fyrir grúskaranna, og kemur úr of undarlegri átt fyrir Bylgjupopparanna.“ BÖS Stina Nordenstam: The World is Saved „Sænska skammdegisdrottningin Stina Nor- denstam skilar af sér sinni bestu plötu í mörg ár. Ekki láta þessa renna fram hjá ykkur.“ BÖS Ske: Feelings are Great „Fín plata frá Ske og mun heilsteyptari en sú síð- asta. Létt og sykurhúðað poppið hittir vel í mark.“ FB Green Day: American Idiot „Green Day skilar frá sér metnaðarfullri plötu, í dulargervi söngleiks, eftir fjögurra ára bið. Þeir hljóma nákvæmlega eins og áður. Aðdáendur eiga eftir að pissa í brækurnar af fögnuði. Okkur hinum gæti ekki verið meira sama um American Idiot.“ BÖS [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Hot Chip: Coming On Strong „Ein áhugaverðasta raftónlistarplata ársins, aðal- lega vegna stórkostlegra lagasmíða og sálarfullra söngvara. Tónlistarárið þitt verður ekki fullkomnað fyrr en þú hefur tékkað á þessari plötu Hot Chip.“ PLATA VIKUNNAR Slint snýr aftur » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á FIMMTUDÖGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.