Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 38
Stoke fékk sannkallaðan happadrátt íenska bikarnum á dögunum þegarþað dróst gegn meistaraliði
Arsenal. Gunnar Þór Gíslason, stjórnar-
formaður Stoke, segir þá ekkert vera sér-
staklega bjartsýna á úrslit leiksins. „Það
eru engu að síður meiri líkur á því að
Stoke vinni Arsenal á Higbury, en að
vinna í lóttói.“
Þessi leikur gæti þó verið lóttóvinn-
ingur fyrir fjárhag liðsins því ef aðsókn á
leikinn verður góð, gæti hann skilað 400
þúsund pundum í kassannj hjá Stoke, en
það gerir um 65 milljónir íslenskra
króna. Stoke City er í raun eina knatt-
spyrnufélagið á Englandi sem stendur
undir því nafni að vera Íslendingafélag,
enda á Stoke Holding, sem er í eigu
tæplega 600 Íslendinga, sextíu prósent í
knattspyrnufélaginu. Um hundrað
manns eru starfandi hjá félaginu, sumir í
hlutastörfum þegar leikir eru, en aðrir í
fullu starfi. Að sögn Gunnars Þórs velt-
ir félagið um átta milljónum punda á ári
en það samsvarar 950 milljónum ís-
lenskra króna.
„Félagið stendur vel fjárhagslega ef
miðað er við önnur félög í deildinni, en
ef miða ætti við venjulegt fyritæki þá
stendur félagið illa. Það hefur orðið tölu-
verð rýrnun á fjárhagi félaga í neðri
deildunum á Englandi og þróunin á
fjármálunum hefur ekki verið eins og við
vonuðumst eftir,“ segir Gunnar Þór.
Stoke er núna í tíunda sæti 1. deild-
arinnar en ef liðið kæmist í úrvalsdeild-
ina er óhætt að segja að það myndi skip-
ta miklu máli fyrir fjárhag þess.
„Það hefur mikið verið rætt og ritað
um það hvað gerist þegar lið fer í úrvals-
deild. Fyrirtækið Deloitte gerði úttekt á
Crystal Palace, síðasta liðinu sem fór
upp í úrvalsdeildina á Englandi, og áætl-
ar áhrif þess að fara upp á tekjur liðsins
séu um 35 milljónir punda eða um fjór-
um miljörðum íslenskra króna. Þar
munar mest um auknar tekjur af sjón-
varpsútsendinumg en einnig meiri að-
sókn, hærra miðaverð, og meiri auglýs-
ingatekjur.“
Gunnar segir Stoke City vera með
mjög góðan leikvang á mælikvarða úr-
valsdeildarinnar, en völlurinn tekur tutt-
ugu og átta þúsund áhorfendur í sæti.
Popppunksspil þeirra félaganna Dr.Gunna og Felix Bergssonarhefur vakið mikla lukku enda þyk-
ir spilið skemmtilegt þó spurningarnar
séu margar hverjar ansi þungar.
Fimmtudaginn 9.desember ætlar Dr.
Gunni að kvelja rithöfundi nútímans
með þungarvigtarspurningunum úr
spilinu á kaffihúsinu Súfistanum á
Laugavegi.
Þeir rithöfundar sem hafa boðað
komu sína eru Auður Jónsdóttir,
Huldar Breiðfjörð, Sindri Freysson,
Þorsteinn Guðmundsson og Einar
Már Guðmundsson. Spennandi
verður að sjá hver er best að sér í popp-
sögunni en fólk kemst náttúrlega ekki
að því nema að mæta á staðinn. Dr.
Gunni mun sjá til þess að enginn
svindli og allir hafi sé sómasamlega. Á
milli lota munu rithöfundarnir lesa upp
úr nýútkomnum bókum sínum.
Eftir að spilamennskunni lýkur
mun Baggalútur mæta á svæðið á
flytja aðventulagið sem kom út á dög-
unum. Uppákoman hefst kl. 20.00 og
má enginn láta sig vanta á þennan æv-
intýralega viðburð og ekki er verra að fá
sér desemberkakó á meðan á stuðinu
stendur.
F2 4 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR
F2 er vikurit
sem fylgir
Fréttablaðinu
á fimmtudög-
um.
Útgefandi
Frétt hf.
Ritstjórn
Jón Kaldal
Höfundar efnis í þessu hefti Borghildur
Gunnarsdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson,
Kristján Hjálmarsson, Margrét Hugrún
Gústavsdóttir, Marta María Jónasdóttir
og Sigríður Dögg Auðunsdóttir.
Hönnun Jón Óskar Hafsteinsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Aðalsími: 550 5000
Netfang: f2@frettabladid.is
Auglýsingar Auglýsingadeild Frétta-
blaðsins, Jón Laufdal, Einar Logi Vignis-
son, Ólafur Brynjólfsson.
Forsíðan Erpur Eyvindarson, sjá viðtal
bls. 14 Ljósmynd: Teitur
Þetta og
margt fleira
06 Á Prikinu í 34 ár
08 Göturnar í lífi Elínar Eddu
Árnadóttur
10 Börkur Sigþórsson
ljósmyndari
14 Viðtal
Byltingarsinni
og romm-
drykkjumaður
Erpur Eyvindarson segir
Margréti Hugrúnu Gústavs-
dóttur ferðasögur frá
Mið-Ameríku
16 Úttekt
Skattaparadís
hátekjufólks
Sigríður D. Auðunsdóttir ber
saman tekjuskatta hér og í tíu
öðrum Evrópulöndum.
18 Hrokagikkirnir í Víðsjá
22 Kosher kjúklingur og annað
gyðinglegt góðgæti
24 3 dagar: Það markverðasta á
seyði um helgina
26 Heiðar snyrtir snýr aftur
Útvarp Fyrst á morgnana slær ekkert
út Árla dags með Vilhelmi G. Kristins-
syni á Rás 1.
CD Nouvelle Vague með samnefndri
hljómsveit. Franskar elektró-djass-samba
útgáfur af
nokkrum
þekktustu
pönk- og ný-
bylgjulögum
sögunnar, þar á
meðal: Love
Will Tear Us
Apart með Joy
Division, This Is Not A Love Song með
Public Image og Too Drunk To Fuck með
Dead Kennedys.
Sjónvarp Tveir nágrannaslagir af
bestu gerð í enska boltanum: Everton
gegn Liverpool á laugardaginn og
Arsenal á móti Chelsea á sunnudag.
Lesefni Blíðfinnur og Svörtu tening-
arnir ef Þorvald Þorsteinsson. Frábær
lokabók í bálknum um dáðadrenginn
Blíðfinn.
Lesefni 2 Tímarit Máls og menning-
ar er vaknað til lífsins á nýjan leik
undir stjórn Silju Aðalsteinsdóttur.
Grein Páls Ásgeirs Ásgeirssonar um
síðustu dagana fyrir gjaldþrot DV í
fyrra er skyldulesning fyrir alla sem
hafa áhuga á sambúð fjölmiðla og
stjórnmála.
Síðdegiskaffi Á Sólon. Enginn
staður betri til að horfa á heiminn
ganga hjá fyrir utan gluggann.
Kvöldhressing Kamillute róar taug-
arnar í desemberstressinu.
Hádegismatur Réttur dagsins á Thor-
valdsen við Austurvöll. Bregst
ekki.
Drykkur Bavaria bjór. Jafn-
góður við budduna og
bragðlaukana.
Bíó Bad Santa. Bjúgna-
krækir hvað? Billy Bob
Thornton er illskeyttasti
jólasveinn allra tíma. Skiljið
börnin eftir heima.
Skyndibiti Ein með öllu
og kartöflusalati að auki í
pylsuvagnum fyrir utan
Laugardalslaugina. Heil mál-
tíð í einu brauði.
velurF2
Felix og Dr. Gunni
Poppdoktor
Íslands stjórnar
keppni skáld-
anna.
Stuð á Súfistanum í kvöld
Skáld keppa í Popppunkti
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Stoke á leiðinni á Highbury
Fá 65 milljónir
fyrir leik gegn
Arsenal Gunnar Þór Gíslason „Meiri líkur á að við vinnumArsenal en að vinna í lóttói.“
Stoke City er í raun eina
knattspyrnufélagið á
Englandi sem stendur
undir því nafni að vera Ís-
lendingafélag...
Öðruvísi jólamyndir Jólin taka á sig margar myndir
og það sannast af framtaki Íþrótta- og tómstunda-
ráðs Hafnarfjarðar, sem efnir til jólagraffitikeppni
félagsmiðstöðva á laugardaginn. Andri Birgisson,
annar skipuleggjenda keppninnar, segir þetta hafa
verið gert í fyrsta skipti fyrir tveimur árum, en fallið
niður í fyrra. „Við gátum endurtekið leikinn vegna þess að
við fengum sextíu þúsund króna styrk frá Hafnar-
fjarðarbæ.“ Andri segist vera nokkuð öruggur á
því að færri komist að en vilja en auk keppninnar
mun plötusnúður ylja keppendum með taktfastri
tónlist og sigurvegarar úr Rímnaflæðiskepninni
koma fram. Keppnin fer fram í porti fyrir framan
verslunina Pennann á Strandgötunni og hefst klukkan eitt.