Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 82
„Christmastime has come There'll be toys for everyone Cause christmastime has come for you“ - Jólin hjá Billy Corgan og félögum hans í Smashing Pumpkins snerust greinilega um pakkana, eins og viðlag Christmastime gaf til kynna. 38 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR Í spilaranum hjá ritstjórninni Hot Chip: Coming on Strong, Nancy Sinatra: Nancy Sinatra, The Polyphonic Spree: Together We're Heavy, The Futureheads: The Futureheads og Dizzee Rascal: Showtime. Hljómsveitin Jagúar gaf nýverið út tvær breiðskífur, Hello, Somebody! og Dansaðu fíflið þitt, dansaðu! Fönkhljómsveitin Jagúar hlýtur að vera duglegasta hljómsveit landsins fyrir þessi jól. Þeir eru ekki með eina, heldur tvær plötur á jólamarkaðinum og nýta öll tækifæri til þess að láta bera á sér. Þeir eru, ásamt Mugison, til- nefningarkóngar á Íslensku tón- listarverðlaununum. Þær fengu þeir fyrir plöturnar Hello, Somebody, sem er eiginleg þriðja breiðskífa þeirra, og Dansaðu, fíflið þitt, dansaðu! sem þeir gera með djassdoktornum Tómasi R. Einarssyni. Ekki smeykur við sönginn Stærsta breytingin á nýju plötu Jagúar er að í þetta skiptið eru lögin skreytt með söng Samúels J. Samúelssonar sem hingað til hefur látið sér nægja að blása í básúnuna sína. Hann setur sig í ýmis hlutverk á plötunni, allt frá bræðrunum í Bee Gees niður í Barry White. Söngurinn fellur þannig eins og dúnsæng ofan á tóna sem eru þónokkuð slípaðri og bragðsætari en áður. „Þetta er náttúrlega bara meiri poppplata en áður,“ útskýrir Sammi. „Fyrsta platan okkar var barn síns tíma og önnur platan meira leitandi i margar áttir. Þannig varð hún tilraunakenndari fyrir vikið. Síðustu þrjú ár erum við svo búnir að vera að hanna nýj- an hljóm. Þetta er afraksturinn.“ Sammi segist ekki hafa verið smeykur við að syngja áður en hann ákvað að stíga almennilega í frontarahlutverkið og hleypa raddböndum sínum inn í dýra- garðsbúr Jagúarsins. „Þetta var smá múr sem ég þurfti að brjóta. Við erum búnir að vera að spila þetta söngprógramm núna í tvö ár. Ég hafði rosalega gott af þeim tíma til þess að fá að spreyta mig á þessu áður en við tókum þetta upp. Þetta bara æxlaðist svona. Það var bara ekki fílingur fyrir því að fá einhvern utanaðkomandi inn í sveitina. Ég er bara þakk- látur fyrir það traust sem félagar mínir hafa sýnt mér í þessu.“ Sendibílar og ódýr mótel Sammi útsetti svo nokkur lög Tómasar fyrir Listahátíð Reykja- víkur í vor. Haldnir voru tónleikar í Nasa með 14 manna hljómsveit og þeir hljóðritaðir. Uppistaðan að þeirri sveit voru liðsmenn Jagúar. Útkoman er nú platan Dansaðu, fíflið þitt, dansaðu! Sveitin fær þrjár tilnefningar fyrir hana á Íslensku tónlistarverðlaunum í flokki djasstónlistar. Svo tvær til- nefningar til viðbótar fyrir Hello Somebody!, þar á meðal í flokkn- um Poppplata ársins. Fram að jólum verður Jagúar á fullu við að kynna nýju plötuna. Strax eftir jól, eða daginn fyrir gamlársdag, 30. des, heldur sveit- in svo heljarinnar tónleika á Gauki og Stöng. Eftir áramót verður svo hoppað upp í bát og stefnt til fjarlægra landa. „Samstarfsfólk okkar úti hefur verið að bíða eftir þessari plötu,“ segir Sammi og viðurkennir að þekkja lítið til hvernig hlutir virka úti. „VIð höfum samt spilað mikið úti í Bretlandi, Belgíu og Hollandi og alltaf fengið góðar viðtökur. Þetta er náttúrlega rándýrt með sex manns að fljúga yfir Atlantshafið. Það hefur ekki verið mikill glamúr á þessu hjá okkur. Bara sendibílar sem við keyrum sjálfir og svo gist á ódýr- um mótelum. Maður leggur þetta á sig í von um að einhver bíti á.“ Sammi er svosem vanur hark- inu, enda er hann einn af fáum tónlistarmönnum á Klakanum sem getur talist atvinnumaður. Hann hefur unnið mikið við það að útsetja strengi og blásturshljóð- færi fyrir aðra, auk þess sem hann kemur oft fram með Jagúar og öðrum sveitum. „Ég er kannski ekki alveg atvinnu-, en ég hef ekki unnið almennilega dagvinnu frá því að ég kláraði tónlistarskólann. Ég tók ákvörðun um að gera það ekki. Ég hef verið heppinn líka og fengið skemmtileg verkefni. Ég hef getað borgað reikningana vegna þess að ég hef tekið flest það sem dettur inn á borð. Ég hef svo gaman af tónlist að ég finn alltaf skemmtilega fleti á flestum verkefnum.“ Um dugnaðinn hefur Sammi þetta að segja að lokum: „Það er enginn annar sem gerir hlutina fyrir mann, ef maður hrindir þeim ekki af stað sjálfur. Ef mað- ur vill að eitthvað verði gert, verður maður að sjá til þess að það verði gert. Það þýðir lítið að sitja bara heima.“ biggi@frettabladid.is Frá Bee Gees til Barry White Inni í Fréttablaðinu í dag MEÐ KÓNGINUM Jagúar hitaði upp fyrir sálarkónginn James Brown á tónleikum hans í Laugardalshöll í haust. Aðdáendur Stereophonics geta kætt sig við þær fréttir að sveit- in hefur fundið nýjan trommara. Þeir ráku stofnmeðliminn Stuart Cable í fyrra og kenndu metnaðarleysi í garð sveitarinn- ar um. Þetta var mikið áfall fyrir marga aðdáendur, því Stu- art hefur verið litríkur út feril sveitarinnar. Nýji trommarinn er frá Argentínu og heitir Javier Weyler. Honum kynntust þeir í heimalandi hans, þegar liðs- mönnum var boðið í partí þar eftir tónleika. „Við vorum á skemmtistað og eigandinn bauð okkur í lokað partí þar sem var fullt af hljóð- færum, og allir máttu spila,“ segir Kelly Jones í viðtali við NME. „Hann var þar og okkur leist vel á hann.“ Sveitin vinnur nú að næstu plötu sinni, sem verður gefin út á næsta ári. Hún hefur vinnuheitið Language, Sex, Violence, Other? ■ Raveonettes grefur upp gamlar hetjur Danski rokkdúettinn The Raveo- nettes hefur eytt síðustu átta mánuðum í New York að hljóðrita nýja breiðskífu. Sveitin hefur verið vaxandi nafn í Bandaríkjun- um frá því að hún gaf út plötu sína Chain Gang of Love í fyrra. Þau Sharin Foo og Sune Rose taka á móti mörgum gestum á nýju plötunni, en þau hafa lagt sig fram við það að grafa upp gamlar nýbylgjurokkshetjur á borð við Martin Rev úr Suicide, Ronnie Spector og Maureen Tucker úr Velvet Underground. Nýja platan verður töluvert léttari en þær tvær eldri, og nánast án fuzz-box- ins sem hingað til hefur einkennt gítarhljóm sveitarinnar. Platan kemur út snemma á næsta ári og heldur sveitin í tón- leikaferð um Evrópu í byrjun mars. ■ [ TOPP 20 ] X-IÐ 977 - VIKA 30 INTERPOL Evil FRANZ FERDINAND This Fire A PERFECT CIRCLE Imagine GREEN DAY Boulevard Of Broken Dreams SNOW PATROL How To Be Dead JET Look What You’ve Done THE THRILLS Not For All The Love In The World GOOD CHARLOTTE Predictable SNOW PATROL How To Be Dead MAUS Over Me Under Me THE LIBERTINES What Became Of The Likley Lads SOLID I.V Dogs FUTUREHEADS Meantime THE USED Take It Away BRAIN POLICE Mr. Dolly THE BRAVERY Honest Mistake U2 All Because Of You THE MUSIC Breaking SLIPKNOT Vermillion JAN MAYEN Ninja Ninja 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 THE RAVEONETTES Sveitin hefur unnið hörðum höndum við að hljóðrita nýja breiðskífu. STEREOPHONICS Trommarinn Stuart Cable var rekinn í fyrra en sveitin hefur fundið nýjan trommara. Stereophonics finnur trommara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.