Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 81
Ég hef séð hvern tónlistargagn- rýnandann á fætur öðrum missa sig yfir annarri breiðskífu Hot Chip. Ég var svo utan við mig á Airwaves-hátíðinni að ég missti af tónleikum sveitarinnar þrátt fyrir að hafa verið inn á tónleikastaðn- um þegar þeir voru á sviðinu! Eftir tónleikana kepptust allir við að segja mér hvað þeir hefðu verið frábærir. Það er kannski þess vegna sem ég hef verið frekar smeykur við að tékka á þessari plötu... eitthvað smá Public Enemy í mér... Don't Believe the Hype. En svo lét ég verða að því. Viti menn, þetta er frábær plata. Hot Chip spila mjög einfalda tónlist. Létt, sungin elektróník þar sem undirspilið er yfirleitt ekki meira en tvær melódískar hljóm- borðslínur eða gítarspil. Mjög sætt, en þó frekar fjarri krúttinu sem ís- lensku sveitirnar múm og Sigur Rós framkvæma. Hér eru naum- hyggjan, kúlið og melódían í fyrir- rúmi. Söngvararnir tveir sem skiptast á eru báðir með frábærar raddir. Önnur er svipað kynlaus og Chet Baker en hin minnir á Chris Martin úr Coldplay. Án þeirra væri þetta svalt... en sálarlaust. Hér er nægur galdur til þess að hreyfa við manni og koma í ágætis stemningu fyrir næstu helgi. Virk- ar örugglega líka sem hin besta kelerísplata. Birgir Örn Steinarsson FIMMTUDAGUR 9. desember 2004 Heit flaga? HOT CHIP: COMING ON STRONG NIÐURSTAÐA: Ein áhugaverðasta raftónlistar- plata ársins. Tónlistarárið þitt verður ekki full- komnað fyrr en þú hefur tékkað á þessari plötu Hot Chip. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN ■ TÓNLIST Yngri systir Mike Skinners, sem skipar rappsveitina The Streets, varð sjálfri sér til skammar á dögunum þegar hún hellti víni yfir Chris Martin, söngvara Coldplay. Skinner og systir hans voru að snæða kvöldverð ásamt Martin og kærustu hans, Gwyneth Paltrow, þegar atvikið átti sér stað. „Systir mín kom með mér og hún var orðin mjög drukkin. Hún hellti glasi af víni yfir Chris og því ákváðum við að fara. Ég varð að draga hana í burtu og síðan fórum við heim,“ sagði Skinner. ■ MIKE SKINNER Mike Skinner skipar rappsveitina The Streets sem hefur notið vaxandi vinsælda. Hellti víni á Chris Martin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.