Fréttablaðið - 09.12.2004, Side 49

Fréttablaðið - 09.12.2004, Side 49
F215FIMMTUDAGUR 9. desember 2004 frumskóginum í Gvatemala. Þar var ekkert rafmagn og þar af leiðandi ekkert ljós og einu hljóðin sem við heyrðum voru öskur í öpum og milljón öðrum dýrum sem gefa frá sér framandi hljóð. Við vorum alveg brjálæðislega paranoid og sveittir yfir þessu og ofan í kaupið bættust martraðir, ofskynjanir og fleira ógeð. Virkilega slæmt. Á endanum fannst mér ekki þess virði að vera á þessum lyfjum lengur svo ég dreif mig í að klára kúrinn enda ég vissi ég að ég væri að fara aftur til Kúbu og þar er engin þörf á svona sulli.“ Í fylgd vopnaðra hermanna Á leiðinni til Níkaragva lenti Erpur í erfiðri stöðu á landamærum Hondúras. Þangað komu þeir félagarnir með „kjúklingastrætó“ í smáþorp sem að sögn Erps var bæði rafmagnslaust og vonlaust. „Við stigum út úr rútunni og stóðum í kolniðamyrkri í krummaskuði sem einhver hafði talið að ekki borgaði sig að leiða rafmagn í. Ég sá ekki neitt en fann hins vegar fyrir höndum sem toguðu í mig og virtust koma úr öllum áttum. Þetta voru börn og aðrir betlarar sem virtust vera að reyna að gera það upp við sig hvort borgaði sig betur fyrir þau að ræna eða betla. Sem sagt, ef það gekk ekkert að betla þá var brugðið á það ráð að segja bara: Láttu mig samt hafa peningana! Það besta sem við gátum gert í stöðunni var að hlaupa eins og við gátum í áttina að næsta ljósi sem til mikillar mildi reyndist vera kertisstubbur á lögreglu- stöðinni. Þar vöruðu löggurnar fólkið við að gera okkur mein þar sem afleiðingarnar gætu haft áhrif á þróunaraðstoð til bæjarins frá Evrópusambandinu. Eftir þetta fengum við vopnaða hermannafylgd í gegnum þorpið heim til gamallar konu sem leiddi okkur inn í sjúskað herbergi með köngulóm og ógeði og þar sváfum við lítið fyrir gelti í hundum og öðrum óþægilegum hljóðum.“ Hólpinn í Havana „Maður var virkilega kominn með heimþrá til Kúbu þegar við snerum aftur og ég var ótrúlega feginn að komast frá Mið-Ameríku. Jafnvel þó að flugvélin, sem var Yak-vél frá Rússlandi, fylltist af reyk þegar hún lenti og maturinn um borð væri eins og afgangar af munaðarleysingjahæli. Þó að það hafi verið rosalega erfitt að ferðast um Mið-Ameríku og vera þar þá var upplifunin alveg meiriháttar svona eftir á að hyggja. Eins og með svo margt sem er erfitt á meðan á því stendur þá er það skemmtilegt þegar maður lítur um öxl, en að vera í Havana er gaman bæði áður en maður kemur þangað, á meðan maður er þar og eftir að maður fer þaðan. Okkar fyrsta verk var að leigja flott- asta húsnæðið sem við komumst yfir enda fannst okk- ur við eiga allt það besta skilið eftir alla hrakningana. Ég var líka verulega menningarþyrstur svo mitt annað verk var að flækjast um söfn og skoða alls konar staði sem tengdust Kúbu og menningarsögu landsins. Svo fór ég á risa hip-hop festival sem er haldið á hverju ári í Havana. Þar voru fleiri þúsund manns samankomin til að skemmta sér og það tókst vel. Það voru engin slagsmál og ekkert dóprugl heldur bara fólk með heimabruggað romm á plastbrúsum í góðum fílíng. Einn vinur minn komst á séns með rassbreiðasta kvenmanni jarðar. Sú var kölluð Víkínga og hún var eitthvað að dansa þarna og skemmta sér og vinur minn fór að dansa í kringum hana og gera eitthvað grín. Málið var að hann langaði raunverulega í hana en þorði ekki að viðurkenna það fyrir okkur vinum sínum af því hún var með svo yfirnáttúrulega stóran rass. Hann opnaði sig ekki fyrr en daginn eftir þegar hann var búinn að bremsa í fleskið og ég gersamlega lét hann ekki í friði með spurningahríðina,“ segir Erpur og skellir upp úr. Heim í heiðardalinn Eftir ævintýrin í Mið-Ameríku og hvíldina á Kúbu flaug Erpur ekki beint aftur til Íslands heldur fór hann í hönnunarnám til Svíþjóðar og þaðan til Kaup- mannahafnar þar sem hann sauð saman nýja hljóm- sveit ásamt Unnari Frey, hagfræðingi og vini hans til margra ára. Afraksturinn er að finna í jólaplötuflóðinu en samstarfið kalla þeir Hæstu hendina sem vísar til þess að saman spili þeir fimm ása póker og að fimmta ásinn sé að finna fyrir utan landhelgina, hjá afar færum pródúsentum í Köben. „Og mig langar að koma því á framfæri að með því að eignast þessa plötu styrkir fólk mig í að komast aftur í rommið og hipphoppið á Havana. Það væri mikið góðverk,“ segir Erpur Eyvindarson, rappari, byltingarsinni og Kúbu- aðdáandi Íslands númer eitt. ● „Aldrei á ævinni hef ég séð jafn mikla fátækt og í þessum löndum. Þeir sem tala hátt um fátæktina á Kúbu ættu að sjá hvernig þetta er í Mið-Ameríku, þar sem liðið étur drasl upp af götunni og kann hvorki að lesa né skrifa. Betlarar taka allt sem maður réttir að þeim en eru ekki með kröfur eins og á Kúbu þar sem þeir taka bara við dollurum.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.