Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 73
Mikið hefur að undanförnu farið fyrir hækkun skatta á áfengi og tóbak. Sömu sögu er einnig að segja af sykurskattin- um svonefnda sem leggst á sælgæti og gosdrykki. H u g m y n d a - fræðin að baki þessum hækkunum er auðvitað for- sjárhyggja af verstu gerð. En hvað sem því líður er at- hyglisvert að skoða hverjir það eru sem verða fyrir þessum hækkunum og hverjir ekki. Embættismenn virðast halda að áhrifin séu jöfn á alla sem þess- ar vörur kaupa. Svo er því miður ekki. Það hefur lítil áhrif á þann ríka að borga 7% meira fyrir rauðvínið eða 50 kr. til viðbótar fyrir pakka af sígarettum. En hækkunin hefur gríðarleg áhrif á þá efnaminni. Hækkun sem þessi veldur því að sá efnaminni getur ekki lengur keypt pakka af sígarettum, hann getur ekki keypt rauðvín, og verður að neita börnum sínum um gos- drykk og sælgæti á laugardegi. Hann hefur ekki lengur efni á þessum vörum eftir að skatt- lagning þeirra var aukin. Emb- ættismennirnir, sem allir hafa góðar tekjur, virðast gleyma því að til eru þeir sem minna hafa. Til eru þeir sem leggja sig fram dag og nótt við að bæta stöðu sína og hafa þá von eina að vinna sig úr fátækt til bjargálna. Það eru þeir aðilar sem verða fyrir barðinu á áðurnefndum hækkunum. Þeir sömu og verða verst úti í hvert sinn sem ríkið hækkar skatta, borgin hækkar útsvar eða neyslustýringarskatt- ar eru hækkaðir líkt og nú er gert. ■ „Útgerðarmenn veðja á samein- ingu kerfa,“ var fyrirsögnin á forsíðu Fréttablaðsins 4. des. sl. Þar má lesa að margir útgerðar- menn treysta á að krókaafla- markskerfi smábáta (litla kerf- ið), þar sem tonnið af þorski er á 750 þúsund krónur, muni fyrr en síðar með breytingum á lögum enda með samruna inn í afla- markskerfið (stóra kerfið) þar sem þorsktonnið fer á 1.250 þús- und. Ef þetta gengi eftir myndi skapast enn eitt tækifærið að taka út úr greininni marga millj- arða í viðbót við þá tugi sem nú þegar eru farnir eftir allt kvóta- braskið undanfarna tvo áratugi. Þegar kvótakerfið var sett á 1984 var tilgangur þess að vernda fiskistofnana og hámarka arðsemina við veiðarnar, tryggja trausta atvinnu og byggð í land- inu til framtíðar. Útfærslurnar á kvótakerfinu hafa verið nokkrar, t.d. var sett á sóknarstýring með þorskaflahámarki, línutvöföldun og frjálsar krókaveiðar smábáta svo það helsta sé nefnt. En allar þessar útfærslur enduðu á hlað- borði sægreifanna. Dagakerfið, sem var fyrir báta undir 6 brúttótonnum, fór nú í haust í samruna við króka- aflamarkskerfið en þar mega nú bátar vera allt að 15 brúttótonn að stærð. Innan þessa kerfis er að finna hina frægu línuívilnun sem væntanlega á eftir að mat- reiða með braskuppskriftinni eitt og annað ef reynslan fær að ráða. Formaður sjávarútvegs- nefndar, Guðjón Hjörleifsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, viðurkennir í sama blaði að það sé mikill þrýst- ingur frá mörgum útgerðar- mönnum á nefndina að skoða sameiningu þessara kerfa. Í Fréttablaðinu daginn eftir, 5. des., segir hæstvirtur sjávarút- vegsráðherra Árni M. Mathiesen að þetta sé ekki í augsýn og hon- um finnist undarleg umræðan sem komin sé af stað. Ef litið er til orða Guðjóns, samflokks- manns ráðherra, ætti þessi um- ræða ekki að vera eins undarleg og hann vill vera láta. Það má vera ljóst að ef kerfin yrðu sam- einuð myndu verða til tugir milljarða króna sem engin inni- stæða er fyrir í íslensku efna- hagslífi. Mér er sagt að sérfræðingarn- ir í braskinu sem hafa selt sína hlutdeild í stóra kerfinu séu nú mættir á bryggjuna til að kaupa upp trillurnar í von um skjótan gróða. Þetta skyldi þó ekki vera nýliðunin sem margur hefur saknað í greininni? Höfundur er stýrimaður og sit- ur í stjórn kjördæmisráðs Frjáls- lynda flokksins í Suðurkjördæmi. 29FIMMTUDAGUR 9. desember 2004 Mér er sagt að sér- fræðingarnir í brask- inu sem hafa selt sína hlut- deild í stóra kerfinu séu nú mættir á bryggjuna. ,, Braskið með kvótann heldur áfram BALDVIN NIELSEN STÝRIMAÐUR UMRÆÐAN FISKVEIÐISTJÓRNUN FRIÐBJÖRN ORRI KETILSSON Neyslu- skattar Barátta austurs og vesturs Baráttan milli austurs og vesturs, milli góðs og ills, milli kommúnisma og kapítalisma er lokið, burtséð frá því hvaða líkingamáli menn tala og þá ómerku staðreynd að enn býr um fimmtungur mannkyns við alræðis- stjórn sem kennir sig við kommún- isma, en við skulum ekki dvelja við það. Hægriöflin státa sig af merkum sigri í baráttunni gegn hinu „illa veldi“ í austri. Og það má vel vera, þó sjálfum þyki mér nú austantjaldið frekar hafa sigrað sig sjálft með hatttrikki af sjálfs- mörkum undir lok níunda áratugarins, þökk sé skipulagsleysi í vörninni og misskilings á miðjunni. Engu að síður stöndum við eftir með breytta heims- mynd. Jens Sigurðsson á politik.is AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.