Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 78
34 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 6 7 8 9 10 11 12 Fimmtudagur DESEMBER Við óskum... ... sundkappanum Gunnari Erni Ólafssyni til hamingju með að hafa verið valinn íþróttamaður fatlaðra 2004. Gunnar Örn stóð sig frábærlega á árinu, setti sex Íslandsmet og fjögur heimsmet. Hann vann til fimm verðlauna á Global Games í Svíþjóð, þriggja gullverðlauna, einna silfurverðlauna og einna brosnverðlauna. ■ ■ LEIKIR  19.15 Skallagrímur og Haukar mætast í Borgarnesi í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 Fjölnir og Tindastóll mætast í Grafarvogi í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 Hamar/Selfoss og KFÍ mætast í Hveragerði í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 Snæfell og KR mætast í Stykkishólmi í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 Haukar og KR mætast á Ásvöllum í 1. deild kvenna í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  16.30 Íþróttakvöld á RÚV.  17.30 Þrumuskot - ensku mörkin á Skjá einum.  17.45 Meistaramörk á Sýn.  19.05 European PGA Tour á Sýn. Sýnt frá Opna kínverska Volvo- mótinu á evrópsku mótaröðinni í golfi.  21.00 Race of Champions 2004 á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Ricardo Mayorga, fyrrum heims-meistari í veltivigt í hnefaleikum, var sýknaður af nauðgunarákæru í gær. Hann var ákærður fyrir að ráðast að 22 ára konu á hóteli fyrir þrem- ur mánuðum síðan. Réttarhöldin stóðu yfir í 11 klukkustundir. Mayorga barðist síðast í október, þegar hann tapaði fyrir Felix Trinidad. Mayorga tilkynnti eftir bardagann að hann væri hættur í hnefaleikum. Fimm leikmenn Indiana Pacers ogfimm áhangendur Detroit Pistons verða sóttir til saka fyrir slagsmál á leik liðanna tveggja sem fram fór 19. nóvember síðastliðinn. Jermaine O’Neal fékk á sig tvær ákærur meðan að Ron Artest, David Harrison, Stephen Jackson og Anthony Johnson eru allir ákærðir fyrir líkams- árás. Þá er John Green ákærður fyrir að henda glasi í Artest og Bryant Jackson fyrir að henda stóli í hóp fólks. Brot Jacksons gæti kostað hann allt að fjögurra ára fangelsi. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool,ætlar að segja skilið við félagið takist því ekki að vinna ensku deild- ina á næstu árum. „Ég get ekki beðið í þrjú til fjögur ár eftir að Liverpool fari að ná almennilegum ár- angri,“ sagði Gerrard. Kappinn var sann- færður um að Rafael Benitez, hinn nýi knattspyrnustjóri Liverpool, væri að koma liðinu á rétta braut en fullyrti að hlutirnir gengju of hægt Karl Malone varð æfur yfir um-mælum sem Kobe Bryant lét falla í útvarpsviðtali á dögunum. Malone ákvað í kjölfarið að hann myndi ekki leika áfram með Los Angel- es Lakers í NBA-körfu- boltanum. „Karl er öskureiður,“ sagði Dwight Manley, um- boðsmaður Malone. „Honum fannst hann vanvirtur eftir að hafa staðið með Kobe í gegnum nauðgunarmál- ið og allt sem því fylgdi.“ Manley úti- lokaði ekki að Malone myndi fara í annað lið.fyrir. Harry Redknapp hefur verið orð-aður við knattspyrnustjórastöðu Southampton eftir að hafa hætt hjá Portsmouth fyrir tveimur vikum síðan. Redknapp neitaði því hins vegar að hann væri á leið til Southampton þegar hann sagði starfi sínu lausu hjá Portsmouth. „Ég er maður fótboltans og verð bara að bíða og sjá hvað gerist,“ sagði Redknapp. Mike Tyson, fyrrum heimsmeist-ari í þungavigt, er byrjaður að æfa fyrir bardaga í mars á næsta ári. Tyson, sem er 38 ára gamall, hefur ekki barist síðan í júlí þeg- ar hann var rotaður af Danny Williams. Tyson segist stálsleg- inn og blæs á sögur þess efnis að hann sé þunglyndur og neyti kókaíns til að deyfa sig. Ekki er komið á hreint við hvern Tyson mun berjast í mars. Ungur hnefaleikakappi frá Kól-umbíu lét lífið í fyrrakvöld, fjórum dögum eftir að hafa verið sleginn í rot í bardaga í Panama. Hinn 26 ára gamli Carlos Meza dó af völdum áverka sem hann hlaut á höfuðkúpu sem urðu til þess að blæddi inn á heila. Kólumbíska hnefaleikasamband- ið sagði dauða Meza vera hörmulegt slys. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN ÓLÖF MARÍA JÓNSDÓTTIRKRISTÍN RÓS HÁKONARDÓTTIR ÓLAFUR STEFÁNSSON ÞÓREY EDDA ELÍSDÓTTIRRÚNAR ALEXANDERSSON ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Fréttablaðið og visir.is standa fyrir kosningu á íþróttamanni ársins 2004 á íþróttavef Vísis. Þar geta íþróttaáhugamenn kosið þann íþróttamann sem þeim finnst hafa skarað fram úr á árinu en sex íþróttmenn eru tilnefndir. Það eru knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen, sund- konan Kristín Rós Hákonardótt- ir, kylfingurinn Ólöf María Jóns- dóttir, handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson, fimleika- maðurinn Rúnar Alexandersson og frjálsíþróttakonan Þórey Edda Elísdóttir. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá Chelsea og fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins. Hann hefur skorað þrjú mörk í fjórum leikjum íslenska lands- liðsins í undankeppni HM og er markahæsti leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili með sex mörk. Kristín Rós Hákonardóttir, sundkona úr Fjölni, hlaut verð- laun sem besta íþróttakona Evr- ópu úr röðum fatlaðra frá sjón- varpsstöðvinni Eurosport og vann gullverðlaun í 100 metra baksundi og silfurverðlaun í 100 metra bringusundi á Ólympíu- leikum fatlaðra í Aþenu. Ólöf María Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, varð fyrsti íslenski kylfingurinn til að tryggja sér þátttökurétt á evrópsku móta- röðinni í golfi. Hún vann einnig Íslandsmótið í höggleik á Akra- nesi í sumar. Ólafur Stefánsson, hand- knattleiksmaður hjá Ciudad Real, varð Spánarmeistari með spænska liðinu Ciudad Real og yfirburðamaður í íslenska landsliðinu í handknattleik á Ólympíuleikunum í Aþenu. Hann sannaði það enn eina ferð- ina á þessu ári að hann er einn besti handknattleiksmaður heims. Rúnar Alexandersson, fim- leikamaður úr Gerplu, hafnaði í sjöunda sæti í úrslitum á boga- hesti á Ólympíuleikunum í Aþenu sem er besti árangur ís- lensks fimleikamanns frá upp- hafi. Þórey Edda Elísdóttir, frjáls- íþróttakona úr FH, hafnaði í fimmta sæti í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Aþenu og tvíbætti Íslands- og Norður- landametið á árinu. Hún fór fyrst yfir 4,55 metra og síðan 4,60 metra á móti í Madrid í sumar. Kjósið íþróttamann ársins 2004 á Vísi Íþróttaáhugamenn geta kosið íþróttamann ársins 2004 á Vísi.is. Valið stendur á milli sex einstaklinga sem hafa skarað fram úr á íþróttasviðinu á árinu og verða úrslit kunngjörð milli jóla og nýárs. Florentino Perez: Vill fá Totti og Cassano FÓTBOLTI Greint er frá því í spænsk- um fjölmiðlum að góðar líkur séu á því að tvær helstu stjörnur liðs Roma frá Ítalíu, Antonio Cassano og Francesco Totti, gangi til liðs við Real Madrid strax og leik- mannamarkaðurinn opnar eftir í byrjun janúar. Verða þetta ein mestu kaup liðsins sem þó er þekkt fyrir að setja peningamál ekki mikið fyrir sig þegar kemur að leikmannakaupum. Samanlagt munu þeir kappar kosta Real tæplega 4,2 milljarða króna ef allt gengur eftir og engin vafi leikur á að Real styrkir hóp- inn til muna með þeim báðum. Óþarft er að fara mörgum orðum um Totti enda velþekktur fyrir hæfileika. Hugsanlegt þykir að honum sé ætlað að fylla það skarð sem Luis Figo skilur eftir þegar samningur hans rennur út í vor. Antonio Cassano hefur um árabil verið einn efnilegasti sóknarmað- ur Ítala. Hann er í raun ítalska út- gáfan af Guti en talsvert betri Lið Roma hefur ollið miklum vonbrigðum undanfarin ár og ekki staðið undir væntingum og vitað er að þeir tveir vilja komast burt. ■ CASSANO OG TOTTI Lið Roma missir al- deilis spón úr aski sínum fari þeir til Real Madrid eins og líkur þykja fyrir. Evrópska mótaröðin í golfi í Suður Afríku: Birgir Leifur hefur leik GOLF Í dag er stór dagur fyrir Birgi Leif Hafþórsson, kylfing úr Golf- klúbbi Kópavogs og Garðabæjar, en þá hefur hann keppni á sínu fyrsta móti í evrópsku mótaröð- inni sem hann vann sér keppnis- rétt á fyrir skömmu. Merkilegt nokk fer mótið fram fjarri Evrópu, alla leið í Suður- Afríku, og taka allmargir þekktir kylfingar þátt í mótinu. Er þetta mikið tækifæri fyrir Birgi Leif en allar aðstæður eru fyrsta flokks og yfir engu að kvarta hvað að- búnað snertir. Flaug hann héðan frá Íslandi um helgina og hefur því fengið tvo daga til æfinga áður en að mótinu sjálfu kemur. ■ STÓR DAGUR Birgir Leifur hefur í dag keppni á Evrópumótaröðinni í golfi í Suð- ur-Afríku. Fréttablaðið/Eiríkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.