Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 40
Jólaskreytingar Íslensku jólasveinarnir eftir Brian Pilkington Fást í verslunum um land allt N‡tt í ár Það er morgunn og miðbærReykjavíkur er að vakna til lífsins.Tveir menn færa mjólkurvörur inn í verslunina Vísi og morgungestir kaffihúsanna koma sér fyrir. Sumir hittast í hópum og ræða landsins gagn og nauðsynjar, aðrir kjósa frekar að eiga rólega stund með sjálfum sér og glugga í blöðin. Inni á kaffihúsinu Prikinu hljómar morgunvaktin á Rás 1 og það er verið að útbúa kaffi handa mjög sér- stökum gesti. „Ég reyni að koma hingað á morgn- ana eins oft og ég get,“ segir Helgi Hafnar Gestsson, sem kemur við á Prikinu á leið sinni til vinnu og leið úr vinnu og fær sér þá te. Þetta þætti ekki tíðindum sæta nema að á Prikið hefur hann komið í morgunkaffi í rúm þrjátíu ár, síðan 1970. Hann heilsar afgreiðslu- stúlkunum með handabandi og kossi og kastar kveðju á þá gesti sem hann þekk- ir. Þetta eru kannski ekki sömu andlit og fyrir þremur áratugum, en þjóna sama tilgangi. „Fastur punktur í tilver- unni,“ segir hann og brosir. Ræðir stutt- lega við eina starfsstúlkuna um daginn og veginn. Á þeim tíma sem hann hefur komið á Prikið hafa ríkisstjórnir komið og far- ið en hann situr enn á sínum stól, með kaffið sitt og blöðin. Hann er vinalegur maður sem þekk- ir sögu hússins eins og lófann á sér. „Efri hæðin, sem tilheyrir einnig Prik- inu í dag, var notuð undir fangahjálp 1957 en frá 1958 til 1967 var Óskar Clausen með lögfræðistofu þar. Nafnið Prikið kom til eftir að Bjarni í Brauðbæ tók við staðnum í kringum 1970. Þá hafði verið hér staður sem Ablon, eða Ablonbar.“ Og þó að miðbærinn hafi breyst á þessu tímabili og heilu húsin horfið hafa innviðir staðarins lítið sem ekkert breyst síðan Helgi fór að venja komur sínar hingað.“ Þegar ég kom hingað einn morguninn 1974 stóð á hurðinni „lokað vegna breytinga“. Þá var verið að færa barborðið framar til þess að auka rýmið fyrir starfsfólkið. Barborðið var síðan fært aftur 1999,“ segir hann og bendir á ummerki eftir gamla staðsetningu bar- borðsins. Hann stendur upp úr stólnum sínum og gengur í átt að gluggunum sem vísa út að Laugaveginum „Hérna er dæld eftir söluturn sem var hérna inni,“ segir hann og stígur ofan á hana til þess að leggja áherslu á mál sitt. Hann kann vel við sig á Prikinu, og þó að flestir þeir sem hafi verið hérna með honum fyrst séu nú horfnir á braut og sumir yfir móðuna miklu, þá veit hann að hverju hann gengur. „ Það hefur alltaf og mun alltaf koma skemmtilegt fólk inn á Prik- ið.“ ● Námsmenn þamba orkudrykki í prófunum Kaffi yfir koffín- mörkum Koffíntöflur voru vinsælar hér áður fyrr en nú þegar hætt hefur verið að framleiða þær verða stúdentar við Há- skóla Íslands að beita öðrum brögðum til þess að auka svefnþol sitt og orku á nýhöfnu prófatímabili. Á Íslandi er leyfilegt hámark koff- eins í drykkjarvörum 135 mgr. á líter- inn og nýta flestir orkudrykkir sér þessi viðmið. Þess má til gamans geta að mun meira koffín er í kaffi en orkudrykkjum og það væri því ekki löglegur drykkur ef það kæmi á markað í dag. Orku- drykkirnir Magic og Orkan eru með um 80 prósenta markaðs- hlutdeild á sölu orku- drykkja og segist Anna María Árna- dóttir hjá Ölgerð Egils Skallagríms- sonar ekki verða vör við miklar breyt- ingar á sölu orkudrykkjarins Orkan á þessu prófatímabil. „Orkan hagar sér meira eins og gosdrykkur og er því mest seldur yfir sumarið.“ Hulda Sif Þorsteinsdóttir, vöru- merkjastjóri hjá Vífilfelli, segist hins vegar vel merkja toppa í sölu Magic yfir prófatímabilið. „Þetta er einhver aukning, bæði í desember og maí, sem hægt er að tengja við próflestur.“ Sigrún Níelsdóttir, starfsmaður Select í Birkimel, sem er við hliðina á Þjóðarbókhlöðunni, segir að þar seljist meira af kaffi og orkudrykkjum nú en á öðrum tím, og því ljóst að margir stúdentar leggja traust sitt á kaffi og orkudrykki til þess að halda sér vak- andi yfir bókunum. Að sögn Arn- fríðar Ólafsdóttur, deildarstjóra námsráðgjafar hjá Háskóla Íslands, er það aftur á móti ekki gott ráð að dæla í sig koff- íni í prófalestri. „Það þarf að gæta þess að fá nægan svefn því ónógur svefn kemur niður á getu manns til að muna og til- einka sér nýja þekkingu.“ Hún segir það algengt að fólk falli í freistni í prófum þegar það er undir miklu álagi í prófum. „Matarvenjur tengjast orku og einbeitingu. Á próftímabili er því nauðsynlegt að gæta vel að matar- æðinu, borða hollan og góðan mat og falla ekki fyrir skyndiréttum, sælgæti, gosi og kaffi.“ F2 6 9. desember 2004 FIMMTUDAGUR Frá borginni minni Brussel Sveinbjörn Hannesson stjórnmála- fræðingur og júrókrati hefur búið í Brussel í fimm ár. Honum finnst and- stæðurnar í borginni mest heillandi. „Brussel er bæði falleg og ljót, sveitaþorp og heimsborg í senn. Svo er hún hálfgert borgríki inni í landi sem skiptist í þrjú tungumálasvæði. Það eru margir heimar í Brussel, augljóslega búa þar Belgar, flestir þeirra tala frönsku, en aðrir flæm- sku. Svo er það alþjóðaheimurinn, bjúrókratarnir sem vinna hjá ESB, í sendiráðum og sem lobbyistar. Einnig er mikið af innflytjendum frá Norður-Afríku og frá fyrrverandi ný- lendunni Kongó. Hver heimur á sitt hverfi. Bjúrókratarnir halda til í Evrópuhverfinu. Eftir vinnu á föstudögum koma þeir koma þeir saman á Place Luxembourg og fá sér bjór. Matonge er hverfi Kongómanna, enginn ætti að koma til Brussel án þess að reka nefið þangað inn. Í Brussel er eitt falleg- asta miðaldatorg í Evrópu, Grand Place,“ segir Sveinbjörn. Uppáhaldsveitingastaðurinn hans er Comocomo á Rue Dansaert. „Ljúfir baskneskir tapasréttir liðast þar um færiband. Hljómar kannski eins og í frystihúsi, en staðurinn er funheitur og þjónustan allt annað en vélræn. Meira að segja sjálfafgreiðsla á bjór. Nokkrir hressir náungar sem gáfust upp á skrifstofuvinnu reka og vinna á staðnum. Best er að ná sér í sæti við gluggann, nema maður vilji láta lítið fyrir sér fara, þú og færiböndin fáið jafn mikla athygli frá fótgang- andi vegfarendum.“ Tapas á færibandi Guðrún IngaTorfadótt i rdansari lærði í Listdansskóla Íslands og kennir nú í Dansstúdíói World Class. Tásublásarinn minn. Þetta er furð- urlegt fornaldarblásturstæki sem ég hef til þess að blása á tásurnar. Þetta er svona raf- magnstæki sem blást- ur kemur úr. Ég hef það fyrir framan tásurnar þegar mér er kalt. Ég fékk þetta hjá pabba mínum sem var með þetta í húsbílnum sínum. Nammipoki. Ég er alltaf með nammipoka og lifi og hrærist í nammi. Ég vil helst hafa bland í pokanum, alls konar nammi. Það er gott að hafa einn nammipoka hjá sér þegar maður er að læra. Hárteygja er algerlega ómissandi fyrir mig af því að ég er með svo mikið liðað og brjálað hár sem þarf yfirleitt að binda niður á einhvern hátt. Ég er eiginlega alltaf með teygju í hárinu svo það sé ekki úti um allt andlit, sérstaklega þegar ég er að dansa. Hákon Atli Hall-dórsson lærðidans í Rotter- dam í Hollandi og Listdansskóla Íslands. Hann hefur bæði dansað í Evrópu og Asíu, stundar nú nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hyggst fara til Kína eftir áramót og læra Tai Chi. Svarta moleskin-bók- in mín er ómissandi vegna þess að mér finnst oft erfitt að hugsa hlutina til enda ef ég hef ekki viðmæl- anda. Bókin er því eins konar hlustandi fyrir mig. Íslenska vegabréfið mitt. Það væri nú lítið hægt að gera án vegabréfsins. Það hefur opnað mér svo margar dyr. Mér finnst alveg frábært að geta far- ið hvert sem er í heimin- um án þess að þurfa að biðja eða sækja um neitt, þarf bara að sýna þessa bók. Dalirnir sjö. Þetta er bók sem fjallar um þróun og þroska sálarlífs og er í sjö stigum. Sagan er um ferðalag í gegnum sjö dali og er sterk- ur innblástur fyrir mig. Þegar ég er að hugleiða þá er ég í rauninni að reyna að fara í þetta ferða- lag um þessa sjö dali. Tásublásari og vegabréf Dansararnir Guðrún Inga Torfadóttir og Hákon Atli Halldórsson völdu þrjá hluti sem þau geta ekki verið án. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Þetta eru kannski ekki sömu andlit og fyrir þremur áratugum, en þjóna sama tilgangi... Helgi Hafnar Gestsson „Efri hæðin, sem tilheyrir einnig Prikinu í dag, var notuð undir fangahjálp 1957 en frá 1958 til 1967 var Óskar Clausen með lögfræðistofu þar.“ Fastagestur á Prikinu Á sama stað í þrjátíu og fjögur ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.