Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 29
3FIMMTUDAGUR 9. desember 2004 SLAKAÐU Með hverju tæki fylgir Tiger Balm hitasmyrsl frítt með í kaupbæti. Nánari upplýsingar í verslunum Heilsuhússins Þetta handhæga nuddtæki kostar aðeins kr. 3.395,- Svæðanudd og nálastungur eru algengar aðferðir til að vinna á sjúkdómum og bæta líðan. Family Doctor AK-2000-II er nýtt nuddtæki sem gefur frá sér örlitla en hvassa rafpúlsa sem vinna út frá sömu lögmálum og hinar fyrrnefndu þekktu aðferðir. Tækið býður upp á 6 mismunandi stillingar rafpúlsa. Við tækið sjálft eru tengdir tveir pólpúðar sem festir eru á líkamann og er styrkur rafpúlsanna stillanlegur. Kjörið er t.d. að setja pólpúðana á bólgna axlar- og/eða hálsvöðva á meðan unnið er við tölvuna eða setið fyrir framan sjónvarp. Frábært nuddtæki fyrir bólgur og spennu í vöðvum K R A FT A V ER K Söngskóli Maríu og Siggu hefur gefið út jóladisk til styrktar verkefninu Blátt áfram, en það er verkefni sem er unnið í sam- vinnu við Ungmennafélag Íslands og felst í að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. „Við erum alltaf að leita að jákvæðum leiðum til að fjalla um þetta grafalvarlega málefni sem er samfélagsvandamál og mjög viðkvæmt í allri umfjöllun,“ segir Svava Björnsdóttir verkefnisstjóri. „Það er al- gengt að fólk vilji ekkert af þessu vita og einmitt þess vegna er svo mikilvægt að opna umræðuna og takast á við vandamálið í alvöru. Tölur sýna að 17% íslenskra barna verða fyrir kynferð- islegu ofbeldi fram að 18 ára aldri, hrikalegar tölur,“ segir Svava. Söngskóli Maríu og Siggu hefur lagt hönd á plóg til að styrkja málefnið og gefið út jóladiskinn Jólastjörnur, en ágóði af sölu disksins rennur til verkefnisins. „Okkur fannst tilvalið að skólinn legði þessu málefni lið og ákváðum að fara þessa leið,“ segir Sigga Beinteins, annar skólastjóra skólans. „Við fengum bestu nemendurna til að syngja falleg jólalög og Grétar Örvarsson sá um allar útsetningar og fékk til liðs við sig afbragðstónlistar- menn. Yngsti söngvarinn er 5 ára og sá elsti 32 ára og lögin eru yndislegar perlur sem allir þekkja og geta notið. Diskurinn er kominn í allar helstu verslanir.“ Blátt áfram sendi bækling inn á öll heimili á Íslandi í byrjun nóvember þar sem málefnið er kynnt. „Nú erum við að reyna að afla fjár til að koma af stað forvörnum í grunnskólunum með brúðuleikhúsi að bandarískri fyrirmynd,“ segir Svava. „Það er auðvitað aldrei hægt að fyrirbyggja alveg kynferðisofbeldi gegn börnum, en við viljum að þau læri hvað má og hvað ekki og notum til þess stórar brúður sem ná vel til barnanna. Þá erum við með sérfræðing á staðnum, sem leiðbeinir þeim sem vinna með börnunum. Við viljum virkja þjóðina til samstarfs gegn þessum ofbeldisverkum,“ segir Svava. ■ Jóladiskur með nemendum Maríu og Siggu Ágóði disksins rennur til samtakanna Blátt áfram. Svava Björnsdóttir og Sigga Beinteins með nýja diskinn sem heitir Jóla- stjörnur. Kertaljós og kakó Ljósakvöld í Blómavali. Í kvöld verður haldið ljósakvöld í Blómavali við Sigtún í annað sinn en þessi nýjung sló rækilega í gegn í fyrra. Jólastemmningin í kvöld verður frá kl. 21 til 23. Hefðbundin verslun- arlýsing verður þá dempuð og jóla- ljós og kerti lýsa upp verslunina. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur í bland við jólatónlist. Viðskiptavinir geta hitt skreytingar- fólk verslunarinnar og drukkið í sig rómantíska jólastemmninguna. Allir verða leystir út með gjöf frá Blóma- vali og boðið upp á 20% afslátt af öllum vörum milli kl. 21.30 og 23. Jólaskraut frá Sigló Utan á húsi Fréttablaðsins getur að líta jólaskraut sem kemur frá Siglufirði. SR-vélaverkstæði á Siglufirði sá um að hanna og smíða skrautið sem prýðir hús Fréttablaðsins þessi jólin, en hefð er fyrir því á Siglufirði að þar séu fasteignir skreyttar um jólin. Starfsemi SR-vélaverkstæðisins felst fyrst og fremst í nýsmíði búnaðar fyr- ir fiskimjölsiðnaðinn, fisk- vinnslur, fiskveiðiskip og annan iðnaði, en verkstæðið smíðar einnig jólaskraut úr ryðfríum teinum með ljósum á og kostar til að mynda 60 cm há bjalla 5.000 kr. en 40 cm 2.500 kr. Hægt er að láta útbúta skrautið í hvaða formi sem er, þar sem hvert og eitt stykki er sérsmíð- að. ■ Varnaðarorð dagsins Skiptum út biluðum perum. Rafmagn er einn stórvirkasti brennuvargur nútímans og jóla- ljósin passa sig ekki sjálf. Ef pera bilar í j ó l a s e r í u eykst oft- ast styrk- urinn á h i n u m perunum í seríunni og þær hitna. A u k i n n hiti frá p e r u n u m getur valdið bruna. Þess vegna er rétt að skipta biluðum perum út strax og passa að nota perur af réttri gerð, stærð og styrk- leika. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.