Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 32
Jólatré Hver segir að jólatré þurfi að vera stór? Lítil skrautjólatré eru frábær skreyting á matarborðið síðustu dagana fyrir jól. [ Nálar og garn í miðbænum Verslunin Diza opnaði nýlega í skemmtilegu húsnæði í Ingólfsstræti 6 í Reykjavík. Ásdís fílar rómantíkina niðri í bæ og sómir sér vel í verslunarrekstri. „Markmið mitt með þessari versl- un er að höfða til kvenna sem gera handavinnu og vilja hafa fallegt og huggulegt í kringum sig. Það eru lygilega margir fyrir það að fara úr vinnufötunum þegar heim er komið, skella sér í náttföt, setja fætur upp í sófa og hafa það virki- lega kósí,“ segir Ásdís Loftsdóttir, hönnuður og eigandi verslunar- innar, en hún sækir sína strauma úr tveimur heimum sem greini- lega sést í verslun hennar. „Ég lærði fatahönnun bæði í Banda- ríkjunum og Bretlandi þannig að ég sæki huggulega heimafílínginn til Bandaríkjanna og tedrykkjuna til Bretlands.“ „Ég sel þægileg föt, bæði am- eríska heimagalla og ítölsk nátt- föt, sem eru úr bómullarblöndu með handprentuðu munstri. Síðan sel ég mikið af lopa. Einnig er ég með bútasaumsefni en ég er ný- búin að fá frönska efni, bæði bóm- ull og hör, sem er helsta nýjungin hjá mér. Ég er líka með búta- saumsbækur, útsaum og te- og pressukönnur sem ég hef hannað sjálf í liðlega áratug,“ segir Ásdís en stoltust er hún af nýju línunni af íslensku værðarvoðinni. Ásdís leggur mikið upp úr því að hafa kósí og fallegt hjá sér og í versluninni. „Fólk getur tyllt sér niður, skoðað búasaumsbækur, fengið sér heitt kaffi og piparkök- ur, hlustað á jólalög og haft það kósí og slappað af. Við þurfum ekki alltaf að vera í stressinu. Húsnæðið býður líka upp á það. Þett aer gamalt hús með flottum bitum í loftinu. Ég hannaði inn- réttingarnar sjálf og held ég að mér hafi tekist vel upp. Ég var með þessa verslun í Hamra- borg fyrir þrem árum og margar konur er ánægðar að sjá mig aftur. Ég vona bara að fari eins með lopann og mið- bæinn. Núna sel ég afskap- lega mikið af lopa og ég vona að sama gerist með söluna í miðbænum. Ég er alveg dottin í rómantíkina hérna í miðbænum,“ segir Ásdís sem er með verslunarrekstur í blóðinu, alin upp af kaupmanni. En er verslunin þá bara eins og barnið þitt? „Já það er talað um það heima fyrir. Nú á ég þrjár dætur, sú yngsta ellefu ára, og ég þarf að útskýra fyrir henni að fjórða barnið sé fætt og ég þurfi stundum að vaka á nóttinni til að sinna því. En þegar það er uppkomið og sjálfbjarga þá fáum við okkur hund.“ ■ Handunnið og áritað eintak af Gíraffanum, hönnun Chuck Mack, er til sölu og sýnis á sýningu Hand- verks og hönnunar í Aðalstræti þessa dagana. Gíraffinn er nokkurskonar stóll og trappa sem er í lag- inu eins og gíraffi þar sem langur háls stendur upp úr stólnum og gerir fólki kleift að styðja sig við hann þegar stigið er upp á stólinn til að teygja sig eftir einhverju sem er hátt uppi. Hann nýtist til ým- issa verka annarra en að teygja sig upp í efstu hillurnar, einnig er hægt að tylla fætinum á hann til að reima skóna eða sitja á honum á meðan rótað er í skúffum. Chuck hefur handunnið nokkra stóla úr viði auk þess sem hann sérsmíðar þá eftir pöntun og hægt er að fá þá til dæmis úr eik og beyki. Hinn hefðbundni Gíraffi er hinsvegar til sölu hjá Kokku á Lauga- veginum og í Sólarhúsgögnum í Ármúlanum og hefur Chuck nú hannað sérstakan kassa utan um gripinn þannig að auðvelt er að pakka honum saman og senda hvert á land sem er. Gíraffinn þykir einstaklega fallega hannaður og getur staðið á gólfi einn og sér sem listaverk þótt hann fengi sennilega aldrei að standa í friði ósnertur sökum notagildis hans. BLÓMÁLFURINN Íslandsmeistari í blómaskreytingum Vesturgötu 4- sími 562 2707 Í l i t ri í l r ti t r t - í i Mikið úrval af burstasettum og neistahlífa, ásamt ýmis konar aukahlutum. Opið laugardaga kl. 10-16 og sunnudaga kl. 12-16 til jóla. Arinbúðin Stórhöfða 17 v/Gullinbrú (fyrir neðan húsið) Sími 567 2133 · www.arinn.is Deco Art Garðatorgi Full búð af föndur- og gjafarvörum. Ráðgjöf og leiðbeiningar á staðnum. Afsláttur af jólaföndri. Sími 555-0220 ] FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Stóllinn Gíraffinn er hönnun hins íslenskættaða Chuck Mack sem býður upp á sérsmíðuð eintök af gripnum. Stuðst við hálsinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.