Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 5
Sunnudagur 17. marz 1974.
TÍMINN
5
0
Við viljum syngja
um Guð
Osmond-bræðurnir heitir söng-
sveit i Bandarikjunum. Þeir,
sem hana skipa, eru raunveru-
legir bræður, og þeir hafa getið
sér mikla frægð um allan heim.
Þó er annað mikilvægara i aug-
um bræðranna en frægðin, og
það er trú þeirra. — Við værum
hamingjusamir, þótt við hefð-
um ekki sönginn til þess að
gleðja okkur við, segja þeir. Við
eigum annað, sem er miklu
dýrmætara, og við viljum deila
þvi með öðrum. Við getum sýnt
ykkur fram á, að það er hægt að
vera hamingjusamur, þótt mað-
ur neyti ekki eiturlyfja eða
drekki áfengi, segja þeir. Trúin
getur fært fólki hamingju.og það
hefur hún gert okkur. Þetta
segja Osmond-bræðurnir, sem
þið hafið áreiðanlega heyrt i á
einhverri hljómplötunni.
★
menn geta haft hann i beltinu.
Sagt er að þessi skrautlegi
penni, sem ekki á að þurfa að
týnast kosti um þrjú pund, eða
sex hundruð krónur, og hann á
að endast i eitt ár með meðal-
notkun.
★
Rafstöðvum
breytt í gistihús
Verið er að leggja niður ýms-
ar smærri rafstöðvar i Kákasus,
sem reistar voru upp til fjaila
fyrir nokkrum áratugum. Til
dæmis má nefna, að nú er verið
að breyta rafstööinni við hina
straumhörðu á Teberda i ferða-
mannahótel. Úr stiflulóninu hef-
ur þegar fengizt ágæt sundlaug,
og i afrennslisskurðinum eru
hafnar tilraunir með fiskeldi.
Borgir og bæir i Kákasus fá nú
ódýrara rafmagn frá stórum
raforkuverum, sem rikið hefur
látið byggja.
*
Þakkldtur fyrir
kennsluna
Bókhaldari nokkur i Stuttgart i
Vestur-Þýzkalandi, Bruno
Wolheim, lærði póker af
bandariskum hermönnum sem
dvöldust i borginni á vegum
NATO. Hann er mjög þakklátur
fyrir kennsluna, þvi að á þrem-
ur árum hefur hann unnið svo
mikla peninga i spilunum, að nú
getur hann keypt sér stórhýsi.
Til þess að hann gleymi ekki,
hvaðan peningarnir eru komnir
hefur hann klætt alla veggi i
húsinu með spilum.
★
Apalifur bjargaði
bjargaði mannslifi
Tuttugu og tveggja ára gömul
röntgenaðstoðarstúlka, Ursula
Ladage, var lögö inn á sjúkra-
hús i Bonn með lifrarbólgu.
Ursula var mjög langt leidd og
meðvitundarlaus, þegar læknar
ákváðu að gera tilraun, sem
ekki hafði verið gerð áður. Blóð
stúlkunnar var látið renna i
gegnum lifur apa nokkurs, og
þar voru eiturefnin unnin úr þvi.
Eftir tólf klukkustundir var lifur
stúlkunnar búin að jafna sig, og
gat tekið við verkefninu sjálf.
Sigur var unninn á sjúk-
dómnum. Hérsjáið þiö mynd af
Ursulu með barn sitt, og svo er
hér önnur mynd af apanum
Tom. sem fenginn var aö láni i
dýragarði i Köln. Hann lét lifiö
við að bjarga lifi ungu
konunnar.
0 I>
Avfsanahefti
með nýjum hætti
Bandarikjamenn hafa nú tekið
upp á þvi að gera ávisanahefti
sin persónulegri, en hingað til
hefur þekkzt. Þeir láta nú
prenta ávisanahefti með mynd-
um af sjálfum sér, konum sin-
um, börnum og vinum, eftir þvi
sem hverjum fellur bezt. I
ávisanahefti manns nokkurs i
Sausalito i Kaliforniu má sjá
mynd af honum, þar sem hann
er að kyssa unga eiginkonu sina.
Hann notar ávisanaeyðublöðin
úr þessu hefti einungis til þess
að skrifa á framfærsluávisanir
handa fyrri konu sinni.
Skemmtileg áminning fyrir
hana, eða hitt þó heldur.
★
Gullhringir f hdrið
Sænskar stúlkur nota mikið
eyrnalokka um þessar mundir.
Sænskur verzlunareigandi Kurt
Etter fékk snjalla hugmynd i
sambandi viö þessa hringi.
Hann fór að framleiða ,,hár-
hringi”. Hér er um að ræða
hringi, sem eru álika stórir og
gardinuhringir, og eru þeir fest-
ir i hárið hér og þar. Ef
stúlkurnar eru komnar með
nógu marga gyllaða hringi i
hárið, og hrista svo hausinn
hressilega klingir i hringunum,
eins og þær séu með ótal smá-
bjöllur á höfðinu. Kurt segir, að
þessir hringir hafi orðið mjög
vinsælir upp á siðkastið, ekki
einungis i Sviþjóð heldur lika i
Danmörku og Þýzkalandi.
★
*Nú týnist
penninn ekki
Fólk týnir mjög oft pennum,
sem það þarf að hafa við hönd-
ina. Nú eru framleiðendur þó
búnir að finna ráð til þess að svo
verði ekki i framtiðinni. Penn-
inn, sem hér um ræðir nefnist
Pen I. Hann er framleiddur i
svörtum og gulum lit, og hangir
i leðuról, sem á að hafa um
hálsinn. Einnig er hægt að nota
hann sem bindisnælu, og karl-
Nektarsýning
yfir Atlantshafi
Fyrsta nektarsýning, sem sögur
fara af i flugvél, fór fram yfir
Atlantshafi nýlega. F'lugvélin
var full af fólki, og á leið frá
New York til London. Þetta
gerðist i byrjun marzmánaöar.
Farþegar ráku upp stór augu,
þegar þeir allt i einu sáu dyrnar
á snyrtiherbergi flugvélarinnar
opnast og út koma kviknakinn
mann, sem hljóp eftir endilagri
flugvélinni og svo til baka aftur
og aftur inn á ..klósettið”. Flug-
freyja talaði skömmu seinna i
hljóðnemann og kom meö skýr-
ingu á fyrirbærinu. Þetta var
ungur Tyrki, sem var á ferða-
lagi með skólafélaga sinum á
leið til London, og hafði Eng-
lendingurinn boðiö honum til
veðmáls um að hann þyröi ekki
að gera þetta, — en svo gat hann
ekki staðið viö að greiða veö-
málið og upphófst þá fjársöfnun
hjá farþegum flugvélarinnar,
sem tóku þessu sem hverju öðru
grini, og söfnuöust 500 dollarar,
sem siðan áttu að fara til góð-
gerðastarfsemi. Þessi nektar-
hlaup eru mjög vinsæl i Banda-
rikjunum og viðar um þessar
mundir, og þykjast þeir, sem
þau stunda,vera aö vekja athygli
á einhverjum góðum málefnum
eða motmæla einhverskonar
óréttlæti eða kúgun. Þessi far-
aldur hefur einnig borizt til
Evrópu og hafa birzt myndir frá
Paris af stúdentastriplingum á
hlaupum. enda mun nú fariö að
vora i Paris. í Bandarikjunum
kalla menn þessi hlaup ..streak-
ing”. en hvað þau heita i Paris
vitum við ekki enn. Eins og önn-
ur tizka hlýtur þetta að berast
til tslands. og er eins gott aö ný-
yrðanefndin fari aö hugsa upp
eitthvert smelliö orö yfir þetta
fyrirbæri.
★
Spurningakeppni
í Hollandi
1 blaði frá Amsterdam skrifar
áhyggjufullur blaöamaður. að
fól'ki þar i landi hafi brugöiö i
brún er þaö sá og heyröi
spurningaþátt ungs fólks i
sjónvarpinu. Unglingarnir hafi
verið svo fávisir á flestum
sviðum. að almenningur freist-
ist til að spyrja: — Hvað læra
börn og unglingar eiginlega i
skólunum nú til dags?! Ekki er
svo stuttur skólatiminn. eða svo
litið gert fyrir unga
fólkið...o.s.frv. Nefnt er sem
dæmi um fávizku þátttakenda i
þættinum. að leikinn var brezki
þjóðsöngurinn ..God Save the
Queen” lagið Eldgamla lsafold
og hvorugt liöið þekkti i hvaða
landi þetta lag var þjóðsöngur.
Annar flokkurinn gizkaði á
Bandarikin, en hinn hélt að
þetta væri gamall byltingar-
söngur frá Sovétrikjunum.