Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 17. marz 1974. Safnið ætti að hafa talsverðu hlutverki að gegna í borg eins og Reykjavík MYNDIR ÞÆR, sem fylgja þess- ari grein úr islenzka dýrasafninu, bera þvi vitni, að i það er búið að leggja bæði fé og vinnu. Hér vcrðurengin tiiraun gerð að meta það, en hins vegar er ætlunin að gera i stuttu máli grein fyrir upphafi þess og sögu, og þá kemur lika i ljós ýmislegt um ástand þess og framtiðarhorfur. Það er upphafsmaður og eigandi dýrasafnsins, sem bezt veit um þetta allt, og þvi var valin sú ein- falda og auðvelda leið að ganga á fund hans og ræða við hann. Kristján Jósefsson býr i litilli kompu i Breiðfirðingabúð. Þar inni er skrifborð og stóll og mjór divan, sem er svefnstaður hans. 1 horni kompunnar er tjaldað fyrir fatahengi. Þessi ibúð safnvarðar- ins er aðgöngumiðasala, þegar safnið er opið. — Hvað er dýrasafnið gamalt, Kristján? — Það var opnað 22. ágúst 1969 i Búnaðarfélagshúsinu gamla. Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra opnaði það með ræðu. En það var ekki nema 1 mánuð i fyrsta húsnæðinu. Þá fluttist það i menntaskólahúsið og var þar um veturinn. Vorið 1970 var það svo flutt i Breiðfirðingabúð, þar sem það er enn. — Hverjir hafa helzt veitt stuðning við að koma safninu á rekspöl? — Þar hafa ýmsir veitt stuðning og fyrirgreiðslu. Ég er búinn að nefna landbúnaðarráðherra, en auk hans nefni ég Stéttar- samband bænda, framleiðsluráð landbúnaðarins og Búnaðarfélag Islands. Reykjavikurborg hefur lika komið til liðs við það, eftir að Birgir Isleifur varð borgarstjóri, og greitt fyrir mig húsaleigu. — Hver á Breiðfirðingabúð? — Breiðfirðingafélagið, og nú vill það selja húsið. Leigutimi safnsins i húsinu er útrunninn i april, svo að það er ærin óvissa framundan i húsnæðismálum. En þegar rætt er um stuðning við safnið er rétt að geta þess, að ég hef þrisvar fengið leyfi til að efna til happdrættis fyrir safnið og i sambandi við það hafa marg- ir komið mér til hjálpar. — Nú skulum við taka dálitið hliðarspor. Hver er þinn ferill Löngumýrarskjóna. Seðlabanki íslands Óskum að ráða vant skrifstofufólk til eft- irtalinna starfa sem fyrst. Áskilin er a.m.k. verslunarskólamenntun: a. Endursköðun, þ.m.t. yfirferð og út- merking á færslum, reikningur á vélum o.fl. b. Gjaldeyriseftirlit. Aðstoð við bókhald, skýrslugerð og færslur ásamt vélritun og vinnu við reiknivélar. c. Hagfræðideild. Vélritun, krafa um eitt erlent tungumál, aðstoð við skýrslugerð, almenn skrifstofustörf. Talið við starfsmannastjóra, Björn Tryggvason, III. hæð Landsbankahúsinu við Austurstræti 11, kl. 9-10 f.h. (ekki i sima). Seðlabanki Islands Útboð Tilboð óskast i byggingu viðbyggingar við hús Hampiðjunnar h.f. við Stakkholt i Reykjavik Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu okkar gegn 5,000.- króna skilatryggingu Tilboð verða opnuð á sama stað mánu- daginn 8. april n.k. kl. 10,30. Almenna verkfræðistofan h.f. Fellsmúla 26, Reykjavik. 32 punda lax Kristján Jósepsson (Timamyndir Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.