Tíminn - 17.03.1974, Síða 37

Tíminn - 17.03.1974, Síða 37
Sunnudagur 17. marz 1974. iTÍMINN 37 Konur síðri ingar, sterkasta taflmannsins á taflborðinu. Drottningin hefur mestu hreyfimögúleikana, getur farið i allar áttir, og að missa hana merkir venjulega tapaða skák. Það ætti vart að þurfa að taka það fram, að konur lita á þessa ödipus-túlkun á skák sem álit kynferðislegra ofsamanna. Skákin krefst einangrunar Mér var sagt, að meðal 25 sterkustu skákmannanna undir 16 ára aldri i Bandarikjunum væri aðeins ein stúlka, 14 ára New York stúlka að nafni Rachel Krotto. 1 Marshall-skákklúbbnum hitti ég einn af forstjórum hans, William Slater, grannan, vingjarnlegan mann með skegg, en konan hans, Kathryn, er ein af 10 beztu skákkonunum i Banda- rikjunum. Þegar ég tjáði honum, að ég hefði hug á þvi að finna út, hvers vegna konur stæðu sig ekki eins vel og karlmenn i skák, sagði hann: — Ég hef verið að hugsa um þetta sama undanfarin 30 ár. Slater kynnti mig fyrir George Kane, 25 ára að aldri, sem talinn var fjórði bezti skákmaðurinn i Bandarikjunum á siðasta ári, og Bruce Pandolfini, öðrum skák- meistara. Báðir kenna þeir skák á námskeiðum i Nýja skólanum i New York, og Pandolfini skýrir frá þvi, að helmingur nemenda hans séu stúlkur. Kenning Kane’s er þessi: — Til að verða sterkur skákmaður, verður maður að byrja snemma. En stúlkur þroskast hraðar en drengir og dragast út i hringiðu skemmtanalifs og félagslifs. Ðrengir eru meira einmanna, og skák þarfnast einmitt einangrunar og átaks einstakl- ingsins. — Ég hef einnig komizt að þvi, að kven-skákmenn eru ihald- samari, ekki eins liklegar til að taka áhættu, t.d. með þvi að fórna taflmönnum og reyna að ná einhverju sniðugu fram með þvi. Ég þekkti einnig stúlku eitt sinni, sem hafði mjög mikla hæfileika, en féll gjörsamlega saman i keppni, hana skorti sjálfstraustið, sem skákmenn þarfnast. Sterkur skákmaður efast aldrei um getu sina. — Hvað börn snertir, sagði Pandolfini, — þá eru stúlkur jafn- færar og drengir. En ég hef orðið vitni að þvi, að feður iiafi hreinlega neitað að kenna dætrum sinum að tefla. Kane vakti máls á spurning- unni um þolið. — Krefst mikils þols — Háskólinn i Pennsylvaniu sýndi fram á i rannsóknum sinum fyrir nokkru, að sama likamlegt þol þarf i eitt 40 leikja skákeinvigi og i sexeinliðaleiki i tennis. Skák- maður þarf að hafa þol á við góðan „base-ball ”-spila ra . Fischer þjálfaði sig þannig i sex mánuði i Grossingerbúðunum, áður en hann fór til einvigisins við Spassky á lslandi. Rússnesku konurnar eru mjög hraustar, en þær bandarisku virðast veik- byggðari, sagði Kane. Ég spurði, hvort það gæti ekki spillt skákgetu kvenna að þurfa að annast fjölskyldu. — Tvær sterkustu skákkonurnar i Sovét- rikjunum eru giftar og eiga báðar barn, sagði Kane. — Það virðist ekki hafa skipt þær máli i skákinni. Þegar Hort svindlaöi Kane tjáði mér, að fjöldi hjóna tæki þátt i skákkeppnum. — Tékkneski stórmeistarinn Vlastimir-Hort reyndi einu sinni að beita dálitlum brögðum til að hjálpa konu sinni. Hann kom upp sérstöku merkjakeríi, eins og að toga i eyrað á sér og nudda á sér nefið o.s.frv. Meðan kona hans keppti, sat hann á fremsta bekk. Eitt sinn vildi hann, að hún færði hrókinn sinn, en það voru tveir hrókar á borðinu og blessuð konan færði vitlausan hrók. 1 næsta leik gaf hann henni merki um að færa hann til baka. Hann gaf henni „hróks-merkið” á ný, og aftur færði hún vitlausan hrók. Þegar hér var komið. hafði hún tapað skákinni. Þetta var dæmi um biinda hlýðni eiginkonu við mann sinn. i trássi viö lögmál skákárinnar. Nú sagði Slater mér, að Rachel væri komin i klúbbinn. Á þeim tveim árum, sem liðin eru siðan hún hóf að taka þátt i skák- mótum, hefur hún náð styrk- leikanum A-skákmaður eða 1.800 stig. Hún er talin svo efnileg, að John W. Collins, kennari og þjálfari Fischers, hefur tekið hana til kennslu, en hann hefur aðeins einn nemenda annan. Rachel er eins og áður sagði 14 ára gömul, kringluleit, með gleraugu og mikið hár. Hún er i viðri peysu og pilsi, og borðar of mikið sælgæti. Faðir hennar kenndi henni að tefla, eftir að hann hafði gefið upp alla von um að kenna bræðrum hennar tveim taflmennsku. Hún stóð sig stór- kostlega allt frá upphafi. A sinum fyrstu skákmótum vann hún stundum titilinn „bezta stúlkan”, vegna þess að hún var eina stúlkan, sem þar tók þátt i. Rachel hefur mikið að gera. Ilún stundar nám i músik- og myndlistarskóla, auk þess sem hún er i einkatimum i músik. — Ég þarf að vinna mina heima- vinnu, og æfa lögin fyrir næsta Varadekk í hanskahólfi! Puncture Pilot skyndiviðgerð - ef springur á bilnum — án þess aö þurfa aö skipta um hjól. Þér sprautið Puncture ^ PiloU sem er fljótandi gúmmíupplausn, í hjól- barðann. Brúsinn er með slöngu oq iengingu til að tengja ‘til hjólbarð- ans. Etn r fyrir lekann og þer ak . tm. Tvær brúsa og 2ja brúsa sett fyrir vöru. - islenskar notkunarreglur í .. ;ar með hverjum brúsa. tima. Ég er i boltaliðinu, i sund- liðinu og svo tefli ég. Vinkonur minar halda að ég sé vitlaus: þær skilja ekki skákina. „Ekki einu sinni skákin getur komiö í staðinn fyrir kynlífiö" Og hvað er það, sem Rachel geðjast svo vel að við skákina: — maður er að reyna að finna upp á einhverju með brögðum, sem eru sniðugri en einhver annar finnur upp, það er ótakmarkaður fjöldi möguleika, en i boltaleik ertu alltaf að gera það sama. Að sumu leyti er skák eins og tónlist, hún er skapandi. Ég á erfitt með að læra að tefla af bók. Ég vil heldur tefla eftir minu eigin höfði. En að tefla án þess að hafa skákfræðin i huga, er ekki gott heldur. Bezti árangurinn, sem Rachel hefur náð gegn alþjóðlegum stór- meistara, var jafntefli gegn Gregorich, þar sem hann tefldi 15 skákir i einu. En hún sér ekkert þvi til fyrirstöðu, að hún geti ekki sigrað karlmenn engu siður en konur. Til að sanna sitt mál tefldi húntvær skákir við mig og vann báðar (umræddur blaðamaður hefur 1.600 stig). Ég gat ekki einu sinni náð jafntefli. En hún var hæversk i sigri sinum. — Þú ert alls ekki svo afleitur, sagði hún. Ég kvaddi og yfirgaf Marshall skákklúbbinn og sagði við sjálfan mig, að lifið hefði upp á fleira að bjóða en skák, og að sérhver, karlmenn og konur, ættu að halda sig við það, sem hann stæði sig bezt i. Eða eins og Linda Lovelace orðaði það: — Ég elska kynlifið: það getur ekkert komið i staðinn fyrir það, ekki einu sinni skák! ( þ.SP) SANDVIK snjónaglar ÁRMÚLA 7 SÍMAR 30501 OG 84844 REYKJAVÍK Snjónegldir hjölbarðar veita öryggi í snjó og hólku. Lófið okkur athuga gömlu hjólbarðana yðar og negla þó upp. Góð þjónusta — Vanir menn Rúmgott athafnasvaeði fyrir alla bíla. Njótié veéursældar og dásemda MOLTU um páskana TryggiÖ far áÖuren þaÖ verÖur um seinan Brottför; 6. og 7. apríl Féröamiðstööin hf. Aðalstræti 9. Reykjavík sfmi 11 255.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.