Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 18

Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 17. marz 1974. Menn og málofni Ómakleg drás á sérfræðinga Mat hlutlausra sérfræðinga 1 sambandi við þær umræöur, sem hafa farið fram um skatta- málin aö undanförnu, hafa leiö- togar stjórnarandstööunnar veriö meö getsakir, sem eru einstakar i sinni röö. Þeir hafa dróttað þvi aö fulltrúum Alþýöusambandsins, sem sömdu um skattamálin viö rikisstjórnina, að þeir hafi látiö hana blekkja sig i sambandi viö útreikninga á þeirri söluskatts- hækkun, sem þyrfti til þess aö vega gegn tekjuskattslækkuninni. Meö þessu er ekki aðeins veriö aö ófrægja fulltrúa Alþýöusam- bandsins, heldur öllu fremur þá embættismenn, sem geröu þessa útreikninga. Um það var nefni- lega fullt samkomulag, að byggja þaö alveg á útreikningum og mati sérfræöinga, hve mikil sölu- skattshækkunin þyrfti aö vera til þess að bæta rikissjóöi það tekju- tap, sem hlytist af tekjuskatts- lækkuninni, og þeim útgjöldum, sem hlytust af henni (skattaaf- slættinum o.fl.) Hafi þvi einhverj- ir gert sig seka um að beita blekkingum i þessu sambandi, eru það sérfræðingarnir, sem þessa útreikninga gerðu. Slikar ásakanir eru vitanlega fjarri lagi. Sérfræðingarnir reyndu eftir megni að reikna þetta út á þann veg, sem þeir álitu réttastan. Samkomulagið var siðan byggt á niðurstöðu þeirra. Það er i alla staði ómaklegt, að vera að bera þeim á brýn, að þeir hafi viljandi eöa óviljandi beitt blekkingum i þessum efnum. Geir Hallgrims- son og Gylfi Þ. Gislason ættu að sjá sóma sinn i þvi, að hætta ekki aðeins sjálfir að bera sérfræðing- unum þetta á brýn, heldur ættu þeir einnig að láta málgögn sin gera það. Að réttu lagi ættu þeir jafnframt að biðja sérfræðingana afsökunar á þessum áburði. Tap og gróði vega salt 1 áliti meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar um skattalagabreytinguna, er vikið að þeim deilum, sem staðið hafa um framangreint atriði. t álitinu segir m.a.: „Allmikið hefur verið deilt um, hvort söluskattshækkunin nemi hærri upphæð en tekjuskatts- lækkunin og þau aukaútgjöld, sem rikissjóður tekur á sig vegna þessara breytinga. Fjárhags- og viöskiptanefnd hefur aflað sér nýjustu áætlana, sem fyrir liggja hjá viðkomandi embættismönn- um um þetta efni. Samkvæmt þeim mundi álagður tekjuskattur á einstaklinga nema réttum 7 milljörðum króna samkvæmt nú- gildandi skattalögum, en verða 4.1 milljarðar króna samkvæmt skattalagabreytingunni. Tekju- tap rikissjóðs vegna tekjuskatts- lækkunarinnar yrði þá 2.9 milljarðar króna. Við þetta bæt- ast svo útgjöld rikissjóðs vegna svonefnds skattaafsláttar, sem eru áætluð 550 milljónir króna, og svo aukin útgjöld rikissjóðs vegna söluskattshækkunarinnar, sem eru áætluð 100 millj. kr. Samtals nemur þvi tekjutap og aukin út- gjöld rikisins 3550 milljónum króna á þessu ári. A móti kemur svo 5% söluskattur, en áætlað er, að eitt söluskattsstig nemi um 680 millj. kr. á timabilinu 1. marz—31. desember, eða samtals 3400 millj. króna. Frá þessu dregst að marz verður hálfur lið- inn, þegar frumvarp þetta kemur til framkvæmda, ef að lögum verður. Sést á þessu, að 5% sölu- skattur nægir ekki til að bæta til fulls tekjutap og aukin útgjöld rikisins á þessu ári vegna skatta- lagabreytingarinnar. Eins og rakið er sfðar i þessari grein, áætluðu sérfræðingarnir, þegar samningar rikisstjórnar- innar og Alþýðusambandsins stóðu yfir, að tekjutap rikisins vegna tekjuskattslækkunarinnar yrði 2700 milljónir króna, eða 200 frá Reykjanesi millj. kr. minna en nú er áætlað. Þetta stafar af þvi, að þegar gengið var frá fjárlögunum, var gert ráð fyrir, að tekjur skattþega hefu hækkað um 26% á árinu 1973, en skattframtöl virðast leiða i ljós, að hækkun hafi orðið 30%. Nýtt mat á næsta árl Ef tekjur þær, sem fást af 5% söluskatti, eru reiknaðar á árs- grundvelli i stað 10 mánaða, kem- ur i ljós, að tekjur verða öllu meiri af söluskattshækkuninni en tekjuskattslækkuninni. Tekjur af einu söluskattsstigi, eru áætlaðar 800 milljónir á ársgrundvelli og yrðu tekjur á fimm stigum þvi 4 milljarðar króna á móti 3.6 milljörðum, sem rfkið tapar á tekjuskattslækkuninni. Þess vegna var eftirfarandi sett i sam- komulag rikisstjórnarinnar og Alþýðusambandsins: „Fulltrúar ASÍ leggja á það áherzlu, að með þvi að fallast á 5%-stiga hækkun söluskatts sé tekið mið af skertri álagningu, á árinu 1974. A árinu 1975 verði þvi að taka tillit til þess við skatta- ákvarðanir, þannig að þá verði metið, hvað 5%-stiga hækkun á söluskatti nemi yfir árið, og jafn- framt, hve skattalækkun þá nemi miklu samkvæmt nýja skatt- stiganum, og að þvi leyti sem söluskatturinn verður talinn nema hærri upphæð, þá verði sá hluti, sem umfram er, metinn inn i kaupgjaldsvisitölu.” í samræmi við þetta ákvæði samkomulagsins átti hlutfallið milli tekjuskattslækkunarinnar og söluskattshækkunarinnar að metast að nýju á næsta ári, þegar hægt verður að miða við árs- grundvöll. Tillögur Alþýðuflokksins Sjaldan hafa stjórnarandstöðu- flokkar gert sig eins bera að ábyrgðarleysi og Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn með tillöguflutningi sinum við aðra umræðu skattbreytinga- frumvarpsins i neðri deild. Málsvarar Alþýðuflokksins viðurkenndu, að það væri rétt niðurstaða hjá sérfræðingunum, sem önnuöust útreikninga fyrir rikisstjórnina og Alþýðusam- bandið, að tekjutap rikisins vegna tekjuskattslækkunarinnar næmi 2.7 milljörðum króna, miðað við grundvöll fjárlaganna. Þeir viðurkenndu einnig, að það væri trúlegir útreikningar sérfræð- inga, að skattafslátturinn svo- nefndi myndi auka útgjöld rikis- ins um 550milljónir króna, og auk þess myndi hækkun söluskatts auka útgjöld rikisins um 100 millj. króna. Samkvæmt þessu yrði tekjutap og aukin útgjöld rikisins vegna skattlagabreytinganna 3.350 millj. króna. Siðar hefur komið i ljós, eins og áður segir, að tekjuskattstap verður 200 millj. króna meira en grundvöllur fjár- laganna gefur til kynna sökum þess, aö tekjur skattþegna hafa orðið meiri en áætlað var við f jár- lagagerðina. En sleppum þvi, þótt Alþýöuflokkurinn taki ekki tillit til þess, heldur taki eingöngu tillit til þeirra áætlana.sem fyrir lágu, þegar rikisstjórnin og Alþýðusambandið sömdu. Til þess að bæta rikissjóði framangreint tekjutap og aukaút- gjöld upp á 3.350 millj. króna, lagöi Alþýöuflokkurinn til, að rikið fengi 3 1/2 söluskattsstig, en samkvæmt útreikningum sér- fræðinga, sem ekki hafa verið véfengdir, nemur eitt söluskatts- stig 680 millj. kr. á timabilinu marz—desember 1974. Samkvæmt þessum tillögum Alþýðuflokksins myndi rikið fá 2400 millj. króna á árinu 1974 og þó ekki alveg, þar sem hálfur marz er þegar liðinn. Það vantar þvi a.m.k. 1200 millj. króna á það, að ríkið fái bætt það tap, sem tekjuskattslækkunin veldur þvi. Þetta myndi þýða tilsvarandi halla hjá rikissjóði. Tillögur Sjálf- stæðisflokksins Tillögur Sjálfstæðisflokksins voru þó stórum ábyrgðarlausari en tillögur Alþýðuflokksins. Sam- kvæmt áætlun fjárlaganna er álagður tekjuskattur áætlaður 6.4 milljarðar króna, en verður sam- kvæmt nýjustu upplýsingum um skattaframtöl um 7 milljarðar króna. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram svo stórfelldar tillögur um tekjuskattslækkun, að sam- kvæmt þvi hefði álagöur tekju- skattur lækkað niður i 2.2 milljarð króna. Tekjuskattslækk- unin hefði þvi samkvæmt tillög- um Sjálfstæðisflokksins orðið 4.8 milljarðar króna. Þá lögðu Sjálf- stæðismenn til, að felldur yrði niður 1 1/2% launaskattur, en tekjutap rikisins vegna þess yrði um 500millj. króna. Þá lögðu þeir Ul, að rikissjóöur greiddi um 200 millj. i skattafslátt. Alls hefði þvi tekjutap og aukin útgjöld rikisins orðið um 5.5 milljarður samkvæmt tillögum Sjálfstæðis- flokksins. Til þess að mæta þessu, lögöu þeir til að rikið fengi tvö söluskattsstig, en tekjur af þeim eru áætlaðar tæpar 1400 millj. króna á árinu 1974. Þá lögðu þeir 01, að útgjöld rikisins yröu lækk- uð um 1500 millj. króna, án þess þó að benda á eina einustu út- gjaldalækkun. En jafnvel þótt slik útgjaldalækkun hefði tekizt, heföi endanlegt tap rikisins samkvæmt þessum tillögum Sjálfstæöis- flokksins orðið 2.5 milljaröar króna á árinu 1974. Tillögur utan- ríkisráðherra Einar Agústsson utanrikisráð- herra flutti merka ræðu á fundi um öryggis- og varnarmálin, sem haldinn var á vegum stúdenta- ráðs siðastl. sunnudag. Hann gerði þar m.a. grein fyrir tillög- um sinum, sem voru i stuttu máli á þann veg: „Tillögurnar greinast i megin- atriðum i fimm hluta. í íyrsta lagi er gert ráö fyrir þvi, að varnarlið- ið fari héðan i tilteknum, tima- settum áföngum. 1 öðru lagi er gert ráð fyrir þvi, að flugvélar á- vegum NATO fái lendingarleyfi á Keflavikurflugvelli þegar þurfa þykir vegna eftirlitsflugs i Norðurhöfum. 1 þriöja lagi, að hópur flugvirkja og annarra tæknimanna verði á Keflavikur- flugvelli til að annast nauðsyn- lega þjónustu viö rekstur þessara véla. 1 fjórða lagi, að löggæzlu- sveit mönnuð sérþjálfuðum ís- lendingum, skuli jafnan vera á flugvellinum og i fimmta lagi að íslendingar taki að sér rekstur radarstöðvanna á Suðurnesjum og i Hornafirði á sama hátt og við sjáum nú um rekstur slikra stöðva i Vik i Mýrdal og Gufu- skálum. Nokkur fleiri atriði er að finna i áðurgreindum tillögum, sem ég hirði ekki að rekja hér.” Samnmgaleiðin reynd til þrautar Einar Ágústsson sagði enn- fremur: Ég veit ekkert um það, hvernig móttökur þessar tillögur fá hjá Bandarikjamönnum eða NATO, en hitt veit ég, að þær tillögur, sem Bandarikjamenn hafa hing- að til sett fram, eru langt frá þvi, að vera aðgengilegar að minu mati. Komi hins vegar fram nýtt gagntilboð verðum við að skoða það, þegar þar að kemur. Það biður sins tima. Þessar tillögur, sem ég hef lagt fram, eru fyrst og fremst settar fram til þess að reyna samninga- leiðina til þrautar. Það hefur ver- iö skoðun okkar Framsóknar- manna, að slikt beri okkur að gera og að við eigum að gefa okk- ur þann tima til þess, sem þarf og að óþolinmæði eigi ekki að ráða ferðinni undir neinum kringum- stæðum. Reynist samningaleiðin hins vegar ekki fær, hefur for- sætisráðherra sagt það, að rikis- stjórnin eigi ekki annars kost en að leita heimildar Alþingis til uppsagnar samningsins, en von- andi þarf ekki til þess að koma”. Takmarkið Undir ræðulokin fórust Einari Ágústssyni m.a. orð á þessa leið: „1 minum augum hlýtur það að vera keppikefli allra Islendinga, að skipa þannig málum, að her þurfi ekki að vera erlendur her um aldur og ævi, enda hefur mér heyrzt það á a.m.k. flestum, sem um þessi mál hafa talað, að sú sé þeirra skoðun. Jafnframt viljum við auðvitað öll tryggja öryggi landsins, sem bezt og öllum brigzlum, sem heyrast á báða bóga um það, að sumir vilji koma upp hér nýrri Kúbu, en aðrir nýrri Hawaii visa ég á bug sem órökstuddum. En menn greinir á um leiðir. Þess vegna hlýtur takmark þeirrar endurskoðunar, sem nú fer fram á varnarsamningi Is- lands og Bandarikjanna að vera það, að finna leið til að samræma þessi sjónarmið og ég fyrir mitt leyti er svo bjartsýnn að trúa þvi að þetta muni vera hægt”. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.