Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 17. marz 1974. VM/ÍIV/ iT vnifii .VI iuyiibiiniiuH KONUR SIÐRI í SKÁK? HVERS VEGNA? borðið og sópa taflmönnunum niður d gólf, er þeir tapa fyrir konum. Ættu að tefla naktar — Ég hef tekið eftir þvi, segir Martin — að konum hættir til skammarlegra glappaskota i mjög hörðum keppnum, eins og að loka inni hjá sér taflmann. Þetta er veila i hugsun, skortur á athygli. — Hins vegar, heldur Martin áfram, tefldi ég einu sinni gegn Ruth Cardozo, suðurame- riska skákmeistaranum. Ég lék Caro-Kahn vörn, og hún braut gjörsamlega niður konungsvæng- inn hjá mér og sigraði. Þegar hér er komið i sam- ræðunum, leggur einn skákmaður orð i belg, sem hlustað hafði á spekina. — Konur eru kynferðis- legir hlutir, og þeim ætti að vera gert að tefla naktar, ella ekki. Konur þurfa ekki að f lýja á náðir skákarinnar Annar sigurvegari i hópi skák- kvenna, frú Neal Hickey, áður ungfrú Lisa Lane, lét i ljósi skoðanir nokkuð frábrugðnar þeim, er frú Gresser hafði varpað fram, er ég heimsótti hana i Carmel i New York, þar sem hún rekur matvörubúð. Frú Hickey heldur þvi fram, að hinir miklu skákmeistarar séu i mörgum tilfellum menn (karlmenn), sem eigi við tilfinningaleg vandamál að striða og flýi á náðir skákar- innar frá lifinu. — Konur þróa ekki með sér tilfinningaleg vandamál á sama veg og karl- menn, segir hún. — Þær þurfa ekki að nota skákina sem athvarf. Varð ástfanginn og yfirgaf Hastings SEM stytztu bók ársins til- nefni ég ,,Great Games of Women Chess Masters" (,,Beztu skákir kven-skák- meistara"). Konur eru nú smátt og smátt að sanna, að á nánast hverju sviði eru þær jafnokar karl- mannanna. Enn hafa karl- menn þó yfirburðina í skák. 1 samræmi við flókið punkta- kerfi, sem byggist á þvi, hve vel skákmenn standa sig i keppnum, er þeim nú skipt niður i flokka. Er þannig talað um C-skákmenn og allt upp i stórmeistara. Sem stendur eru um 200 karlmenn stórmeistarar, sem merkir 2.500 punkta eða stig, en engin kona og hefur aldrei verið. Beztu banda- risku skákmennirnir i hópi kvenna i dag eru i hinum svokallaða sérfræðingaflokki (expert-range), sem þýðir, að styrkleiki þeirra er milli 2.200 og 2.400 stig. Núverandi heims- meistari i skák, Bobby Fischer, er „metinn upp á yfir 2.800 stig. (Þess má geta hér i leiðinni að nýlega er byrjað að nota þetta alþjóðlega stigakerfi/styrkleika- kerfi á islenzka skákmenn, sem er mikilvægt fyrir þá vegna samanburðar við erlenda skák- menn.J Til að reyna að komast að þvi, hvers vegna konur eru hér slikir eftirbátar, lagði ég leið mina á Manhattan Skákklúbbinn við 61. stríeti, þar sem skákmennirnir sátu álútir yfir borðum sinum i kyrrlátlegu, karlmannlegu umhverfi, með korklimdum veggjum, leðurhægindastólum, verðlaunagripum úr silfri og innrömmuðum myndum af skákmeisturum. „Hvar er konan Mozart?" Nigel Eddis, aðstoðarfram- kvæmdastjóri klúbbsins, hár, rauðhærður Englendingur, hafði sinar ákveðnu skoðanir á málinu. — Konur hafa hvorki hið rétta skyn né skap til að tefla skák. Svona á maður ef til vill ekki að segja, en þetta held ég samt, að sé staðreyndin. Það er erfitt að imynda sér nokkuð, þar sem konur eru jafnokar karlmanna. Hvar er aö finna „konuna Mozart” eða „konuna Leonardo da Vinci”? Þegar keppt er i skák, er árásarhneigöin afar rikur þátt- ur, og konum veitist það hræði- lega erfitt að tileinka sér þessa árásarhneigð eða áleitni. — Þetia sagði Nigel Eddis. Einn af skákmönnunum, R. Paul Martin, leit upp úr miðju tafli og sagði, að kven-heims- meistarinn i skák, rússneska kon- an Nona Gaprindashvili, hafi verið alin upp sem strákur, með eintómum bræðrum, og hafi lært að vera árásargjörn sem barn. — Hún er undantekningin, sem sannar regluna, skýtur Eddis inn i. — Ef þú vökvar litið limgerði, þá mun það vaxa betur. En það verður aldrei að eikartré. Karlmenn leggja metnað sinn i skákina — Vera Menshik, ein mesta skákkona allra tima, sigraði einu sinni Capablanca, einn mesta skákkarlmann allra tima ( konur teljast einnig til manna), sagði Martin. — Hún sigraði ekki Capa- blanca, leiðrétti Eddis, — hún gerði jafntefli við hann. Hvað sem þvi liður annars, beztu skák- mennirnir eiga sina lélegu daga. — Skák byggist á þvi, að skynja flatarmálsfræðina, heldur Eddis áfram. — Hjá toppmönnunum verða frumlegar hugmyndir i skák að nautn, rétt eins við listmálun eða Ijóðagerð. Hér er það, sem konunun bregzt bogalistin. Þær geta verið tækni- lega mjög sleipir skákmenn, en þær eru ekki frumlegar á þvi sviði. — 1 Ástraliu var 5 ára stúlka búin að ná styrkleika A- skákmanns (1.800-2.000 stig), en þá hætti hún að tefla,” sagði Mart in. — Stúlkur eru yfirleitt fljótar að læra, meðan þær eru ungar. En svo kemur að jafnsléttunni hjá þeim, útskýrir Eddis. — Fjöldi karlmanna leggur metnað sinn i skákina, segir Martin. — Ég hef séð karlmenn gjörsamlega sleppa sér, berja i Konur byrja seinna Andartaki siðar bætist i hópinn Gisela K. Gresser, sem verið hefur niu sinnum Bandarikja- meistari kvenna i skák og er enn talin meðal þeirra sex sterkustu. Frú Gresser er geðug, lágmælt kona, sem á sér mörg áhugamál önnur en skákina, svo sem fjölsky ldulifið. Hún lýsir mis- muninum á kven- og karlskákmönnum með hliðsjón af þjóðfélagslegum aðstæðum. — — Karlmenn byrja mjög snemma að tefln. og þeir tefla, tefla og tefla, segú' hún. — Konur byrja yfirleitt seinna. Ég byrjaði t.d. ekki fyrr en ég var orðin fullorðin, ég hitti einhvern ná- unga á skipi, sem vakti hjá mér áhugann. Ég viðurkenni ekki það sjónarmið að konur hafi ekki þá getu við talf sem karlmenn. — Karlmenn hættir til að ráðast harkalega á konur með þvi að segja, að þær geti ekki teflt almennilega. Hvers vegna að vera þá að styðja nokkuð við þær á þessu sviði? Skáksambandið (bandariska) hefur veitt miklu fé til karlmanna, meöan konur hafa ekkert fengið og hafa orðið að standa straum af sinum útgjöldum i sambandi við skákina sjálfar. 1 sumum öðrum löndum þjálfa stórmeistarar konurnar og eru þeim til hapds og trausts i keppnum. En hér höfum við enga þjálfara. Kona á borö við Fischer? — Aldrei! — Ég hef teflt gegn karlmönn- um og náð mjög góðum árangri, heldur frú Gresser áfram. — Ég hef unnið og gert jafntefli gegn bandariskum meisturum. Og það mun koma að þvi, að konur tefli eins vel og karlmenn. Hvers vegna skyldi gegna öðru máli um skák en önnur athafnasvið? Madame Curie var i okkar hópi, ekki satt? Einhver spurði frú Gresser, hvort hún áliti að nokkurn tima myndi koma fram á sjónarsviðið kona, er væri jafnoki Bobby F’ischers. — Aldrei, segir hún. — Konur eru ekki svo einhæfar. Þær geta ekki fórnað sér svo gjörsamlega fyrir svo andlegan leik, þar sem uppskeran er svo takmörkuð. Lisa Lane átti stórkostlega sigurgöngu i heimi skákarinnar. Hún hóf að tefla árið 1957 á kaffihúsi i Philadelfiuriki i Bandarikjunum, og tveim árum seinna vann hún Bandarikjatitil- inn i skák meðal kvenna. Hún var þá 22 ára að aidri og mjög aðlað- andi. Árið 1961 var hún á góðri leið með að ná heimsmeistara- titlinum, er hún hvarf frá miðri keppni i Hastings i Englandi. Hún sagði við það tækifæri, að hún gæti ekki einbeitt sér við taflið, þar sem hún væri ástfangin. Þetta voru álika tiðindi og höfðu ámóta áhrif á skákheiminn og þau tiðindi höfðu haft á Englendinga, er hertoginn af Windsor afsalaði sér konungdómi til að kvænast Wallis Simpson. Lisa Lane varð þekktasta kon- an i skákheiminum. Ég minnti hana á þennan löngu liðna atburð og hún sagði: — Það var sannkölluð ást við fyrstu sýn, og á sama andartaki fór ég að missa áhugann á skák- keppni. Ég var einmana og vesæl þarna i Englandi og spurði sjálfa mig, hvað ég væri eiginlega að gera með að tefla þetta. Mér væri nær að segja mig úr keppni, enda vildi ég komast heim. Drottningin er jafngóð kónginum Já, hún fór aftur til New York, og giftist manninum, sem hafði heillað hana og dregið hana úr keppninni i Englandi, Neil Hickey. Skömmu siðar opnaði Lisa skákklúbb i Greenwich Village, sem hún kallaði Queen’s Pawn eða Drottningarpeðið”. Árið 1966 hvöttu vinir hennar hana til að snúa sér aftur að taflmennsku. Hún hlaut fyrstu verðlaun ásamt frú Gresser. Jafnframt þvi skipulagði hún mótmæli vegna þess, að heildar- verðlaunaupphæðin, sem kom i hlut kvenna, voru 800 dalir, meðan karlmenn fengu 8.000 dali eða tifalt meira. Henry Hudson hótelið var gjörsamlega þakið spjöldum, þar sem lesa mátti ,,Equal Pay for Equal Play” og „Queen Is as Good as a King”. — Eftir þetta ákvað ég að nú hefði ég fengið nóg. Það, sem „kvenskákina” vantar, er Billie Jean King. Ef okkur verða veittir meiri peningar.þ þá eykst álitið. En kven-skákmenn eru slikir „Tómasar-frændur” að þær trúa þvi i raun og veru, að karlmenn tefli betur, segir Lisa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.